Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 6
6 8. ágúst 2004 SUNNUDAGUR LANDBÚNAÐUR Allt stefnir í að kart- öfluuppskera verði yfir góðu meðal- lagi, segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi á Skarði á Landi. Mán- uður er liðinn frá því að fyrstu kart- öflurnar komu á markað. Sigurður Reynhaldsson, innkaupa- stjóri matvöru hjá Hagkaupum, segir íslenskar kartöflur alltaf vinsælli en þær erlendu fyrst þegar þær komi á markað og hægt sé að kaupa kartöfl- ur samdægurs uppskeru. „Það er helst í bökunarkartöflum sem menn velja innfluttar enda eru þær miklu stærri og girnilegar sem bökunarkartöflur. En til að sjóða til dæmis með ýsunni eru þær íslensku miklu betri.“ Fleiri verslunarrekendur tóku undir vinsældir íslenskra kartaflna og segir Guðmundur Óli Ómarsson, markaðsstjóri Nóatúns að samið hafi verið beint við bónda sem taki upp nýjar kartöflur fyrir þá daglega. Sigurbjartur segir að nokkrir tugir bænda rækti kartöflur á mark- að og samkeppnin sé mikil. Á síð- ustu sex til átta árum hafi verð til framleiðenda lækkað um 30 til 40% prósent. „Helsta vandamál okkar er að kaupendurnir eru í rauninni að- eins tveir til þrír. Samkeppnin í smá- sölunni er það mikil. Okkur finnst þeir oft mjög harðdrægir og verðið hefur lækkað á undanförnum árum án þess að það sjáist í verslunum.“■ KNATTSPYRNA Undirskriftalistar og samskotasafnanir fara eins og eldur um sinu meðal þeirra sveitafélaga á landsbyggðinni sem ekki ná útsendingum Skjás eins. Safnanirnar munu vera að frumkvæði ákafra knattspyrnu- unnenda sem vilja ekki missa af sýningum frá úrvalsdeild ensku knattspyrnunnar í vetur. Hópur knattspyrnuáhugamanna á Bolungarvík leita nú leiða við að fjármagna uppsetningu á sendi svo hægt sé að ná útsendingum Skjás eins. Á Patreksfirði hefur einnig verið efnt til samskota. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir að það hafi verið rætt við bæjarstjóra á Vestfjörðum, meðal annars á Bolungarvík þar sem þeir hafi boðist til að setja upp senda ef bæjarfélögin koma á ein- hvern hátt til móts við kostnaðinn. Uppsetning á slíkum sendi kostar um 1,8 milljónir króna og er gert ráð fyrir því að heimamenn leggi út fyrir helmingnum á Bolungarvík samkvæmt upplýsingum sem birt- ast á vefsíðu Bæjarins besta. Um 700 manns búa á Patreks- firði og rúmlega 900 á Bolungar- vík. Ef 300 manns greiða 3.000 krónur er mótframlaginu náð. Fordæmi er fyrir því að bæjar- stjórn Vesturbyggðar hafi beitt sér við svipaðar aðstæður, um árið greiddi sveitarfélagið fyrir uppsetningu á sendi fyrir sjón- varpsstöðina Sýn á Bíldudal. Þorsteinn Þorvaldsson í Ólafs- firði hefur safnað undirskriftum þar sem forsvarsmenn Skjás eins eru hvattir til að koma upp sendi svo útsendingar stöðvarinnar næð- ust í Ólafsfirði. „Við gerðum þetta í von um að sjá enska boltann í í vetur, hér eru margir sjúkir í hann.“ Undirskriftasöfnunin stóð í eina viku og um 780 manns skrif- uðu undir en um þúsund íbúar eru í Ólafsfirði. Magnúsi Ragnarssyni, sjónvarpsstjóra Skjás eins, var af- hentur undirskriftalistinn og segir Þorvaldur hann hafa tekið vel í bón Ólafsfirðinga. „Ólafsfjörður er þeim kostur byggður að þar er kapalkerfi og við skoðum leiðir til að koma merkjum okkar þangað sem er mun ódýrari kostur,“ segir Magnús. bergsteinn@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ? 1Í hvaða jökulá hafa verið vatnavextirað undanförnu? 2Hver er Mikhail Khodorkovski? 3Hvaða söngleikur var frumsýndur íGamla bíói í gær? Svörin eru á bls. 30                                                                                                                !         "    # "   !""   "  ! #! $ "    $   "     "    % "    $ "  ! % %&  "     % $ "  %'(! "# "       "   !       &#         &        !                 &        !          !""  # !""  # !  ! ! ! ! ! !""  #  %""  Verð frá 29.910 kr.* Hversdagsleg og ævintýraleg í senn www.icelandair.is/london Í London er auðvelt að láta sér líða eins og heima hjá sér enda eru borgarbúar afslappaðir. Leikhúslífið í London er rómað sem og enska kráarmenningin, en fjölbreytni mann- lífsins í hinum ýmsu og ólíku hverfum þessarar stóru borgar er meðal þess sem gerir hana svo heillandi. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina *Henry VIII á mann í tvíbýli 12.-14. nóv., 26.-28. nóv., 28.-30. jan., 4.-6. feb., 19.-21. mars. Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur m. morgunverði, flugvallarskattar, þjónustugjald og eldsneytisgjald. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr. Gildir til 1. september. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 37 0 0 7/ 20 03 GLÆNÝJAR Í VERSLUNUM „Fyrstu kartöflurnar voru teknar upp 10. júlí. Núna er tekið upp jafnóðum og markaðurinn kallar,“ segir Sigurbjartur, kartöflubóndi í Landsveit. Neytendur geta keypt morgunuppskeru bændanna: Uppskera kartaflna yfir meðallagi Sprengjutilræði á Spáni: ETA minnir á sig SPÁNN, AP Tvær sprengjur sprungu í ferðamannabæjum á Norður-Spáni á laugardag. ETA, samtök bask- neskra aðskilnaðarsinna hafa lýst tilræðinu á hendur sér. Tilræðið er það fyrsta sem ETA fremur síðan í september í fyrra, en talið er að samtökin séu einstaklega veik fyrir um þessar mundir. Í vikunni sagði Arnaldo Otegi talsmaður SA, pólitísks arms ETA að hin vopnaða barátta fyrir frelsi Baskalands stæði enn yfir þegar hann var spurður að því af hverju samtökin hefðu ekki látið á sér kræla um þetta langt skeið.■ ETA Spænskur lögreglumaður með sprengjuleitartæki. ALLTAF Í BOLTANUM Fótboltafíklar sem ekki ná Skjá einum leita allra leiða til að missa ekki af enska boltanum í vetur. Enska boltann í hvert byggt ból Knattspyrnuáhugamenn á landsbyggðinni sem ekki ná Skjá einum leita leiða til að fjármagna uppsetningu á sjónvarpssendum. Víða er hafin fjársöfnun til að fjármagna uppsetningu senda. Franskir bændur: Héldu útsölu PARÍS, AP Franskir bændur buðu ávexti og grænmeti á gjafverði við Eiffel-turninn á laugardag. Bænd- urnir vildu með útsölumarkaðnum undirstrika það að samkeppni frá erlendum aðilum hafi dregið verðið á vöru þeirra niður og beindist að- gerðin gegn frönskum kaupendum sem bændurnir gagnrýna fyrir að velja erlenda vöru. ■ MÓTMÆLI Franskur bóndi heldur á kassa með tómöt- um á markaðnum. Framleiðsla bændanna svarar ekki kostnaði. Íslensk mjólk: Hærra verð MJÓLK Bráðabirgðatölur Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sýna að innvigtun mjólkurstöðvanna í síðasta mánuði var um 700 þúsund lítrum meiri en í sama mánuði í fyrra, eða 9,5 milljón lítrar. Á vef Landssambands kúabænda kemur fram að áætla megi að inn- vigtun ágústmánaðar verði á bil- inu 8,5 til 9 milljón lítrar og um- frammjólk því á bilinu 4,5 til 5 milljón lítrar. ■ Elliær morðingi: 74 ára fangi líflátinn BANDARÍKIN Elsti maðurinn á dauðadeild bandarískra fangelsa var líflátinn í fyrrinótt. Hann var þá orðinn 74 ára að aldri, illa hald- inn af elliglöpum og heilsuleysi þannig að aðrir fangar þurftu að hjálpa honum að þrífa sig og kom- ast á milli staða að því er Was- hington Post greindi frá. Hinn 74 ára gamli James Barn- ey Hubbard var tekinn af lífi fyrir morð sem hann framdi árið 1977. Hann var þá nýlega sloppinn úr fangelsi eftir að hafa afplánað nítján ára fangelsisvist fyrir annað morð..■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.