Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 35
stjórnarskrá okkar, sem sett var 1874, [...] var stjórnarskrá konungs. Í eðli og uppruna er slík stjórnarskrá allt annars eðlis en lýðveldisstjórnarskrá þannig er núverandi lýðveld- isstjórnarskrá með þeim breytingum [...] að breyta orð- inu „konungur“ í forseta og svo nokkrar breytingar sem leiddu af þeirri höfuðbreyt- ingu. [...] Við höf- um aldrei sett okk- ur stjórnarskrá í raun. [...] Það er því kannske tími til þess kominn að Íslendingar setjist niður og setji sér stjórnarskrá með svipuðum hætti og margar þjóðir hafa gert á sérstakri samkomu sem fjallaði eingöngu um það,“ og vísaði þar til tillögu sem samþykkt hafði verið á síðasta flokksþingi Framsóknar- flokksins, að skipa ætti stjórnlaga- þing til að fjalla um stjórnar- skrána. Umræðan heldur áfram Þrátt fyrir, að því er virðist, ein- lægan vilja þingmanna til að ráðast í endurskoðun stjórnarskrárinnar var ekki hafist handa við það verk. Samhliða umræðunni á Alþingi 1992 um þátttöku Íslands í EES- samningnum lögðu þingflokkar stjórnarandstöðunnar fram tvö frumvörp um breytingar á 21. grein stjórnar- skrárinnar um samninga við er- lend ríki. Ragnar Arnalds, þingmað- ur Alþýðubanda- lagsins benti á í f l u t n i n g s r æ ð u sinni 17. september 1992, að umræðan um EES-samn- inginn og hvort krefjast ætti þjóð- aratkvæðagreiðslu um hann, minnti á að „brýn þörf er á almenn- um ákvæðum í stjórnarskránni um rétt minni hluta á Alþingi til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu“. Ekkert varð þó úr endurskoðun þessara ákvæða stjórnarskrárinn- ar að þessu sinni. Jóhanna Sig- urðardóttir, þá ut- anflokksþingmað- ur, lagði fram frumvarp 15. nóv- ember 1994 til stofnunar stjórn- lagaþings til end- urskoðunar á stjórnarskrá. Á sama þingi var samþykkt breyt- ing á mannréttindakafla stjórnar- skrárinnar og var hann færður í lög 1995. Frumvarpið um stjórnlagaþingið var ekki afgreitt úr nefnd en í fyrstu umræðu sagði Björn Bjarnason, þing- maður Sjálfstæð- isflokksins, á Al- þingi að hugmynd- in um stjórnlaga- þing væri í sjálfu sér ekki ný. „Hún hefur oft verið rædd, sér- staklega í hópi lögfræðinga og þar hafa menn komið fram með það sjónarmið að [...] endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi tekið mjög langan tíma og ekki sé endi- lega við því að búast að þingmenn komist að skynsamlegustu niður- stöðunni um kjördæmamálið og kosningalögin þar sem það snertir mjög hagsmuni þeirra sjálfra og þess vegna sé nauðsynlegt að kalla saman annan hóp manna til þess að taka ákvarðanir um það efni.“ Málskotsréttur leiddi til stjórn- lagakreppu Það er ekki fyrr en nú síðustu vikur sem í ljós hefur komið hversu brýnt verkefni endurskoð- un stjórnarskrárinnar er orðið. Beiting forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á málskots- rétti 26. greinar stjórnarskrárinn- ar, vakti upp miklar deilur meðal lögspekinga og stjórnmálaafla. Í nefndaráliti meirihluta alls- herjarnefndar þegar ákveðið var að fella úr gildi fjölmiðlalögin sem forseti Íslands hafði synjað stað- festingar sagði: „Ljóst er að beiting forseta Íslands á synjunarvaldi samkvæmt 26. grein stjórnarskrár- innar hefur leitt til stjórnlaga- kreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, meðal ann- ars um valdheimildir Alþingis“. Í kjölfar langvarandi og snarprar umræðu um fjölmiðlalög- in náðist samstaða meðal stjórn- málaflokkanna að ráðast þyrfti í endurskoðun stjórnarskrárinnar sem fyrst. Sammælst var um að hefja það starf á haustþingi og ljúka endurskoðun ákveðinna kafla fyrir næstu þingkosningar, 2007. Stefnt á endurskoðun I. og II. kafla Davíð Odds- son forsætisráð- herra lýsti því yfir á Alþingi 5. nóvember 2003 í svari við fyrir- spurn um málið að hann væri reiðubúinn til samstarfs við alla stjórnmála- flokka um end- urskoðun stjórnarskrárinnar. „Ég hygg að endurskoðun stjórnarskrárinnar ætti [...] að snúa inn á við og í raun ætti að taka upp þráðinn þar sem við hann var skilið um miðja síðustu öld,“ sagði Davíð. „Þannig virðist mega að ósekju færa ýmis atriði í I. og II. kafla stjórnarskrárinnar til nú- tímalegs horfs. Þar er fjallað um stjórnarformið og grundvallar- reglur stjórnskipunarinnar, um forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra. Almennt mætti í þessum köflum draga upp skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun. Eins og menn þekkja eru mörg þessara ákvæða orðuð þannig að þau draga ekki rétta mynd af raunveruleikanum nema þau séu lesin í samhengi hvert við annað og skýrð í ljósi ýmissa venju- helgaðra reglna sem hafa í raun öðlast stjórnarskrárvarða stöðu, svo sem þingræðisreglunnar sem þó er ekki nefnd. Þetta á til að mynda við um valdheimildir forseta og ráðherra,“ sagði hann. Valdheimildir forseta bundnar atbeina ráðherra Þá sagði Davíð að almennt geri stjórnskipun okkar ráð fyrir að valdheimildir forseta séu bundnar atbeina ráðherra. „Stjórnarskráin getur hins vegar í engu einu starfa hans sem stjórnskipunin gerir ráð fyrir að forseti sinni án atbeina ráðherra, sem sé um hlutverk hans við stjórnarmyndanir. Ég sé fyrir mér að ákvæði um það gæti átt heima í stjórnarskrá. Það tengist því að þingræðisreglan yrði fest í sessi, til dæmis gagnvart skilyrðum um það í hvaða tilvikum sé hægt að mynda utanþingsstjórn, boða til kosninga undir ákveðnum kring- umstæðum og þar fram eftir götunum,“ sagði hann. „Þá gerir stjórnskipun okkar ráð fyrir að ráðherrar fari með æðsta framkvæmdarvald hver á sínu sviði. Til greina kæmi að árétta þá skipun berum orðum, þar á meðal að ráðherra fari með völd forseta og tengja það ábyrgð þeirra í stjórnarframkvæmdum. Með því móti yrði augljóst að ábyrgðin hvílir á þeim nema hún sé sérstak- lega frá þeim tekin með lögum,“ sagði Davíð jafnframt. ■ SUNNUDAGUR 8. ágúst 2004 19 Úr nefndaráliti með frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, Alþingi 1944: „Sú var ákvörðun Alþingis, gerð með sérstakri stjórnarskrárbreytingu á árinu 1942, að þegar Alþingi gerði þá breyt- ingu á stjórnskipulagi Íslands, að Ísland yrði lýðveldi, þá hefði sú samþykkt eins Alþingis gildi sem stjórnarskipunarlög, er meiri hluti allra kosningarbærra manna í landinu hefði með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt hana. Þó væri óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórn- arskránni en þær, sem beinlínis leiddi af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar tækju með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins. [...] Samkvæmt þessu gerir stjórnarskrár- frumvarp það, sem hér liggur nú fyrir, ekki ráð fyrir öðrum efnisbreytingum á stjórnarskránni en þeim, sem nauð- synlegar eru til þess að stofna lýðveld- ið og ráðstafa æðsta valdinu, er verið hefur í höndum konungs og nú síðast ríkisstjóra.“ Jóhanna Sigurðardóttir Ragnar Arnalds Björn Bjarnason Davíð Oddsson FRÁ STOFNUN LÝÐVELDISINS Á ÞINGVÖLLUM 1944 Sveinn Björnsson, nýkjörinn forseti Íslands, flytur ávarp á lýðveldishátíðinni. Tómas Árnason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.