Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 9
Sérstaklega skal athuga með að panta túlk ef miklir hags- munir eru í húfi, t.d. í fast- eigna- eða bílaviðskiptum. Réttur til túlkaþjónustu og mikilvægi hennar Til að samskipti geti átt sér stað milli fólks sem ekki talar sama tungumál getur verið nauðsynlegt að fá aðstoð túlks. Túlkurinn er lykillinn að því að upplýsingar berist hratt og án misskilnings á milli einstaklinga og er því hagur allra. Alþjóðahúsið býður upp á túlka- og þýðingarþjónustu á 50 tungumálum, þar sem lögð er áhersla á að greiða leið fólks í notkun almannaþjónustu. Þeir sem ekki tala íslensku eiga í sumum tilfellum rétt á túlki án endurgjalds. Íslendingar eru aðilar að alþjóðasamningum sem tryggja einstaklingum sem ekki tala íslensku þann rétt að notaður skuli túlkur í dómsmálum og hef- ur það verið lögfest í íslenskum lögum. Einstaklingur á þannig rétt á ókeypis túlki í opinberum málum, einkarefsimálum, faðern- ismálum og þegar fólk er svipt fjárræði eða sjálfræði. Einnig tryggja lög sjúklingi sem ekki skilur íslensku ókeypis túlk þegar hann fer til læknis. Skilyrði er þó að hann sé sjúkratryggður. Í öðrum tilfellum er það undir stofnunum eða fyrirtækjum kom- ið hvort greitt er fyrir kostnað vegna túlks eða hvort kostnaður- inn fellur á einstaklinginn. Túlkur er ekki ráðgjafi eða að- stoðarmaður þeirra sem fá hann til starfa. Hann skal túlka allt sem sagt er og hefur ekki leyfi til að koma með eigin skoðanir, ráðlegg- ingar eða athugasemdir á meðan á túlkun stendur og hafa þannig áhrif á framvindu viðtalsins. Enn- fremur á ekki að svara spurning- um varðandi þann sem túlkað er fyrir og hann ber ekki ábyrgð á því að upplýsingar sem gefnar eru (frá báðum aðilum) séu réttar og sannar. Túlkurinn er bundinn þagnarskyldu. Þegar pantaður er tími hjá starfsmanni stofnana fyrir ein- stakling sem ekki talar íslensku, á að biðja um að túlkur verði til staðar í viðtalinu (nema einstak- lingurinn vilji það alls ekki). Í sumum tilfellum er ekki nóg að segja að einstaklingurinn sé frá tilteknu landi, heldur þarf að koma skýrt fram hvaða mál/mál- lýsku einstaklingurinn talar. Það er síðan hlutverk starfsmanna hverrar stofnunar að panta túlk- inn. Fjölskyldumeðlimir, ættingj- ar, vinir eða aðrir tengdir aðilar ættu ekki að vera notaðir í stað- inn fyrir reyndan og óháðan túlk. Aldrei á að nota börn sem túlka. Sérstaklega skal athuga með að panta túlk ef miklir hagsmunir eru í húfi t.d. í fasteigna- eða bílaviðskiptum. Það sama getur átt við þegar um kaup á mikil- vægri þjónustu er að ræða eða ef koma þarf mikilvægum upplýs- ingum á framfæri. ■ 9SUNNUDAGUR 8. ágúst 2004 Ekki hlutlaus mynd Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að F9/11 er langt frá því að vera hlutlaus mynd. Moore hefur margsinnis lýst því yfir að markmið hans sé meðal annars að koma Bush frá völdum. Þeir sem vita eitt- hvað um Moore vita líka að hann gefur sig út fyrir að vera kaldhæðinn. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að í F9/11 er Bush bæði harðlega gagnrýndur og hædd- ur. En eru þær staðreyndir sem Moore teflir fram hins vegar sannar? Langflestar eru það. Sumar eru óljósar, aðrar umdeil- anlegar en flest af því sem kemur fram í myndinni er sannleikanum samkvæmt og ætti að vekja fólk til umhugsunar. Sigurður Hólm Gunnarsson á skod- un.is Herferð gegn John Kerry En þó að forsetaframboð George W. Bush segist ekki standa við bakið á að- standendum auglýsingaherferðarinnar er ljóst að hún nýtur fjárhagslegs stuðn- ings valdamikilla rebúblikana. Sá grunur læðist því að manni að forsetaframboð- ið tengist þessari herferð þrátt fyrir allt að einhverju leyti þó svo að það sé ekki gert opinbert - já, ljótt ef satt er! En það sem er e.t.v. ljótast við þetta allt saman er að menn sem hafa lagt líf sitt í söl- urnar fyrir föðurlandið, eins og sagt er (og eru, eins og e.t.v. er óþarft að taka fram, ekki stríðsglæpamenn), skuli ekki njóta tilhlýðilegrar virðingar fyrir það framlag sitt - hvað svo sem mönnum kann að finnast um stríðsrekstur al- mennt - og að allt skuli reynt til að gera sem allra minnst úr því. Þórður Sveinsson á mir.is Ástæða til að fagna Það er vissulega ástæða til að fagna. Á að- eins tíu árum hefur ótrúlegur árangur náðst á Íslandi - samþykkt hafa verið lög um staðfesta samvist (sem er næstum jafngild gagnkynhneigðu hjónabandi), mis- munun vegna kynhneigðar hefur verið bönnuð með lögum og stjúpættleiðingar samkynhneigðra hafa verið leyfðar. En það hættulegasta í hverri jafnréttisbaráttu er þegar fólk fer að líta þannig á að baráttunni sé lokið, að jafnrétti sé náð. Í miklum minnihluta tilfella er hægt að tala um end- anlegt jafnrétti - þrátt fyrir frábæran árang- ur hefur jafnrétti kynjanna til dæmis ekki verið náð og verður varla í nánustu framtíð. Kristín Svala Tómasdóttir á politik.is “Retró“ tilfinning [Ég] er ekki rétti maðurinn til að dæma greinarbálkinn „Nokkur atriði í stefnuum- ræðu fyrir íslenska byltingarsinna“ af fag- mennsku [á murinn.is]. Greinar sem hefj- ast á orðunum „Höfuðandstæðingur okk- ar er íslenskt einokunarauðvald. Hinumegin stendur íslensk alþýða og verkalýðsstéttin þar fremst“ eru augljós- lega ekki stílaðar inn á lífsvillta frjálslynda hægrimenn. Kannski ættu þeir því að halda sig til hlés og láta uppreisnarhvatn- ingar sér sem vind um eyru þjóta. En eins áður sagði voru það ekki bara einokunar- og auðvaldssinnar eins og ég sem voru skeptískir á efni umræddra Múrpistla. Sverrir Jakobsson sá allavega ástæðu til að svara greinabálknum. Á Múrnum. Já, það er ekki hægt annað en að brosa út í bæði þegar byltingarsinnar og umbóta- sinnar úr röðum íslenskra sósíalista deila á síðum víðlesins vefrits árið 2004. Skemmtileg „retró“ tilfinning. Ég sem hélt að þessi umræða hefði verið kláruð fyrir þó nokkuð löngu síðan. Pawel Bartoszek á deiglan.com EINAR SKÚLASON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ALÞJÓÐAHÚSSINS UMRÆÐAN TUNGUMÁL OG HAGSMUNIR ,, AF NETINU Su›urlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 www.rafha.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.