Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 14
Ólafur F. Magnússon gekk úr Sjálf- stæðisflokknum í árslok 2001 eftir þrjátíu ár í flokknum. Í bor- garstjórnarkosningunum 2002 varð hann borgarstjórnarfulltrúi fyrir hönd F-lista, Frjálslyndra og óháðra með rösklega sex prósenta fylgi. Frá því í mars á þessu ári hef- ur hann átt í baráttu við Ríkisút- varpið því hann telur að framboð hans fái ekki nægilega umfjöllun í frétta- og umræðutímum. Hann sendi bréf til útvarpsráðs þann 24. mars til að leita svara við spurning- um sínum varðandi umfjöllun Kast- ljóss á borgarmálunum. Á dögun- um barst honum svarbréf sem hann telur að svari ekki á viðunandi hátt spurningum hans er varða kerfis- bundna mismunun umsjónarmanna Kastljóss á hendur honum. Ólafur hefur sent annað bréf dagsett 20.júlí til útvarpsráðs þar sem hann krefst skýrra svara. Hagræðing kosningaúrslita Hvernig hefur umfjöllunin um veru þína í borgarstjórn farið fram í Rík- issjónvarpinu síðastliðin tvö ár? Fljótlega eftir kosningarnar sumarið 2002 varð ég var við þá til- hneigingu að þriðja aflið í borgar- stjórn ætti ekki að fá þá umfjöllun sem eðlileg mætti teljast í ríkisfjöl- miðli sem starfar samkvæmt regl- um um hlutlægni í umfjöllun. Þá sérstaklega í Kastljósinu sem ekki hefur séð ástæðu til að nefna það að það eru þrír flokkar í borgarstjórn. Það hafa þeir svo sannarlega gert í landsmálapólitíkinni. Það er sérkennilegt að aðeins sé rætt við tvo af þremur flokkum í borgarstjórn, meira að segja í mál- um sem F-listinn hefur verið leið- andi í. Það er eins og það sé vilji einhverra manna sem þarna hafa áhrif að við komust ekki fram í næstu kosningum og að framboð mitt þurrkist út. Þetta er þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar mínar til umsjónarmanna Kastljóssins. Það er ekkert launungarmál að í Kastljósþáttunum virðist alltaf vera eftirspurn eftir mönnum eins og Guðlaugi Þór Þórðarsyni eins ágætur og hann er. Sem betur fer er ennþá til staðar verulegt mótvægi í frjálsum fjölmiðlum í landinu. Mér finnst það hart í lýðræðis- þjóðfélagi að hálfpartinn sé hægt að snúa við kosningaúrslitum eftir á í gegnum umfjöllun um pólitík í ríkisreknum fjölmiðli. Það er ekki nema von að menn spyrji, bæði út af þessu og svo mörgu öðru hvort við búum ekki í bananalýðveldi. Það verður að stöðva pólitíska mis- notkun RÚV. Hvernig hefur þér gengið að koma þínum málum á framfæri í borgar- stjórn? Ég verð að hrósa meirihluta borgarstjórnar fyrir það að reglur lýðræðisins hafa verið virtar út í ystu æsar á síðustu tveimur árum. Málfrelsis- og tillöguréttur hefur verið virtur fullkomlega og við í F- listanum höfum látið mikið að okkur kveða þó það hafi ekki endur- speglast í fjölmiðlaumfjölluninni. Einnig tel ég að ég hafi náð að vinna ágætlega með fyrrverandi samherjum mínum úr borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokks- ins. Mikið breyst síðastliðin tvö ár Ef þú lítur til baka sérðu þá eftir því að hafa hætt í Sjálfstæðisflokkn- um? Ég held að ég hafi verið eins heiðarlegur og stjórnmálamenn eiga að vera. Í íslenskri pólitík í dag þá verða kannski ekki margir stjórnmálamenn til, sem eru ein- arðir og trúir sinni sannfæringu, því þessum mönnum er einfaldlega ýtt til hliðar af flokksforystunni, sem átti að gera við mig í kyrrþey eftir að ég hóf andóf mitt í um- hverfisverndarmálum. Ég átti ekk- ert val því mér leið orðið mjög illa að vera í Sjálfstæðisflokknum sam- visku minnar og réttlætiskenndar vegna. Hvernig sérðu þinn gamla flokk í dag nú þegar bráðum þrjú ár eru liðin síðan þú sagðir þig úr honum? Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst hagsmunagæsla þeirra stóru, sterku og ríku. Það speglast mjög rækilega í því að skattalög hafa verið sniðin sérstaklega að þörfum þessara aðila. Sumir þeirra eru skapaðir af stjórnarflokkunum með kvótakerfinu og einkavina- væðingunni eins og ég kalla hana þar sem útvaldir aðilar hafa fengið ýmsar auðlindir og almenningsfjár- magn afhent á silfurfati. Á sama tíma og þessi stórkostlega mismun- un eykst í samfélaginu eru hinir ungu og nýju þingmenn Sjálfstæð- isflokksins fremstir í flokki um að láta skattskrár ekki liggja frammi. Það á ekki einu sinni að hafa mis- mununina sýnilega heldur á að fela hana líka. Ég hefði viljað að upp úr nýliðun Sjálfstæðisflokksins kæmu réttlæt- issinnaðir uppreisnarseggir sem vildu vinna að því að bæta það sem bæta þarf. Mig óar við því ef allir hinir nýju ungu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins eru já-menn þeirrar stórauknu mismununar og spillingar sem á sér stað í þessu þjóðfélagi. Svo er annað sem mér finnst vera afskaplega hættulegt, þegar ættingjar stóreignamanna komast inn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn án þess að hafa unnið fyrir því. Það er alveg ljóst að ýmsir aðilar og ættir á Íslandi höfðu forskot þegar einkavæðingin hófst. Það er áhyggjuefni að þeir sem hafa grætt hvað mest á þessari þróun eiga hvað mestan þátt í að sveigja stefnu flokksins enn lengra í þessa átt. Hvernig myndir þú lýsa þeim breyt- ingum sem átt hafa sér stað í lífi þínu síðastliðin tvö ár? Ég hef alltaf litið á mitt pólitíska starf sem aukastarf því ég hef alltaf verið í fullu starfi sem heim- ilislæknir. Eftir kosningasigurinn komu margir menn að máli við mig og sögðu mér að ég hafi gert þeim persónulega skráveifu með kosn- ingasigrinum. Það er ljóst að það fyrirfinnast einstaklingar sem hafa hætt sem sjúklingar hjá mér eftir margra ára samstarf. Því miður held ég að íslensk pólitík snúist mun meira um hags- muni en hugsjónir, að fólk umberi ekki í nægilegum mæli skoðanir hvers annars. Það er hins vegar mikill misskilningur að ég láti und- an þessum þrýstingi og láti hrekja mig af hinum pólitíska vettvangi því ég tel mig eiga þar mikið erindi. Áttu heima á vinstri kantinum í stjórnmálunum? Ég legg mikla áherslu á frjálst framtak einstaklingsins. Almennt séð held ég að margir vinstrimenn séu ekki nógu hollir kröftugu fram- taki einstaklingsins. Eftir langa valdasetu núverandi ríkisstjórnar- flokka eru stjórnarhættir þeirra orðnir óttalega sovéskir og stirð- busalegir og farnir að ganga út á allt annað en það sem ég kalla heil- brigt einstaklingsframtak. Ég tel að það sé nauðsynlegt að finna afl sem er svolítið til hægri við Samfylkinguna og að mínu mati svo- lítið frjálslyndara til að geta hoggið í raðir Sjálfstæðisflokksins. Það er vonandi að Frjálslyndir sem ég hef starfað með í tvö ár, styrki sig með því að fá fleiri sterka og reynslu- mikla einstaklinga til liðs við sig til að skapa raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðis- flokkurinn ætti ekki að njóta þess fjöldafylgis sem flokkurinn hefur miðað við þá hugmyndafræði sem hann stendur fyrir. ■ ingi@frettabladid.is 14 8. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista stendur í deilum við Ríkisútvarpið því hann telur að ríkisfjölmiðillinn vegi að rétti framboðs hans til að taka þátt í umfjöllun um borgarmál í Ríkissjónvarpinu.Hann tjáir sig hér um málið og síðastliðin tvö og hálft ár í lífi sínu eftir að hann sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn eftir þrjátíu ára veru: Pólitísk misnotkun RÚV Um tillögu fulltrúa Frjálslynda flokksins (Ólafs F. Magnússonar) þá ætla ég ekki að tjá mig að öðru leyti en því að segja að samsæriskenningar hans um vinnubrögð í Kastljósinu og öðrum þáttum Sjón- varpsins eru „farsakennt rugl“ svo ég vitni í ágætt orðalag Kristjáns Kristjáns- sonar eins umsjónarmanna Kastljóssins með leyfi for- seta.“ Gísli Marteinn Bald- ursson tjáir sig um ályktun- artillögu Ólafs F. Magnús- sonar um fjölmiðlafrumvarp í borgarstjórn þann 18.maí. ,, ÓLAFUR F. MAGNÚSSON berst fyrir því að framboð hans í borgarstjórn fái réttmæta umfjöllun í ríkissjónvarpinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.