Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 16
16 8. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Skólasetning Nemendur mæti í skólann mánudaginn 23. ágúst sem hér segir: 2. bekkur kl. 9:30 við aðalinnganginn í yngri deild 3. bekkur kl. 10:00 við aðalinnganginn í yngri deild 4. bekkur kl. 10:30 við aðalinnganginn í yngri deild 5. bekkur kl. 11:00 við aðalinnganginn í yngri deild 6. bekkur kl. 11:30 við aðalinnganginn í yngri deild 7. bekkur kl. 12:00 á sal eldri deildar 8. bekkur kl. 12:30 á sal eldri deildar 9. bekkur kl. 13:00 á sal eldri deildar 10. bekkur kl. 13:30 á sal eldri deildar Skólasetning Nemendur mæti í sal skólans mánudaginn 23. ágúst sem hér segir: 2. bekkur kl. 09:30 3. bekkur kl. 10:00 4. bekkur kl. 10:30 5. bekkur kl. 11:00 6. og 7. bekkur kl. 11:30 8. og 9. bekkur kl. 12:00 Nemendur 1. bekkja verða boðaðir bréflega til viðtals við umsjónarkennara mánudaginn 23. ágúst og þriðjudaginn 24. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst hjá nemendum í 2. – 10. bekk en miðvikudaginn 25. ágúst hjá nemendum í 1. bekk. Starfsmenn Lágafellsskóla mæti til starfa mánudaginn 16. ágúst og hefst starfsmannafundur í sal skólans kl. 08:30. Starfsmenn Varmárskóla mæti til starfa mánudaginn 16. ágúst í hátíðarsal yngri deildar Varmárskóla kl.0 8:30. Skrifstofur skólanna eru opnar frá 08:00 – 16:00. Grunnskólafulltrúi SKÓLASKRIFSTOFA MOSFELLSBÆJAR Ólympíuleikarnir verða settir í Aþenu á Grikklandi síðdegis á föstudag, 108 árum eftir að leikarn- ir voru endurvaktir þar í borg. Mörgum var til efs að Aþening- um væri treystandi til að halda heimsviðburð á borð við ólympíu- leika og ekki síst þess vegna hafn- aði Alþjóða ólympíunefndin um- sókn borgarinnar um mótshaldið árið 1996, á aldarafmæli seinni tíma leikanna. Síðar þótti umsókn Aþenu sannfærandi og hafa borg- aryfirvöld og landsstjórnin kapp- kostað að sýna og sanna fyrir um- heiminum að Grikkjum sé vel treystandi til að halda leikana. Grikkland er er fámennasta landið til að halda ólympíuleikana sem að þessu sinni eru þeir stærstu í sög- unni og taka 202 þjóðir þátt að þessu sinnu. Yfir tíu þúsund þátt- takendur eru skráðir til leiks í meira en 300 keppnisgreinum. Þjálfarar, fararstjórar, aðstoðar- fólk, áhorfendur og fjölmiðlafólk skipta sömuleiðis þúsundum. Það segir sig því sjálft að þó að straum- ur ferðamanna til Aþenu sé jafnan stríður setja leikarnir allt daglegt líf í borginni úr skorðum. Fyrir aðeins fáum vikum var undirbúningi leikanna lýst sem grískum harmleik og margir efuð- ust um að sú uppbygging borgar- innar sem nauðsynleg var til að leikarnir færu snurðulaust fram yrði lokið tímanlega. Á síðustu árum hefur Aþena tekið miklum breytingum. Fjármagni frá Evrópu- sambandinu hefur verið ausið til uppbyggingar mannvirkja sem annars hefðu aldrei verið byggð. Gatnakerfi borgarinnar hefur verið tekin í gegn auk byggingar neðanjarðarlestarkerfis. Nú hefur trú manna á Aþenu aftur vaxið og miðasala hefur aukist til muna. Þann fimmta ágúst var slegið met í miðasölu á einum degi og allt útlit er fyrir að skipuleggjendur leik- anna verði búnir að gera borgina reiðubúna þegar leikarnir hefjast. Um þessar mundir er talað um að leikarnir geti hæglega orðið þeir bestu í sögunni og að opnunaratrið- ið verði það rosalegasta sem heimsbyggðin hefur séð. Hryðjuverkaógnin Heimurinn hefur gjörbreyst síðan ólympíuleikar voru síðast haldnir. Hryðjuverkamenn réðust á Bandaríkin fyrir þremur árum og stríðið gegn hryðjuverkum hófst af þeim þunga sem kunnur er. Af þeim sökum eru kröfurnar um ör- yggisgæslu á ólympíuleikum aðrar og meiri en áður hafa þekkst og bættist þar við nýtt vandamál fyrir mótshaldara. Með hjálp annarra ríkja hefur tekist að búa svo um hnútana að óhætt þykir að halda leikana í Aþenu. Kostnaður við öryggisgæslu á leikunum er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn á ólympíuleikun- um í Sydney fyrir fjórum árum. Settir hafa verið upp sex eldflauga- skotpallar sem eiga að standa vörð um himininn fyrir ofan borgina meðan á leikunum stendur. Alllur Miðjarðarhafsfloti NATO mun standa gæsluna á leikunum. 400 amerískir sérsveitarmenn verða á svæðinu undir mekjum NATO. Zeppelin-loftfar og þyrlur munu vakta borgina úr lofti. Samkvæmt skoðanakönnun í tímaritinu Time telja um 32% Evrópubúa að al- Kaída muni fremja hryðjuverk í Grikklandi meðan á leikunum stendur. Hryðjuverkaógnin er ein- nig innlend því grísk byltingarsinn- uð hryðjuverkasamtök hafa birt til- kynningu í dagblaði þar sem vest- rænum gestum á ólympíuleikunum er hótað öllu illlu ef þeir láta sjá sig í landinu. Hryðjuverkaógnin er ein af ástæðunum fyrir því að miðasala á leikana hefur verið slök hingað til þó hún sé óðum að taka við sér. Fyrr á árinu urðum við vitni að hryðjuverkaárás á Spáni sem framin var til að koma sitjandi rík- isstjórn José Maria Aznars frá völdum eftir að hún hafði stutt Bandaríkin í stríðinu gegn Írak. Bent hefur verið á spænska dæmið sem víti til varnaðar. Í Aþenu er miklu meira í húfi þar sem um er að ræða stærstu íþróttauppákomu sem haldin er og athygli heims- byggðarinnar beinist að landinu í þær tvær vikur sem leikarnir standa yfir. Interpol og bandaríska leyniþjónustan segjast hins vegar ekki hafa komist á snoðir um að nein hryðjuverkaárás sé í aðsigi. Vændisumræðan Vændi er löglegt í Grikklandi, ákveðið mörg vændishús fá leyfi frá yfirvöldum til að halda úti starfsemi sinni. Hins vegar er ein- nig mikið um ólöglegt vændi sem er aðallega stundað af konum frá fátækum nágrannalöndum sem flykkjast til landsins nauðugar vilj- ugar til að ná sér í aur eða eru gerð- ar út af glæpasamtökum. Athygli vakti þegar kröfur um fjölgun atvinnuleyfa vændiskvenna komu upp á yfirborðið á síðasta ári og í nokkra daga snérust umræður um ólympíuleikana einvörðungu um vændi. Gríska ríkisstjórnin velti því fyrir sér á liðnu ári að fjölga löglegum vændishúsum í borginni úr 200 í 230. Hugmynd grísku stjórnarinnar átti að beinast gegn ólöglegu vændi í landinu meðan á leikunum stæði. Ólöglegt vændi var mjög útbreitt á ólympíuleikunum í Sydney fyrir fjórum árum. Talið var að um 10.000 manns hafi þar selt um 150.000 við- skiptavinum blíðu sína dag hvern. Sjö lönd í norðanverðri álfunni brugðust ókvæða við hugmynd grísku ríkisstjórnarinnar, Ísland var eitt þeirra. Íslenskir femínistar komust í heimspressuna þegar þeir lýstu því yfir að hugmyndin gengi gegn anda ólympíuleikanna. Ásamt því að gefa út þrjátíu fleiri leyfi til löglegs vændis hefur gríska ríkisstjórnin brugðist við með því að gera varúðarráðstafan- ir gegn því að erlendir aðilar gætu komið sér inn í landið til að stunda vændi. Gríska ríkisstjórnin hefur hins vegar verið undir smásjánni hjá bandarískum stjórnvöldum upp á síðkastið fyrir að hafa ekki staðið sig nógu vel í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn ólöglegu vændi. ■ Stuðst var við: bbc.com, EL País, Guardian.com, The Economist bjorn@frettabladid.is - ingi@frettabladid.is Frá Aþenu til Aþenu á 108 árum: Ólympíueldurinn kominn heim AKRÓPÓLISHÆÐ Frægar fornminjar eru í Aþenu sem fyllist nú af gestum og fjölmiðlamönnum. ENDURUPPBYGGING Fornöld og nútíðin. Aþeningar hafa þurft að reisa mikil íþróttamannvirki á síðustu árum til að halda leikana. Ljósmynd tekin úr loftfarinu sem mun taka þátt í öryggisgæslu meðan á leikunum stendur. Grikkland stendur syðst á Balkanskaga og er umlukið sjó á þrjá vegu. Í norðri liggja landa- mæri þess að Albaníu, Make- dóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Íbúar eru um ellefu milljónir og þar af búa nærri fjórar milljónir í höfuðborginni Aþenu og ná- grenni hennar. Landið er heldur stærra en Ísland en auk megin- landsins heyra til þess um tvö þúsund eyjar sem fæstar eru í byggð. Grikkland er fjalllent en hæsta og þekktasta fjallið er Ólympos sem er tæpra þrjú ≠þúsund metra hátt. Goðafræðin hermir að þar séu heimkynni guðanna. ■ Staðhættir Grikklands SVISSNESKT LOFTFAR YFIR AÞENU Loftfarið er búið þó nokkrum öryggismyndavélum til að fylgjast með borginni úr lofti. Öryggisgæslan við þessa leika er meiri en nokkru sinni áður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.