Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 2
2 12. júní 2004 LAUGARDAGUR Eitt stærsta fíkniefnasmygl hér á landi: Barnshafandi með þúsundir e-taflna FÍKNIEFNI Barnshafandi kona sem reyndi að smygla hingað til lands 5.005 e-töflum var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Töflurnar fundust við venjubund- ið eftirlit Tollgæslunnar á Kefla- víkurflugvelli í bakpoka konunnar þegar hún kom hingað til lands frá París á fimmtudaginn. Þetta er mesta magn af e-töflum sem reynt hefur verið að smygla inn í landið en svipað magn var gert upptækt á Keflavíkurflugvelli árið 2001. Konan, sem er 26 ára gömul, er komin fimm mánuði á leið og á fyrir fjögurra ára gamla dóttur. Hún er frá Sierra Leone í Afríku en er með hollenskt vegabréf. „Þetta er eitt skýrasta dæmið um að menn svífast einskis við að koma þessu eitri til landsins. Það virðist við fyrstu sýn sem menn séu að notfæra sér neyð og bágindi annarra,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn málsins, sem er í hönd- um lögreglunnar á Keflavíkurflug- velli, er á frumstigi. Áætlað götu- verð efnanna er um 10 milljónir króna. Hámarksrefsing við meint- um brotum konunnar er tólf ára fangelsi en miðað við dómafram- kvæmd má konan búast við 4-6 ára fangelsi verði hún fundin sek. ■ Kaup Björgólfs í Búlgaríu klár Björgólfur Thor Björgólfsson er ánægður með kaup fjárfesta undir for- ystu hans á búlgarska símanum. Hann telur fjárfestinguna opna mögu- leika til fjárfestingar í símafyrirtækjum í nágrannalöndum Búlgaríu. VIÐSKIPTI Hópur fjárfesta undir forystu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar gekk í gær frá kaupum á 65 prósenta hlut í Búlgarska landssímanum, BTC. Kaupverð hlutarins er 24 milljarðar króna. Með Björgólfi í fjárfestingar- félagi hans, Carrera, eru Straum- ur, Burðarás og Síminn, en leið- andi fjárfestir með Carrera er fjárfestingarfyrirtækið Advent International. Velta BTC var tæpir fimmtíu milljarðar króna og hagnaðurinn á ellefta milljarð. Tæplega 25 þús- und manns starfa hjá fyrirtækinu. Fastlínukerfi BTC nær til allra heimila í Búlgaríu. Björgólfur Thor sagði í samtali við Fréttablaðið að hann sæi mikla möguleika með fjárfesting- unni. Félagið væri tæknilega langt á eftir vestrænum fyrir- tækjum og miklir möguleikar til hagræðingar í fyrirtækinu. „Við sjáum fyrir okkur að við getum nýtt okkur vinnu við að þróa fyrir- tækið í sambærilegum fyrirtækj- um í löndunum í kring. Því hraðar sem við náum að byggja upp BTC, því meira getum við gert í ná- grannalöndunum.“ Hann segir breytingarnar bæði snúa að tæknifjárfestingu og að byggja upp stjórnkerfi fyrirtækisins. Kostnaður við að færa fyrirtækið jafnfætis vestrænum fyrirtækj- um sé mun minni en kostnaður þeirra fyrirtækja var á sínum tíma. Tæknin sé alltaf að verða ódýrari. Björgólfur Thor sest í stjórn fyrirtækisins og mun koma að framtíðarstefnumótun þess, en hann segist nú snúa sér að næstu verkefnum, bæði á eigin vegum og með Burðarási, þar sem hann er stjórnarformaður. „Þessi vinna tók miklu lengri tíma en ég gerði ráð fyrir í upphafi og ég er mjög feginn að búið sé að ljúka þessu.“ Pólitísk átök hafa verið um þætti sölunnar í Búlgaríu, en með afhendingu fjarskiptaleyfis á rekstur GSM-kerfis var síðustu hindrun kaupanna rutt úr vegi. Björgólfur þekkir vel til í Búlgar- íu og segir hindranir í stjórnmála- lífinu hafa bæði komið sér á óvart og ekki. „Það er ekki fyrir biss- nessmenn að skilja pólitíkusa né fyrir pólitíkusa að skilja bissness- menn. Það fer ekkert saman, en allt er gott sem endar vel og þetta eru mikilvæg viðskipti fyrir búl- görsku þjóðina. Það má reikna með að í framhaldinu styrkist lánshæfismat landsins.“ haflidi@frettabladid.is Amfetamín fannst í húsleit: Annar laus úr gæslu- varðhaldi LÖGREGLA Annar af tveimur mönn- um um þrítugt sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudag- inn í síðustu viku er laus úr haldi. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku og rann sá tími út í gær. Hinn mað- urinn er enn í haldi en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í þrjár vikur. Mennirnir voru handteknir eftir að rúmt kíló af amfetamíni og tæp 70 grömm af hassi fund- ust í húsleit. ■ Utanríkisráðuneytið: Mótmælum komið á framfæri MÓTMÆLI Íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum fjölmargra hér á landi vegna mannréttindabrota á föngum í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu. Það gerði Sturla Böðvarsson í apríl og Hall- dór Ásgrímsson svo aftur í maí á fundi hans með sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Þetta kemur fram á vefsíðu utanríkis- ráðuneytisins. ■ BANDARÍKJAHER Í ÍRAK Fæstir vilja kalla herinn heim en meirihluti efast um réttmæti innrásar. Skoðanakönnun: Ekki ástæða til innrásar BANDARÍKIN, AP Flestir Bandaríkja- menn eru þeirrar skoðunar að ekki hafi verið ástæða til að ráð- ast inn í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun dagblaðsins Los Angeles Times. Flestir telja þó að úr því sem komið er beri að ljúka verkefninu þar. 55 prósent aðspurðra sögðu að ekki hefðu verið nægilega góðar ástæður til að hefja innrás, 43 pró- sent telja hins vegar að innrásin hafi verið réttlætanleg. Í síðustu tveimur könnunum fyrir Los Ang- eles Times, í nóvember í fyrra og mars síðastliðnum, var þessu öfugt farið. Innan við fimmtungur vill kalla herinn heim. ■ „Jú, einkum úti á sjó.“ Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, hefur borðað flest það sem ætt er og eitthvað fleira að auki, meðal annars krókódíl, skjaldböku, mýs og marglyttu auk lifandi fisks. SPURNING DAGSINS Tumi, verður þér aldrei flökurt? Sveitarstjórnarkosningar á Bretlandi: Blair fékk á baukinn BRETLAND, AP Verkamannaflokkur- inn þurfti í fyrsta sinn í sögunni að þola það að verða aðeins þriðji stærsti flokkurinn í kosningum þeg- ar Bretar völdu sér sveitarstjórn- ir. Íhaldsmenn fengu 38 prósent atkvæða, Frjáls- lyndir demókrat- ar 30 prósent og V e r k a m a n n a - flokkurinn aðeins 26 prósent at- kvæða. Niðurstöðurnar þykja endur- spegla mikla óánægju Breta með hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á Íraksmálum. Kjósendur nota sveitarstjórnarkosningar til að koma óánægju sinni með ríkis- stjórnina á framfæri. ■ Netsalan Knarrarvogur 4 - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13.00 - 16.00 Til afgreiðslu! Dodge Ram 2500 Quad Cap Laramie 4x4 FYRSTUR KEMUR - FYRSTUR FÆR Síðustu eintökin eru komin!!! Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi: Framboðsfundur í Danmörku FRAMBOÐ Baldur Ágústsson for- setaframbjóðandi hélt framboðs- fund á Café Jonas í Kaupmanna- höfn í gærkvöld. Í Danmörku eru tæplega sjö þúsund Íslendingar með skráða búsetu. Vel var mætt á framboðsfund Baldurs Ágústssonar á elliheimil- inu Grund í vikunni. Þar rakti Baldur fjölskyldutré sitt aftur til nær fyrstu landnámsmannanna og kynnti sín stefnumál. Heimil- isfólk á Grund hafði mikinn áhuga á að vita hver hinn svo til óþekkti frambjóðandi væri. Að loknum formlegum fundi og hóp- söng heilsuðu Baldur og Jean Plummer, heitkona hans, upp á heimilisfólkið. Heimsókn Baldurs til Dan- merkur lýkur á sunnudag og verð- ur kosningabaráttu haldið áfram hér á landi. Mun hann heimsækja fjölda vinnustaða auk þess sem hann kemur við á Selfossi, Akur- eyri, Keflavík og á Akranesi. Upp- lýsingar um fundi Baldurs má finna á landsmal.is. ■ FRAMBOÐSFUNDUR Á GRUND Baldur ræddi bæði við starfsfólk og heimilisfólk að loknum formlegum fundi á elliheimilinu Grund. LÖNG LEIÐ Skrifað var undir viljayfirlýsingu um kaup á búlgarska símafyrirtækinu BTC í lok janúar. And- staða var meðal stjórnmálaafla í Búlgaríu varðandi kaupin og hafa fjárfestar undir forystu Björg- ólfs Thors Björgólfssonar þurft að verja meiri tíma í viðskiptin en gert var ráð fyrir í upphafi. KEYRÐI ÚT AF Mikil mildi þótti að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og keyrði út af á Kleifaheiði við Pat- reksfjörð í gær. Að sögn lögregl- unnar á Patreksfirði slapp mað- urinn með skrámur en bíllinn er gjörónýtur. ÁTTI SKOTVOPN OG FÍKNIEFNI Nokkuð magn fíkniefna, umbúðir til sölu þeirra, skotvopn, skotfæri og önnur vopn fundust við húsleit í einbýlishús á Þorlákshöfn í gær. Maður á þrítugsaldri var hand- tekinn. SEXTÁN ÁRA MEÐ HASS Sextán ára stúlka var handtekin er hún reyndi að smygla tíu grömmum af hassi inn á Litla-Hraun. Fékk stúlkan að fara frjáls ferða sinna eftir að lögregla hafði rætt við hana en félagsmálayfirvöld voru látin vita af málinu. TÖFLURNAR FALDAR Í BAKPOKA Rúmlega fimm þúsund e-töflum hafði verið komið fyrir í bakboka konunnar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR TONY BLAIR Úrslitin eru áfall fyrir hann. 02-03 11.6.2004 21:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.