Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 20
Fyrir 106 árum lýstu Filippseyjar
yfir sjálfstæði sínu eftir baráttu
uppreisnarmanna undir forystu
Emilio Aguinaldo. Á þessu tíma
stóð yfir stríð á milli Bandaríkja-
manna og Spánverja en Filippseyj-
ar höfðu verið undir stjórn Spán-
verja í ein 300 ár. Um miðjan ágúst
höfðu Filippseyingar með hjálp
Bandaríkjamanna bolað Spánverj-
um burt en vonir Aguinaldo um
sjálfstæði voru eyðilagðar þegar
Bandaríkin innlimuðu Filippseyj-
ar en það var liður í samningi þeir-
ra við Spán að loknu stríðinu.
Sem svar við þessu fór Aguin-
aldo af stað með nýja hreyfingu og í
þetta skiptið gegn Bandaríkjunum.
Uppreisnarmennirnir unnu sigur í
hverjum bardaganum en á endanum
voru komnir 60 þúsund bandarískir
hermenn komnir til Filippseyja til
að berjast. En stríðið dróst á lang-
inn. Margir Bandaríkjamenn létu
óspart í ljós þá skoðun sína að rangt
hefði verið að innlima Filippseyjar
og meðal þeirra var demókratinn og
forsetaframbjóðandinn William
Jennings Brayan, hann tapaði hins
vegar fyrir William McKinley og
stríðið hélt áfram.
Í mars 1901 kom bandaríski
herinn Aguinaldo á óvart í bænum
Luzon þar sem hann hafði yfir-
höndina og tókst þeim að hand-
taka leiðtogann. Aguinaldo sór þá
Bandaríkjunum hollustu sína og
sagði uppreisninni lokið. Mikið af
fylgismönnum hans héldu þó
áfram að berjast. Næsta ár á eftir
sömdu Bandaríkin loks um frið.
Í lítt þekktri árás bandaríska
hersins á eyjuna Samar voru allir
karlmenn eyjarinnar drepnir sem
náð höfðu tíu ára aldri. Fyrir þessi
fjöldamorð var hershöfðinginn
Jacob Smith sem stjórnaði að-
gerðunum kallaður fyrir rétt og
krafinn afsagnar.
Að lokum árið 1935 var fyrsti
forseti Filippseyinga kosinn,
Manuel Quezon og 4. júlí árið 1946
varð landið sjálfstætt með stuðn-
ingi Bandaríkjanna. ■
■ ÞETTA GERÐIST
„Ég geri aldrei neitt því ég er að
vinna allan daginn,“ segir Hugi
Halldórsson, betur þekktur sem
Ofur-Hugi úr sjónvarpsþættinum
70 mínútur. Hugi vinnur ekki að-
eins við að skemmta ungum sem
öldnum í sjónvarpinu því hann
þjálfar einnig 5. flokk kvenna í
knattspyrnu hjá Fimleikafélagi
Hafnarfjarðar. Hann eyddi því
tíma með lærisveinunum á mánu-
dag og þriðjudag.
„Ég sá líka leik FH og ÍBV í
Kaplakrika,“ segir Hugi. „Pabbi,
Halldór Halldórsson, lék lengi í
markinu hjá FH svo ætli ég haldi
ekki svona fiftí-fiftí með Tinda-
stóli og FH.“
Hugi gerði lítið sem ekkert á
miðvikudag fyrir utan hina hefð-
bundnu vinnu en á fimmtudaginn
fór hann á Harry Potter og fang-
ann frá Azkaban. „Það er fín mynd.
Þetta er voða svipuð hugmynd og í
fyrri myndunum en þær eru alltaf
jafn frumlegar og flott að sjá
hvernig ímyndunaraflinu er gef-
inn laus taumurinn,“ segir Hugi.
Hugi segist yfirleitt eyða drjúg-
um tíma í vinnu og getur því ekki
gefið sér mikinn tíma til annars.
„Við vinnum yfirleitt þangað til
okkur dettur eitthvað sniðugt í
hug,“ segir Hugi, sem horfði þó á
viðureign Los Angeles Lakers og
Detroit Pistons í NBA-deildinni.
„Ég er gamall Lakers-aðdáandi en
held samt svona óbeint með
Detroit,“ segir Hugi Halldórsson
að lokum. ■
Vinna og aftur vinna
HUGI OG LÆRISVEINARNIR
Hugi vinnur á Popptívi og þjálfar 5. flokk kvenna í knattspyrnu hjá FH. Fyrir þá sem ekki
þekkja þá er Hugi þessi stóri í miðjunni.
20 12. júní 2004 LAUGARDAGUR
■ AFMÆLI
■ JARÐARFARIR
■ ANDLÁT
GEORGE BUSH
Forseti Bandaríkjanna fyrir repúblikana
árin 1989-1992 er 80 ára í dag.
12. JÚNÍ
Árni Steinar Jóhannsson,
fyrrverandi alþingismaður, er
51 árs.
Birgir Ármannsson alþing-
ismaður er 36 ára.
11.00 Sigurþór Árnason frá Hrólfsstaða-
helli, Freyvangi 9, Hellu, verður
jarðsunginn frá Skarðskirkju.
14.00 Ingibjörg Svava Helgadóttir frá
Hlíðarenda í Fljótshlíð, verður
jarðsungin frá Hlíðarendakirkju.
14.00 Kristrún Sigurlaug Andrésdóttir
frá Kálfárdal, Hásæti 5c, Sauðár-
króki, verður jarðsungin frá Sauð-
árkrókskirkju.
„Tilfinningin er mjög sérstök en
ég er þó ekki alveg búin að ná átt-
um,“ segir Sigríður Matthíasdótt-
ir en hún varði á dögunum dokt-
orsritgerð sína í sagnfræði.
„Ritgerðin skiptist í raun í
tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar
um íslenska þjóðernishug-
myndafræði eins og hún var
byggð upp á fyrri hluta 20. aldar
en síðari hlutinn er um kven-
frelsisbaráttuna sem fer fram á
sama tíma og ég skoða hvernig
þetta tvennt fléttast saman.“
Þjóðerni hefur verið viðloðandi
rannsóknir Sigríðar allt frá því
að hún vann að BA-verkefni sínu
en hún lauk því árið 1994 og
meistaraprófi ári seinna frá
Lundúnaháskóla.
Aðspurð hvort þjóðerniskennd
sé rík hjá Íslendingum segir Sig-
ríður hugmyndirnar vel þekktar.
„Fólk þekkir þessar hugmyndir
og þær eru fyrir hendi upp að ein-
hverju marki. Við þekkjum til
dæmis öll söguna af því þegar ís-
lensku hetjurnar flýðu frá Noregi
undan harðræði Haralds hárfagra
og alla þessar gullaldargoðsagnir.
Þetta eru allt hugmyndir sem
voru búnar til ef svo má að orði
komast og þær verða mjög sterk-
ar í byrjun 20. aldarinnar.“
Sigríður fléttar í ritgerðinni
rannsóknir sínar á sjálfsmynd
þjóðarinnar saman við hugmyndir
um sjálfsmynd kvenna. „Ég skoða
tengsl kvenréttinda- og þjóðernis-
baráttunnar. Á fyrri hluta 20. ald-
ar er alltaf verið að ræða og skil-
greina hvernig konur eru og hvert
þeirra rétta eðli sé. Algengar hug-
myndir voru að móðurhlutverkið
og móðureðlið væri þeirra helsti
eiginleiki og þeim hugmyndum
fylgdi að konur væru ekki al-
mennilega rökvísar og skynsam-
ar,“ segir Sigríður og bætir því
við að þessar hugmyndir séu mjög
ólíkar Íslendingnum sem átti að
vera skynsamur og rökvís.
Ritgerð Sigríðar er gefin út af
Háskólaútgáfunni en titill hennar
er „Hinn sanni Íslendingur – þjóð-
erni, kyngervi og vald á Íslandi
1900 - 1930“.
Aðspurð hvað taki nú við segir
Sigríður búast við að halda rann-
sóknum áfram. „Svo langar mig
líka mikið til að slappa svolítið af
þar sem mikill tími og orka hefur
farið í að koma ritgerðinni út,“
segir Sigríður að lokum. ■
DOKTORSVÖRN
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
VARÐI Á DÖGUNUM
■ DOKTORSRITGERÐ SÍNA VIÐ HEIM-
SPEKIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS.
VIKAN SEM VAR
HUGI HALLDÓRSSON
■ SJÓNVARPSMAÐUR Á POPPTÍVI
HEFUR LÍTINN TÍMA TIL ANNARS
EN AÐ VINNA.
12. JÚNÍ 1898
FILIPPSEYINGAR LÝSA YFIR
SJÁLFSTÆÐI
■ ÞEIR BOLUÐU SPÁNVERJUM BURT
MEÐ HJÁLP BANDARÍKJAMANNA.
Þórður Pálsson frá Sauðanesi, lést mið-
vikudaginn 9. júní.
Ingibjörg Sturludóttir, áður til heimilis
að Réttarholtsvegi 39, Reykjavík, lést
miðvikudaginn 9. júní.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi (opa) og bróðir,
Guðmundur Ágústsson
hagfræðingur,
Rekagranda 5, Reykjavík
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 16. júní, kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarþjónustu
Karitas og Krabbameinsfélag Íslands.
Moníka María Karlsdóttir
Kristján Guðmundsson Þóra Margrét Pálsdóttir
Stefán Ásgeir Guðmundsson Védís Skarphéðinsdóttir
Katrín Guðmundsdóttir Haukur Valgeirsson
barnabörnin Lara Valgerður og Þór Valgarð
og systkini hins látna.
EMILIO AGUINALDO
Var leiðtogi uppreisnarmanna þegar
Filippseyingar lýstu yfir sjálfstæði.
1940 Bretar og Frakkar gefast upp fyrir
Þjóðverjum. Þjóðverjar lögðu í
kjölfarið undir sig stærri hluta
Frakklands.
1942 Anna Frank fær í hendurnar dag-
bók í 13 ára afmælisgjöf. Mánuði
seinna fer hún ásamt fjölskyldu
sinni í felur fyrir nasistum.
1952 Fyrsti bandaríski sportbíllinn fram-
leiddur. Hann fær vinnuheitið
Opel en kemur á markað sem
Corvette 1953.
1963 Medgar Evers skotinn fyrir utan
heimili sitt í Jackson, Mississippi.
Hann barðist fyrir réttindum
blökkumanna og var drepinn af
andstæðingi sínum Byron De La
Beckwith.
1975 Indira Gandhi forsætisráðherra er
dæmd fyrir kosningasvindl.
1987 Ronald Reagan skorar á Gorbatsjof
að brjóta niður Berlínarmúrinn.
1994 O.J. Simpson sakaður um að hafa
drepið fyrrverandi konu sína
Nicole og Ron Goldman.
Filippseyingar lýsa yfir sjálfstæði
Íslensku hetjurnar tilbúningur
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
Hefur unnið að rannsóknum á íslenskri þjóðernishugfræði og kvenfrelsisbaráttunni í byrjun 20. aldar.
20-21 tímamót 11.6.2004 18:19 Page 2