Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 24

Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 24
24 12. júní 2004 LAUGARDAGUR Lyftu þér upp ! Opið laugardaga og sunnudaga frá 10-16 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelaleigan.is Leigjum út bómulyftur með dráttarbeisli. Vinnuhæð upp að 26 metrum. Það liggur eitthvað taumlaust í loftinu í gömlu álnavörubúðinni hans Egils Jacobsen. Engu líkara en að konunglegur losti drjúpi af blóðrauðum veggjunum. Og milli dúnmjúkra rokkókósófa má næst- um snerta mikilfengleika hinnar konunglegu ótuktar í andrúminu. En kóngurinn sjálfur er ekki heima. Það er verið að taka til í höllinni. Allt á rúi og stúi. Undir- búningur í fullum gangi enda boð- ið til formlegs samsætis að nóttu þjóðhátíðardags Íslendinga, í félagsskap við steinsteypta kór- ónu Kristjáns tíunda sem heilsar gestum í íslenska skjaldatmerk- inu; fyrst af dýrgripum konungs- ins Rex. Já, Rex er kominn til að vera. Aftur með fasta búsetu í einu af djásnum borgarinnar í Austur- stræti. Bara undir breyttum for- merkjum. Breyttri umgjörð. Og krúnan farin að halla. Aðeins meiri villingsháttur og óþekkt bæði leyfð og ríkjandi meðal hirð- arinnar. „Það þekkja allir Rex,“ segir ljósmyndarinn Sissa, sem ásamt eiginmanni sínum, ljósmyndaran- um Leifi, tók að sér að útfæra og stílisera hugsjónir húsbændanna á nýja Rex; þeirra Sverris Guð- jónssonar og Halldórs. „Það hefur loðað við staði sem hafa átt húsa- skjól hér á eftir Rex, að fólk talaði um að fara niður á gamla Rex, eða þangað sem Rex var, svo nafnið þekkja allir.“ Óhætt að segja að nafnið hæfi innbúinu um þessar mundir. Á veggjunum má nuddast upp við loðið kóngablátt og royal-rautt veggfóður, milli þess sem glittir í nýja og gamla steypu með sýnis- horni af málninga- og veggfóður- svali fortíðar. Húsið fær að njóta sín til hins ýtrasta, með silfur- og gullmáluðum rósettum saman við gamlar sprunguviðgerðir sem nánast eru rammaðar inn í gler. „Þegar maður sækir skemmti- staði má segja að maður sé að flýja raunveruleikann; og þar hafa áhrif bæði staðurinn sjálfur, umhverfið, hljóðið, stemningin og vitaskuld drykkirnir,“ segir Leifur og bætir við að best sé þeg- ar útkoman er ævintýraleg fan- tasía og eilítið völundarhús í senn. „Skemmtistaðir verða sem sagt að koma á óvart, en vera um leið líkt og vinalegt kaffihús sem manni líður vel að sækja. Á þessu byggj- um við í sköpun Rex og leyfum ímyndunaraflinu að njóta sín. Það er nefnilega þannig með naum- hyggjuna að þegar maður hefur horft á hana einu sinni til tvisvar, þá kann maður hana utan að. Hingað, aftur á móti, getur maður komið hundrað sinnum og alltaf verið að uppgötva eitthvað nýtt. Það er að hluta til vegna þess að útkoman er niðurstaða tímans.“ Engir afsagaðir puttar Víst eru sóffarnir á Rex leti- lega þægilegir og mjúkir. Svo lokkandi að beinlínis strembið er að yfirgefa þá aftur. Uppi, í kring- um veglegt barborðið, eru sófar og stólar úr sitthvorri höllinni, ei- lítið lifaðir og snjáðir, en allir bera merki vandaðs handbragðs rokkókótímabilsins. „Markmiðinu er náð ef gestunum líður vel og LEIFUR OG SISSA Eru bæði sprenglærðir ljósmyndarar sem kalla sig hálft í hvoru skrautlistamenn. Segja innanhúshönnun ekki ósvipaða ljósmyndun sem felst í því að stilla upp og skreyta. Eru nú að leggja lokahönd á endurnýjun skemmtistaðarins Rex í Austurstræti. Aðfaranótt 17. júní verður skemmtistaðurinn Rex opnaður aftur með pompi og prakt. Ljós- myndararnir Sissa og Leifur tóku að sér að undirbúa samkvæmið á þann hátt að kóngurinn ætti afturkvæmt heim þótt kórónan væri farin að halla og íburður hallarinnar færi dvínandi. Pönkuð óþekkt í sloti konungs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. 24-25 leifur og Sissa 11.6.2004 15:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.