Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 42
Það eru ekki ýkja mörg ár síðan
hugtakið kynlífsfíkn þekktist ekki
meðal Íslendinga og þegar Reynir
Harðarson sálfræðingur var í
starfsþjálfun hjá SÁÁ á Vogi,
hristu menn hausinn yfir um-
kvörtunum eins áfengissjúklings-
ins sem bar við kynlífsfíkn. Við-
brögðin urðu hins vegar til þess
að Reynir breytti upphaflegum
efnistökum meistararitgerðar
sinnar í sálfræði frá því að fjalla
um árangur áfengismeðferðar á
Íslandi, í það að kafa ofan í fyrir-
brigðið kynlífsfíkn. Reyndar stan-
da enn margir sérfræðingar á því
fastar en fótunum að kynlífsfíkn
sé ekki til, en á sama tíma viður-
kenna æ fleiri í lækna- og sál-
fræðingastétt að fíkn á þessu
sviði er sjúkdómur.
„Í dag er kynlífsfíkn meira í
umræðunni, og sem vandamál er
hún í örum vexti,“ segir Reynir og
bendir á að þjóðfélagið hafi
breyst hratt á þeim tíma sem lið-
inn er síðan umræðan fór í gang.
„Nú er klám orðið miklu aðgengi-
legra en áður, framboð er enda-
laust af kynlífssímalínum, stefnu-
mótaþjónustum, vændiskonum,
erótískum nuddstofum, stripp-
stöðum og ekki má gleyma netinu,
sem getur verið mikill skaðvaldur
fyrir þá sem glíma við þessa teg-
und fíknar og auðvelt að fóðra
hana þar. Hins vegar er kynlífs-
fíkn ennþá mjög dulin og margir
sem vilja ekki horfast í augu við
þeir eigi í alvarlegum vanda.“
Að mati Reynis erum við öll
kynlífsfíklar að einhverju marki,
enda verur sem stjórnumst af
taugaboðum sem senda vellíðun-
arefnahvörf um líkamann, eins og
endorfínsprengju við kynferðis-
lega fullnægingu. „Okkur er inn-
byggt að stunda þessa hegðun og
vanin á að hún valdi vellíðan, eins
og okkur finnst vont að stunda
ekkert kynlíf. Því er í sjálfu sér
eðlilegt að verða háður þeim
vellíðunarefnum sem maður
framkallar sjálfur, líkt og menn
geta orðið háðir utanaðkomandi
efnum eins og heróíni, en sagt er
að áhrif þess svipi til margfaldrar
kynferðislegrar fullnægingar og
ekkert eiturlyf er meira ánetjandi
en það. Maður getur hins vegar
verið kynlífsfíkill á háu stigi og í
ágætu sambandi, sem er allt í lagi.
Maður sem sefur hjá konunni
sinni tvisvar á dag getur verið fík-
ill í kynlíf, en kannski eru báðir
aðilar sáttir við það. Þannig er
kynlífsfíkn ekki alltaf vandamál,
heldur ánægjuleg og gefandi ef
hún er á sviði sem passar inn í líf
þitt. Ég lít svo á að fíkn eða
ánetjun sé eðlilegt fyrirbæri í
daglegu lífi fólks. Ef ánetjunin er
hins vegar mjög sterk eða á
óheppilegu sviði getur það leitt til
verulegra vandræða, eða fíknar
samkvæmt viðtekinni skil-
greiningu þess orðs. Fíkn breytist
í vandamál og verður hættuleg
þegar hún er farin að eitra út frá
sér, menn eyða alltof miklum tíma
í þetta, peningum, eru farnir að
vanrækja fjölskylduna og orðnir
verulega ósáttir við hegðunina og
afleiðingar hennar.“
Kynjahlutfall kynlífsfíkla
skiptist þannig að átta af hverjum
tíu eru karlar, en tvær af tíu eru
konur. Reynir segir kynlífsfíkn
hæglega geta orðið lífshættulega.
„Menn deyja við þetta bæði beint
og óbeint. Sumir fara út í það að
strengja ól um hálsinn á sér og
herða að þegar fullnægingin nálg-
ast. Á Íslandi er reiknað með einu
dauðsfalli af þeim völdum á tveg-
gja ára fresti. Þá smitast margir
af alnæmi og deyja af völdum
þess, og banaslys í umferðinni má
rekja til þess að menn eru að fróa
sér eða stunda annars konar kyn-
líf undir stýri. Þá eru óbeinu
áhrifin lélegt sjálfsmat og svo
mikil vanlíðan að sjálfsvíg virðist
eina leiðin. Að ógleymdri hætt-
unni sem fylgir því að fara heim
með ókunnugum, og sækja vafa-
sama staði og hverfi í útlöndum.“
Reynir segir virka kynlífsfíkla
oft gangast upp í fíkninni og að af-
neitun og réttlæting sé sterkur
þáttur. Viðhorfið að menn séu ekki
með vandamál og bara töff karl-
menn með mikla kynorku séu al-
geng. „Flestir hafa ánægju af kyn-
lífi og vilja helst ekki án þess vera,
en svo fara menn að aðhyllast svið
sem ekki eru viðurkennd, eins og
það sem hneigist að dýrum, börn-
um, sýniþörf, gægjuþörf, kynferð-
islega áreitni, munalosta, kvala-
losta, kynlíf með ókunnugum, og
það að selja eða borga fyrir kynlíf.
Það er staðreynd að sumir ánetjast
slíkri hegðun, jafnvel þótt þeir
kæri sig ekkert um það. Þeir ein-
faldlega ráða ekki við sig og halda
áfram um leið og þeir gera sér
grein fyrir því að þeir eru að eyði-
leggja eigið líf, og stundum ann-
arra um leið. Og ef það er ekki fíkn,
þá veit ég ekki hvað.“
Að sögn Reynis geta menn ver-
ið líkamsræktarfíklar, laxveiði-
fíklar og vinnufíklar, líkt og kyn-
lífsfíklar, spilafíklar og áfengis-
fíklar. „Til er alls konar fíkn hjá
fólki sem tekur heilmikinn tíma
og orku, en getur skilað sér í
mjög góðum árangri á vissum
sviðum. Þannig geta vinnufíklar
verið lofsungnir vegna þess að
þeirra fíkn er viðurkennd, jafnvel
þótt hún valdi því að þeir sinni
ekki fjölskyldunni og allir pen-
ingarnir fari í golf og laxveiðar.
Kynlífsfíkn er hins vegar ömur-
leg fíkn upp á ástvini og fjöl-
skyldu að gera, því tilfinningar
og sambönd hanga á spýtunni.
Það er auðveldara að fyrirgefa
áfengis- eða spilafíkn.“
Reynir segir algengast að kyn-
lífsfíklar leiti sér hjálpar hjá sál-
fræðingum og geðlæknum, en ein-
nig hjá samtökum á borð við
SLAA. „Bestu líkurnar á að ná ár-
angri er að fara í bindindi á það
sem reynist mönnum hættulegt
og þar sem menn hafa misst
stjórnina. Að gera sér ekki grillur
um að geta haft stjórn á vanda-
málinu. Í tilviki matar- og kynlífs-
fíkla er um eðlilega og náttúrlega
hegðun að ræða, og þeir sem við
þá fíkn glíma gera það á afmörk-
uðu sviði. Matarfíklar eru sólgnir
í ákveðinn mat, en ef þeir forðast
hann algjörlega geta þeir lifað
eðlilegu lífi. Það er eins með kyn-
lífsfíklana. Því er um að gera að
taka aldrei fyrsta bitann, fyrsta
sopann, fara inn á fyrstu klámsíð-
una, eða fyrsta stefnumótið, því
þetta blundar í manni og það er
stutt að falla.“
Bent er á ítarlega grein Reynis
um kynlífsfíkn á doktor.is, og
CandPsych-ritgerð hans „Girnd-
arbruna“ í Þjóðarbókhlöðu. ■
thordis@frettabladid.is
Er kynlífsfíkn til?
„Menn deyja við
þetta bæði beint
og óbeint. Sumir fara út í
það að strengja ól um
hálsinn á sér og herða að
þegar fullnægingin nálgast.
Á Íslandi er reiknað með
einu dauðsfalli af þeim
völdum á tveggja ára fresti.
Þá smitast margir af alnæmi
og deyja af völdum þess, og
banaslys í umferðinni má
rekja til þess að menn eru
að fróa sér eða stunda ann-
ars konar kynlíf undir stýri.
,,REYNIR HARÐARSSON SÁLFRÆÐINGUR
30 12. júní 2004 LAUGARDAGUR
Þar sem við kunnum ekki að setja heilbrigð
mörk tengjumst við fólki kynferðislega og/eða til-
finningalega án þess að kynnast því fyrst.
Við erum í og leitum aftur í sársukafull og
mannskemmandi sambönd vegna þess að við erum
hrædd við að vera ein og yfirgefin. Við felum þetta
atferli okkar fyrir öðrum og sjálfum okkur líka og
verðum því stöðugt einangraðri frá vinum okkar og
fjölskyldu, okkur sjálfum og Guði.
Við óttumst að líða tilfinningalegan og/eða
kynferðislegan skort og leitum því af þráhyggju í
samband eftir samband og eigum stundum í fleiri
en einu kynlífs- eða tilfinningasambandi í einu.
Við þekkjum ekki muninn á:
- ást og eymd eða þörf
- ást og því að laðast líkamlega og kynferðislega að
einhverjum
- ást og samúð
- ást og þörf fyrir að bjarga einhverjum eða einhver
bjargi okkur.
Okkur finnst við innantóm, ófullkomin og
vanheil þegar við erum einsömul. Þrátt fyrir að við
óttumst nánd og skuldbindingu leitum við stöðugt
að ástarsamböndum og kynlífsfélögum.
Við leysum eftirfarandi tilfinningar með kyn-
lífi: streitu, sektarkennd, einmanaleika, reiði, skömm,
ótta og öfund.
Við notum kynlíf og tilfinningaleg samskipti til
að stjórna fólki og láta það gera það sem við viljum.
Við getum orðið óstarfhæf eða afar trufluð af
rómantískum eða kynferðislegum fantasíum og
dagdraumum.
Við komum okkur hjá því að taka ábyrgð á
sjálfum okkur með því að tengjast fólki sem hefur
ekkert að gefa okkur tilfinningalega.
Við erum þrælar meðvirkra tilfinningasam-
banda, rómantískra leikja eða áráttuhegðunar.
Til að reyna að verja okkur frá óþægilegum
tilfinningum, eigum við til að draga okkur í hlé frá
öllum nánum samskiptum og teljum okkur trú um
að tilfinningalegt og kynferðislegt lystarstol sé bati.
Við sveipum þráhyggjuna töfraljóma, gerum
hana að guðlegri veru og gerum allt til að láta sam-
bandið ganga. Svo kennum við henni um þegar hún
stenst ekki væntingar og aðra dagdrauma.
12
11
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
Einkenni kynlífs- og ástarfíknar Kynlífsfíkn er vaxandi vandamál meðal þegna íslensku þjóðarinnar, þökk sé greiðari aðgangi að hvers kyns klámi, vændiskonum,
erótískum nuddstofum, nektardansstöðum og skyndikynnum á netinu. Reyndar er hún ekki viðurkennd sem slík hjá öllum
fræðimönnum, sem vilja síst sjúkdómsvæða kynlíf, en tala um missterka og ágenga en heilbrigða kynhvöt. Víst er að æ fleiri
verða stjórnleysinu að bráð og vilja leita sér hjálpar.
42-43 (30-31) kynlíf / ee lesið 11.6.2004 18:07 Page 2