Fréttablaðið - 12.06.2004, Side 47

Fréttablaðið - 12.06.2004, Side 47
LAUGARDAGUR 12. júní 2004 1. American Pastoral Philip Roth 2. Ástríðan Jeanette Winterson 3. Being Dead Jim Crace 4. Birdsong Sebastian Faulks 5. Blikktromman Gunter Grass 6. The Blind Assassin Margaret Atwood 7. Captain Corelli’s Mandolin Louis de Bernieres 8. Cloudstreet Tim Winton 9. The Corrections Jonathan Franzen 10. Eilíf ást Ian McEwan 11. Eymd Stephen King 12. Faith Singer Rosie Scott 13. Fingersmith Sarah Waters 14. Fred and Edie Jill Dawson 15. Friðþæging Ian McEwan 16. Fugitive Pieces Anne Michaels 17. The Golden Notebook Doris Lessing 18. Grace Notes Bernard MacLaverty 19. Gyllti áttavitinn og framhalds- bækur Philip Pullman 20. High Fidelity Nick Hornby 21. Hotel World Ali Smith 22. Hundrað ára einsemd Gabriel Garcia Marquez 23. Hús andanna Isabelle Allende 24. Kvennaklósettið Marilyn French 25. Lesið í snjóinn Peter Hoeg 26. Middlesex Jeffrey Eugenides 27. Miðnæturbörnin Salman Rushdie 28. Money Martin Amis 29. Music and Silence Rose Tremain 30. Nafn rósarinnar Umberto Eco 31. Oranges Are Not the Only Fruit Jeanette Winterson 32. The Poisonwood Bible Barbara Kingsolver 33. A Prayer for Owen Meany John Irving 34. The Rabbit Books John Updike 35. The Regeneration Trilogy Pat Barker 36. Riders Jilly Cooper 37. Saga þernunnar Margaret Atwood 38. The Secret History Donna Tartt 39. Skipafréttir E Annie Proulx 40. Sláturhús 5 Kurt Vonnegut 41. Stúlka með perlueyrnalokk Tracy Chevalier 42. A Suitable Boy Vikram Seth 43. Tracey Beaker Jacqueline Wilson 44. Trainspotting Irvine Welsh 45. Unless Carol Shields 46. Vansæmd JM Coetzee 47. What A Carve-Up Jonathan Coe 48. What I Loved Siti Hustvedt 49. White Teeth Zadie Smith 50. The Wind Up Bird Chronicle Haruki Murakami Stofnað var til bresku Orange- bókmenntaverðlaunanna fyrir átta árum, en verðlaunin eru ein- ungis veitt konum. Skipuleggj- endur Bresku Orange-verðlaun- anna gerðu á dögunum könnun meðal 500 bókmenntaáhuga- manna um þau nútímaskáldverk sem þeim fyndist að allir ættu að lesa. Þátttakendurnir voru allir meðal gesta á Hay-bókmennta- hátíðinni sem lauk nýlega á Bret- landi. 58 prósent bókanna á list- anum eru eftir karlmenn. Or- ange-verðlaunin hafa þó greini- lega einhver áhrif því átta af þeim 50 bókum sem komust á lista eru eftir konur sem til- nefndar hafa verið til Orange- verðlaunanna. Ian McEwan og Margaret Atwood geta talist sigurvegarar könnunarinnar en bæði eiga tvær skáldsögur á listanum. Bækur McEwans eru Friðþæg- ing og Eilíf ást og Atwood á Sögu þernunnar og The Blind Assass- in. Athygli vakti að engin Harry Potter-bókanna komst á listann en barnabókahöfundarnir Jacqueline Wilson og Pullman eiga verk á listanum. IAN MCEWAN Á tvær bækur á lista breskra bókaorma yfir þau nútímaskáldverk sem talin eru skyldu- lesning. Nútímabækur sem allir ættu að lesa Ástarbréf sem Charlotte Bronte skrifaði samkennara sínum hefur verið skilað aftur til heimilis rit- höfundarins í Yorkshire. Bronte skrifaði bréfin árið 1844 þegar hún þjáðist af þunglyndi vegna ástar sinnar á belgíska kennaran- um Constantin Heger. Hún sendi honum bréfin en hann reif þau og henti í ruslafötuna. Tortryggin eiginkona hans límdi bréfin sam- an og sonur þeirra arfleiddi síðan British Museum að þeim. Heimili Charlotte Bronte er orðið að safni og þar geta gestir nú séð þessi hjartnæmu bréf. Bronte var um tíma kennari við skóla í Belgíu og þar kenndi hún ásamt Heger og eiginkonu hans. Hann uppgötvaði rithöfundar- hæfileika hennar meðan hún dvaldi í Brussel og hvatti hana mjög. Hún misskildi áhuga hans og taldi hann vera ástfanginn af sér. Samband þeirra varð uppi- staða í skáldsögu hennar Villette þar sem ensk kona verður ást- fangin af belgískum kennara. Bronte er þekktust fyrir skáld- sögu sína Jane Eyre. Hún lést 38 ára gömul og Heger lést fjörutíu og einu ári síðar. CHARLOTTE BRONTE Ástarbréf hennar eru til sýnis á heimili hennar í Yorkshire. Ástarbréf Bronte komin heim TOPP 50 LISTINN (Í STAFRÓFSRÖÐ) 46-47 (34-35) bækur bs 11.6.2004 20:29 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.