Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 51

Fréttablaðið - 12.06.2004, Síða 51
39LAUGARDAGUR 12. júní 2004 EM Í PORTÚGAL Hakan Yakin, leik- maður Stuttgart, er sá leikmaður sem skapar marktækifærin fyrir Sviss. Liðið leitar að honum í sóknar- leiknum og hann er sá sem stjórn- ar spili liðsins. Sviss leggur áherslu á varnar- leik en til að komast upp úr und- anriðlinum verður liðið að skora mörk og er Yakin sá hæfasti til að búa þau til. Ómissandi fyrir sviss- neska liðið. Hakan Yakin hefur fengið mikla reynslu í Meistaradeildinni og er klár fyrir stóra sviðið í Portúgal þar sem hann ætlar að leiða Sviss til góðra verka. ■ ■ FYLGSTU MEÐ Svisslendingnum Hakan Yakin ■ Yakin er leikmaður sem hefur sannað mikilvægi sitt fyrir bæði land sitt og fyrir Stuttgart í Meistaradeildinni. Felix Magath, fyrrum þjálfari Stuttgart. Áfall hjá Grönkjær: Missti móður sína EM Í PORTÚGAL Móðir danska lands- liðsmannsins Jespers Grönkjær, Irmelin Grönkjær, lést í síðustu viku úr krabbameini og fór hann af þeim sökum ekki með landslið- inu til Portúgal en hann gæti kom- ið þegar líður á mótið. Morten Ol- sen, þjálfari Dana, hefur sagt að hann virði ákvörðun Grönkjærs. „Það er afar ólíklegt á þessari stundu að Jesper spili með okkur gegn Ítalíu á mánudag. Við verð- um bara að finna lausn á því vandamáli en vonandi kemur hann til móts við liðið fljótlega,“ sagði Morten Olsen við blaða- menn í gær. ■ Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram: 100. leikurinn á morgun FÓTBOLTI Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram leikur sinn 100. landsleik þegar Frakkar og Eng- lendingar mætast á EM á morgun. Thuram hefur leikið flesta sína landsleiki í hægri bakverðinum en hann vonast til þess að fá að leika sína uppáhaldsstöðu á morg- un sem er staða miðvarðar. Thuram og Mikael Silvestre hafa náð vel saman í miðvarðar- stöðunum undanfarið en margir telja að Santini landsliðsþjálfari setji Marcel Desailly á ný í mið- vörðinn og það þýðir að Thuram þarf að fara aftur í bakvörðinn. „Ég veit ekki enn hvar ég á spila en ég hef alltaf beðið um að fá að leika í miðverðinum. Óskir mínar voru virtar að lokum en við verðum að bíða og sjá hvað gerist á sunnudaginn,“ sagði Thuram við blaðamenn í gær. ■ TÍMAMÓT Lilian Thuram leikur sinn hundraðasta landsleik á morgun. Enski framherjinn Michael Owen hefur ekki áhyggjur af félaga sínum: Rooney þolir pressuna EM Í PORTÚGAL Enski framherjinn Michael Owen hefur engar áhyggjur af því að Wayne Rooney, félagi hans í framlínu enska liðs- ins, sem er aðeins átján ára, eigi eftir að kikna undan álaginu sem fylgir því að spila á svona stór- móti. Owen var sjálfur átján ára þeg- ar hann sló í gegn á HM í Frakk- landi árið 1998 og hann trúir því að Rooney eigi eftir að leika sama leik í Portúgal. „Hann hefur mikið sjálfstraust og hræðist ekki neitt. Ég hef trú á því að hann eigi eftir að slá í gegn í þessu móti,“ sagði Owen, sem hefur trú á því að ungur aldur Rooneys eigi eftir að hjálpa hon- um í fyrsta leiknum gegn Frakk- landi. „Þegar þú ert átján ára þá ertu ekki hræddur. Þú lætur ekki utan- aðkomandi hluti trufla þig heldur vilt bara spila fótbolta. Það held ég að eigi við um Rooney,“ sagði Owen. ■ WAYNE ROONEY Michael Owen hefur trú á að hann þoli pressuna á EM. Blóð, sviti og tár Svakalegasti leikur riðlakeppninnar, England gegn Frakklandi. EM Í PORTÚGAL B-riðillinn er senni- lega sá sem mesta athygli á eftir að vekja á meðal íslenskra knatt- spyrnuáhangenda og stafar það einkum af stórþjóðunum Englandi og Frakklandi. Þessir tveir risar í evrópskri knattspyrnu munu mæt- ast á morgun í leik sem verður að kalla þann stærsta í riðlakeppninni. Búast má við svakalegum leik, þar sem barist verður upp á líf og dauða. Hin liðin í riðlinum, Króatía og Sviss, falla algjörlega í skuggann af þessum risum en þó má ekki falla í þá gryfju að vanmeta þau. Efstir í veðbönkum Núverandi Evrópumeistar Frakka eru efstir í veðbönkum ytra hvað varðar þá sem líklegastir eru til að vinna titilinn. Liðið virðist hafa jafnað sig á vonbrigðunum frá því á HM 2002, þar sem liðið komst ekki upp úr undanriðlinum, og flaug liðið í gegnum undankeppni EM. Engu munaði að liðið setti heims- met með 15 sigurleikjum í röð, en 0- 0 jafntefli við Hollendinga kom í veg fyrir það. Allir þekkja franska liðið, stórkostlegir leikmenn í öllum stöðum og þegar þeir spila eins og þeir geta best vinnur þá enginn. Svo einfalt er það. Vantar hið gullna jafnvægi Ef allt er eðlilegt ættu Eng- lendingar að fylgja Frökkum upp úr þessum riðli. Liðið er með góða leikmenn í öllum stöðum vallarins en aðalvandamálið felst í því að ná jafnvægi milli sóknar og varnar. Sven-Göran Eriksson, þjálfari liðsins, hefur ekki enn fundið þessa blöndu og virðist vera illa við að leika með Nicky Butt í stöðu varnartengiliðs. Hann kýs heldur Frank Lampard fram yfir hann í stöðu sem hann hefur aldrei leikið. Michael Owen þarf að vera í formi til að Englendingar eigi að ná langt. Hvert stig meiriháttar afrek Engar væntingar eru bornar til Sviss í þessari keppni og má segja að hvert stig sem liðið hlýtur í þessum riðli sé meiriháttar afrek. Svisslendingar munu koma til með að treysta á góða vörn þar sem Stephane Henchoz og Murat Yakin verða aðalmennirnir. Fyrsti leikurinn gegn Króatíu skiptir höfuðmáli og góð frammi- staða þar gæti virkað sem vítamínsprauta á liðið fyrir fram- haldið. Hugsanlegt spútniklið Króatar hafa á að skipa ungu liði með fullt af skapandi og teknískum leikmönnum, en þá vantar sárlega leiðtoga. Miðjan er veikasti hlekkur liðsins og vantar mann þar sem getur stutt við bak- ið á firnasterkri sóknarlínu þar sem Dado Prso, sem sló í gegn með Mónakó í Meistaradeildinni í vetur, er hættulegastur. Gæti vel orðið spútniklið keppninnar. ■ LYKILMENN Í B-RIÐLI Frakkland Sókn Thierry Henry Miðja Zinedine Zidane Vörn Lilian Thuram England Sókn Michael Owen Miðja David Beckham Vörn Sol Campbell Sviss Sókn Alexander Frei Miðja Hakan Yakin Vörn Murat Yakin Króatía Sókn Dado Prso Miðja Milan Rapaic Mark Igor Tudor HLAUPIÐ SAMAN Enska landsliðið sést hér hita upp fyrir æfingu í Lissabon í gær. Manchester United fær Argentínumann til sín: Heinze keyptur fyrir sjö milljónir punda FÓTBOLTI Gabriel Heinze, leikmað- ur Paris Saint Germain, hefur staðfest að hafa skrifað undir fimm ára samning við Manchest- er United þrátt fyrir að hafa enn ekki hitt Alex Ferguson að máli. Kaupverðið er í kringum sex milljónir punda en þetta eru önn- ur kaup United á stuttum tíma. Alan Smith gekk einmitt nýverið til liðs við rauðu djöflana frá Leeds og kostaði sjö milljónir punda. Hann skrifaði einnig undir fimm ára samning. Argentínumaðurinn Heinze, sem er 26 ára gamall varnarmað- ur, viðurkennir að United hafi haft samband fyrir um það bil sex vikum: „Ég vildi ekki tala um málið - ég ber mikla virðingu fyrir Paris Saint Germain og vildi ekki trufla liðið með þessu á lokaspretti tíma- bilsins. Það segir sig sjálft að þeg- ar svona stórt félag eins og Manchester United hefur sam- band hreyfir það við manni. Liðið sýndi mestan áhuga á að ganga frá samningnum af öllum þeim liðum sem höfðu samband, þó að Alex Ferguson hafi ekki talað beint við mig. Þeir sögðust bara vilja fá mig til liðs við sig,“ sagði ánægður Gabriel Heinze. ■ 50-51 (38-39) sport 11.6.2004 19:53 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.