Fréttablaðið - 12.06.2004, Page 52
EM Í FÓTBOLTA Þrátt fyrir ungan
aldur er Wesley Sneijder einn af
lykilmönnunum í liði Ajax, sem
varð hollenskur deildarmeistari
fyrir skömmu.
18 ára lék hann sinn fyrsta
landsleik fyrir Holland og er nú,
tvítugur að aldri, fastamaður í
byrjunarliði liðsins. Sneijder get-
ur spilað allar stöður á miðjunni
og hans helsti styrkur er að hann
er algjörlega jafnfættur og með
frábærar spyrnur.
Þegar hann er inni á tekur
hann allar auka- og hornspyrnur
hollenska liðsins, og þykja auka-
spyrnur hans einhverjar þær
bestu í heimi. ■
40 12. júní 2004 LAUGARDAGUR
Fréttablaðið spáir í Evrópukeppnina í knattspyrnu í Portúgal:
Ólíkur leikstíll í C-riðli
EM Í FÓTBOLTA Fyrir fram eru það
Ítalir sem eru sigurstranglegastir
í þessum C-riðli keppninnar. En
hin liðin þrjú, Danmörk, Svíþjóð
og Búlgaría, eru öll sýnd veiði en
ekki gefin og geta öll auðveldlega
komið á óvart. Leikstíll liðanna er
mjög ólíkur, og þykir það ýta und-
ir að viðureignirnar í þessum riðli
geti orðið mjög skemmtilegar.
Agað lið Ítala
Ítalir eru með gríðarlega agað
lið, spila mjög skipulega og eru
líklega með bestu vörn í keppn-
inni. Með sterka miðju og menn á
borð við Christian Vieri og
Francesco Totti í sókninni hafa
Ítalir allt sem þarf til að hreppa
titilinn. Ítalir hafa ekki haft
heppnina með sér í síðustu tveim-
ur stórmótum, en árið í ár gæti
orðið þeirra. Þjóðin sættir sig
ekki við neitt annað en sigur frá
Giovanni Trapattoni og hans læri-
sveinum, og því er mikil pressa á
herðum leikmanna liðsins.
Danir spila sóknarbolta
Danir komu öllum heiminum á
óvart með því að vinna Evrópu-
titilinn árið 1992. Nú, rúmum 10
árum seinna, spila Danir
skemmtilegan sóknarbolta þar
sem spilið fer mikið í gegnum tvo
eldfljóta vængmenn, Jesper
Gronkjær og Martin Jørgensen.
Síðan er treyst á tvo reynda fram-
herja, Jon Dahl Tomasson og Ebbe
Sand, til að skora mörkin. Þar sem
Ítalir eru taldir sigurstranglegir
má leiða að því líkur að lykilleikur
Dana í riðlinum verði gegn ná-
grönnunum í Svíþjóð.
Svíar endurheimtu Larsson
Flestir telja að baráttan um
annað sætið í riðlinum muni
standa á milli Svía og Dana. End-
urkoma Henriks Larsson í
sænska liðið veitir því mikið
sjálfstraust og hafa leikmennirn-
ir trú á að þeir geti veitt Ítölum
verulega keppni um efsta sætið í
riðlinum.
Svíar hafa á mjög reyndu liði
að skipa og ef Larsson nær upp
góðum skilningi við félaga sinn í
framlínunni, Zlatan Ibrahimovic,
geta Svíar unnið alla andstæðinga
sína í þessum riðli.
Búlgarar ungir og óreyndir
Óvænt velgengni Búlgara í und-
ankeppninni kom á stað bjartsýnis-
bylgju á meðal þjóðarinnar um að
hið unga núverandi lið Búlgara
gæti fetað í fótspor fyrirrenna
sinna, sem komust í undanúrslit
HM 1994. En liðið er mjög ungt og
óreynt, reyndar með yngsta með-
alaldurinn í allri keppninni, og er
ekki búist við miklu af þeim.
Það má þó alls ekki vanmeta
Búlgara. Leikskipulag liðsins
snýst að mestu um tvo menn; leik-
stjórnandann Stilyan Petrov og
markaskorarann Dimitar Berba-
tov. ■
BRATTIR FRAKKAR
Frá vinstri: Bixente Lizarazu, Mickael
Landreau og Marcel Desailly.
Bixente Lizarazu varar
Englendinga við:
Enga sál-
fræði, takk!
EM Í PORTÚGAL Franski varnarmað-
urinn og leikmaður Bayern
München, Bixente Lizarazu, hefur
varað Englendinga við því að
beita sálfræðihernaði fyrir leik
þjóðanna sem fram fer á sunnu-
dag en leikurinn er fyrsti stóri
leikurinn í mótinu.
Lizarazu segir Frakka hafa
lært sína lexíu í síðustu heims-
meistarakeppni en þá voru þeir
með allt lóðrétt niður um sig, sko-
ruðu ekki eitt einasta mark og
duttu út strax eftir riðlakeppnina.
„Englendingar eru að beita
mjög einfaldri sálfræði. Þeir vita
að við erum fyrir fram taldir mun
sigurstranglegri og reyna því að
koma allri pressunni yfir á okkur.
Þetta er gamalt bragð sem enginn
fellur fyrir lengur,“ sagði Bixente
Lizarazu.
Franski bakvörðurinn er þessa
dagana sterklega orðaður við
enska úrvalsdeildarfélagið
Tottenham Hotspur sem stendur í
stórræðum þessa dagana á leik-
mannamarkaðinum í kjölfar ráðn-
ingar Jacques Santini sem fram-
kvæmdastjóra. Hann hefur
undanfarin ár leikið með þýska
liðinu Bayern München en ekki
þykir lengur not fyrir hann í
Bæjaralandi. ■
Lettar ætla að sanna sig:
Við töpum
ekki fyrir
Tékkum
EM Í PORTÚGAL Aleksandrs Star-
kovs, landsliðsþjálfari Letta, er
kokhreystin uppmáluð fyrir EM í
Portúgal. Hann blæs á allar hrak-
spár sérfræðinga og segir tap
gegn Tékkum einfaldlega ekki
inni í myndinni en liðin mætast í
D-riðli á þriðjudaginn.
„Fyrir fram erum við ekki tald-
ir líklegir til afreka og það eru
margir sem telja að við eigum
ekkert erindi hér á EM,“ sagði
Starkovs og bætti við:
„Þetta verða allt erfiðir leikir
enda Tékkar, Hollendingar og
Þjóðverjar allt hátt skrifaðar
knattspyrnuþjóðir. Við eigum þó
mikið inni og ætlum að sýna það á
þriðjudaginn úr hverju við erum
gerðir og sanna í eitt skipti fyrir
öll að árangur okkar í und-
ankeppninni var engin tilviljun.“
Samkvæmt veðbönkum eiga
Lettar minnsta möguleika allra
landsliða á Evrópumeistaratitlin-
um. Íslenska landsliðið mætti
Lettum í lok apríl og lauk þeim
leik með markalausu jafntefli.
Lettneska liðið hafði betur í bar-
áttu við það pólska og ungverska
um annað sætið í sínum riðli og
lagði síðan Tyrki óvænt í umspili í
nóvemer síðastaliðnum. ■
EM Í PORTÚGAL
EM Í FÓTBOLTA Einn stærsti og fyrir-
ferðarmesti framherji í boltanum
í dag. Zlatan Ibrahimovic er ótrú-
lega teknískur miðað við stærð og
skorar mikið af mörkum fyrir
félagslið og landslið.
Endurkoma Henriks Larsson
mun taka af honum pressu og ef
honum tekst að forðast það að láta
skapið hlaupa með sig í gönur
gæti hann klárlega orðið einn af
stjörnum EM.
Zlatan var aðeins sautján ára
gamall þegar hann var keyptur
fyrir átta milljónir punda til Ajax.
Pressan var mikil á þessum unga
Svía en hann hefur að mestu
staðið undir væntingum. ■
■ FYLGSTU MEÐ
Svíanum Zlatan
Ibrahimovic
■
Maður gapir alltaf þegar hann fær bolt-
ann. Framtíðarstjarna knattspyrnunnar.
Martin Sidén, fyrrverandi þjálfari hans.
■ FYLGSTU MEÐ
Hollendingnum
Wesley Sneijder
■
Hann er ótrúlegt efni og ég sá strax að
hann yrði framtíðarmaður landsliðsins.
Dick Advocat, þjálfari Hollands.
LYKILMENN LIÐANNA Í C-RIÐLI
Ítalía
Sókn Francesco Totti
Miðja Simone Perrotta
Vörn Alessandro Nesta
Svíþjóð
Sókn Henrik Larsson
Miðja Fredrik Ljungberg
Vörn Olaf Mellberg
Danmörk
Sókn Jon Dahl Tomasson
Miðja Thomas Gravesen
Vörn Thomas Helveg
Búlgaría
Sókn Dimitar Berbatov
Miðja Stilian Petrov
Vörn Ivailo Petkov
FRANCESCO TOTTI
Leikstjórnandi ítalska liðsins er greinilega flinkur með knöttinn.
KOKHRAUSTIR LETTAR
Tap gegn Tékkum ekki á dagskrá.
Þjálfarinn Aleksandrs Starkovs gefur hér
fyrirliða Letta, Vitalijs Astafjevs, góð ráð.
52-53 (40-41) sport 11.6.2004 20:06 Page 2