Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 56
12. júní 2004 LAUGARDAGUR45 „Á Björtum dögum í ár eru um sex- tíu viðburðir, og það eru bæði við- burðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með,“ segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferða- málafulltrúi Hafnarfjarðar. Bjartir dagar eru lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar. Hátíðin hefst í dag, stendur í hálfa aðra viku með fjölbreytilegum menningarviðburðum á hverjum einasta degi og lýkur á Jónsmessu- kvöldi með heljarmikilli úti- skemmtun í Hellisgerði. „Eins og í fyrra leggjum við sérstaka áherslu á að vera með menningu fyrir ungt fólk. Gamla bókasafnið kemur þar inn af mikl- um krafti með fjölmarga tónleika þar sem heyrast allar tegundir af tónlist, bæði popp, rokk, raf, metal, djass og klassík. Síðan stendur Gamla bókasafnið líka fyr- ir útitónleikum 22. júní.“ Setning Bjartra daga verður í dag klukkan tvö fyrir framan bókasafnið, það er að segja nýja safnið sem er á Strandgötu 1. Að setningu lokinni verða opnaðar sjö sýningar af ýmsum toga víða um bæinn. Þar á meðal má nefna sýningu í gamla Gúttó, Góðtemplarafélags- húsinu gamla, þar sem Góðtempl- arareglan í Hafnarfirði ætlar með- al annars að setja upp stúkufund eins og þeir tíðkuðust hér áður fyrr. „Einnig verður í dag frumsýnd í Bæjarbíói ný íslensk kvikmynd sem heitir Konunglegt bros og er eftir Gunnar B. Guðmundsson. Hann er sá sami og gerði Karamellukvik- myndina og er mikil menningar- sprauta hér í Hafnarfirði.“ Myndin fjallar um fjöl- tæknilistamanninn Friðrik Frið- riksson, en fjöltæknilist hans felst í því að láta konur verða ástfangn- ar af sér. „Allir leikskólarnir í bænum taka líka þátt í hátíðinni með því að skrey- ta stofnun eða fyrirtæki með verk- um sínum. Hverjum leikskóla hefur verið úthlutað einu fyrirtæki eða stofnun til að skreyta, og það verður mjög skrautlegt að fara um bæinn.“ Í kvöld verður svo öllum boðið á tónleika í Hafnarborg þar sem karlakórinn Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar taka sig saman og leyfa öllum að syngja með. Dagskrá Bjartra daga er birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðar, sem er hafnarfjordur.is ■ ■ BJARTIR DAGAR bolur 2190.- 1750.- pils 2290.- 1800.- ■ ■ KVIKMYNDIR  17.00 Konunglegt bros nefnist ný íslensk kvikmynd eftir Gunnar B. Guðmundsson, sem frumsýnd verður á Björtum dögum í Bæjar- bíói, Hafnarfirði. Að auki verður sýnd stuttmyndin Karamellu- myndin eftir sama höfund en hún hlaut Eddu-verðlaunin 2003. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 Sýningin Strengir verður opnuð í Óðinshúsi, Eyrarbakka. Að henni standa listakonurnar Ásdís Þórarinsdóttir, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, Helga Unnarsdóttir og Ingibjörg Klem- enzdóttir.  15.00 Stúkufundur í Gúttó nefnist sýning Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði á stúkufundi og mun- um í eigu reglunnar í hinu sögu- fræga húsi reglunnar að Suður- götu 7 í Hafnarfirði. Sýningin er opin kl. 14-17 um helgar á með- an á Björtum dögum stendur og á sama tíma 17. júní. Aðgangur ókeypis!  15.00 Fjórar myndlistarsýningar verða opnaðar í Hafnarborg. Í að- alsal verður sýning á verkum Marisu Navarro Arason ljós- myndara. Finnska listakonan Jaana Partanen sýnir vídeóverk. Textílverkasýning Önnu Þóru Karlsdóttur og Guðrúnar Gunn- arsdóttur nefnist “Þverað á mörk- um”. þá verður sýning á ljós- myndum Magnúsar Björnssonar í Kaffistofu Hafnarborgar.  16.00 Hjá Halla rakara, Strandgötu 39, Hafnarfirði, verður opnuð sýn- ingin Horft í hamarinn, sem snýst um álfa og huldufólk. Sýn- ingin er opin frá 10-18 alla virka daga og um helgar frá 14-17 á meðan á Björtum dögum stend- ur. Aðgangur ókeypis.  16.00 Sýningin “Milli tveggja heima. Á fortíðin erindi við fram- tíðina?” verður opnuð í Duushús- um, Reykjaensbæ.  Listakonan Mæja opnar sína árlegu vorsýningu á Thorvaldsen bar. Sýningin stendur til 24. júlí.  Dönsku glerlistamennirnir Marie Worre Hastrup Holm og Anne Löndal opna sýningu á glerverk- um sínum í galleríi Hún og hún, Skólavörðustíg 17. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Stórdansleikur verður stór- dansleikur í Hvíta húsinu, Selfossi, með söngkeppni við undirleik hljómsveitarinnar Á móti sól, sem einnig eikur fyrir dansi að lokinni keppni með smá aðstoð frá hljóm- sveitinni Hölt hóra.  23.00 KR-bandið spilar á Rauða ljóninu.  23.00 Viðar Jónsson trúbador spilar á Áslák í Mosfellsbæ.  23.00 Hljómsveitin Þúsöld leikur fyrir dansi í Ásgarði, Glæsibæ.  23.00 Bylgjulestin verður með ball á Nasa þar sem Skímó sér um fjörið.  Spútnik skemmtir á Players í Kópavogi.  Dj Andri á Hverfisbarnum.  Sveiflukonungurinn Geirmundur Valtýsson heldur uppi sveiflunni á Kringlukránni.  Kvendúettinn Ráðlagður dag- skammtur skemmtir á Egilsbúð, Neskaupsstað.  Stuðmenn skemmta í Hreðavatns- skála, Borgarfirði.  Hljómar skemmta á Klúbbnum við Gullinbrú.  Strákarnir Í svörtum fötum sjá um að skemmta liðinnu langt fram eftir morgni á Gauknum.  Sniglabandið spilar á hestamannaballi í Félagsheimilinu Vík í Mýrdal.  DJ Deveus leikur fyrir dansi á De Palace. Elektróveisla - ekki fyrir hjartveika.  Spilafíklarnir djamma á Celtic Cross.  Brimkló skemmtir á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum. ■ ■ ÚTIVIST  09.30 Madonnuhlaupið í Krýsuvík verður haldið í annað sinn á vegum Sveinssafns. Um er að ræða útsýn- ishlaup þar sem ekki verður tíma- taka. Lagt verður af stað í rútu frá Suðurbæjarlaug klukkan 9.30.  13.30 Minjasafnið á Akureyri og Stoð, vinafélag Minjasafnsins, efna til skoðunarferðar í Hrísey undir leiðsögn Haraldar Inga Haraldssonar.  14.00 Fræðsluferð með Skógrækt- arfélagi Hafnarfjarðar undir leið- sögn Steinars Björgvinssonar garðyrkjufræðings og fuglaáhuga- manns. Mæting við Selið/þjón- ustuhús. Aðgangur ókeypis.  16.00 Fræðsluferð með Skógrækt- arfélagi Hafnarfjarðar undir leið- sögn Steinars Björgvinssonar garðyrkjufræðings og fuglaáhuga- manns. Mæting við Selið/þjón- ustuhús. Aðgangur ókeypis. ■ ■ SAMKOMUR  13.00 Drama og taktur hjá Regn- bogabörnum, Mjósundi 10. Mar- grét Ákadóttir leikkona og leik- listarmeðferðarfræðingur fjallar um taktinn í tilverunni og hrífur fólk með sér í hreyfingu og drama á aðeins 30 mínútum.  14.00 Setningarhátíð Bjartra daga við Bókasafnið í Hafnarfirði, að Strandgötu 1. Kynnir verður Anna Pálína Árnadóttir.  16.00 Sumarkabarett Sólheima með söngdagskrá í kaffihúsinu Grænu könnunni, Sólheimum í Grímsnesi. Flutt verða lög úr Lata- bæ, Grease, Abbalög og ýmsir gamlir smellir.  17.00 Töðugjöld félagsmiðstöðva í Hafnarfirði verða í Gamla bóka- safninu, Hafnarfirði. Fjölbreytt at- riði einstaklinga og hópa frá fé- lagsmiðstöðvum bæjarins. Dans, söngur, tónlist, gjörningar og fleira.  20.30 Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sjá um söngvöku í kirkju Minjasafnsins á Akureyri þar sem áheyrendur eru leiddir í söngferðalagi í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Á öðrum tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu leikur tríóið Guitar Islancio. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis.  20.00 Allir geta sungið með á tónleikum með Þröstunum og Kvennakór Hafnarfjarðar á Björtum dögum í Hafnarborg. Aðgangur ókeypis.  22.00 Han Solo, Babtist og Norton spila á Grand Rokk.  23.00 Kvartett söngkonunnar Ragnheiðar Gröndal leikur á Kaffi List. Auk Ragnheiðar skipa kvartettinn þeir Sigurður Þór Rögnvaldsson á gítar, Pétur Sigurðsson á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur.  Jet Black Joe spilar í Sjallanum, Akureyri. ■ ■ LEIKLIST  15.00 Vesturport sýnir Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare í Borgar- leikhúsinu.  20.00 Vesturport sýnir Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare á litla sviði Borgarleikshússins.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson á stóra sviði Þjóðleik- hússins. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Laugardagur JÚNÍ MARÍN HRAFNSDÓTTIR Menningarhátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði í dag og standa til 23. júní með fjölbreyttum viðburðum á hverjum degi. Ólgandi menning í Hafnarfirði FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 56-57 (44-45) Slanga 11.6.2004 19:15 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.