Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 56
12. júní 2004 LAUGARDAGUR45
„Á Björtum dögum í ár eru um sex-
tíu viðburðir, og það eru bæði við-
burðir sem við höfum fóstrað og ýtt
úr vör en líka er mjög mikið um
listamenn sem hafa komið til okkar
og viljað vera með,“ segir Marín
Hrafnsdóttir, menningar- og ferða-
málafulltrúi Hafnarfjarðar.
Bjartir dagar eru lista- og
menningarhátíð Hafnarfjarðar.
Hátíðin hefst í dag, stendur í hálfa
aðra viku með fjölbreytilegum
menningarviðburðum á hverjum
einasta degi og lýkur á Jónsmessu-
kvöldi með heljarmikilli úti-
skemmtun í Hellisgerði.
„Eins og í fyrra leggjum við
sérstaka áherslu á að vera með
menningu fyrir ungt fólk. Gamla
bókasafnið kemur þar inn af mikl-
um krafti með fjölmarga tónleika
þar sem heyrast allar tegundir af
tónlist, bæði popp, rokk, raf,
metal, djass og klassík. Síðan
stendur Gamla bókasafnið líka fyr-
ir útitónleikum 22. júní.“
Setning Bjartra daga verður í
dag klukkan tvö fyrir framan
bókasafnið, það er að segja nýja
safnið sem er á Strandgötu 1. Að
setningu lokinni verða opnaðar sjö
sýningar af ýmsum toga víða um
bæinn.
Þar á meðal má nefna sýningu í
gamla Gúttó, Góðtemplarafélags-
húsinu gamla, þar sem Góðtempl-
arareglan í Hafnarfirði ætlar með-
al annars að setja upp stúkufund
eins og þeir tíðkuðust hér áður fyrr.
„Einnig verður í dag frumsýnd í
Bæjarbíói ný íslensk kvikmynd sem
heitir Konunglegt bros og er eftir
Gunnar B. Guðmundsson. Hann er
sá sami og gerði Karamellukvik-
myndina og er mikil menningar-
sprauta hér í Hafnarfirði.“
Myndin fjallar um fjöl-
tæknilistamanninn Friðrik Frið-
riksson, en fjöltæknilist hans felst
í því að láta konur verða ástfangn-
ar af sér.
„Allir leikskólarnir í bænum taka
líka þátt í hátíðinni með því að skrey-
ta stofnun eða fyrirtæki með verk-
um sínum. Hverjum leikskóla hefur
verið úthlutað einu fyrirtæki eða
stofnun til að skreyta, og það verður
mjög skrautlegt að fara um bæinn.“
Í kvöld verður svo öllum boðið á
tónleika í Hafnarborg þar sem
karlakórinn Þrestir og Kvennakór
Hafnarfjarðar taka sig saman og
leyfa öllum að syngja með.
Dagskrá Bjartra daga er birt í
heild sinni á vef Hafnarfjarðar,
sem er hafnarfjordur.is ■
■ BJARTIR DAGAR
bolur
2190.-
1750.-
pils
2290.-
1800.-
■ ■ KVIKMYNDIR
17.00 Konunglegt bros nefnist ný
íslensk kvikmynd eftir Gunnar B.
Guðmundsson, sem frumsýnd
verður á Björtum dögum í Bæjar-
bíói, Hafnarfirði. Að auki verður
sýnd stuttmyndin Karamellu-
myndin eftir sama höfund en
hún hlaut Eddu-verðlaunin 2003.
■ ■ LISTOPNANIR
15.00 Sýningin Strengir verður
opnuð í Óðinshúsi, Eyrarbakka.
Að henni standa listakonurnar
Ásdís Þórarinsdóttir, Guðfinna
Anna Hjálmarsdóttir, Helga
Unnarsdóttir og Ingibjörg Klem-
enzdóttir.
15.00 Stúkufundur í Gúttó nefnist
sýning Góðtemplarareglunnar í
Hafnarfirði á stúkufundi og mun-
um í eigu reglunnar í hinu sögu-
fræga húsi reglunnar að Suður-
götu 7 í Hafnarfirði. Sýningin er
opin kl. 14-17 um helgar á með-
an á Björtum dögum stendur og
á sama tíma 17. júní. Aðgangur
ókeypis!
15.00 Fjórar myndlistarsýningar
verða opnaðar í Hafnarborg. Í að-
alsal verður sýning á verkum
Marisu Navarro Arason ljós-
myndara. Finnska listakonan
Jaana Partanen sýnir vídeóverk.
Textílverkasýning Önnu Þóru
Karlsdóttur og Guðrúnar Gunn-
arsdóttur nefnist “Þverað á mörk-
um”. þá verður sýning á ljós-
myndum Magnúsar Björnssonar
í Kaffistofu Hafnarborgar.
16.00 Hjá Halla rakara, Strandgötu
39, Hafnarfirði, verður opnuð sýn-
ingin Horft í hamarinn, sem
snýst um álfa og huldufólk. Sýn-
ingin er opin frá 10-18 alla virka
daga og um helgar frá 14-17 á
meðan á Björtum dögum stend-
ur. Aðgangur ókeypis.
16.00 Sýningin “Milli tveggja
heima. Á fortíðin erindi við fram-
tíðina?” verður opnuð í Duushús-
um, Reykjaensbæ.
Listakonan Mæja opnar sína árlegu
vorsýningu á Thorvaldsen bar.
Sýningin stendur til 24. júlí.
Dönsku glerlistamennirnir Marie
Worre Hastrup Holm og Anne
Löndal opna sýningu á glerverk-
um sínum í galleríi Hún og hún,
Skólavörðustíg 17.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Stórdansleikur verður stór-
dansleikur í Hvíta húsinu, Selfossi,
með söngkeppni við undirleik
hljómsveitarinnar Á móti sól, sem
einnig eikur fyrir dansi að lokinni
keppni með smá aðstoð frá hljóm-
sveitinni Hölt hóra.
23.00 KR-bandið spilar á Rauða
ljóninu.
23.00 Viðar Jónsson trúbador
spilar á Áslák í Mosfellsbæ.
23.00 Hljómsveitin Þúsöld leikur
fyrir dansi í Ásgarði, Glæsibæ.
23.00 Bylgjulestin verður með ball á
Nasa þar sem Skímó sér um fjörið.
Spútnik skemmtir á Players í Kópavogi.
Dj Andri á Hverfisbarnum.
Sveiflukonungurinn Geirmundur
Valtýsson heldur uppi sveiflunni
á Kringlukránni.
Kvendúettinn Ráðlagður dag-
skammtur skemmtir á Egilsbúð,
Neskaupsstað.
Stuðmenn skemmta í Hreðavatns-
skála, Borgarfirði.
Hljómar skemmta á Klúbbnum við
Gullinbrú.
Strákarnir Í svörtum fötum sjá um
að skemmta liðinnu langt fram
eftir morgni á Gauknum.
Sniglabandið spilar á hestamannaballi
í Félagsheimilinu Vík í Mýrdal.
DJ Deveus leikur fyrir dansi á De
Palace. Elektróveisla - ekki fyrir
hjartveika.
Spilafíklarnir djamma á Celtic Cross.
Brimkló skemmtir á Hótel Valaskjálf,
Egilsstöðum.
■ ■ ÚTIVIST
09.30 Madonnuhlaupið í Krýsuvík
verður haldið í annað sinn á vegum
Sveinssafns. Um er að ræða útsýn-
ishlaup þar sem ekki verður tíma-
taka. Lagt verður af stað í rútu frá
Suðurbæjarlaug klukkan 9.30.
13.30 Minjasafnið á Akureyri og
Stoð, vinafélag Minjasafnsins,
efna til skoðunarferðar í Hrísey
undir leiðsögn Haraldar Inga
Haraldssonar.
14.00 Fræðsluferð með Skógrækt-
arfélagi Hafnarfjarðar undir leið-
sögn Steinars Björgvinssonar
garðyrkjufræðings og fuglaáhuga-
manns. Mæting við Selið/þjón-
ustuhús. Aðgangur ókeypis.
16.00 Fræðsluferð með Skógrækt-
arfélagi Hafnarfjarðar undir leið-
sögn Steinars Björgvinssonar
garðyrkjufræðings og fuglaáhuga-
manns. Mæting við Selið/þjón-
ustuhús. Aðgangur ókeypis.
■ ■ SAMKOMUR
13.00 Drama og taktur hjá Regn-
bogabörnum, Mjósundi 10. Mar-
grét Ákadóttir leikkona og leik-
listarmeðferðarfræðingur fjallar
um taktinn í tilverunni og hrífur
fólk með sér í hreyfingu og drama
á aðeins 30 mínútum.
14.00 Setningarhátíð Bjartra daga
við Bókasafnið í Hafnarfirði, að
Strandgötu 1. Kynnir verður Anna
Pálína Árnadóttir.
16.00 Sumarkabarett Sólheima
með söngdagskrá í kaffihúsinu
Grænu könnunni, Sólheimum í
Grímsnesi. Flutt verða lög úr Lata-
bæ, Grease, Abbalög og ýmsir
gamlir smellir.
17.00 Töðugjöld félagsmiðstöðva
í Hafnarfirði verða í Gamla bóka-
safninu, Hafnarfirði. Fjölbreytt at-
riði einstaklinga og hópa frá fé-
lagsmiðstöðvum bæjarins. Dans,
söngur, tónlist, gjörningar og
fleira.
20.30 Hjörleifur Hjartarson og Íris
Ólöf Sigurjónsdóttir sjá um
söngvöku í kirkju Minjasafnsins á
Akureyri þar sem áheyrendur eru
leiddir í söngferðalagi í tali og
tónum um íslenska tónlistarsögu
frá miðöldum til okkar daga.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Á öðrum tónleikum sumar-
tónleikaraðar veitingahússins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu
leikur tríóið Guitar Islancio.
Tónleikarnir fara fram utandyra
á Jómfrúartorginu ef veður leyfir,
en annars inni á Jómfrúnni.
Aðgangur er ókeypis.
20.00 Allir geta sungið með á
tónleikum með Þröstunum
og Kvennakór Hafnarfjarðar
á Björtum dögum í Hafnarborg.
Aðgangur ókeypis.
22.00 Han Solo, Babtist og
Norton spila á Grand Rokk.
23.00 Kvartett söngkonunnar
Ragnheiðar Gröndal leikur á
Kaffi List. Auk Ragnheiðar skipa
kvartettinn þeir Sigurður Þór
Rögnvaldsson á gítar, Pétur
Sigurðsson á bassa og Kristinn
Snær Agnarsson á trommur.
Jet Black Joe spilar í Sjallanum,
Akureyri.
■ ■ LEIKLIST
15.00 Vesturport sýnir Rómeó og
Júlíu eftir Shakespeare í Borgar-
leikhúsinu.
20.00 Vesturport sýnir Rómeó
og Júlíu eftir Shakespeare á litla
sviði Borgarleikshússins.
20.00 Græna landið eftir Ólaf
Hauk Símonarson á litla sviði
Þjóðleikhússins.
20.00 Söngleikurinn Chicago á
stóra sviði Borgarleikhússins.
20.00 Edith Piaf eftir Sigurð
Pálsson á stóra sviði Þjóðleik-
hússins.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
9 10 11 12 13 14 15
Laugardagur
JÚNÍ
MARÍN HRAFNSDÓTTIR
Menningarhátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði í dag og standa til 23. júní með fjölbreyttum viðburðum á hverjum degi.
Ólgandi menning í Hafnarfirði
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
56-57 (44-45) Slanga 11.6.2004 19:15 Page 2