Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 2
2 18. júlí 2004 SUNNUDAGUR Lögreglan fer fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi: Leitað að Sri á völdum stöðum MANNSHVARF Leitað er að Sri Rahma- wati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur í tæpar tvær vikur, á völdum stöðum aðallega norðan og austan við Reykjavík að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Reykjavík. Fyrrum sambýlismaður Sri situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um að eiga aðild að hvarfi hennar. Gæslu- varðhaldsúrskurður yfir honum renn- ur út á miðvikudag og gerir Sigur- björn Víðir ráð fyrir að farið verði fram á framlengingu úrskurðarins. Beðið er eftir niðurstöðum erfða- efnisrannsóknar á blóði sem fannst á heimili og í bíl mannsins. Rannsóknin fer fram í Noregi og eru þær vænt- anlegar í næstu viku. Nokkur töf hefur orðið á því að niðurstöðurnar skiluðu sér og kemur það til vegna sumarfría að sögn Sigurbjörns Víðis. Þá hefur lögregla rannsakað för eftir jeppadekk, sambærileg dekkj- um bíls mannsins, við námu eina í ná- grenni borgarinnar. Fjöldi fólks hefur verið yfirheyrður vegna máls- ins og telur Sigurbjörn Víðir að því miði í rétta átt. Ekki hefur ennþá verið lýst eftir Sri. „Við mátum það svo að það hefði ekkert upp á sig,“ segir Hörður Jóhannesson yfirlögreglustjóri. „Það lá strax fyrir að eitthvað hefði gerst þarna og mönnum fannst ekki líklegt að hún væri á ferðinni.“ ■ Upplausn ríkir í heimastjórninni Forsætisráðherra Palestínu sagði af sér embætti en Jasser Arafat kvaðst ekki taka mark á afsögninni. Hart er deilt um uppbyggingu öryggis- sveita heimastjórnarinnar og undir hvern þær skuli heyra. PALESTÍNA, AP Palestínska heima- stjórnin er í upplausn vegna deil- na um öryggismál og spillingu. Ahmed Qureia, forsætisráðh- erra í palestínsku heimastjórn- inni, sendi Jasser Arafat Palest- ínuforseta afsagnarbeiðni í gær- morgun en Arafat neitaði að taka hana gilda. Qureia sagði ráðherr- um sínum hins vegar að hann ætl- aði sér að standa fastur á afsögn sinni. Ástæðan fyrir afsögn Qureia er að stærstum hluta óánægja með það hvernig öryggismálum er háttað í Palestínu. Arafat hefur haft öll völd á því sviði í hendi sinni og hefur það fallið í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá Palest- ínumönnum og erlendis. Skipulag öryggissveita hefur þótt flókið og öryggissveitirnar hafa litlum ár- angri náð. Fleiri ástæður eru þó fyrir af- sögn Qureia. Honum hefur gengið illa að berjast gegn spillingu og er sagður afar ósáttur við að ekkert hefur gengið að koma friðarferl- inu af stað á nýjan leik. Ísraelar hafa sagt að meðan Arafat sé ráð- andi aðili í Palestínu hafi þeir eng- an til að semja við. Ö r y g g i s m á l eru í brennidepli eftir mannrán á Gazasvæðinu í fyrradag. Mann- ránin þykja hafa sýnt fram á veik- leika í öryggis- málum og lýsti heimastjórnin yfir neyðarástandi á fundi sínum í gær. Rúmt ár er síðan staða forsæt- isráðherra var tekin upp í palest- ínsku heimastjórninni. Fyrsti maðurinn til að gegna henni var Mahmoud Abbas sem sagði upp eftir fjóra mánuði vegna ósættis við Arafat. Qureia tók við af hon- um í september í fyrra. Arafat samþykkti í gær að endurskipuleggja palestínskar öryggissveitir. Á annan tug ör- yggissveita verða nú sameinaðar í þrjár stofnanir sem verða eftir sem áður undir stjórn Arafats. Al Aqsa píslarvættasveitirnar gagnrýndu hins vegar að breyt- ingarnar tækju ekki á spillingu sem er mikil innan palestínsku heimastjórnarinnar og stofnana hennar. Arafat skipaði í tvær stöður sem stóðu auðar eftir afsagnir. Í aðra þeirra valdist frændi hans, Moussa Arafat, fyrrum yfirmað- ur leyniþjónustunnar sem hefur verið sakaður um spillingu. ■ Tíu ára drengur: Bjargað úr sjálfheldu LÖGREGLUMÁL Tíu ára dreng var bjarg- að úr sjálfheldu í klettum fyrir ofan Ölfusborgir um hádegisbil í gær. Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út en þegar þeir komu á stað- inn voru tveir sumarhúsagestir komnir til drengsins og voru að hjálpa honum niður. Sumarhúsagest- unum tókst að bjarga drengnum með smávægilegri aðstoð frá björgunar- sveitarmönnum. Atvik sem slík eru nær árlegur viðburður og vilja björgunarsveit- armenn beina þeim tilmælum til foreldra að varúðar sé gætt þegar börn eru við leik í klettum og stór- grýti. ■ ,,Mann- ránin þykja hafa sýnt fram á veikleika í öryggismál- um Þá þyrftu fleiri en Hannes Hólm- steinn að skora á mig. Ef það yrðu fleiri er aldrei að vita. Ólafur Hannibalsson hefur átt í ritdeilu við Hann- es Hólmstein Gissurarson á síðum Morgunblaðs- ins. Hannes hefur sagt Ólaf verklatan og sagði gott að hafa slíka menn á þingi í grein með fyrir- sögninni „Ólaf Hannibalsson á þing“. SPURNING DAGSINS Ólafur, ætlarðu að taka áskoruninni? RANNSÓKN Lögregla hefur rannsakað íbúð manns sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að eiga aðild að hvarfi fyrrum sambýliskonu sinnar. Í gær höfðu borðar lögreglunnar verið teknir niður. Þrengslavegamót: Þriggja bíla árekstur LÖGREGLUMÁL Þriggja bíla árekstur varð við Þrengslavegamót í Svína- hrauni rétt eftir hádegið í gær. Einn bílanna hafnaði utan vegar og valt í kjölfarið. Ein kona var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur en hún var þó ekki talin alvarlega slösuð. Tildrög slyssins voru þau að ekið var aftan á kyrrstæða bíl auk þess sem bíllinn sem á eftir kom lenti einnig aftan á hinum tveimur. ■ QUREIA Á FÖRUM Ahmed Qureia heldur á brott eftir að hafa tilkynnt ráðherrum sínum að hann hafi sent Jasser Arafat afsagnarbeiðni sína. VARNARLIÐIÐ „Það er mjög hvimleitt að þurfa að standa í þessum stöð- ugu innheimtumálum,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær eru tugir lögsókna í undirbúningi vegna kjarasamn- ingsbrota varnarliðsins auk þess sem fjórtán stefnur hafa þegar verið sendar utanríkisráðherra undanfarnar vikur. Íslendingar geta ekki lögsótt varnarliðið beint og því eru málin sótt gegn ráðh- erra að sögn Kristjáns. Einn dómur hefur þegar fallið starfsmanni varnarliðsins í hag að sögn Kristjáns. „Við héldum að við gætum rekið það mál sem ein- hvers konar prófmál þannig að við gætum farið í innheimtu fyrir alla aðra starfsmenn. Því er ekki að dreifa heldur eru skilaboðin sú að fara þurfi með hvern einasta starfsmann í dómsmál til að ná þessu inn. Það er náttúrlega skelfi- leg staða,“ segir Kristján og bætir við að önnur stefna sé nú í undir- búningi fyrir sama starfsmann og dæmt var í hag. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi varnarliðsins, og Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins, vildu hvorugur tjá sig um málið. ■ Kjarasamningsbrot varnarliðsins: Ný stefna fyrir sama starfsmann VARNARLIÐIÐ KEFLAVÍKURFLUGVELLI Þegar hefur verið dæmt einum starfsmanni í hag vegna kjarasamningsbrota varnarliðsins. Torfærukeppni: Bílarnir úr tollinum TOLLAMÁL Allt leit út fyrir að blása þyrfti torfærukeppni af vegna tolla- og tryggingarmála í gær. Mótshaldarar höfðu gefið upp alla von þegar óvæntur liðsauki barst og Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar fór að vinna í málinu. Það var síðan seint á föstudeginum sem samþykkt var að leysa bílana út úr tollinum með hjálp Geirs Haarde, fjármálaráð- herra og Sparisjóðsstjórans í Keflavík en tollayfirvöld í Reykjavík höfðu áður sett upp háar tryggingafjárhæðir vegna bílanna. Fyrri keppnisdagurinn var við Stapafell í gær en lokaum- ferðin verður á Hellu í dag. ■ Húsráðandi í austurbænum: Stakk gest í kviðinn LÖGREGLUMÁL Kona stakk gest á heimili sínu í austurbæ Reykja- víkur með hnífi er lögregla var að vísa gestum út úr íbúðinni í gær- morgun. Hafði konan óskað eftir aðstoð lögreglu við að koma fólki sem gestkomandi var á heimili hennar þaðan út en eftir að lög- regla kom á staðinn greip hún hníf og stakk einn gestanna í kviðinn. Áverkar mannsins eru minni en virtust í fyrstu en hann dvelur ennþá á sjúkrahúsi. Konunni var sleppt eftir yfirheyrslur í gær og telst málið upplýst. ■ KASTAÐIST ÚT ÚR BÍL Betur fór en á horfðist þegar ökumaður kastaðist út úr bíl sínum nærri Grundarfirði snemma í gær- morgun. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með þeim afleið- ingum að hann hafnaði utan veg- ar og valt. Ökumaðurinn slapp lít- ið meiddur og er grunaður um ölvun við akstur. KEYRÐI Á LJÓSASTAUR Ökumaður slapp ómeiddur þegar bifreið hans hafnaði á ljósastaur á Höfn í Hornafirði í fyrrinótt. Bifreiðin skemmdist lítið. Á HRAÐFERÐ Fjöldi ökumanna var stöðvaður fyrir of hraðan akstur um vegi landsins í gær. Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði ungan ökumann sem ók Hafnarf- jarðarveg á 120 kílómetra hraða. Lögreglan á Dalvík stöðvaði fjóra ökumenn sem óku of hratt og lög- reglan á Egilsstöðum fimmtán. FÓTBROTNAÐI Í HEITUM POTTI Fótbrotin kona var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir óhapp í heitum potti í Hörgshlíð í Mjóafirði. Konan var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði þaðan sem hún var flutt til Reyk- javíkur. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR HANDLEGGSBROTNAÐI Á BIFHJÓLI Ungur maður var fluttur á slysa- deild Landspítala eftir óhapp á mótorkrossbraut við Selfoss í gær. Maðurinn var við æfingar á bif- hjóli sínu er slysið varð. Maðurinn er handleggsbrotinn. FJÖGURRA BÍLA ÁREKSTUR Fjög- urra bíla árekstur varð í Hvera- dalabrekku á Hellisheiði um klukkan hálfþrjú í gærdag. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust nokkuð. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 02-03 17.7.2004 22:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.