Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 18. júlí 2004 17 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ka na rí 34.742 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára.* 47.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið: Flug, gisting á Paraiso Maspalomas í 7 nætur 5. eða 12. janúar. 10.000 kr. bókunarafsláttur í fyrstu 300 sætin. Gildir í ferðir 5. janúar - 7. apríl. * Innifalinn 10.000 kr. bókunarafsláttur af fyrstu 300 sætunum ef bókað er og staðfest fyrir 10. ágúst. Takmarkaður fjöldi sæta í hverri ferð. Netver› frá Í boði eru okkar allra vinsælustu gististaðir: Rouque Nublo, Las Orkideas og Hótel Neptuno. Ennfremur glæsilegar nýjungar á borð við Amazonas, Beverly Park og Paraiso Maspalomas. Allt frábærir gistimöguleikar á besta stað á Ensku ströndinni. Bókaðu strax besta verðið! Frá bæ r t ilb oð í a lla n v etu r! Breska leikritaskáldið Harold Pinter hefur í nýlegu viðtali lýst yfir harmi vegna ósamkomulags við son sinn en feðgarnir hafa ekki talast við í ellefu ár. Pinter eignaðist soninn Daniel með leikkonunni Vivien Merchant árið 1958. Daniel, sem var hænd- ur að föður sínum, sýndi mikla hæfileika á skáldskaparsviðinu strax sem unglingur. Hjónaband foreldra hans leystist upp árið 1975 þegar Pinter kynntist Antoniu Fraser sem var gift þingmanni Íhaldsflokksins. Pint- er giftist Fraser og sjö árum seinna lést Merchant, þá orðinn áfengissjúklingur. Daniel Pinter fór í nám til Oxford og þótti af- burðanámsmaður en fékk alvar- legt taugaáfall og gerðist eftir það einsetumaður í sveit nálægt Cambridge. Pinter er nú 73 ára gamall og segist þurfa að lifa við þá erfiðu staðreynd að sonur sinn vilji ekki tala við sig. „Ég held að hann kunni ekki við mig,“ segir Pinter. Hann á sex stjúpbörn með Antoniu Fraser og hjónaband þeirra hefur fært honum mikla gæfu. Fraser er kunn fyrir afar góðar ævisögur, þar á meðal um drottningarnar Marie Antoinette og Maríu Stúart. Pinter er senni- lega þekktasta núlifandi leikrita- skáld Breta. Hann er mjög póli- tískur og er harður andstæður Tony Blairs sem hann kallar stríðsglæpamann. ■ Pinter saknar sonar síns HAROLD PINTER Sonur hans hefur ekki talað við hann í ellefu ár. Slappir Fálkar en ferskur Nói Breskir kvikmyndagagnrýnendur hafa greinilega verið að dunda sér við það í sumar að skoða íslenskar bíómyndir og því hefur Íslendingum gefist kostur á að kynnast því með hvaða augum Bretar líta íslenska kvikmyndagerð en á dögunum birti The Sunday Times stuttar umsagnir um Fálka Friðriks Þórs Friðriksson- ar og Nóa albínóa eftir Dag Kára. Þá gefur kvikmyndatímaritið Empire einnig Fálkum gaum í nýútkomnu ágústhefti sínu. Fálkar virðast ekki gera mikla lukku en Sunday Times gefur henni eina stjörnu og segir Friðriki Þór ekki takast að gera áhugaverða mynd um þvæling útlendings um Ísland að þessu sinni. Það hafi honum tekist miklu betur að gera í Cold Fever frá árinu 1995. Sögu- þráður myndarinnar er síðan rakinn í stuttu máli og það látið fylgja með að litlu breyti þó ráða megi merk- ingu úr myndinni sem dæmisögu því það sem gerist á tjaldinu sé ótrú- verðugt og nái ekki að fanga hugann. Empire gefur Fálkum tvær stjörn- ur en er að öðru leyti á svipuðum nótum og Sunday Times. Þar segir að myndina skorti þann sérkennilega húmor sem einkenndi Cold Fever. Fálkar taki sig allt of alvarlega og smá sletta af kaldhæðni hefði getað breytt miklu til hins betra. Þá þykja leikararnir ekki sýna nein sérstök til- þrif og Keith Carradine er sagður sérstaklega stefnulaus. Það er því ekki hægt að fá samúð með aðal- persónunum og því standi áhorfand- anum á sama hver örlög þeirra verða. Nói albínói fær hins vegar fjór- ar stjörnur hjá Sunday Times og hann þykir býsna ferskur. Annars hefur gagnrýnandi blaðsins ekki mörg orð um Nóa og dómurinn er í símskeytastíl: „Hæg, sérviskuleg mynd um sköllóttan albínóa (fábjána eða séní?) í afskekktum firði. Á í vandræðum með pabba sinn. Og stelpu. Gaman- mynd, að því er virðist. Mjög íslensk. Eftir að hafa velkst um í þeirri hálf- velgju og loðmullu sem einkennir kvikmyndagerð samtímans er þessi mynd ferskur snjór framan í mann.“ ■ FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Fálkarnir hans höfða ekki til breskra gagn- rýnenda sem finnst vanta húmorinn sem einkenndi Cold Fever í myndina. NÓI ALBÍNÓI Er fjögurra stjörnu ferskur snjóbolti framan í þreyttan gagnrýnanda The Sunday Times. 16-25 (16-17) Helgin 17.7.2004 21:34 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.