Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 30
FÓTBOLTI Það stefnir í æsispenn- andi baráttu í 1. deild karla í knattspyrnu eftir mjög óvænt úr- slit í síðustu 2 umferðunum þar sem oftar en ekki liðið sem eru neðar í töflunni hafa fagnað sigri. Stærstu tíðindin í síðustu um- ferðum eru örugglega framganga liða Stjörnunnar og Fjölnis sem hafa bæði hafa unnið tvö efstu liðin, HK og Val, í síðustu þremur umferðum. Fyrir leiki áttundu umferðar var Valsliðið taplaust og HK var búið að vinna átta deildar- og bikarleiki í röð þegar þeir heimsóttu Stjörnumenn á nýja gervigrasvöllinn þeirra. Lið Stjörnunnar kom sér af botninum með því að verða fyrsta liðið til að vinna Val og skaut Hlíðarendaliðið jafnframt af toppinum. Í næsta leik unnu Garð- bæingar topplið deildarinnar ann- an leikinn í röð þegar þeir lögðu HK, 3-2. Lið Vals og HK eru enn í tveimur efstu sætunum þökk sé góðri forustu þeirra fyrir tvo síð- ustu leiki en einnig vegna þess að liðin rétt fyrir neðan þau hafa ein- nig verið að tapa stigum. Óvæntir sigrar botnliðanna hafa ekki bara jafnað toppbarátt- una heldur hefur botnbaráttan einnig harnað til mikill muna. Þróttarar, sem voru við topp Landsbankadeildarinnar á sama tíma í fyrra en féllu síðan um haustið hafa átti í miklum vand- ræðum í sumar þrátt fyrir að vera með lítið breytt lið. Þeir eru núna í 7. sætinu, 2 stigum frá fallsæti, sem er kannski enn eitt dæmið um vöxtinn í 1. deildinni sem hefur ekki verið jafnari og meira spenn- andi í mörg ár. ■ 22 18. júlí 2004 SUNNUDAGUR Vissir þú að... ... þrjú síðustu skipti sem Víkingar hafa unnið KA-menn fyrir norðan í efstu deild í knattspyrnu hafa þeir orðið Íslandsmeistarar um haustið. Liðin mætast á Akureyrarvelli í kvöld en Víkingar unnu þar síðast 0–1 1991 og þar undan, 1–2, bæði árin 1982 og 1981. Öll þessi tímabil fönguðu Víkingar Íslandsmeistaratitlinum um haustið. „Spyrjið Ranieri af hverju heimsklassaleikmenn eins og Veron og Crespo fundu sig ekki hjá Chelsea. Það er hans vandamál ekki mitt.“ Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea sport@frettabladid.is [ STAÐAN ] GADDAFI RÆÐST INN Í ENGLAND Einræðisherrann ætlar að kaupa lið Palace. HEILLAÐI EIÐUR ÁFRAM MOURINHO? Jose Mourinho fylgist með leik Chelsea. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Sunnudagur JÚLÍ Manst’ ekki eftir mér? Það er óhætt að segja að Senegalinn El Hadji Diouf, sé ekkert númer lengur hjá enska liðinu Liverpool. Miklar vonir voru bundar við hann eftir góða framgöngu á HM 2002 en nú fær hann ekki einu sinni fastanúmer hjá liðinu. ■ ■ LEIKIR  16.00 FH og ÍBV mætast í Kaplakrika í Landsbankadeild kvenna í fótbolta.  19.15 Fram og ÍBV mætast á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  19.15 KA og Víkingur mætast á Akureyrarsvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  19.15 KR og Keflavík mætast á KR-velli í Landsbankadeild karla. ■ ■ SJÓNVARP  10.00 British Open 2004 á Sýn. Bein útsending frá lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi.  22.00 Íslensku mörkin á Sýn.  22.20 Helgarsportið á RÚV.  22.20 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Paragvæ og Úrúgvæ í átta liða úrslitum Suður Ameríku-bikarsins.  22.35 Fótboltakvöld á RÚV.  00.50 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Mexíkó og Brasilíu í átta liða úrslitum Suður Ameríku-bikarsins. HAMARSMAÐURINN LÁRUS JÓNSSON Sést hér í baráttu við KR-inginn Skarphéðinn Ingason í leik liðanna í Intersportdeildinni í fyrra. Hann gæti verið á leiðinni til þýska 1. deildarliðsins Karlsruhe. Undir smásjánni hjá Karlsruhe Hvergerðingurinn Lárus Jónsson er einn af þremur leikmönnum sem koma til greina hjá þýska körfuknattleiksliðinu Karlsruhe KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn Lárus Jónsson, sem lék með Hamri í Intersportdeildinni í körfuknattleik á síðasta tímabili, dvaldi í æfingabúðum í Bonn í Þýskalandi um síðustu helgi og stóð sig það vel að eitt þýskt lið í efstu deild sem og eitt spænskt lið hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Búðirnir sem Lárus dvaldi í um síðustu helgi kallast „Slammers“ en þar koma saman 48 leikmönum víðs vegar úr heiminum og sýna sig fyrir framan útsendara fjöl- margra liða. Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson, sem báðir eru atvinnumenn í dag, Jón Arnór hjá Dallas Mavericks í NBA- deildinni go Logi hjá Giessen 49 ers í Þýskalandi, komu sér einmitt á kortið í þessum æfingabúðum. Lárus sagði aðspurður að honum hefði gengið vel í Bonn og nokkur lið hefðu sýnt sér áhuga. Eitt lið hefði þó sýnt meiri áhuga en önnur en það er þýska 1. deild- arliðið Karlsruhe sem bauð honum til æfinga í vikunni. „Ég hitti þjálfara liðsins og ræddi nokkuð lengi við hann. Síðan fór ég á æfingu með liðinu og þar skoðaði aðstoðarþjálfarinn mig gaumgæfulega. Mér gekk nokkuð vel á æfingunni og eftir hana var mér var sagt að ég væri einn af þremur leikmönnum sem koma til greina hjá liðinu,“ sagði Lárus. Karlsruhe hafnaði í tíunda sæti þýsku 1. deildarinnar á síðasta tímabili og nýverið gekk Bandarí- kjamaðurinn Derrick Allen, sem var lykilmaður í liði Keflavíkur á síðasta tímabili, í raðir félagsins. Lárus sagðist vera nokkuð bjart- sýnn á að komast til Karlsruhe og vonaðist til að Allen myndi gefa sér góð meðmæli. Vikunni áður en Lárus fór til Bonn dvaldi hann í æfingabúðum í Palencia á Spáni og stóð sig það vel að hann vakti áhuga spænskra liða. „Umboðsmaður minn sagði mér að eitt spænskt lið vildi skoða mig betur þannig að ég ætla að sjá hvað gerist í Þýskalandi og Spáni áður en ég ákvað eitthvað frekar. Ég ætla mér að vera búinn að ganga frá mínum málum í byrjun ágúst og þar sem ég hef stefnt að því að komast út í atvinnu- mennsku þá hef ég ekki talað við eitt einasta lið á Íslandi og veit í sjálfu sér ekkert hvað gerist ef ég fer ekki út,“ sagði Lárus Jónsson sem ætti þó ekki að vera í vand- ræðum með að finna sér lið í Intersportdeildinni ef útlöndin klikka. oskar@frettabladid.is Fyrsti leikur Chelsea Eiður Smári lék mjög vel FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Jose Mourinho þrátt fyrir að liðið næði aðeins 1-1 jafntefli á móti 3. deild- arliði Oxford í gær. Það langbesta við leik Chelsea- liðsins var hversu Eiður Smári og nýi serbneski framherjinn Mateja Kezman náðu vel saman en Kezman skoraði meðal annars eina mark Chelsea eftir sendingu frá Eið. Kezman tókst auk þess að klúðra mörgum dauðafærum til viðbótar flest öll í boði glæsilegra sendinga Eiðs. Chelsea spilar næst á æfingamóti í Bandaríkjun- um sem hefst um næstu helgi.■ Enska úrvalsdeildin: Gaddafi inn í enska boltann FÓTBOLTI Einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, og sonur hans hafa mikinn áhuga á að eignast enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace en liðið spilar nú í úrvals- deildinni í fyrsta sinn í 6 ár. Stjórnarformaðurinn og eig- andinn, Simon Jordan, hefur stað- fest áhuga Gaddafi en margoft hafa borist fréttir af knattspyrnu- ævintýrum sonar Gaddafi sem hefur verið að reyna að komast að hjá liðum á Ítalíu. Gaddafi á þegar 7,5% hluti í ítalska liðinu Juventus en hefur þó ekki lagt formlega inn tilboð en Jordan segist taka vel í allt sem geti hjálpað Crystal Palace til að ná betri árangri í framtíðinni. Nú er að sjá hvort þjóðartekjur þessa umdeilda lands í N-Afríku fari í að koma Lundúnarliðinu upp í hæstu hæðir. ■ HK 10 6 1 3 12–12 19 Valur 10 5 3 2 16–10 18 Breiðablik 10 5 2 3 16–14 17 Njarðvík 10 4 3 3 12–11 15 Þór Ak. 10 2 7 1 9–6 13 Fjölnir 10 4 1 5 17–20 13 Þróttur 10 3 3 4 14–13 12 Völsungur 10 2 4 4 13–14 10 Stjarnan 10 3 1 6 17–24 10 Haukar 10 2 3 5 13–15 9 1. deild karla í knattspyrnu hefur sjaldan verið meira spennandi en einmitt nú: Toppliðin tapa og tapa leikjum sínum 38-39 (22-23) sport 17.7.2004 19:50 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.