Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 13
vildum samt fá olíu til iðnaðar- framleiðslu þá sætum við uppi með eitthvað sem við gætum ekki notað. Þetta er einn hringaferill. Nema við hverfum bara aftur til steinaldar og náttúrunnar,“ segir Magnús. Mikilvæg fyrir efnahagslífið Mikilvægi olíunnar er því meira en mörgum virðist við fyrstu sýn. Þetta útskýrir hina miklu áherslu sem lögð er á þróun olíuverðs við mat á heilsu efna- hagslífs heimsins. Hækkun á olíu- verði hefur ekki aðeins áhrif á bensínverð alls staðar í heiminum heldur einnig húshitunarkostnað og kostnað aðfanga við næstum alla iðnframleiðslu. Því er gjarnan haldið fram að utanríkisstefna Bandaríkjanna nú um stundir snúist fyrst og fremst um að tryggja olíuhagsmuni. Þetta vilja stjórnvöld þar vita- skuld ekki viðurkenna blákalt en ýmsar stofnanir sem hafa áhrif á stefnumótun þar í landi eru mun berorðari um raunveruleg mark- mið afskipta Bandaríkjamanna af stjórnmálaástandinu í Miðaustur- löndum. Hagsmunir Bandaríkja- manna og annarra iðnvæddra ríkja eru augljósir. Veruleg trufl- un á flæði olíu eða mikil verð- hækkun getur haft í för með sér alvarlega efnahagskreppu. Nýjar aðferðir þróaðar Til þess að draga úr líkum á efnahagskreppu af völdum olíu- verðs hefur mikil áhersla verið lögð á að finna upp nýjar leiðir til þess að vinna olíu. Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar eru olíuborpallar að verða úreltir en í staðinn dæla ol- íuskip beint upp úr olíulindum. Mikil framför í borunartækni hefur gert slíkt mögulegt en með nýrri tækni er ekki aðeins unnt að bora á stöðum sem ekki náðist til áður heldur er nýtingin á olíulind- unum betri en áður. Hann segir að með nýrri tækni hafi tekist að lífga olíulindir við að nýju, auk þess sem gerðar séu tilraunir með að búa til olíu á tilraunastofum. Slíkar tilraunir hafa borið árang- ur en eru enn um sinn of dýrar til þess að vera raunhæfur valkostur við hefðbundnar aðferðir. Hvenær olían klárast er spurn- ing sem enginn getur svarað með vissu. „Menn deila um það hversu miklar olíubirgðir eru til í heimin- um en það er útilokað að gera sér grein fyrir því,“ segir Magnús. Spádómar um að olían sé að klárast hafa reglulega skotið upp kollinum en hingað til hefur ný tækni haft í við áganginn á auðlindirnar. Fáir efast þó um að fyrr eða síðar komi að því að olía verði of dýr til þess að unnt verði að nota hana á sama hátt og nú er gert. Hvort sem það tekur fimm ár, fimmtíu eða hundrað þar til engar nýjar olíulindir finnast er ljóst að sú breyting mun kalla á verulegar breytingar á lífsháttum í heiminum. thkjart@frettabladid.is MUNDU MIG! ...LÍKA Í FRÍINU NÝR SUNNUDAGUR 18. júlí 2004 MAGNÚS ÁSGEIRSSON Framkvæmdastjóri hjá Essó. Nokkrar staðreyndir um olíu Olía er að mestu samsett úr vetni og kolefni. Hún myndast við ákveðnar aðstæður úr lífrænum leifum. Talið er að olíubirgðir heimsins nemi um þúsund milljörðum tunna. Olía kom fyrst á markað 1861. Dagleg framleiðsla á olíu nemur nálægt áttatíu milljónum tunna á dag. Mælieiningin tunna, sem notuð er um olíu, jafngildir 159 lítrum. Ef það magn af olíu væri sett í turn sem væri jafnmikill að flatarmáli og knattspyrnuvöllur þyrfti turninn að vera 1,7 km hár. Enginn hámarkshraði var á hraðbrautum í Bandaríkjunum fyrr en eftir olíukreppuna 1979. OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, var stofnað 1960 og hefur það mark- mið að halda verði á olíu háu með því að taka sameiginlegar ákvarðanir um framleiðslukvóta. 0 10 20 30 40 50 60 70 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2004 Þróun olíuverðs Olíuverð US $ Þróun olíuverðs á heimsmarkaði á föstu verðlagi ársins 2000 í Bandaríkjadölum 12-13 viðskipti 17.7.2004 20:01 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.