Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 1 (>. desember 1972 TÍMINN 3 Laugaveg og Bankastræti lokað ef jólaumferðin verður mikil Klp—Reykjavík. Eins og venjulega eru gerðar sérstakar ráðstafanir i umferð- inni i Reykjavik nú fyrir jólin. Auglvst liafa verið takmörk á umferð, sem tekur gildi i dag, laugardaginn 1(>. desember og gildir til og með 23. des. Er hér um að ræða svipaðar ráðstafanir og gerðar liafa verið undanfarin ár, og eru þær helztu þessar: Einstefnuakstur er settur á tvær götur, þ.e. Vatnsstig frá Laugavegi til norðurs að Hverfis- götu og á Naustunum frá Tryggvagötu að Hafnarstræti. Vinstri beygja verður bönnuð af þrem götum, Laugavegi suður Barnónsslig, og Klapparstig og Vitastig vestur Skúlagötu. Þá verður bifreiðastöðubann á virkum dögum milli kl. 10,00-19,00 á Skólavörðustig norðan megin götunnar, frá Týsgötu að Njarðargötu og einnig má búast við takmörkunum á bifreiða- stöðum á Njálsgötu, Laugavegi, Bankastræti og Austurstræti. t dag laugardaginn 16. desember verður umferð bifreiða, annarra en SVR, bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti frá kl. 20.00-23.00 og sama verður uppi á teningnum á Þorláksmessu, en þá frá kl. 20.00- 24.00 Ef ástæða þykir til verða um- ferðartakmörk sett á Laugaveg og Bankastræti, og er það eitt af fáum nýjum takmörkunum i jóla- umferðinni hér i Reykjavik. Lögreglan fer þess á leit við ökumenn, sem ætla i miðborgina eða vesturhluta hennar úr austur- hlutanum, að þeir aki EKKI niður Laugaveg, heldur Skúla- götu eða Hringbraut. Þá biður hún fólk um að fara ekki á bif- reiðum sinum milli verzlanna, heldur finni bifreiðastæði og gangi milli verzlananna. Bendir hún sérstaklega á bifreiðastæði við Kalkofnsveg, Sölvhólsgötu, Hverfisgötu, Smiðjustig, Tjarnargötu, Vonarstræti og Suðurgötu. Breiðholtið upp- lýst fyrir jól Þessar skemmtilegu myndir tók Gunnar Ijósmyndari Timans i jólaum- ferðinni í fyrra, en þá voru takmarkanir eins og nú. A efri myndinni sést, hvar lögregluþjónn liefur stöðvað bifreið og tjáir ökumanninum, sem i þessu tilfelli er kona, að hillinn sé „eineygður”. Hún bendir honum á góða bráöabirgðaviðgerð á þvi, og á neðri myndinni sést hann framkvæma hana...slær bylmingshögg i brettið á bilnum.......og sjá bæði Ijósin loga. 1 búar við nokkrar götur i Breiðholti og i Skildinganesi verða að paufast heim til sin i slæmri færð og myrkri i svartasta skammdeginu, þar sem engin götuljós eru komin við göturnar. Finnst ibúunum við þær götur þar sem þannig er ástatt, þeim mun Varnarmálanefnd flytur Varnarmáladeild utanrikisráðu- neytisins, sem undanfarið hefur verið til húsa að Laugavegi 13 er nú flutt þaðan. Framvegis verða skrifstofur varnarmáladeildar og varnar- málanefndar að Hverfisgötu 113, við Hlemmtorg. Reykjavik 15, desember 1972 Varnarmáladeild utanrikisráðu- neytisins. 4,4% aukning á mjólkur- magni til Mjólkurbús Flóamanna HÞ—Selfossi 1 nóvemberlok var inn- vegið mjólkurmagn hjá Mjólkurbúi Flóamanna 4,4% meira en á sama tima i fyrra. Mjólkin hefur verið meiri i öllum mánuðum þessa árs en i fyrra eða allt frá tæplega 2% upp i rúm- lega 7% i mai. Yfir sumar- mánuðina hefði hún vafa- laust orðið enn meiri, ef ekki hefði komið til hið óhagstæða tiðarfar. Þessi jafna aukning stafar sennilega af þvi, að bændur hafi i hittifyrra sett á fleiri kvigur en áður, sem svo hafa borið i vor, en auk þessu ættu kynbætur nautpeningsins að hafa sin áhrif. Flokkun mjólkurinnar er mjög góð og fer alltaf heldur batnandi, og má að mestu þakka það aukinni tankvæðingu ásamt bættri aðstöðu framleiðenda heima fyrir. Oll mjólkin er unnin til neyzlu, mest nýmjólk til sölu á Reykjavikurmarkaði, en einnig nokkuö i smjör. Þá er einnig til mikið af undan- rennudufti frá sumrinu sem notað er við skyrgerð. hlálegra, að nokkuð er um liðið siðan ljósastaurar voru settir upp en ekkert bólar á sjálfum ljósun- um á þeim árstima, sem þeirra er mest þörf. Blaðið bar þetta undir Aðal- stein Guðjohnsen, rafmagns- stjóra, og sagði hann, að brátt mundi rætast úr og Breiðholtið og Skildinganesið yrðu upplýst eins og önnur hverfi borgarinnar. Sagði hann, að þvi miður hefðu orðið mistök með luktirnar á ljósin, og varð Rafmangsveitan uppiskroppa, en nú er sendingin komin til landsins og er að vænta uppsetningar ljósanna næstu daga. Rétt þótti að setja staurana upp s.l. haust meðan jörð var ófrosin, en luktasendingin tafðist. Er þess að vænta, að ljósin, veröi sett upp i næstu viku og myrkar götur Breiðholtsins verði uppljómaðar um jólin. OÓ Bygginganefnd Reykjavíkur: Atkvæðagreiðslan endurtekin eftir að hluti nefndarmanna var farinn af fundi ÞÓ-Reykjavfk. Á borgarstjórnarfundi 7. des- ember s.l. kvaddi Guðmundur G. Þórarinsson sér hljóðs vegna fundargerðar bygginganefndar frá 30. nóvember. Sagðist Guð- mundur aðeins ætla að ræða um siðasta lið fundargerðarinnar, en sá liður fjallaði um fyrirspurnir og önnur mál. Þessi siðasti liður var nr. 6 og var svohljóðandi: Tómas Helgason spyr, hvort leyfð verði staðsetning og gerð húss fyrir geðdeild Landspitalans i meginatriðum í samræmi við framlagða uppdrætti. Fyrir aftan fundargerðina stendur ,,já,5 at- kvæði”. Lýsti Guðmundur þvi yfir, að á fundinum hefði þetta mál ekki hlotið stuðning. Formaður bygg- inganefndar, Páll Lindal borgar- lögmaður, hefði þá lýst þvi yfir, að málið væri íellt, en umræður höfðu þá orðið verulegar um skipulag Landspitalalóðarinnar og framtiðarbygginga þar. Töldu nefndarmenn nauðsyn- legt, að heildarskipulag lóða lægi fyrir, áður en tekin væri ákveðin afstaða til frekari bygginga á lóð- inni. Þá sagði Guðmundur : Þarsem þetta var siðasta mál dagskrár- innar gekk ég af fundinum, að málinu afgreiddu. En degi siðar var mér tjáð, að atkvæða- greiðslan hefði verið endurtekin eftir að ég hvarf af fundinum, og svo sem sjá má, var þetta mál samþykkt með fimm atkvæðum. Guðmundur kvað það vitavert framferði i lýðræðiskjörinni nefnd, að endurtaka atkvæða- greiðslu um afgreidd mál, þegar hluti nefndarmanna hefði gengið af fundi, og sæju allir hverjar af- leiðingar slikt gæti haft, ef tekin væri upp sú iðja. Siðan sagði hann, að hann ætlaði ekki að gera veður út af þessu að þessu sinni, en hann sagðist ekki liða em- bættismönnum borgarinnar svona lagað öðru sinni. Adda Bára Sigfúsdóttir tók einnig til máls og taldi, að fyrir nefndinni hefðu ekki legið allar upplýsingar, sem til staðar voru um skipulag Landspitalalóðarinn- ar, og kynni það að hafa haft áhrif á afstöðu fundarmanna. Benti Adda Bára jafnframt á hversu mikið nauðsynjamál það væri að flýta byggingu geðdeildar við Landspitalann. Hilmar Guðlaugsson (S) tók til máls og sagði, að atkvæðagreiðsl- an hefði ekki verið endurtekin vegna frumkvæðis Páls Lindals, heldur vegna óska tveggja nefndarmanna. Eldur í tveim Keflavíkur- bátum SK—Keflavik. 1 vikunni hefur kviknað i tveimur bátum i Keflavikurhöfn. Fyrst kviknaði i astickassa, sem er frammi við iúkar á Sjöstjörn- unni. Talsverðar skemmdir urðu af eldinum, en hann tókst að slökkva áður en hann dreifðist um bátinn. Á miðvikudagskvöld sá maður, sem leið átti um Slippinn, að eldur var laus i Sigurbjörgu KE- 14. en báturinn var i dráttar- brautinni. Mikill eldur var i bátn- um, þegar slökkviliðið kom að, en samt tókst að hefta útbreiðslu hans. „Aðförin” í framkvæmd Eins og mönnum er enn i fersku minni hélt Geir Ilallgrimsson og hans lið uppi þeim málflutningi i sambandi við skattalagabreytingar rikisstjórnarinnar á sl. vetri, að verið væri að gera „aðför” að Reykjavikurborg, Um miðjan april sl. sagði Gcir Ilallgrimsson orðrétt m.a. um þessa „aðför”: „Það fer ekki milii mála, að með hinum nýju tckjustofna- lögum er alvarlega vegið að sjálfstæði sveitarfclaganna i landinu. En þó er ástæða til að ætla, að markmiðið með samningu þeirra hafi ekki sizt verið að koma Reykjavikur- horg og Reykvikingum á kné”. i framhaidi af þvi sagði liann: „Tekjustofnalögin eru spor i þá átt að fella úr giidi sjálsákvörðunarrétt sveitar- félaga". — Prúður maður og orðvar, Geir. i grein hér i blaðinu fyrir skömmu gerir Kristján Benediktsson, borgarfuiltrúi Framsóknarflokksins, nokkra grcin fyrir þvi, hvcrnig þessi „aðför” að Reykjavik hafi rcynzt i framkvæmd. Nýjasta yfirlit um afkomu borgarsjóðs Reykjavikur á árinu 1972 sýnir að tekjur skila sér bctur cn áætlað var og stórir útgjaldaliðir borgar- innar liafa að auki lækkað verulega vegna stóreflingar núverandi rikisst jórnar á alinannatryggingakerfinu. Eru framfærslustyrkir Kélagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar lægri i heild á þessu ári vegna þess en áætlað hafði verið. Vegua þess að borgarstjórnarmeirihlutinn ákvað að nota allar heimildir til aukaálagningar útsvara og fasteignagjalda uxu framlög til verklegra framkvæmda hjá horginni um 10(1% frá fyrra ári. Þannig er nú aðförin i framkvæmd. Það cr að segja „aðför” rikisstjórnarinnar að Reykja- vikurborg. Aðför ihaldsmeiri- hlutans að Reykvikingum til mciri skattheimtu en nokkur þörf var á, og óeðlileg verður að teljast mcð tillit til þeirrar þenslu.sem rikthefur á vinnu- og framkvæmdamarkaði — en þvi- astandi hefur Mbl. lýst blaða best — er hins vegar öllum Reykvikingum kunn af skattseðlunum og þarf ckki aö lýsa frekar. Áætlun fyrir 1973 En i næstu viku á að afgrciða fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar fyrir árið 1973. Er áætlað að tekjur borgarsjóðs hækki um 21% á næsta ári eða um 450 tnilijónir. Auövitað ætiar ihaldiö áfram að nota alla möguleika til að leggja aukaskatta á aimenning. Skv. þeirri fjárhagsáætlun, sem meirihiutinn hefur lagt fram cr reiknað meö að 70% tekna borgarsjóðs á næsta ári fari i rekstur en 30% til eigna- breytinga, þ.e. til framkvæmda og fjárfestinga. i grein sinni sagði Kristján Bcncdiktsson m.a. um þetta: „Minnist ég ckki, að áður hafi svo há prósenta tekna verið eftir til eignabreytinga, þegar búið var að áætla fyrir gjöldum. Ilefur sú tala venju- lega legið nærri 20%. Stafar þetta af tvennu að minum dómi. i fyrsta lagi vegna þeirra atriða, sem talin eru hér að framan og verka til lækkunar á rekstrargjöldum. i öðru lagi vegna þess, að i tekjuáætlun nú er reiknað með 50% i álagi á fasteignagjöldin og einnig að útsvörin veröi 11% brúttótekna, en ekki 10%, cins og lögin mæla fyrir. i lögunum er að visu heimild til að sækja um til ráðherra að fá að hækka útsvarsálagning- Framhaid á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.