Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur lfi. desember 1972 ALÞINGI L/msjon: Elias Snæland Jónsson Framkvæmdaáætlunin 1973: Lánsfjárþörf vegna opin- berra framkvæmda um 400 milljónum minni en 1972 Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um heimild fyrir rikisstjórnina til að taka lán vegna framkvæmdaáætlunar fyrir árið 1973. Lánsfjáröflun samkvæmt frumvarpinu nemur 1.018 mill- jónum króna, en með annarri lánsfjáröflun, sem fyrir- huguð er til opinberra framkvæmda, nemur lántöku- þörfin i heild 13.78 milljónum árið 1973, og er það um 400 milljón króna lægri upphæð en á árinu 1972. Ráðherra gerði grein fyrir frumvarpinu og þeim fram- kvæmdum, sem ætlað er að fjár- magna með þessum lántöku- heimildum. Þar kom m.a. fram eftirfarandi: „Lánsfjáröflun til þeirra opin- beru framkvæmda, sem 10. gr. frumvarpsins tekur til, nemur 918 millj. kr., auk íoamillj. kr., sem ætlað er að gangi til Fram- kvæmdasjóðs lslands af nýrri spariskirteinaútgáfu eða samt. 1.018 millj. Hluti opinberra fram- kvæmda af nýrri spariskirteina- útgáfu er einnig 100 millj. kr., þannig að slik útgáfa nemur i heild 200 millj. kr. A árinu 1972 var heimild til útgáfu spariskir- teina að fjárhæð 500 millj. kr. Nú hefur verið ákv. að ekki verði not aðar nema 360 millj. kr. af þeirri heimild, og er ekki talið liklegt, að búið verði að selja skirteini fyrir þá fjárhæð fyrr en á fyrstu mánuðum ársins 1973. Með tilliti til reynslunnar af sölu spariskir- teina á þessu ári þykir ekki ráð- legt að reikna með meiri sölu en 200 millj. kr. á árinu 1973, enda mun hluti af heimild þessa árs verða notaður á þvi ári. Auk þess er ráðgerð á árinu 1973 aukin sala happdrættisskuldabréfa. Happ- drættislánið vegna vega- og brúa- framkvæmda á Skeiðarársandi er hér áætlað 230millj. kr. og er það i samræmi við vegaáætlun. Endurgreiðsla eldri spariskir- teina er áætluð 350 millj. kr., vörukaupalán hjá Bandarikja- stjórn (P.L. 480 lán) um 50 millj. kr., önnur erlend lán til opinberra framkvæmda (vega- og raforku- mála) 172 millj. kr. og tækja- kaupalán i þágu vitamála og lög- gæzlumála 16 millj. kr. Heildarlántökuþörf er 1378 millj. Fyrir utan framangreindar lántökuheimildir til opinberra framkvæmda, sem samtals nema 918 millj. kr., má gera ráð fyrir 400 millj. kr. erlendri lántöku Landsvirkjunar, sem er áætlaður kostnaður við ársáfanga Sigöldu- virkjunar, og 60 millj. kr. tækja- kaupaláni Pósts og sima, en ekki er þörf á að leita sérstakrar lán- tökuheimildar i þessu frumvarpi til þessara framkvæmda. Þannig nemur lántökuþörf til opinberra framkvæmda i heild 1.378 millj. kr. á árinu 1973, en árið 1972 voru hliðstæðar lántökuheimildir sam- tals 1.778 millj. kr. og er þvi um 400 millj. kr. lækkun að ræða. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir '73 Fjármagni þvi, sem aflað verður með heimild þeirri, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, skal varið sem hér segir: ltafmagnsveitur rikisins, fram- kvæmdir. Ráðgert er að afla samtals 236 millj. kr. til fram- kvæmda á vegum rafmagns- veitnanna, og eru fyrirhugaðar framkvæmdir i megindráttum þessar: Til virkjana er ætlað að verja 125.6 millj. kr., þar af Lagarfossvirkjun 46.5 millj. kr. og Mjólkárvirkjun 79.1 millj. kr. Kostnaður við stofnlinur og að- veitustöðvar er áætlaður 65.1 millj. kr., þ.e. lina Andakili — Þingnes 3.5, Snæfellsneslina 25.0, Varmahlið — Sauðárkrókur 5.0, Djúpivogur — Berufjörður 9.6, Laugarvatnslina ’6.5, lina yfir Mýrdalssand 8.0 og spennar á Akureyri og Aðaldal auk aðveitu- stöðvar á Dalvik, 7.5 millj. kr. Til innanbæjarkerfa eru ætlaðar 30 millj. kr. og til ýmissa annarra verkefna samtals 23.5 millj. kr. Heildarframkvæmdir eru þannig um 244 millj. kr., en á móti eru heimtaugagjöld áætluð 8 millj. kr., þannig að lánsfjárþörf verður 236 millj. Rafmagnsveitur rikisins, lenging lána.Hér er um að ræða lenging- arlán til að létta skuldagreiðslu- byrði rafmagnsveitnanna, og er gert ráð fyrir 10 millj. kr., en árið 1972 var varið 20 millj. kr. i þessu skyni. Laxárvirkjun. Framkvæmd Laxárvirkjunar hefur enn seink- aö nokkuð, en nú er gert ráð fyrir, að virkjunin hefji starfsemi vorið 1973. Þessari seinkun hefur fylgt nokkur kostnaðarauki, en hér er talið, að 47 millj. kr. lánsfé muni nægja til að ljúka verkinu. Stofnlina Norður—Suðurland. Rikisstjórnin hefur ályktað, að stefnt skuli að lagningu orku- flutningslinu frá væntanlegri Sig- ölduvirkjun til Norðurlands. Hér er gert ráð fyrir 13 millj. kr. rann- sóknakostnaði vegna þessa verk- efnis, en auk þess er i 7. gr. frum- varpsins leitað sérstakrar auka- legrar lántökuheimildar að fjár- Jón Skaftason: Aukafjármagn í Hafnar- fjarðarveg um Kópavog Ég hef að undanförnu átt við- ræður við fjármálaráðherra um fjármögnun Hafnarfjarðarvegar um Kópavog, og get upplýst nú i fullu samráði við fjármálaráð- herra, að hann mun beita sér fyrir þvi, að aukið verði fram- kvæmdafé til þessarar fram- kvæmdar 1973 umfram það, sem frumvarpið gerir ráð fyrr eftir svipuðum leiðum og á yfirstand- andi ári, sagði Jón Skaftason (F) i umræðum um framkvæmda- áætlun á alþingi i gær. Jón skýrði frá þessu i framhaldi af ummælum ólafs G. Einars- llalldór E. Sigurðsson. hæð allt að 50 millj. kr., sem siðar yrði ákveðið, hvort nota skuli. Yrði það hugsanlega i sambandi við frekari rannsóknakostnað á árinu en hér er áætlaður eða til efniskaupa miðað við, að lagning geti hafizt árið 1974. Sveitarafvæðing. A fjárlaga- frumvarpi 1973 eru 50 miilj. kr. ætlaðar til sveitarafvæðingar, þannig að með þeirri 70 millj. kr. lánsfjáröflun, sem hér er gert ráð fyrir, yrðu 120 millj. kr. til ráð- stöfunar i þessu skyni, og þar við bætast heimtaugagjöld. Er þessi fjárþörf i samræmi við markaða stefnu i sveitarafvæðingu. Orkustofnun. Hér er gert ráð fyrir fjórskiptri lánsfjáröflun, samtals að fjárhæð 53 millj. kr. 1 fyrsta lagi gangi 20 millj. kr. til vatnsorkurannsókna, og yrði aðalverkefnið þar rannsóknir á sonar (S) um fjármögnun Hafnarfjarðarvegarins um Kópa- vog, en i frumvarpi um lántöku- heimild vegna framkvæmda- áætlunar er gert ráð fyrir 50 mill- jónum i þá framkvæmd. Jón vék ennfremur að vand- ræðum þeim, sem við er að striða i landshöfninni i Njarðvik og skoraði á samgöngumálaráð- herra, sem hafði minnzt á þessi vandræði i umræðunum, að út- vega viðbótarfé til hennar á næsta ári umfram þær 11 milljónir, sem ráðgert er að vinna fyrir samkvæmt frumvarpinu. Þjórsár- og Hvitársvæði og Jökulsár á Fjöllum. 1 öðru lagi yrði varið 23 m. kr. til jarðhita- rannsókna, einkum til borunar i Svartsengi á Reykjan. og tækni- legra vinnsluathugana á nýtingu varmaorku fyrir byggðarlög utarlega á Reykjanesi og Kefla- vikurflugvöll. t þriðja lagi er ráð- gerð 6 millj. kr. fjáröflun til jarð- borana rikisins vegna rekstrar- fjárþarfar, og loks 4 millj. kr. fjáröflun til jarðhitaleitarlána til viðbótar 5.1 millj. kr. i fjárlaga- frumvarpi. Skeiðarársandsvegur. Samkvæmt vegáætlun er gert ráð fyrir 230 millj. kr. vegna þessarar framkvæmdar á árinu 1973. Þessi tala er tekin hér óbreytt svo og tekjuöflun með útboði happ- drættisláns. Aðrir vegir á vegáætlun. Á sama hátt eru hér teknar fjár- hæðir i samræmi við vegáætlun. Þær framkvæmdir, sem um ræðir, eru hraðbrautir 75 millj. kr., Norðurlandsáætlun 150 millj. kr. Austurlandsáætlun 75 millj. kr. og Djúpvegur 25 millj. kr. Samtals nemur kostnaður við þessar framkvæmdir skv. veg- áætlun 325 millj. kryen áætlað er, að breyting á vegalögum muni leiða til 250 millj. kr. tekjuauka af stofnum vegasjóðs, þannig að á vantar 75 milij. kr., sem aflað verður með lánsfé. Ilafnarfjarðarvegur i Kópa- vogi. Til þessarar framkvæmdar er ráðgert að afla 50 millj. kr. lánsfjár. Af þvi mun um helming- ur, eða rösklega 28 millj. kr., fara til skuldagreiðslna. Landshafnir. Sú 19 millj. kr. lánsfjáröflun, sem hér er ráð- gerð, skiptist þannig milli lands- hafnanna: Þorlákshöfn 2 millj. kr. til rannsókna, Njarðvik 11 millj. kr. til grjótvarnar og Rifs- höfn 6 millj. kr. til vega, lagna og frágangs annarra verka. Radióvitar, tækjakaupalán. Til viðbótar þeim 8 millj. kr., sem hér um ræðir, er fjárveiting i fjárlagafrumvarpi um 6 millj. kr., en ætlað er að verja þessu fé til endurnýjunar og nýbyggingar tiu radióvita. Norðurlandsáætlun, hafnir og vegir. Til hafna eru ætlaðar 13 millj. kr., og er hér um að ræða framkvæmdir á Drangsnesi, Skagaströnd og Hofsósi. Til flug- valla er ráðgert að verja 25 millj. kr., en skipting þess fjár hefur ekki verið endanlega afráðin. Samkvæmt fyrirliggjandi tillög- um munu þó ura 15 millj. kr. fara til byggingar nýrrar flugbrautar á Sauðárkróki, og gert er ráð fyr- ir að afgangurinn, 10 millj. kr.,' gangi til flugbrauta og flug- brautarljósa á ýmsum stöðum norðanlands. Flugöryggismál.Fjárhæðin, 11. millj. kr., er greiðsia inn á sex ára samning (1971 — 1976) um kaup á ratsjárbúnaði fyrir flug- stjórnarmiðstöðina i Reykjavik og þjálfun starfsfólks. Lögreglustöðin i Reykjavik. Af 19 millj. kr fjáröflun til þessarar framkvæmdar eru 8 millj. kr. i formi tækjakaupaláns, eins og fyrr greinir. f fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 3.2 millj. kr. f jár- veitingu til verksins, þannig að til ráðstöfunar verða 22.2 millj. kr. á árinu. Hins vegar er gért ráð fyrir þvi i siðustu áætlun um þessa framkvæmd, að enn vanti um 8 millj. kr. til endanlegs frágangs utan húss og innan, sem þá flytt- ist til ársins 1974. Rannsóknastofnanir á Keldna- holti. Vegna framkvæmda rann- sóknastofnananna þarf að afla 9 millj. kr. á árinu 1973, þar af um 7 millj. kr. til skuldagreiðslna vegna þegar unninna verka, en 2 millj. kr. eru ætlaðar til vega- gerðar, lýsingar og ýmissa smá- verka. Halli frá framkvæmdaáætlun 1972. Enda þótt ekki hafi farið fram endanlegt uppgjör vegna framkvæmda- og fjáröflunar- áætlunar 1972 af skiljanlegum ástæðum, má þó á þessu stigi fara mjög nærri um það mál, og eftir nýafstaðna athugun er liklegt, að halli þeirrar áætlunar muni nema nálægt 30 millj. kr. Fjárlög til 3. umræðu. 2. umræðu um fjárlögin var lokið upp úr miðnætti á fimmtudag, og i gær fór fram atkvæðagreiðsla um fram- komnar breytingartillögur. Voru þær allar samþykktar samhljóða, og frumvarpinu visað til þriðju umræðu. Eins og frá var skýrt i blað- inu i gær, var 2. umræðu fram- haldið eftir kvöldverðarhlé á fimmtudag. Þá tóku til máls Steinþór Gestson (S), Stein- grimur llermannsson (F), Lárus Jónsson (S), Ragn- hildur Helgadóttir (S), Friðjón Þórðarson (S), Pálmi Jónsson (S), Jón Sólnes (S), Ilalldór Illöndal (S), Jóhann llafstein (S) og Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráð- herra. Sigurður J. Lindal á þing Við upphaf fundar i sam- einuðu þingi i gær tók Sigurður J. Lindal.bóndi, sæti á alþingi i fjarveru Björns Pálssonar á Löngumýri. Að loknum fundi i sam- einuðu þingi voru fundir i báðum deildum og mörg mál á dagskrá i hvorri deild. Ávana- og fikniefnamál Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, mælti i neöri deild fyrir stjórnarfrumvarpi um sérstakan dómara, og lög- regludeild, i ávana- og fikni- efnamálum. Einnig tóku til máls Oddur ólafsson (S) og Helgi Seljan (AB). Frumvarp- inu var visað til 2. umræðu. Ilalldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, mælti i sömu deild fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingar á lögum um Lifeyrissjóð barnakennara. Var þvi visað til 2. umræðu. Stjórnarfrumvarp um toll- skrá var til 2. umræðu i neðri deild. Bjarni Guðbjörnsson (F) mælti fyrir áliti nefndar, sem mælti með samþykkt þess. Var frumvarpinu siðan visað til 3. umræðu. Stjórnarfrumvarp um bú- fjárræktarlög var einnig til 2. umræðu i deildinni. Asgeir Bjarnason(F) mælti fyrir áliti landbúnaðarnefndar, sem gerði tillögu um samþykkt frumvarpsins með nokkrum breytingum. Þær voru sam- þykktar og frumvarpinu visað til 3. umræðu. Mál í efri deild 1 efri deild voru eftirfarandi mál á dagskrá: Atkvæðagreiðsla fór fram um stjórnarfrumvarp um leigunám hvalveiðiskipa. Rökstudd dagskrá sjálfstæðis- manna var felld með 22 at- kvæðum gegn 11. og l'rum- varpið siðan samþykkt og visað til 3. umræðu. Stjórnarfrum varp um tekjuskatt og eignaskatt til staðfestingar á bráðabirgða- lögum var til framhaldandi 1. umræðu. Til máls tóku ólafur Einarsson (S) og Guðlaugur Gislason (S), en málinu siðan visað til 2. umræðu. Halldór E, Sigurðsson, fjár- málaráðherra, mælti fyrir. s t j ó r na r f r u m v a r p i um heimild til rikisstjórnarinnar um staðfestingu Norðurlanda- samnings um aðstoð i skatta- málum, og var þvi visað til 2. umræðu. Fjármálaráðherra mælti einnig fyrir stjórnarfrum- varpi um framlengingu launa- skatts, og var þvi visað til 2. umræðu. Þá mælti fjármálaráðherra fyrir lántökuheimild vegna framkvæmdaáætlunar, sem nánar er gerð grein fyrir á öðrum stað hér á siðunni. Auk ráðherra tóku tii máls um frumvarpið Jóhann Hafstein (S), ólafur Einarsson.(S), Ingólfur Jónsson (S), Hanni- bal Valdimarsson, samgöngu- ráðherra Lárus Jónsson (S), Gunnar Gislason (S), Síðan mælti Hannibal Valdi- marsson, félagsmálaráð- herra, fyrir stjórnarfrum- varpi um orlöf, sem afgreitt hefur verið i efri deild. Var frumvarpinu visað til 2. umræðu. Loks mælti Magnús Kjartansson, iðnaðarráð- herra, fyrir stjórnarfrum- varpi um þörungavinnslu á Reykhólum, sem efri deild hefur afgreitt. Einnig tók til máls Pétur Pétursson (A).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.