Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 1(1. tlesembcr l!)72 „Hún er þreytt og móðursjúk,” sagði hann, ,,það er heldur ekkert skrýtið, þar sem hún er nýbúin að missa móður sina.” „bað er einmitt móðirin, sem þetta snýst um hjá henni, en ekki á þann hátt, sem þér haldið. Hún heldur, aðhún sé ekki dáin.” Paterson hafði löngu útilokað þann möguleika að frú McNairn eða Bettesonhjónin gætu verið á lifi, og hann komst i slæmt skap, er þvi var nú haldið fram við hann, að svo gæti verið. „Uss, hún lætur imyndunaraflið hlaupa með sig i gönur. betta er nú með þvi heimskulegasta, sem ég hef lengi heyrt.” „Hún hefur töluverðan hita. brjátiu og niu fimm, ef ég á að vera ná- kvæm.” „Hún hefur fengið hita af geðshræringunni, en þér vitið nú meira um slikt en ég." „bað er ekki fullnægjandi skýring. Hún fékk mörgum sinnum vatn að drekka i gær. Eitthvert flóttafólk gaf henni vatn að drekka.” „Innfæddir gæta þess vel að drekka aðeins hreint vatn, það er ástæðulaust að vera með áhyggjur af þessu”. „Vitanlega eru þeir gætnir, en samt getur maður aldrei verið viss.” „Ég held hún þarfnist aðeins hvildar,” svaraði hann. „bér haldið það vist lika, er ekki svo?” „Ég veit ekki---— En vilduð þér ekki koma inn og líta á hana? ” Honum var ekki alveg ljóst, hverju hann ætti að svara, en sat um stund með hendurnar á hnjánum og horfði á, hvernig stjörnurnar spegluðust i dökkum sléttum vatnsfletinum og liktust óneitanlega syndandi fiskum, Paterson hafði ekki áður fengið tækifæri til að tala við blendings hjúkrunarkonuna undir fjögur augu. Hann kenndi dálitið i brjósti um hana, en dáðist þó að henni i aðra röndina, vegna þess hversu vel hún hélt reisn sinni. Hún var vöknuð upp af sljóleikanum, sem yfir henni hafði verið i upphafi ferðarinnar, og sjálfstraust hennar og öryggi hafði aukizt. „Hvað getég eiginlega fert fyrir hana?” spurði hann loks. „bér getið sagt henni, hvað þér ætlið að gera á morgun. bað er aðal- lega það, sem þjáir hana.” „Ég ætla niður að leita að Portman og hinum. Eitthvert þeirra hefur komizt lifs af úr slysinu — reykúrinn getur ekki merkt neitt annað.” „bað megið þér ekki segja henni!” „Hvers vegna ekki?” „Hún vill ekki heyra nefnt, að nokkurt hinna geti verið á lifi. bess vegna megið þér ekki segja henni það.” „Hefur hún sagt það berum orðum?” „Nei, en hún er alltaf að tala um, að hún vilji undir eins komast frá Burma og að...” „bað þykir mér ofur eðlilegt! Ef þaðer allt og sumt, þá —! ” „En það er ekki allur sannleikurinn. Hún er hrædd um, að móðir hennar sé á lifi, en vonar jafnframt, að hún sé dáin.” Ungfrú Alison tal- aði hægt og settlega eins og hún væri ekki of örugg i málinu og væri smeik um að gera mistök, þess vegna hljómaði það, sem hún sagði, óeðiilega og framandi. „Og nú vill hún alls ekki, aö þér farið þarna nið- ur og komið svo ef til vill með móður hennar til baka.” „Guð sé oss næstur! ” var allt, sem Paterson gat sagt. Hann fór að hamast við að þvo sér um fæturna til að leyna uppnám- inu, sem hann komst í,og vatnið skvampaðist svo að spegilmyndin af stjörnunum eyðilagðist algerlega. bað.sem hjúkrunarkonan hafði sagt, var svo ótrúlegt og skelfilegt, að hrollur fór um hann. Til þess að koma ekki upp um sig, sagði hann: „Ég kem að vörmu spori.” „bakka yður yfir,” svaraði hún. „Gætið yðar á moskitóflugunum, það er hlýtt og þær eru vafalaust úti núna!” „Ég hef engar séð hér.” „Ég hef séð þær. Ég var að enda við að drepa eina inni i kofanum áðan.” „Jæja, en moskitóflugur bita ekki á mig. Ég held,að blóðið i mér sé of súrt fyrir þær.” Hjúkrunarkonan fór, og hann gusaði vatninu yfir sig. Skömmu siðar heyrði hann rödd Nadiu. Hún hafði komið, án þess að hann yrði hennar var og stóð við hlið hans með ginbolla og sitrónu i hendinni. begar hún sá Paterson sitja þarna fýldan i óða önn að skvetta yfir sig vatni, fór hún að skellihlæja, alveg eins og þegar hann sagði henni frá stjörnufiskum majórsins. Að lokum gat hann ekki stillt sig um að fara að hlæja með henni, og hann tók við bollanum af henni. Hún kraup niður við baðkerið. Hár hennar var greitt upp úr oliu og féll að höfðinu eins og sléttur hjálmur. Hún var með nýtt blóm i hárinu, eldrautt blóm, sem hann þekkti ekki með nafni, með stór flipótt krónublöð. Hún angaði öll af sætum ilminum af tanakapúðrinu. bað glampaði á hvitar tennur hennar i myrkrinu, þegar hún hló, svo hallaði hún sér að honum, lagði höfuðið á blauta öxlina á honum, kyssti hann á á hálsinn og hélt áfram að tista af hlátri. bar sem hann sat þarna og fann kossa hennar og vatnsdropana hripa niður um sig — hann hélt á ginbollanum ósnertum i hendinni — varð honum ljósara en nokkru sinni fyrr, hvað það hafði i för með sér að fara frá Burma. Hann langaði til að taka fast um axlir stúlkunnar, halda henni fast upp að sér og finna mýkt hennar gegnum þunnt músselinið. Honum var sú tilhugsun i meira lagi ógeðfelld að geta á komandi dög- um ekki alltaf haft hana hjá sér. En hvað sem fyrir kæmi, var hann viss um, að drengurinn og systir hans tækju örlögum sinum ætið með sömu geðprýði. begar Paterson hafði lokið við ginið sitt og Nadia var farin að sækja meira, heyrði hann sjakalana væla i norðurfjöllunum. Honum hafði aldrei getizt að hljóðinu, og i kvöld minnti það hann óhugnanlega á slysið. Hann stóð upp i kerinu og ætlaði að fara að þurrka sig, þegar Nadia kom aftur úr tjaldinu. Auk ginsins var hún með hreint og þurrt hand- klæði, hreina skyrtu og buxur. Hann steig út úr baðkerinu, og óbeðin fór hún að þurrka fætur hans. Fimm minútum siðar var hann á leiðinni inn I kofann. Verzlanirnar við markaðsgötuna voru ennþá opnar og inni i skýlunum hékk fjöldi marg- litra lampa, sem vörpuðu þægilegri birtu á gulu og rauðu, grænu og gullnu ávaxtahlaðana. Paterson stóðum stund og virti markaðsgötuna fyrir sér, i þvi birtist Tuesday neðan i götunni með fangið fullt af litlum melónum og bananaklasa á öxlinni — einmitt sú teg. af banönum, sem Paterson þóttu beztir, litlir, grænleitir, sætir og safarikir, og bragðið minnti dálitið á aprikósur. Hann beið eftir Tuesday og spurði hann, hvort hann hefði komizt að þvi, hvort væri vegur niður i gilið. „Jú, það var stigur þar, en hann var bara hinum megin. Og þetta var mjög slæmur stigur, þvi að á hverju ári eyðileggja monsúnrigningarn- ar hann næstum, og hann er ekki lagaður aftur fyrr en i endaðan þurrk- timann, þegar veiðimennirnir þurfa að komast niður. Hann hafði lika fundið fylgdarmann. Hvers konar náungi var hann.þessi fylgdarmaður? Hann var mjög ungur, eiginlega ekki nema drengur, en þetta var duglegur fylgdarmaður, og hann þekkti stiginn mjög vel. Uárétt 1) Ulgresiði- 5) Bókstafi.- 7) Uæsing.- 9)\Tölu.- II) Utan,- 12) Samtenging.- 13) Verkur,- 15) Klukkna.- 16) Segl.- 18) Skepnuna,- Lóðrétt 1) Svndákvittunar,- 2) Höfuð- fat - 3) Hreyfing,- 4) Egg.- 6) Skips,- 8) Kindina.- 10) Árs- tið,- 14) Stia,- 15) Væti,- 17) Jökull,- X Káðning á gátu nr. 1285 Lárétt 1) Neytti. 5) Kái. 7) Jái. 9) Föt,- 11) Al - 12) Ho,- 13) Slý.- 15) Töp. 16) Skó. 18) Gam- all,- Lóðrétt 1) Nýjast,- 2) Yki,- 3) Tá,- 4) Tif,- 6) Stopul - 8) All,- 10) Ohö,- 14) Ýsa,- 15) Tóa,- 17) KM liIllW: I Laugardagur 16. desember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. X.45: Svanhiidur Kaabcr endar lestur þýðingar sinnar á sögunni um „Tritil i kaupstaðarferð” eftir Itóbcrt Fisker (3). Tilkynningar kl. 9.3(1. Létt lög á inilli liða Morgun- kaffiðkl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða dagskránai og sagt er frá veðurfari og færð á vegum 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 islenzkt mál Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 15.00 Arfleifð i lónum 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Stanz Arni bór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um kynningu á nýjum bókum. 17.40 Útvarpssaga' barnanna: „Sagan hans Hjalta litla” eftir Stefán Jónsson Gisli Halldórsson leikari les sögulok. (24) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.40 Kithöfundur tekinn tali Njörður P. Njarðvik lektor ræðir við Véstein Lúðviks- son 20.00 Hijómplöturabb bor- steins Hannessonar 20.50 Framhaldsleikritið: „Landsins iukka” eftir Gunnar M. Magnúss. 2 1.30 Á afmæiisdegi Beethovens 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 16. desember 1972 17.00 býzka i sjónvarpi. Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 4. og 5. þáttur. 17.30 Skákkennsla. Kennari Friðrik ólafsson. 18.00 bingvikan. báttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn borsteinsson., 18.30 iþróttir. Umsónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.30 Heimurinn niinn. Bandariskur gamanmynda- flokkur. býðandi Guðrún Jörundsdóttir. 20.55 Eigum við aö dansa?. Kennarar og nemendur úr Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar sýna dansa af ýmsu tagi. 21.20 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmenn Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson, Stefán Baldursson. Vésteinn Ólason og borkell Sigur- björnsson. 22.00 Othello. Sovézk biómynd frá árinu 1955.byggð á sam- nefndum harmleik eftir William Shakespeare. Leik- stjóri Sergei Jutkevitsj. Aðalhlutverk Sergei Bond- artsjúk. islendkur texti er gerður af Hallveigu Thor- lacius og byggður á eldri þýðingum. 23.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.