Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 1<>. desember 11(72 TÍMINN n Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tlmáns); Auglýsingastjóri: Steingrfmur. Glslaswii,' Ritstjórnarskrif-- stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300-18306,- Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðsluslmi 12323 — aúglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-. takið. Blaðaprent h.f. Þjóðin bíður Óhætt er að fullyrða, að aldrei hefur verið unnið betur og óhlutdrægar að lausn efnahags- mála en gert hefur verið að þessu sinni. Rikis- stjórnin fól sérstakri nefnd að gera sem gleggsta úttekt á efnahagsástandinu og leggja siðan mat á hinar ýmsu leiðir, sem til greina kæmu. Af þeim sjö mönnum, sem áttu sæti i nefndinni, voru fjórir sérfræðingar, sem kunn- ugt er um, að ekki fylgja stjórnarflokkunum að málum. Þannig var tryggt, að álitið yrði ekki háð flokkspólitiskum sjónarmiðum, sem væru á einhvern hátt hagstæð rikisstjórninni. Þetta var vissulega ólikt vinnubrögðum ,,viðreisnarstjórnarinnar”, sem aldrei fól öðr- um en trúum fylgismönnum sinum að annast slika úttekt. „Viðreisnarstjórnin” gætti þess lika vandlega að láta stjórnarandstöðuna ekki fá aðgang að slikum gögnum fyrr en þá seint og siðar meir. Núv. rikisstjórn lét hins vegar stjórnarandstöðuna fá skýrslu valkosta- nefndarinnar eins fljótt og kostur var. Nokkru siðar var svo fjölmiðlum veittur kostur á að kynna sér skýrsluna. Þetta er ólikt þvi „pukri”, sem átti sér staði i tið ,, viðreisnarst jórnarinnar ’ ’. Vissulega sýna skýrslur valkostanefndarinn- ar, að erfiðleikarnir i efnahagsmálunum eru verulegir. Erfiðleikarnir eru þó ekki meiri en það, að samkvæmt öllum þeim leiðum til úr- lausnar, sem nefndin bendir á, á að vera hægt að tryggja núverandi kaupmátt og riflega það. Óþarft á þvi að vera að gripa til kjaraskerðing- ar, en hins vegar er ekki hyggilegt að auka kaupmáttinn að sinni. Vitanlega er ekki hægt að tala um mikla erfiðleika, þegar ástandið er ekki lakara en það, að auðið á að vera að koma i veg fyrir kjaraskerðingu og tryggja óbreyttan kaupmátt launa. Allt öskur stjórnarandstöðu- blaðanna um, að núverandi rikisstjórn sé búin að koma öllu i strand og volæði, er þvi meira en út i hött. Það verður ekki með neinu móti talið vont ástand, þegar sérfræðinganefnd telur, að áfram megi tryggja óbreyttan kaupmátt launa, eftir að hann hefur nýlega verið aukinn um 25- 30%. í tið „viðreisnarinnar” hefðu málgögn þáverandi stjórnarflokka áreiðanlega talið slikt allt annað en merki um slæmt ástand og lakan árangur stjórnarstefnunnar. Að sjálfsögðu hefur það tekið rikisstjórnina og flokka hennar nokkurn tima að vega og meta álit valkostanefndar og hinar ýmsu úr- lausnir, sem til greina koma. Niðurstöðunnar er nú brátt að vænta. Vafalaust biður þjóðin hennar með óþreyju, en hún biður lika eftir til- lögum stjórnarandstæðinga. Stjórnarand- stæðingar hafa nú haft betri skilyrði en nokkru sinni fyrr til að leggja fram tillögur sinar ekki siður en rikisstjórnin. Þeir fengu næstum jafn- fljótt álit valkostanefndar i sinar hendur, og ekki hefur staðið á að veita þeim allar upp- lýsingar, sem þeir hafa óskað eftir. Þeir geta vissulega ekki haft sér til afsökunar, að reynt hafi verið að halda einhverjum gögnum leynd- um fyrir þeim. Aldrei áður hefur stjórnarand- staða hafa jafngóð vinnuskilyrði. Nú er að sjá hver árangurinn verður. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Miðstéttin hafnar bæði íhaldi og sósíalisma Athyglisverð úrslit aukakosninga f Bretlandi FYRIR nokkrum vikum fór fram aukakosning á þing- manni i samvinnubænum Rochdale, sem löngum hefur verið talið öruggt kjördæmi fyrir Verkamannaflokkinn, enda hafði hann unnið þar með verulegum mun i aðalkosning- unum 1970. Úrslit auka- kosninganna urðu samt þau, að frambjóðandi Frjálslynda flokksins náði kosningu og hafði um 5000 atkv. umfram frambjóðanda Verkamanna- flokksins. Fyrir Verka- mannaflokkinn var þetta verulegur ósigur, þar sem mjög ótitt er, að helzti stjórnarandstöðuflokkurinn tapi i aukakosningu. Hitt er miklu venjulegra, að stjórnar- flokkurinn tapi i aukakosn- ingu, þvi að kjósendur láta gjarnan i ljós óánægju á þann hátt og það m.a. kjósendur, sem myndu fylgja stjórnar- flokknum, ef um aðalkosningu væri að ræða. Úrslit aukakosninganna i Rochdale voru m.a. skýrð á þann veg, að þau væru að verulegu leyti persónulegur sigur frambjóðanda Frjáls- lynda flokksins, en hann er búsettur i Rochdale og hefur unnið sér vinsældir þar. Þetta var ekki sizt skýring Verka- mannaflokksins á ósigri hans. FIMMTUDAGINN i siðast- liðinni viku fóru fram auka- kosningar i tveimur kjördæm- um i Bretlandi og hafa úrslit þeirra vakið sizt minni athygli en úrslitin i Rochdale. Annað þessara kjördæma Sutton and Cheam, hefur lengi verið öruggt kjördæmi fyrir thalds- flokkinn. Þar fékk frambjóð- andi hans um 24. þús atkvæði i þingkosningunum 1970, en næst kom frambjóðandi Verkamannaflokksins með rúm 11 þús. atkvæði. Frambjóðandi Frjálslynda flokksins fékk aðeins rétt 6 þús. 1 hinu kjördæminu, Uxbridge, vann Ihaldsflokk- urinn einnig i kosningunum 1970. Frambjóðandi hans þá fékk 23.400 atkv., en frambjóðandi Verkamanna- flokksins fékk 19.800 atkv. Frambjóðandi Frjálslynda flokksins fékk 4.700 atkv. Fyr- ir aukakosningarnar var þvi almennt spáð, að Ihaldsflokk- urinn myndi örugglega halda þingsætinu i Sutton and Cheam, en hins vegar væru verulegar likur á þvi, að hann tapaði þingsætinu i Uxbridge til Verkamannaflokksins. Verkamannaflokkurinn myndi m.a. þannig vinna upp þann hnekkir, sem ósigurinn i Rockdale var honum. Það þótti styrkja sigurvonir Verkamannaflokksins i Uxbridge, að hann tefldi þar fram konu, sem þótti álitlegur frambjóðandi. Hún hafði áður starfað i Frjálsl. flokknum og unnið sér þar verulegt álit. Siðar hafði hún gengið i Verkamannaflokkinn og skip- að sér þar i vinstri arm hans. Nokkru áður en aukakosn- ingarnar fóru fram, byrjuöu menn að spá þvi, að Ihalds- flokkurinn væri ekki jafn sigurviss i Sutton and Cheam og ætla mætti. Kjósendur þar, sem eru einkum miðstéttarfólk, væru óánægðir með rikisstjórnina og stefnu hennar, en hins vegar hefði það ekki orðið vatn á myllu Verkamannaflokksins. Sundrungin innan hans fældi menn frá flokknum, og mál- flutningur hans þætti yfirleitt neikvæður. Frjálslyndi flokk- urinn ætti hins vegar vaxandi fylgi að fagna og hann hefði i kyrrþey rekið mjög skipuleg- an áróður, sem beindist að þvi, að fylgismenn flokksins hefðu persónulegt samband við sem flesta kjósendur. Frambjóðandi flokksins var ungur heimamaður, Graham Tope. sem ræddi mest um vandamál þau, sem hann vissi af eigin raun, að lágu kjósend- um i Sutton and Cheam þyngst á hjarta, en minna um stefnur og kreddur. Þá veitti flokks- stjórn Frjálslynda flokksins eins mikla aðstoð og hún mátti. Hins vegar sinnti hún litið aukakosningunum i Uxbridge, þvi að það var tallalin litil von um fylgis- aukningu að þessu sinni. Þrátt fyrir þetta komu úrslitin i Sutton and Cheam mjög á óvænt. Úrslitin urðu þau, að Frjálslyndi flokkurinn vann glæsilegan sigur. Hann jók fylgi sitt úr 6000 atkv. i 18300 atkv.,en thaldsflokkur- inn fékk aðeins 11.200 atkv. i stað 24. þús. atkvæða i kosningunum 1970. Atkvæða- tala Verkamannaflokksins lækkaði úr 11.200 atkvæðum i tæp. 3000. Þetta er mesti ósig- ur, sem aðalflokkarnir hafa beðið i aukakosningunum um langt skeið. 1 Uxbridge urðu úrslitin á þá leið, að Verkamannaflokknum tókst ekki aö vinna. Ihalds- flokkurinn hélt sætinu með 14.200 atkv., en Verka- mannaflokkurinn fékk 13.100 atkvæði. Frjálslyndi flokkur- inn fékk 3600 atkv. Mikla athygli vakti, að frambjóðandi, sem var andvigur búsetu blökkumanna i kjördæminu, fékk um 3000 atkv. Talið er, að hann hafi ekki siður náð at- kvæðum frá Verkamanna- flokknum en Ihaldsflokknum. Annars varð þátttaka i Uxbridge miklu minni en i kosningunum 1970. ÓSIGURINN i Sutton and Cheam er talinn mikill ósigur fyrir thaldsflokkinn, en hugg- un hans er sú, að úrslit umræddra aukakosninga eru talin enn meiri ósigur fyrir Verkamannaflokkinn. Úrsíitin hafa lika oröið til þess að vekja mikla sjálfsgagnrýni innan hans. George Brown hefur hvatt til þess, að flokk- urinn losi sig við órólegustu vinstri öflin, en Anthony Cros- land hefur hvatt til þess, að flokkurinn marki sér skýrari stefnu. Wilson hefur hins veg- ar sagt, að úrslit aukakosn- inga sé ekki að marka og að Verkamannaflokkurinn sé nú samstæðari en lengi áður, þegar ágreiningnum um aðild Breta að Efnahagsbandalag- inu sleppir, en það mál muni brátt hverfa i skugga. Athyglisvert er lika, að þetta mál bar lilið á góma i sam- bandi við aukakosningarnar. Veruleg gagnrýni hefur beinzt gegn Wilson og forustu hans, en ekki eru þó taldar likur til, að hann missi forustuna. Ástæðan er sú, að Wilson er eini maðurinn, sem flokkurinn getur helzt sameinazt um, a.m.k. elns og nú standa sakir. Wilson nýtur þess, eins og George Brown komst nýlega að orði, að hann á engan al- varlegan keppinaut. Af hálfu thaldsflokksins og Verkamannaflokksins er ann- ars bent á, að ekki sé ótitt, að stóru flokkarnir verði fyrir áföllum i aukakosningum, en þetta jafnist i aðalkosningun- um. Þá hafa kjósendur raun- verulega ekki annað val en að kjósa annanhvorn aöalflokk- anna sökum einmennings- kjördæmafyrirkomulagsins. Af öðrum er bent á, að úrslitin i Sutton and Cheam og Roch- dale séu merki um þróun, sem geti átt eftir að valda mikilli breytingu i enskum stjórn- málum. 1 Bretlandi sé að skapast miðstéttarþjóöfélag og miðstéttin vilji hvorki flokkast til- auðstéttar eða verkalýðs og hún aðhyllist hvorki ihald eða sósialisma. Miklu skipti, að stóru flokkarnir átti sig á þessi i tima. Þ-Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.