Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR DAGUR HÁLENDISINS Baráttuhópur- inn Náttúruvaktin hefur tilnefnt 19. júlí sem dag hálendisins. Í hádeginu mun hópurinn standa fyrir mótmælum við stjórnstöð Lands- virkjunar við Bústaðaveg og við umhverfis- ráðuneytið. Verið er að mótmæla náttúru- spjöllum vegna virkjanaframkvæmda. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆTTA Á VÆTU AUSTANLANDS Hægur vindur áfram í dag, og skýjað með köflum. Hætta á dálítilli vætu austanlands síðdegis. Hiti breytist lítið. Sjá nánar á bls. 6. 19. júlí 2004 – 195. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Skiptir á eldhúsi og svefnherbergi Vigdís Hrefna Pálsdóttir: ● víkingar unnu enn einn sigurinn Eyjamenn upp í annað sætið Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 24 ARAFAT Í VÖRN Mikil mótmælaalda hefur risið gegn Jasser Arafat um helgina. Óánægja ríkir með að lítið sé gert til að vinna gegn spillingu innan heimastjórnar- innar. Sjá síðu 2 GAGRÝNIR AÐGERÐALEYSI Þing- maður Samfylkingar gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í byggðamálum. Iðnaðar- ráðherra segir eilífa baráttu að verjast því að ungt fólk flytji búferlum af landsbyggð- inni. Sjá síðu 6 ERFIÐAR AÐSTÆÐUR FÆLA FRÁ FÓLK Yfirmaður framkvæmda Impregilo við Kárahnjúka segir starfsmannaveltu mikla, óháð þjóðerni starfsmanna. Erfiðar aðstæður setja strik í reikninginn. Sjá síður 11 og 12 BRUNAVÖRNUM ÁBÓTAVANT Fjár- hagstjón vegna bruna hefur minnkað um helming milli ára. Athugun Brunamálast- ofnunar sýnir að ástand brunavarna á gisti- heimilum er slæmt. Sjá síðu 12 36%50% ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 MANNSHVARF Kafarar verða að öllum líkindum fengnir í dag til þess að leita að Sri Rahmawati, 33 ára konu sem saknað hefur verið í rúmar tvær vik- ur, að sögn Sigurbjörns Víðis Eggerts- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík. Leitin beinist einna helst að malar- námu á Geldinganesi. Leitað hefur verið án árangurs í námunni en fast- lega er búist við því að á morgun leiti kafarar við nærliggjandi bryggju að sögn Sigurbjörns Víðis. Þá hefur lög- regla notið aðstoðar þyrlu við leitina en um helgina voru þó einungis lög- reglumenn við leit. Fyrrum sambýlismaður konunnar er grunaður um að eiga aðild að hvarfi hennar en því hefur hann ekki játað. Maðurinn situr í gæsluvarð- haldi og er búist við að gæsluvarð- haldsúrskurður verði framlengdur eftir að hann rennur út á miðvikudag. Niðurstöðu úr erfðaefnisrannsókn á blóði sem fannst í íbúð og bíl manns- ins er líklega að vænta einhvern næstu daga. Þá staðfesti Sigurbjörn Víðir að hvorki sími né greiðslukort konunnar hefur verið notað síðan snemma morguns þann fjórða júlí þegar síðast spurðist til hennar. ■ FJÖLMIÐLALÖG Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Fram- sóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöð- um sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hitt- ast klukkan 10 en í gærkvöldi var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. „Miðað við þau rök sem forset- inn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórn- skipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, þeg- ar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. „Það hljóta allir ábyrgir þing- menn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál.“ Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band. sda@frettabladid.is Halldór vill draga frumvarpið til baka Halldór Ásgrímsson hefur skýrt Davíð Oddssyni frá því að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að lögin verði dregin til baka. Fundi allsherjarnefndar frestað til klukkan fimm síðdegis. Búist er við að Halldór og Davíð fundi í dag. Abu Musab al-Zarqawi: Fé til höfuðs Iyad Allawi ÍRAK, AP Samtök sem tengjast jórdanska hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarqawi hafa heitið hverjum þeim sem myrðir Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, andvirði um tuttugu milljóna króna í verðlaun. Í yfirlýsingu frá „Herdeild Khalid bin Al Walid“ segir að tak- ist þeim ekki að afhenda þeim sem myrðir Allawi verðlaunin verði þau afhent í paradís af guði almáttugum. Bandaríkjamenn hafa sett hátt í 1.800 milljónir króna til höfuðs al-Zarqawi sem hefur lýst ábyrgð á hendur sér á árásum á bæki- stöðvar lögreglu og öryggissveita í Írak sem hafa kostað hundruð Íraka lífið. ■ GRÆNFRIÐUNGAR MÓTMÆLA VIÐ SORRENTO Grænfriðungar og stuðningsmenn komu á seglskútum í Sorrento-flóa á Ítalíu í gær til að mótmæla hvalveiðum. Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins fer fram í Sorrento. Tillaga um að halda áfram vinnu í átt að samkomu- lagi um hvalveiðar í atvinnuskyni verður lögð fyrir ráðið á morgun. Sjá nánar síðu 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Hvorki sími né greiðslukort Sri Rahmawati verið notað í rúmar tvær vikur: Kafarar fengnir til leitar MALARNÁMA Í GELDINGANESI Leitin að Sri Rahmawati beinist einna helst að malarnámu í Geldinganesi. Lögregla býst fastlega við því að í dag leiti kafarar við nærliggjandi bryggju. 01 18.7.2004 22:14 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.