Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 12
12 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR Tilkynningar um lottóvinninga: Svikamylla frá Spáni FJÁRSVIK Margir fengið tilkynn- ingu í pósti um að þeir hafi unnið í El-Gordo-happdrættinu á Spáni. Í bréfinu segir að vinningsmiði með nafni viðkomandi hafi verið dreginn og hans bíði verðlaun upp á ríflega 785 þúsund evrur, eða um 69 milljónir króna. Viðtakand- inn þarf aðeins að gefa upp per- sónulegar upplýsingar sem og númer á bankareikningi svo hægt sé að leggja vinninginn inn. Ást- rún Ósk Ástþórsdóttir er ein þeirra sem fengið hefur tilkynn- ingu frá El-Gordo-lottóinu, en hún kannast hvorki við að hafa verið á Spáni nýlega eða að hafa keypt miða í happdrættinu. Hörður Jóhannesson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir svika- myllur á borð við þessa algengar í dag. „Nígeríubréfin svokölluðu hafa verið í gangi í nokkur ár og nú hefur þetta spænska lottó bæst við. Þeir sem senda þetta eru að öllum líkindum með íslenska símaskrá og senda bréfin af handahófi, lögreglan hefur meira að segja fengið svona.“ Efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóra heldur utan um þessi mál og varar fólk reglulega við gylliboðum og svikahappdrættum. ■ Ársskýrsla Brunamálastofnunar: Eignartjón minnkaði um helming Fjárhagstjón vegna bruna hefur minnkað um helming milli ára. Athugun Brunamálastofnunar sýnir að ástand brunavarna á gistiheimilum er slæmt í 46 prósentum tilvika og hefur staðið í stað SKÝRSLA Ástand brunavarna er slæmt í nær helmingi gistiheim- ila að því er fram kemur í nýrri ársskýrslu Brunamálastofnun- ar. Björn Karlsson, brunamála- stjóri, telur þó að tölurnar segi ekki alla söguna. „Við erum með einfalt ein- kunnarkerfi sem metur það hvort aðbúnaður sé samkvæmt byggingareglugerð eða ekki. Það sem tölurnar sýna er að 46 prósent gistiheimila uppfylla ekki reglugerðina að öllu leiti.“ Ástand gistihúsa hefur ekkert batnað frá árinu 1997 og segir Björn fjölgun þeirra vera helstu skýringuna. „Það er þó nauð- synlegt að taka á ástandinu þar sem það er slæmt, í næstum helming tilvika.“ Þegar framhaldsskólar víðs vegar um landið voru skoðaðir kom í ljós að 24 prósent þeirra eru með slæmar brunarvarnir og 4 prósent með algjörlega óviðunandi. Þessar tölur sýna þó að ástandið hefur batnað verulega frá árinu 1998 þegar 60 prósent framhaldsskóla var með slæmar eða óviðunandi brunavarnir. Auk framhalds- skólanna og gistihúsanna gerði Brunamálastofnun könnun á veiðihúsum. Þegar þær tölur eru kannaðar kemur í ljós að sá flokkur hef- ur hlutfalls- lega flest í óvið- unandi ástandi eða 13 prósent. S t æ r s t u fréttirnar segir Björn hins veg- ar vera þær að e i g n a r t j ó n vegna bruna á síðasta ári var h e l m i n g i minna en und- anfarin þrjú ár eða 880 millj- ónir auk þess sem ekkert manntjón var vegna bruna. „Það eru auð- vitað alltaf viss- ar tölfræðileg- ar sveiflur í tölum sem þessum en þetta er tölu- verð breyting. Helsta ástæða þessarar þró- unar er sú að s l ö k k v i l i ð i n hafa aukið sam- vinnu sína veru- lega. Sameining hefur átt sér stað á höfuðborg- arsvæðinu og það hefur leitt af sér mun öflugri útkallsdeildir. Þeir eru fljótari á staðinn og það eru oft örfáar mínútur sem stjórna því hvort við fáum stórt eða lítið tjón,“ segir Björn og bætir því við að öflugt forvarn- arstarf sé þó einnig að skila árangri. vbe@frettabladid.is TILKYNNING UM LOTTÓVINNING Í bréfinu er beðið um númer á bankareikningi svo hægt sé að leggja verðlaunin inn. ■ EVRÓPA Vatnsskemmdir: Vatn lak milli hæða VATNSLEKI Tveir vatnslekar voru tilkynntir til Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins um hálf átta leytið í gærmorgun. Annar var við Laugaveg og hafði þar vatn safn- ast saman í kjallara. Skemmdir voru einhverjar en ekki veruleg- ar. Hinn vatnslekinn var við Kaplaskjólsveg þar sem vatn fór af fjórðu hæð og niður á aðra hæð. Miklar skemmdir urðu í húsinu við Kaplaskjólsveg. Í báðum til- vikum var um vatnsleiðslu sem fór í sundur að ræða. Báðar íbúðir voru mannlausar. Starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vilja brýna fyrir fólki að gæta vel að öllu áður en haldið er í frí og ganga vel frá öllu sem viðkemur rafmagni og vatni. Einnig vilja starfsmenn slökkviliðsins minna fólk á að einnig eru þjófar á stjá og því í mörg horn að líta. ■ BRÚÐGUMINN RAKAÐUR Brúðguminn Igor Petrov var rakaður fyrir manna og dýra augum áður en hann gekk í það heilaga. Á degi heilags Péturs, sem var í gær, halda íbúar makedónska þorps- ins Galicnik brúðkaup að hefðbundnum sið þar sem öllum gömlu reglunum er fylgt til hins ítrasta. 1.046 2.372 1.499 1.570 880 ELDSVOÐI Ný skýrsla Brunamálastofnunar sýnir meðal annars að ástand brunavarna gistihúsa hefur haldist óbreytt frá árinu 1997. BRUNAMÁLASTJÓRI Björn Karlsson telur sameiningu slökkviliða á höfðuborgarsvæðinu skýra að hluta til verulega minnkun eignartjóns vegna bruna. EIGNARTJÓN Í ELDSVOÐUM 1999 - 2003 í milljónum króna 4% 24% 44% 28% 46%25% 29% 46%25% 29% ÁSTAND BRUNA- VARNA FRAM- HALDSSKÓLA Óviðunandi 4% Slæmt 24% Sæmilegt 44% Ágætt 28% ÁSTAND BRUNA- VARNA GISTI- HÚSA Slæmt 46% Sæmilegt 25% Ágætt 29% ÁSTAND BRUNA- VARNA Í VEIÐI- HÚSUM Óviðunandi 13% Slæmt 20% Sæmilegt 54% Ágætt 13% ÞJÓFÓTTUR PÓSTUR Fyrrum starfsmaður breska póstsins hefur verið ákærður fyrir að stela 130.000 bréfum og auglýs- ingabæklingum og fyrir að bera póstinn ekki út til viðtakenda. Stærstur hluti þess sem hann bar ekki út voru auglýsingabækling- ar sem hann fékk þó greitt auka- lega fyrir. ■ 12-13 18.7.2004 20:54 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.