Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 19. júlí 2004 25 Nýtt Íslands- og Norðurlandamet hjá stangarstökkskonunni Þóreyju Eddu Elísdóttur á laugardaginn: Yfir 4,60 metra í Madrid Opna breska meistara- mótið í golfi: Hamilton lagði Els GOLF Bandaríski kylfingurinn Todd Hamilton bar sigur úr býtum á Opna breska meistaramótinu í golfi í gær eftir að hann bar sigur- orð af Suður Afríkumanninum Ernie Els í fjögurra holu bráða- bana. Þetta er fyrsti stóri titill Hamiltons, sem er 38 ára gamall og hefur verið atvinnumaður síð- an 1987, en hann leiddi fyrir loka- hringinn. Hann hafði forystu sein- ni hluta lokadagsins en missti af sigrinum tveimur síðustu holun- um. Els náði minnka muninn í eitt högg á 17. holu sem hann fór á fugli en Hamilton fór síðan taug- um á þeirri átjándu og fór hana á skolla á meðan Els paraði hana. Í bráðabananum, sem var spil- aður á 1., 2. 17. og 18. holu, var mikil spenna. Þeir voru jafnir eftir fyrstu tvær holurnar en Hamilton fór þá þriðju á fugli, einum undir pari á meðan Els paraði hana og Hamilton tryggði sér síðan sigurinn á þeirri átjándu með því að fara hana á pari, líkt og Els. ■ ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Bætir sig stöðugt þessa dagana og virðist ætla að vera í toppformi á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir mánuð. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Stangarstökkskon- an Þórey Edda Elísdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki kvenna á alþjóðlegu stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Madrid á laugardaginn. Þórey Edda gerði sér lítið fyrir og fór yfir 4,60 metra og bætti sitt eigið met frá því að móti í Kessell í Þýskalandi 11. júní síðastliðnum um sex sentimetra. Þórey Edda hafnaði í öðru sæti á mótinu en hin rússneska Svetlana Feofanova bar sigur úr býtum með því að stökkva yfir 4,80 metra. Feo- fanova reyndi við nýtt heimsmet en felldi naumlega 4,90 metra. Frábærar aðstæður Þórey Edda var komin „heim“ til Þýskalands þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær og hún var að vonum himinlifandi með ár- angurinn. „Það gekk allt upp í gærkvöld. Aðstæðurnar voru frábærir, hiti og enginn vindur og það má eigin- lega segja að ég sé búin að bíða eftir þessum aðstæðum í fimm ár. Stökkserían gekk vel og ég var örugg. Ég fór yfir 4,15 metra, 4,30 metra og 4,40 metra í fyrstu til- raun og notaði síðan tvær tilraun- ir til að fara yfir 4,50 metra og 4.60 metra. Það var ólýsanleg til- finning að fara fyrir 4,60 metra en það kom mér svo sem ekki á óvart. Ég hef undirbúið mig vel og vissi að ef allt gengi upp þá gæti ég vel farið yfir þessa hæð. Stökkið var öruggt og ég snerti ekki ránna. Síðan átti ég tilraunir við 4,70 metra en var í raun aldrei nálægt því að komast yfir. Ég var orðinn þreytt eftir mörg stökk og það er alveg ljóst að ég verð að fara að byrja hærra ef ég að eiga möguleika á því að bæta mig enn frekar,“ sagði Þórey Edda. Þórey Edda hefur tekið mikl- um framförum á þessu tímabili og hún sagðist þakka það mjög skipu- lögðum æfingum. „Það er auðvitað jákvætt að vera alltaf að bæta sig og ég tel mig enn eiga nóg inni. Ég hef aldrei æft jafn skipulaga og á þessu tímabili og það má eigin- lega segja að hver einasta æfing hafi verið skipulögð í þaula. Það er greinilega það eina sem dugir til að árangur náist og ég er af- skaplega ánægð með þjálfarann minn, Pólverjann Lezsek Klima. Hann hefur búið til frábæra æf- ingaáætlun sem miðast að því að toppa í Aþenu.“ Þórey Edda keppir á móti í Þýskalandi á föstudaginn og kemur síðan heim á laugardaginn þar sem hún tekur þátt í Meistara- móti Íslands á Laugardals- vellinum á sunnudaginn. „Ég mun ekki taka stangirnar mínar með mér til Íslands og eina markmið mitt verður að vinna Íslandsmeistaratitil fyrir félagið mitt. Árangurinn mun ekki skipta máli að þessu sinni enda erfitt að eiga við aðstæðurnar á Íslandi. Það er ekki hægt að treysta á neitt hvað veðrið varðar en ég ætla að sjálfsögðu að gera mitt besta.“ Vill fá Völu með Þórey Edda sagðist aðspurð vonast til að Vala Flosadóttir myndi fara að ná sér á strik og jafnvel komast á Ólympíuleikana. „Ég hefði viljað hafa Völu með mér á Ólympíuleikana og vona að hún nái lágmarkinu einhvern tíma fyrir 9. ágúst þegar fresturinn rennur út. Það er miklu meiri stemning í kringum íþróttina þegar tvær eru að berjast og miklu skemmtilegra. Það virðist hins vegar vera þannig að við skiptum þessu á milli okkar. Fyrst kom hún, síðan tók ég við af henni og ég vona bara að það muni ein- hver taka við af mér,“ sagði Þórey Edda. ■ ÁRANGUR ÞÓREYJAR Á STIGA- MÓTUM Í SUMAR 14. maí Doha, Katar 1. sæti (4,30m) 8. júní Ostrava, Tékkl. 2. sæti (4,40m) 27. júní Gatesh., Engl. 6. sæti (4,25m) 4. júlí Iráklio, Grikkl. 12. sæti (4,15m) 17. júlí Madrid, Spáni 2. sæti (4,60m) TODD HAMILTON Fagnar hér sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi með því að faðma kylfusvein sinn. ■ HANDBOLTAFRÉTTIR AFTUR TAP GEGN UNGVERJUM Íslenska landsliðið í handknatt- leik tapaði aftur fyrir Ungverjum í gærkvöld í vináttulandsleik í Ungverjalandi en heimamenn unnu einnig leik á föstudaginn, 30-20. Lokatölur í leiknum í gær voru, 32–28, Ungverjum í vil. Ólafur Stefánsson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið og Jaliesky Garcia skoraði fjögur mörk. 52-53 (24-25) Sport 18.7.2004 20:25 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.