Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 7
7MÁNUDAGUR 19. júní 2004 Meintur liðhlaupi fer til Japans í skugga hugsanlegrar handtöku: Aftur í faðm fjölskyldunnar JAPAN, AP Tæpum fjórum áratugum eftir að bandaríski hermaðurinn Charles Jenkins hvarf frá herdeild sinni í Suður-Kóreu og birtist í Norður-Kóreu er hann í fyrsta skipti kominn í land þar sem Banda- ríkjamenn eiga möguleika á að fá hann framseldan. Óvíst er hver verða örlög Jenkins sem í gær kom til Japans. Jenkins hvarf frá bandarískri herdeild sinni árið 1965 og seinna sást hann sem leikari í norður- kóreskum myndum þar sem hann var í hlutverki vonda Ameríku- mannsins. Bandaríkjamenn telja að Jenkins hafi strokið en fjölskylda hans segir Norður-Kóreumenn hafa rænt honum. Í Kóreu kvæntist hann japanskri konu og á með henni tvær dætur. Eiginkonan komst frá Kóreu fyrir tveimur árum en Jenkins varð eftir með dætur þeirra þar sem hann ótt- aðist að bandarísk yfirvöld myndu ákæra hann fyrir strok úr hernum. Stuðningur japönsku ríkisstjórnar- innar, og þá sérstaklega forsætis- ráðherrans, Junichiro Koizumi, varð til að Jenkins skipti um skoðun og ákvað að snúa til Japans ásamt dætrunum. Jenkins, sem er 64 ára, var við komuna til Japans lagður inn á sjúkrahús, enda er hann þrotinn að heilsu. ■ Kókaínnotkun: Þrefaldast á sjö árum BRETLAND Kókaínnotkun í Bret- landi hefur þrefaldast á sjö árum. Einn af hverjum fjórum eitur- lyfjaneytendum greinist nú já- kvæður fyrir kókaínnotkun í sam- anburði við einn af hverjum tíu, sjö árum áður. Þetta eru niður- stöður rannsókna á rúmlega 80.000 blóðsýnum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í tíma- ritinu Forensic Science International. Breska lögreglan hefur sérstakar áhyggjur af notkun krakks sem er afar ávana- bindandi og er talið eiga þátt í aukningu ofbeldisglæpa. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 525 5060 22 ferðalög - KK & Maggi Eiríks Þessi vinsæla geislaplata fylgir frítt með á meðan birgðir endast! Kassagítar, gítarstillir og poki á 23.950 kr Venjulegt verð er 27.950 kr kassagítar gítarstillir KREFJAST ÓVILHALLRA RÉTTAR- HALDA Nóbelsverðlaunahafinn Shirin Ebadi og Zahra Kazemi, móðir hins látna ljósmynd- ara, ganga til dómshússins. Umdeild réttarhöld: Málsmeðferð mótmælt ÍRAN, AP Mannréttindahópar hafa lýst áhyggjum af því hver verður framgangur réttarhalda yfir írönsk- um fangaverði sem er sakaður um að hafa myrt íransk-kanadískan ljósmyndara. Friðarverðlaunahafi Nóbels, íranska konan, Shirin Ebadi, gekk út úr réttarsal í Íran í gær til að mótmæla því að ákveðið var að ljúka málflutningi. Dómstóllinn kom þrisvar saman og Ebadi segir að mikilvæg vitni hafi ekki verið boðuð til yfir- heyrslu. Ekki er ljóst hvenær dóm- ur fellur í málinu en Ebadi segir að þar sem málsmeðferð hafi ekki ver- ið réttlát sé ekki hægt að búast við að niðurstaðan verði það. ■ OF HRAÐUR AKSTUR Fjórtán voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir ölvunarakstur aðfaranótt sunnudags í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. AFTANÁKEYRSLA Ein aftanákeyrsla átti sér stað á Húsavík um hálf fimm leytið í gærmorgun. Tvær bifreiðar skullu saman. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga til skoðunar. Fékk hann að fara heim eftir skoðun lítillega slasaður. Þrennt var í hinni bifreiðinni og sluppu þau öll ómeidd. Bifreiðarn- ar eru þó mikið skemmdar að sögn lögreglunnar á Húsavík. Kosningar: Umdeildu kjöri lokið RÚSSLAND, AP Sögulegum borgar- stjórakosningum í rússnesku borginni Vladivostok við Kyrra- hafið lauk í gær með sigri Vladimir Nikolayev. Nikolayev var legið á hálsi í kosningabarátt- unni fyrir að reyna að hylja yfir glæpsamlega fortíð sína. Hann var handtekinn árið 1998 ásakað- ur um fjárkúganir og ofbeldis- verk en náðaður ári síðar. Nikolayev nýtur stuðnings flokks Vladimírs Pútín forseta. Helsti keppinautur hans fékk ekki að bjóða fram í fyrri umferð kosninganna. Það var fyrrum borgarstjórinn Viktor Cherepkov sem var sakaður um að misnota aðstöðu sína og særðist eftir að handsprengju var kastað að honum. ■ MEÐ KONUNNI Í JAPAN Charles Jenkins og kona hans, Hitomi Soga, ganga niður landganginn eftir að flugvél þeirra lenti í Tókýó. 06-07 18.7.2004 19:05 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.