Fréttablaðið - 19.07.2004, Side 7

Fréttablaðið - 19.07.2004, Side 7
7MÁNUDAGUR 19. júní 2004 Meintur liðhlaupi fer til Japans í skugga hugsanlegrar handtöku: Aftur í faðm fjölskyldunnar JAPAN, AP Tæpum fjórum áratugum eftir að bandaríski hermaðurinn Charles Jenkins hvarf frá herdeild sinni í Suður-Kóreu og birtist í Norður-Kóreu er hann í fyrsta skipti kominn í land þar sem Banda- ríkjamenn eiga möguleika á að fá hann framseldan. Óvíst er hver verða örlög Jenkins sem í gær kom til Japans. Jenkins hvarf frá bandarískri herdeild sinni árið 1965 og seinna sást hann sem leikari í norður- kóreskum myndum þar sem hann var í hlutverki vonda Ameríku- mannsins. Bandaríkjamenn telja að Jenkins hafi strokið en fjölskylda hans segir Norður-Kóreumenn hafa rænt honum. Í Kóreu kvæntist hann japanskri konu og á með henni tvær dætur. Eiginkonan komst frá Kóreu fyrir tveimur árum en Jenkins varð eftir með dætur þeirra þar sem hann ótt- aðist að bandarísk yfirvöld myndu ákæra hann fyrir strok úr hernum. Stuðningur japönsku ríkisstjórnar- innar, og þá sérstaklega forsætis- ráðherrans, Junichiro Koizumi, varð til að Jenkins skipti um skoðun og ákvað að snúa til Japans ásamt dætrunum. Jenkins, sem er 64 ára, var við komuna til Japans lagður inn á sjúkrahús, enda er hann þrotinn að heilsu. ■ Kókaínnotkun: Þrefaldast á sjö árum BRETLAND Kókaínnotkun í Bret- landi hefur þrefaldast á sjö árum. Einn af hverjum fjórum eitur- lyfjaneytendum greinist nú já- kvæður fyrir kókaínnotkun í sam- anburði við einn af hverjum tíu, sjö árum áður. Þetta eru niður- stöður rannsókna á rúmlega 80.000 blóðsýnum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í tíma- ritinu Forensic Science International. Breska lögreglan hefur sérstakar áhyggjur af notkun krakks sem er afar ávana- bindandi og er talið eiga þátt í aukningu ofbeldisglæpa. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 525 5060 22 ferðalög - KK & Maggi Eiríks Þessi vinsæla geislaplata fylgir frítt með á meðan birgðir endast! Kassagítar, gítarstillir og poki á 23.950 kr Venjulegt verð er 27.950 kr kassagítar gítarstillir KREFJAST ÓVILHALLRA RÉTTAR- HALDA Nóbelsverðlaunahafinn Shirin Ebadi og Zahra Kazemi, móðir hins látna ljósmynd- ara, ganga til dómshússins. Umdeild réttarhöld: Málsmeðferð mótmælt ÍRAN, AP Mannréttindahópar hafa lýst áhyggjum af því hver verður framgangur réttarhalda yfir írönsk- um fangaverði sem er sakaður um að hafa myrt íransk-kanadískan ljósmyndara. Friðarverðlaunahafi Nóbels, íranska konan, Shirin Ebadi, gekk út úr réttarsal í Íran í gær til að mótmæla því að ákveðið var að ljúka málflutningi. Dómstóllinn kom þrisvar saman og Ebadi segir að mikilvæg vitni hafi ekki verið boðuð til yfir- heyrslu. Ekki er ljóst hvenær dóm- ur fellur í málinu en Ebadi segir að þar sem málsmeðferð hafi ekki ver- ið réttlát sé ekki hægt að búast við að niðurstaðan verði það. ■ OF HRAÐUR AKSTUR Fjórtán voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir ölvunarakstur aðfaranótt sunnudags í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. AFTANÁKEYRSLA Ein aftanákeyrsla átti sér stað á Húsavík um hálf fimm leytið í gærmorgun. Tvær bifreiðar skullu saman. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga til skoðunar. Fékk hann að fara heim eftir skoðun lítillega slasaður. Þrennt var í hinni bifreiðinni og sluppu þau öll ómeidd. Bifreiðarn- ar eru þó mikið skemmdar að sögn lögreglunnar á Húsavík. Kosningar: Umdeildu kjöri lokið RÚSSLAND, AP Sögulegum borgar- stjórakosningum í rússnesku borginni Vladivostok við Kyrra- hafið lauk í gær með sigri Vladimir Nikolayev. Nikolayev var legið á hálsi í kosningabarátt- unni fyrir að reyna að hylja yfir glæpsamlega fortíð sína. Hann var handtekinn árið 1998 ásakað- ur um fjárkúganir og ofbeldis- verk en náðaður ári síðar. Nikolayev nýtur stuðnings flokks Vladimírs Pútín forseta. Helsti keppinautur hans fékk ekki að bjóða fram í fyrri umferð kosninganna. Það var fyrrum borgarstjórinn Viktor Cherepkov sem var sakaður um að misnota aðstöðu sína og særðist eftir að handsprengju var kastað að honum. ■ MEÐ KONUNNI Í JAPAN Charles Jenkins og kona hans, Hitomi Soga, ganga niður landganginn eftir að flugvél þeirra lenti í Tókýó. 06-07 18.7.2004 19:05 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.