Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 10
10 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR
GÖMLUM VOPNUM EYTT
Íraskir hermenn koma gömlum sprengjum
fyrir á stað utan Basra áður en þeir
sprengja þær í loft upp. Unnið er að því
að eyða gömlum vopnum og skotfærum.
Miðbær Reykjavíkur:
Fáir nota stæði
í bílahúsum
BORGARMÁL Rúm 70 prósent öku-
manna nota sjaldan eða aldrei
bílahús í miðbæ Reykjavíkur og
hækkar þetta hlutfall í 90 prósent
þegar um fullorðið fólk er að
ræða. Þetta eru niðurstöður könn-
unar sem gerð var um notkun
bílahúsanna af hálfu nokkurra
nemenda í endurmenntunardeild
Háskóla Íslands. Könnunin var
gerð í desember síðastliðnum.
Bílahúsin í miðbænum eru
sex talsins með rúmlega þúsund
bílastæðum alls og verið er að
byggja eitt enn á lóð þeirri er
Stjörnubíó stóð á áður. Þar
verður pláss fyrir 200 bíla til við-
bótar en gert er ráð fyrir að
bygging þess hefjist í júní á
næsta ári. Bílastæðasjóður rekur
húsin en tilgangur sjóðsins hefur
verið að stýra nýtingu bílastæða
í því skyni að auka verslun og
þjónustu í miðborginni en sé
tekið mið af könnuninni hefur sú
tilraun mistekist enda er nýting
flestra bílahúsa enn vel undir 50
prósentum. Kynningar og aug-
lýsingar á bílastæðamöguleikum
í húsunum virðast hafa haft tak-
mörkuð áhrif sem sést líklega
best á því að tæp 70 prósent að-
spurðra vissu ekki að frítt er í
flest bílahúsin á laugardögum. ■
Erfiðar aðstæður
fæla frá fólk
Yfirmaður framkvæmda Impregilo við Kárahnjúka segir starfsmannaveltu mikla, óháð
þjóðerni starfsmanna. Erfiðar aðstæður setja strik í reikninginn. Heldur færri Íslendingar starfa
við gerð Kárahnjúkavirkjunar en upphaflega var áætlað.
Vinna við stöðvarhús Kárahnjúka-
virkjunar og göng því tengdu er
langt komin. Í kynnisferð sem
Landsvirkjun bauð fjölmiðlum
landsins í fyrir helgi kom fram að
lokið hefur verið við um 75
prósent af göngum tengdum
stöðvarhúsinu og ætlað að þeim
hluta verksins ljúki í haust. Foss-
kraft JV sér um þann hluta verks-
ins. Ítalska verktakafyrirtækið
Impregilo sér hins vegar um gerð
aðrennslis- og veituganga úr lón-
um og á þeirri gangagerð að vera
lokið í byrjun árs 2007.
Impregilo er stærsti einstaki
verktakinn sem vinnur við gerð
Kárahnjúkavirkjunar, en fyrir-
tækið sér einnig um smíði aðalstí-
flunnar við Fremri Kárahnjúk. Á
blaðamannafundi sem haldinn var
kom fram að nokkrar tafir hafa
orðið á vinnu við gerð undirstöðu
stíflunnar vegna gljúps jarðvegar
og sprungna. Gianni Porta, yfir-
maður framkvæmda hjá
Impregilo, segist þess hins vegar
fullviss að takist að vinna upp
glataðan tíma. „Upphaf fram-
kvæmda er alltaf langerfiðasti
tíminn,“ sagði hann og dró ekki úr
að hér hafi nokkrir hlutir komið
þeim Impregilo mönnum á óvart.
Einna helst sagði hann þó veður-
far og aðstæður síðasta vetur hafa
verið erfiðar. „Rokið er langverst
og alveg ótrúlegt,“ sagði hann og
bætti við að þekking á aðstæðum
og veðurfari kynni að hluta til að
skýra hvers vegna Íslendingar
sæktu ekki í meira mæli í að
vinna við stíflugerðina við Kára-
hnjúka. Hann sagði þó að hjá Imp-
regilo væri hlutfall erlendra og
innlendra starfsmanna þó í takt
við þær áætlanir sem gerðar
höfðu verið. „Íslendingar sem hjá
okkur vinna eru um 20 prósent af
heildarfjölda starfsmanna,“ sagði
hann. Veðurfar og aðstæður sagði
hann að gerðu mannahald dálítið
erfiðara en ella og hefði það áhrif
í starfsmannaveltu hjá öllum
þjóðernum sem hjá fyrirtækinu
störfuðu. „Minnst áhrif eru grein-
anleg hjá starfsfólki frá þriðja-
heimslöndum. Við erum með fólk
sem starfað hefur við ámóta
framkvæmdir í Patagóníu í Suður-
Argentínu við sambærileg veður-
farsskilyrði. Svo líka fólk sem
vann þar sem ég var áður við
fyrra verkefni í Mongólíu. Þegar
blæs þá blæs og þegar frost er 35
gráður, þá er það bara svoleiðis.
Þetta er spurning um að hafa fólk
sem hefur þjálfun í að vinna við
erfiðar aðstæður,“ sagði hann, en
bætti því líka við að Impregilo
væri reynslunni ríkara eftir
síðasta vetur og vissu nú að
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Mistök sjúkrahúss:
Fékk vitlaust
blóð og lést
BANDARÍKIN, AP Sjúklingur lést á
sjúkrahúsi í Sarasota í Flórída
eftir að hafa fengið blóð úr röng-
um blóðflokki. Sjúkrahúsyfirvöld
hafa ekki viljað staðfesta að blóð-
skiptin hafi orðið henni að bana en
játa að mistök hafi verið gerð.
Konan lést í síðasta mánuði
degi eftir að hafa fengið blóðgjöf-
ina. Duncan Finley, framkvæmda-
stjóri Sarasota Memorial sjúkra-
hússins, segir að ástæðan fyrir
því að konan hafi fengið vitlaust
blóð hafi verið röng merking á
blóðpokanum.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið
sem mistök eru gerð á sjúkrahús-
inu. Í mars var framkvæmd smá-
vægileg hjartaaðgerð á röngum
sjúkling. Þá gleymdist að bera
merkingar á úlnlið sjúklingsins
saman við sjúklingaskrá. ■
FÉLL AF HESTBAKI Ung stúlka féll
af hestbaki milli Þórisstað og
Geitabergs í Svínadal um kvöld-
matarleitið í fyrradag. Stúlkan
meiddist nokkuð og var flutt til
aðhlynningar með sjúkrabifreið.
TRAKTOR VALT Traktor valt í
Skálholtsbrekku við Reyki í kjöl-
far áreksturs við fólksbíl. Ekki
urðu alvarleg slys á fólki en öku-
maður traktorsins var fluttur á
slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi.
ÍKVEIKJA Grunur leikur á að
kveikt hafi verið í vörubifreið við
Stekkjargötu í Hnífsdal í gær-
morgun. Bíllinn er talsvert mikið
skemmdur en enginn er grunaður
um íkveikjuna enn sem komið er.
Málið er í rannsókn hjá lögregl-
unni á Ísafirði.
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 • www.yamaha.is
TIL AFGREI‹SLU STRAX
Vi› lánum allt a› 70%
Arctic Trucks bjóða lán til kaupa á nýjum mótorhjólum.
Lánin geta numið allt að 70% af kaupverði og gilt til
60 mánaða. Kynnið ykkur möguleikana og látið draum-
inn verða að veruleika. Hjólaðu í sumar.
Grizzly 660FWA 1.267.000
Kodiak 450FWAN 1.087.000
Bruin 350WAN 897.000
Blaster 200 657.000
YFZ 450 1.097.000
Y A M A H A F J Ó R H J Ó L Y A M A H A F J Ó R H J Ó L
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
25
28
7
0
7/
20
04
VINNUHJÓL verð
SPORTHJÓL verð
Opið mánudaga til föstudaga kl. 8.00 - 18.00
BLASTER
200
GRIZZLY
660FWA
STÍFLUGERÐ Í MYNNI DIMMUGLJÚFRA
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur Pétursson, verkfræðingur, yfirmaður verkefnisstjórnar vegna Kárahnjúkavirkjun-
ar ráða ráðum sínum á aðalstíflusvæðinu við hlíðar Fremri Kárahnjúks. Að baki Friðriks stendur Ásbjörg Kristinsdóttir, verkfræðingur
Landsvirkjunar sem hefur umsjón með áætlunum og kostnaðareftirliti vegna Kárahnjúkavirkjunar.
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON,
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
GANGUR FRAMKVÆMDA
VIÐ KÁRAHNJÚKAVIRKJUN
KYNNINGARFUNDUR LANDSVIRKJUNAR
Frá vinstri: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar; Albert Guðmundsson, verkfræðing-
ur sem hefur umsjón með lagningu raforkuflutningsvirkis vegna Fjarðaráls; Guðmundur
Pétursson, verkfræðingur sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum vegna Kárahnjúka-
virkjunar og Sigurður Arnalds, verkfræðingur og kynningarfulltrúi Landsvirkjunar vegna
virkjunarinnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Í BÆINN
Fáir nýta sér bílahúsin í miðbænum og er nýting þeirra flestra vel undir 50 prósentum.
10-11 18.7.2004 18:54 Page 2