Fréttablaðið - 19.07.2004, Side 56

Fréttablaðið - 19.07.2004, Side 56
28 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR SOPHIA MYLE Leikur í sumarmyndinni Thunderbirds og tók sig vel út þegar hún mætti á frumsýningu myndarinnar í London í gær. Tuskulegur kjóll á tuskulegar konur „Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæða- burðinn,“ segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tusk- um sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýn- ingunni Afleit/Afleidd. „Ég safn- aði allavega viskustykkjum, borð- tuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski ald- argömlu hlutverki konunnar í eld- húsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana.“ En hér heima virðist sjálfs- ímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. „Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftu- sku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pæl- ingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn,“ segir Tinna. „Ég fann eld- gömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxem- borg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhús- svuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi.“ Tinna sýnir jafnframt risaháls- festi í Klink og Bank. „Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar troll- kúlur og þræddi þeim upp á band.“ tora@frettabladid.is TINNA KVARAN Hannaði kjól úr tuskum fyrir tuskulegar konur og trollkúlu-perlufesti á brussulegar skessur. MYNDLIST TINNA KVARAN ■ Segir konur eiga það til að tengja sjálfsmyndina við tuskur og að jafnvel sérlega vel til hafðar konur eigi það til að segja að þær klæðist gömlum tuskum eða líði eins og undinni gólftusku. 56-57 (28-29) fólk 18.7.2004 18:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.