Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 8
8 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR Íranir sagðir hafa sett sig í samband við al-Kaída: Vildu samstarf um árásir RANNSÓKN Íranskir embættismenn settu sig í samband við al-Kaída eftir árás samtakanna á banda- ríska herskipið Cole. Vildu írönsk stjórnvöld eiga samstarf við sam- tökin um árásir á Bandaríkin í framtíðinni að því er fram kemur á vef bandaríska vikublaðsins Time. Osama bin Laden er sagður hafa hafnað samstarfi af ótta við að það kynni að styggja stuðnings- menn samtakanna í Sádí-Arabíu. Að sögn tímaritsins er þetta meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu nefndarinnar sem hefur rannsakað aðdraganda árásanna. Skýrslan verður gerð opinber á fimmtudag. Tíu al-Kaídaliðanna sem rændu flugvélunum sem var flogið á World Trade Center og bandaríska varnarmálaráðu- neytið 11. september 2001 fóru í gegnum Íran á leið sinni frá Afganistan til Bandaríkjanna að því er fram kemur í frétt Time. Þar segir að írönsk stjórnvöld hafi fyrirskipað landamæravörðum að hleypa al-Kaídaliðum inn í landið frá Afganistan án þess að stimpla vegabréf þeirra. Íranar segja þetta uppspuna og neita því að hafa átt samstarf við al-Kaída. Það kunni að vera að al- Kaídaliðar hafi farið yfir landa- mæri Írans og Afganistans en ómögulegt sé að fylgast með þeim öllum. ■ Sprengjum varpað á Fallujah Fjórtán létu lífið þegar Bandaríkjamenn gerðu loftárás á meint athvarf hryðju- verkamanna í Fallujah. Heimamenn segja óbreytta borgara hafa hafst við í hús- inu. Borgin er orðin mun friðsælli en áður eftir brotthvarf Bandaríkjahers. FALLUJAH, AP Fjórtán manns létu líf- ið þegar bandarískar herþotur gerðu árás á hús í írösku borginni Fallujah. Bandaríkjamenn segja húsið hafa verið notað af upp- reisnarmönnum og að 25 slíkir hafi verið þar rétt áður en árásin var gerð. Íbúar í nágrenni hússins sögðu hins vegar að óbreyttir borgarar hefðu hafst við í húsinu. Þetta var í sjötta skipti sem Bandaríkjamenn gera loftárás á meint athvarf uppreisnarmanna í borginni eftir að hersveitir þeirra héldu frá borginni fyrir tveimur mánuðum. Þeir segja stuðnings- menn hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawi hafast þar við og nota borgina sem miðstöð til árása annars stað- ar í Írak. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, sem hefur heitið því að brjó- ta uppreisnar- menn og hryðju- verkamenn á bak aftur í samstarfi við Bandaríkja- menn samþykkti árásina. Stutt er síðan borgin var í fréttunum upp á hvern einasta dag vegna mannskæðra bardaga. Ef undan eru skildar loftárásir Bandaríkjamanna er borgin hins vegar orðin friðsæl eftir brotth- varf Bandaríkjahers fyrir tveim- ur mánuðum. Íbúarnir ferðast um áhyggjulausir og sofa utandyra að næturlagi þar sem er aðeins sval- ara en innandyra. Áður hefði eng- um dottið í hug að gera það vegna hættunnar sem fylgdi bardögum daga og nætur. Íbúarnir segja borgina ekki hafa verið friðsamlegri í rúmt ár. Áhyggjur af því að íslamskir víga- menn myndu reyna að stjórna borginni samkvæmt strangasta trúarbókstaf Kóransins virðast hafa reynst áhyggjulausar. Eitth- vað bar á því fyrstu dagana eftir brotthvarf Bandaríkjamanna en því lauk fljótt fyrir áhrif hófsam- ari klerka. Friður komst á eftir að svoköll- uð Fallujahsveit, blanda íbúa og fyrrum foringja í Íraksher, tók að sér að tryggja frið og reglu í borg- inni. Meðal þeirra sem slógust í hópinn voru margir vígamann- anna sem áður börðust við Banda- ríkjaher. ■ ,,Íbúarnir segja borg- ina ekki hafa verið friðsamlegri í rúmt ár. SVONA ERUM VIÐ HLUTFALL HÁTÆKNIFRAM- LEIÐSLU AF HEILDARÚTFLUTN- INGI LANDSMANNA: 1998 2001 2002 20.5 % 3.2 % 5.5 % Heimild: Alþjóðabankinn www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 53 51 07 /2 00 4 21. - 28. ágúst Einstök ferð með viðkomu í Madrid, Toledo, Salamanca og Segovia, í fylgd hins snjalla útvarpsmanns og fararstjóra, Kristins R. Ólafssonar. Örfá sæti laus vegna forfalla! Nánari ferðatilhögun á www.uu.is og í sérferðabæklingi Úrvals-Útsýnar. Verð: 103.320 kr. á mann í tvíbýli. – hefur þú séð DV í dag? Ætlaði ekki að drepa hann Stakk vin sinn í kviðinn til að hefna sín Filippseyjar: Herinn fer heim í dag MANILA, AP Stjórnvöld á Filipps- eyjum segjast ætla að ljúka heim- kvaðningu herliðs síns frá Írak í dag. Þetta er gert til að bjarga filippseyskum gísl sem er í haldi hryðjuverkamanna sem hafa hótað að hálshöggva hann. Þeir segjast alls ekki munu láta gísl sinn lausan fyrr en síðasti filippseyski hermaðurinn hefur yfirgefið Írak. Ákvörðun stjórnvalda í Filipps- eyjum hefur verið harðlega gagn- rýnd af stjórnvöldum í Bandaríkj- unum og Ástralíu sem segja að verið sé að senda hryðjuverka- mönnum röng skilaboð. ■ OSAMA BIN LADEN Sagður hafa neitað samstarfi við Írana um árásir á Bandaríkin. BEÐIST FYRIR Gloria Arroyo forseti baðst fyrir við messu í gær. STRÁKAR AÐ LEIK Í FÓTBOLTA Fyrir tveimur mánuðum var hættulegt að vera utandyra vegna bardaga sem þar geisuðu. Nú leika drengir sér í fótbolta og fullorðnir ganga áhyggjulausir um göturnar. SOFIÐ UNDIR BERU LOFTI Hitinn er svo mikill að margir kjósa að sofa utandyra. Það hefði verið óhugsandi meðan næturbardagar geisuðu fyrr á árinu. M YN D IR /A P/ AB D EL K AD ER S A AD I 08-09 18.7.2004 21:41 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.