Fréttablaðið - 19.07.2004, Page 8

Fréttablaðið - 19.07.2004, Page 8
8 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR Íranir sagðir hafa sett sig í samband við al-Kaída: Vildu samstarf um árásir RANNSÓKN Íranskir embættismenn settu sig í samband við al-Kaída eftir árás samtakanna á banda- ríska herskipið Cole. Vildu írönsk stjórnvöld eiga samstarf við sam- tökin um árásir á Bandaríkin í framtíðinni að því er fram kemur á vef bandaríska vikublaðsins Time. Osama bin Laden er sagður hafa hafnað samstarfi af ótta við að það kynni að styggja stuðnings- menn samtakanna í Sádí-Arabíu. Að sögn tímaritsins er þetta meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu nefndarinnar sem hefur rannsakað aðdraganda árásanna. Skýrslan verður gerð opinber á fimmtudag. Tíu al-Kaídaliðanna sem rændu flugvélunum sem var flogið á World Trade Center og bandaríska varnarmálaráðu- neytið 11. september 2001 fóru í gegnum Íran á leið sinni frá Afganistan til Bandaríkjanna að því er fram kemur í frétt Time. Þar segir að írönsk stjórnvöld hafi fyrirskipað landamæravörðum að hleypa al-Kaídaliðum inn í landið frá Afganistan án þess að stimpla vegabréf þeirra. Íranar segja þetta uppspuna og neita því að hafa átt samstarf við al-Kaída. Það kunni að vera að al- Kaídaliðar hafi farið yfir landa- mæri Írans og Afganistans en ómögulegt sé að fylgast með þeim öllum. ■ Sprengjum varpað á Fallujah Fjórtán létu lífið þegar Bandaríkjamenn gerðu loftárás á meint athvarf hryðju- verkamanna í Fallujah. Heimamenn segja óbreytta borgara hafa hafst við í hús- inu. Borgin er orðin mun friðsælli en áður eftir brotthvarf Bandaríkjahers. FALLUJAH, AP Fjórtán manns létu líf- ið þegar bandarískar herþotur gerðu árás á hús í írösku borginni Fallujah. Bandaríkjamenn segja húsið hafa verið notað af upp- reisnarmönnum og að 25 slíkir hafi verið þar rétt áður en árásin var gerð. Íbúar í nágrenni hússins sögðu hins vegar að óbreyttir borgarar hefðu hafst við í húsinu. Þetta var í sjötta skipti sem Bandaríkjamenn gera loftárás á meint athvarf uppreisnarmanna í borginni eftir að hersveitir þeirra héldu frá borginni fyrir tveimur mánuðum. Þeir segja stuðnings- menn hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawi hafast þar við og nota borgina sem miðstöð til árása annars stað- ar í Írak. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, sem hefur heitið því að brjó- ta uppreisnar- menn og hryðju- verkamenn á bak aftur í samstarfi við Bandaríkja- menn samþykkti árásina. Stutt er síðan borgin var í fréttunum upp á hvern einasta dag vegna mannskæðra bardaga. Ef undan eru skildar loftárásir Bandaríkjamanna er borgin hins vegar orðin friðsæl eftir brotth- varf Bandaríkjahers fyrir tveim- ur mánuðum. Íbúarnir ferðast um áhyggjulausir og sofa utandyra að næturlagi þar sem er aðeins sval- ara en innandyra. Áður hefði eng- um dottið í hug að gera það vegna hættunnar sem fylgdi bardögum daga og nætur. Íbúarnir segja borgina ekki hafa verið friðsamlegri í rúmt ár. Áhyggjur af því að íslamskir víga- menn myndu reyna að stjórna borginni samkvæmt strangasta trúarbókstaf Kóransins virðast hafa reynst áhyggjulausar. Eitth- vað bar á því fyrstu dagana eftir brotthvarf Bandaríkjamanna en því lauk fljótt fyrir áhrif hófsam- ari klerka. Friður komst á eftir að svoköll- uð Fallujahsveit, blanda íbúa og fyrrum foringja í Íraksher, tók að sér að tryggja frið og reglu í borg- inni. Meðal þeirra sem slógust í hópinn voru margir vígamann- anna sem áður börðust við Banda- ríkjaher. ■ ,,Íbúarnir segja borg- ina ekki hafa verið friðsamlegri í rúmt ár. SVONA ERUM VIÐ HLUTFALL HÁTÆKNIFRAM- LEIÐSLU AF HEILDARÚTFLUTN- INGI LANDSMANNA: 1998 2001 2002 20.5 % 3.2 % 5.5 % Heimild: Alþjóðabankinn www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 53 51 07 /2 00 4 21. - 28. ágúst Einstök ferð með viðkomu í Madrid, Toledo, Salamanca og Segovia, í fylgd hins snjalla útvarpsmanns og fararstjóra, Kristins R. Ólafssonar. Örfá sæti laus vegna forfalla! Nánari ferðatilhögun á www.uu.is og í sérferðabæklingi Úrvals-Útsýnar. Verð: 103.320 kr. á mann í tvíbýli. – hefur þú séð DV í dag? Ætlaði ekki að drepa hann Stakk vin sinn í kviðinn til að hefna sín Filippseyjar: Herinn fer heim í dag MANILA, AP Stjórnvöld á Filipps- eyjum segjast ætla að ljúka heim- kvaðningu herliðs síns frá Írak í dag. Þetta er gert til að bjarga filippseyskum gísl sem er í haldi hryðjuverkamanna sem hafa hótað að hálshöggva hann. Þeir segjast alls ekki munu láta gísl sinn lausan fyrr en síðasti filippseyski hermaðurinn hefur yfirgefið Írak. Ákvörðun stjórnvalda í Filipps- eyjum hefur verið harðlega gagn- rýnd af stjórnvöldum í Bandaríkj- unum og Ástralíu sem segja að verið sé að senda hryðjuverka- mönnum röng skilaboð. ■ OSAMA BIN LADEN Sagður hafa neitað samstarfi við Írana um árásir á Bandaríkin. BEÐIST FYRIR Gloria Arroyo forseti baðst fyrir við messu í gær. STRÁKAR AÐ LEIK Í FÓTBOLTA Fyrir tveimur mánuðum var hættulegt að vera utandyra vegna bardaga sem þar geisuðu. Nú leika drengir sér í fótbolta og fullorðnir ganga áhyggjulausir um göturnar. SOFIÐ UNDIR BERU LOFTI Hitinn er svo mikill að margir kjósa að sofa utandyra. Það hefði verið óhugsandi meðan næturbardagar geisuðu fyrr á árinu. M YN D IR /A P/ AB D EL K AD ER S A AD I 08-09 18.7.2004 21:41 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.