Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 16
Farinn að hlusta á fleiri
en Björn Inga
Það hefur ekki farið fram-
hjá neinum að forysta
Framsóknarflokksins er,
vægt til orða tekið, í
mikilli klípu vegna
fjölmiðlamálsins.
Síðustu vikur og
reyndar mánuðir
hafa reynst
Halldóri Ásgríms-
syni, formanni
flokksins, afar erf-
iðir. Hann hefur
þurft að verja af-
stöðu flokksins í mál-
inu fyrir sínu eigin
fólki, sem margt er alls
ekki sátt við þá stöðu sem flokkurinn er
kominn í. Einn helsti ráðgjafi Halldórs í
málinu hefur verið Björn Ingi Hrafns-
son, fyrrverandi blaðamaður á Morgun-
blaðinu og aðstoðarmaður Halldórs.
Innan Framsóknar heyrast nú þær radd-
ir að Halldór sé farinn að hlusta á fleiri
en Björn Inga. Túlka margir það á já-
kvæðan hátt því skoðanir Björns Inga á
málinu hafa ekki átt upp á
pallborðið hjá stórum
hluta flokksmanna.
Ekki bannað að vera
frekur
Sigurður Geirdal, bæjar-
stjóri Kópavogs,
er sannfærður
um að ríkis-
stjórnarsamstarfið sé með besta móti. Í
viðtali í Fréttablaðinu í gær blæs hann á
allar kenningar um að stjórnin sé að
springa. Hann segir slíkar sögusagnir
allar komnar frá stjórnarandstöðunni
sem beiti ákveðinni taktík til að reyna
að gera framsóknarmenn órólega. Í
fyrsta lagi geri hún í því að gera forsæt-
isráðherraskiptin tortryggileg. Þá sé
stöðugt verið að senda skilaboð um að
Davíð Oddsson sé svo frekur og leiðin-
legur að nauðsynlegt sé að losna við
hann. Svo virðist sem Sigurður láti sér
fátt um finnast um upphrópanir stjórn-
arandstöðunnar. „... ég veit ekki til þess
að það sé bannað með lögum að vera
frekur,“ segir Sigurður sem greinilega
skilur Davíð vel. ■
Sú var tíð að Morgunblaðið notaði
tiltekna ramma til að auðkenna
sérstaka sómapenna sem blaðið
taldi að heiðruðu blaðið sérstak-
lega með nærveru sinni. Þessir
viðhafnarrammar voru fráteknir
handa sérstökum og alþekktum
andans aristókrötum – og sjald-
gæfir eftir því: einungis notaðir
ef þessir aristókratar skyldu nú
fá skemmtilega hugdettu.
Sjálft formið á þessum grein-
um ber útlitshönnuðum blaðsins
fagurt vitni. Ramminn fangar
augað undireins svo að annað efni
á opnunni virðist nánast almúga-
legt í samanburðinum. Íhaldssemi
og fágun einkenna útlit þessara
greina, útmælt yfirlætisleysi.
Þetta er viðhafnarpúlt blaðsins,
fagurlega hannað af fremstu
listamönnum þess.
Eða betristofan: reglulegur og
formfastur ramminn, letrið, sjálf
myndaleysið sem ögrar klisjunni
um að mynd þurfi alltaf að fylgja
öllum texta: hér er okkur vísað
inn í fagurþiljaða betristofu
íslenskrar umræðu, allt bendir
hér til Sögu og Hefðar – verður
maður ekki svolítið hokinn á með-
an maður les?
Á þeim árum þegar viðhafn-
arramminn birtist lesendum ein-
ungis nokkrum sinnum í mánuði
þótti manni óneitanlega á þessu
nokkurt broddborgarasnið. Manni
þótti blaðið fara í heldur mikið
manngreinarálit, gera óþarflega
mikið stáss með suma á meðan
aðrir máttu dúsa í Bréfum til
blaðsins, eða náðu jafnvel aldrei
að tosa sig upp úr Velvakanda. Á
móti kom hins vegar að þetta voru
ekki fulltrúar auðs og veraldlegra
valda, hinir útvöldu voru andans
menn: þarna gat maður átt von á
ádrepum Helga Hálfdanarsonar
sem orðið „sér-viska“ átti við í
sinni bestu og tærustu merk-
ingu, andríkum hugleiðingum
Þorsteins Gylfasonar eða leiftr-
andi fyndnum pólitískum athuga-
semdum frá Magnúsi Óskarssyni,
svo að þrír eftirminnilegir
rammapennar séu nefndir. Sjaldn-
ast var um dægurþras að ræða í
þessum rammagreinum, oft sner-
ust þær um torskilda staði í ljóð-
um eða höfðu að geyma frumleg-
ar hugdettur, óvænt sjónarhorn.
Þetta voru jákvæðar greinar.
Með öðrum orðum: þrátt fyrir dá-
lítið þverslaufulegt hátíðafas var
þetta ánægjulegur vettvangur og
til þess fallinn að koma manni í
gott skap. Þar til nú.
Allt í einu er þessi viðhafnar-
dálkur Morgunblaðsins handa
vildarpennum sínum undirlagður
af mjög kyndugum ritsmíðum.
Satt að segja er gamla betristofan
orðin eins og mötuneytið í Valhöll
eða kaffistofan hjá Lögfræðinga-
félaginu. Þarna rekur hver
greinin aðra þar sem lagarefir
Flokksins reyna að telja þjóðinni
trú um það að ef ekki séu tiltekn-
ar stjórnvaldsaðgerðir beinlínis
og berum orðum bannaðar í
stjórnarskránni þá hljóti þær þar
með að samræmast henni – jafn-
vel þótt viðkomandi aðgerðir fari
í bága við það sem þó stendur í
stjórnarskránni.
Undarlegasta greinin í þessum
bálki var þó tvímælalaust eftir
Hannes Hólmstein Gissurarson.
Á dögunum fékk hann gamla við-
hafnarrammann utan um ritsmíð
sem ekki varð betur séð en að
fjallaði umfram allt um það
hversu alþýðlegur, yfirvegaður
og orðheppinn greinarhöfundur
væri, andstætt Ólafi Hannibals-
syni, sem hefði ekki til að bera
þessa eftirsóknarverðu eiginleika
og því farið mjög halloka í orða-
skiptum þeirra tveggja. Í grein-
inni var því lýst hvernig þessir
miklu yfirburðir greinarhöfundar
yfir Ólaf hefðu gagnast honum til
að kveða hann gersamlega í
kútinn með snjöllu tilsvari sem
myndi sóma sér vel í bókaflokkn-
um Íslenzk fyndni – ef það er þar
þá ekki nú þegar eða í öðru sam-
bærilegu riti, sé höfundurinn trúr
þeim aðferðum sem hann hefur
nú þegar öðlast nokkra frægð
fyrir. Innan um þetta var laumað
óhróðri um störf Ólafs sem báru
höfundi sínum vitni.
Ekki er að efa að Hannes telur
sig þurfa að jafna einhverjar sakir
við Ólaf Hannibalsson. Og ekki
kemur á óvart að hann notar til
þess aðferðir sem löngum voru
kenndar við Jónas frá Hriflu og
einkennast af óhróðri, slúðri og
rangfærslum - ef til vill ómaklega
því Jónas má þó eiga að hann stóð á
sinni tíð fyrir mikilli uppbyggingu,
ekki bara niðurrifi. Sjálfur get ég
vitnað um að það er óskemmtilegt
að fá yfir sig skæðadrífu tölvu-
skeyta frá Hannesi og svara þeim
eins og almenn kurteisi býður
manni og frétta síðan af því hvern-
ig hann sendir hingað og þangað
bréfin, Guð má vita hvernig sam-
anklippt, til að sýna fram á hvern-
ig hann hafi kveðið viðkomandi í
kútinn – „sáuði hvernig ég tók hann
piltar“. Smám saman lærir maður
að Hannes er líka hluti af sköpun-
arverki Guðs og verður fá að kveða
sitt í sinn kút, en óneitanlega er
hálf leiðinlegt fyrir dyggan les-
anda Morgunblaðsins að sjá
þennan virðulega og löngum
ánægjulega vettvang hinnar sér-
viskulegu akademíu blaðsins nær
daglega undirlagðan jafn kjánaleg-
um samsetningi og umrædd grein
Hannesar óneitanlega var. ■
Kútkveðskapur HannesarÞ
að er dálítið erfitt að meta hvað býr að baki boðaðrar breytingar rík-
isstjórnarinnar á stjórnarskrá lýðveldisins. Ráðherrarnir hafa sagt
að ekki sé hægt að lifa við málskotsrétt forseta Íslands en ekki
verið ýkja skýrmæltir um hvað eigi að koma í staðinn fyrir þetta vald
forseta. Ef ráðherrunum finnst illt að lifa við málskotsrétt forseta þá held
ég að stærsti hluti þjóðarinnar hugsi til þess með hryllingi ef þessi réttur
yrði afnuminn án þess að öðrum yrði gefinn sambærilegur réttur til að
skjóta umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Umdeilt ákvæði um
málskotsrétt forseta er í stjórnarskránni þar sem þeir sem stóðu að henni
upphaflega töldu nauðsynlegt að veita flokksvaldi á Alþingi aðhald. Fjöl-
miðlamálið er allt gott dæmi um framsýni þeirra. Það kemur því ekki til
greina að afnema málskotsrétt forseta ef það eykur enn völd og vægi
stjórnmálaflokka á Íslandi – nóg er það nú samt. Ef afnema á málskots-
rétt forsetans verður það ekki gert nema með því að gera það enn auð-
veldara og skilvirkara að skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þær aðferðir sem notaðar eru í nágrannalöndum okkar er að tiltekinn
fjöldi þingmanna – til dæmis þriðjungur – geti krafist þjóðaratkvæða-
greiðslu en að efna skuli til slíkrar atkvæðagreiðslu ef tiltekinn hluti
atkvæðisbærra manna krefst þess – til dæmis 25 prósent. Þetta kemur
hvort tveggja til greina að innleiða á Íslandi og hefur ýmsa kosti fram yfir
núverandi fyrirkomulag þótt þeir séu ef til vill ekki afgerandi. Málskots-
réttur forseta hefur þann kost að erfitt er að sjá fyrir sér að honum verði
misbeitt. Það er erfitt að sjá fyrir að forseti neiti sífellt lögum staðfest-
ingar sem síðan eru staðfest af þjóðinni með góðum meirihuta í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Til að beita þessu valdi þarf forseti að vera þokkalega
læs á vilja þjóðarinnar – að öðrum kosti myndi þjóðin líklega hafna
honum í næstu kosningum.
Og það sama má segja um forseta sem nota ekki þetta vald og þennan
rétt almennings – einkum þegar ísinn hefur verið brotinn. Hingað til hafa
þeir frambjóðendur í forsetakosningum sem lagt hafa áherslu á að þeir
myndu aldrei nota þennan rétt ekki fengið mikið fylgi. Á meðan forsetinn
einn getur veitt flokksvaldinu á Alþingi aðhald og sent mál í þjóðar-
atkvæðagreiðslu er ólíklegt að slíkir frambjóðendur muni fá meira fylgi
í framtíðinni – og skiptir þá engu hversu umdeild ákvörðun Ólafs Ragnars
Grímssonar frá í sumar var. Vantraust almennings á Alþingi og stjórn-
málaflokkunum er svo almennt og það ríkur vilji í samfélaginu til að
virkja betur lýðræðið í stjórnskipan okkar að það er hæpinn málstaður í
kosningum að vilja takmarka vald þjóðarinnar til verndar valdi stjórn-
málaflokka.
En ef stjórnarflokkarnir vilja afnema þetta vald forseta og gefa
almenningi þess í stað tækifæri til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur
með undirskriftasöfnun þá geta þeir náð nokkuð breiðri samstöðu um það
mál – en náttúrlega aðeins ef þeir láta af þeim þjösnaskap sem einkennt
hefur málarekstur þeirra að undanförnu. Með slíkum málarekstri er
hægt að kalla fram andstöðu jafnvel við hin mætustu mál.
Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort alvara liggi að baki vilja ráð-
herranna til að semja nýjar reglur í stjórnarskrá sem tryggi málskotsrétt
til þjóðarinnar. Ummæli þeirra að undanförnu hafa fremur einkennst af
andúð við ákvörðun forsetans frá í vor og vilja til að koma á hann höggi
en hugsjónum um að auka virkt lýðræði á Íslandi. Þvert á móti hefur
framganga þeirra einkennst af óþreyju yfir að vald þeirra sé tak-
mörkunum háð og skiptir þá minnstu hvort það rekst á vald forsetans,
Hæstaréttar eða stjórnarskrárinnar. ■
19. júlí 2004 MÁNUDAGUR
MÍN SKOÐUN
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Það er enn óljóst hvort ríkisstjórnin vilji breyta stjórnarskrá til
að minnka vald forseta eða auka vald almennings.
Hvert fer mál-
skotsrétturinn?
ORÐRÉTT
Er Geir þá vondur?
„Með aðstoð góðra manna og
fjármálaráðherra fengum við
neyðarleyfi í gang.“
Garðar Gunnarsson, formaður Lands-
sambands íslenskra akstursíþrótta-
félaga, um vandræði við að koma tor-
færubílum inn í landið.
Morgunblaðið 18. júlí.
Þjáning nútímamannsins
„Einhvers staðar las ég að álagið
væri jafnmikið á karlmanni í
verslunarmiðstöð og orrustuflug-
manni í loftbardaga. Dreg
reyndar í efa vísindalega ná-
kvæmni þeirrar fullyrðingar.“
Helgi Snær um búðarferðir.
Tímarit Morgunblaðsins 18. júlí.
Þróunarkenning Framsóknar
„Allsherjarsannleikurinn er
hvorki á vinstri né hægri kant-
inum. Ég hélt að allir myndu
þroskast nægilega mikið til að
sjá þetta og verða framsóknar-
menn.“
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópa-
vogi.
Fréttablaðið 18. júlí.
Má það nokkuð?
„Spielberg er enn fremur með
kvikmynd í bígerð sem fjallar
um rán palestínskra hryðju-
verkamanna á ísraelskum
íþróttamönnum á Ólympíuleik-
unum í München árið 1972.
Ellefu Ísraelsmenn létu lífið í
þeim harmleik. Hér er önnur
hugmynd handa Spielberg. Kvik-
mynd um þær hörmungar sem
Palestínumenn hafa mátt þola
frá hendi Ísraelsmanna. Af nógu
er að taka. Er ég einn um að
halda að dræmt yrði tekið í þá
hugmynd?“
Arnar Eggert Thoroddsen um verk-
efnaval í Hollywood.
Lesbók Morgunblaðsins 17. júl
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
VIÐHAFNARGREINAR
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
Undarlegasta greinin
í þessum bálki var þó tví-
mælalaust eftir Hannes
Hólmstein Gissurarson. Á
dögunum fékk hann gamla
viðhafnarrammann utan um
ritsmíð sem ekki varð betur
séð en að fjallaði umfram
allt um það hversu alþýð-
legur, yfirvegaður og orð-
heppinn greinarhöfundur
væri.
,,
degitildags@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað-
inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
16-17 Leiðari 18.7.2004 22:06 Page 2