Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 48
„Þetta eru myndir allt frá árinu 1954 til dagsins í dag. Það má segja að þetta sé yfirlitssýning á vatnslitamyndum en bók með myndum mínum var einnig gefin út af þessu tilefni,“ segir Hafsteinn Austmann myndlistar- maður en hann er sjötugur í dag. Sýning á verkum hans stendur nú yfir í Listasafni ASÍ, Ásmundar- sal við Freyjugötu, og segist Hafsteinn afar ánægður með sýn- inguna og ekki síst bókina. Aðspurður hvort miklar breyt- ingar á stíl hans megi sjá á sýn- ingunni segir Hafsteinn ekki hægt að neita því. „Hann hefur tekið miklum breytingum enda fór maður að losa tökin allveru- lega upp úr 1960 og í kjölfarið fór ég að leita meira fyrir mér. Ég var búin að vera í skóla hér heima og í Frakklandi en þá dugði ekki að klára bara nám hér á landi heldur þurfti að fara út í heim til að fullnema sig. Þegar ég fór í nám lá straumurinn til Frakk- lands og ég lenti því þar og tel mig vera heppinn. Það var nefni- lega mikið að gerast upp úr styrj- öldinni þar en New York tók síðan fljótlega við.“ Hafsteinn segist hafa komist í kynni við þær stefnur sem helst voru á þeim tíma. „Ég var nú reyndar ekki lengi þar til að byrja með, aðeins í rúmt ár enda bara 19 ára á þeim tíma.“ Hafsteinn kenndi síðan við Myndlistar- og handíðaskólann í tuttugu ár en hætti þegar breyta átti honum í háskóla. „Það er ekki hægt að taka einhverja BA-gráðu í myndlist, þetta er grein sem maður verður aldrei fullnuminn í því það er ekkert próf endanlegt í listum. „ Í dag er Hafsteinn enn iðinn við kolann og málar daglega. „Ég nýti morgnana í að vinna með vatnslitum enda er það léttari vinna. Ef eitthvað mislukkast þá hendir maður því einfaldlega. Um hádegisbilið legg ég mig síðan eins og tíðkast í Frakklandi og eftir blundinn fer ég að nuddast í olíunni.“ Aðspurður hvort hann ætli að leggja pensilinn á hilluna fljótlega segist hann alls ekki sjá það fyrir sér. „Ég er bara sjötug- ur og því rétt að byrja. Þetta er ein af fáum listgreinum sem manni fer fram með aldrinum. Það gerir nefnilega ekkert til þó maður titri svolítið, sem ég er þó reyndar ekki enn farinn að gera.“ Sýning Hafsteins í Ásmundar- sal við Freyjugötu stendur fram í ágúst en hægt er að festa kaup á bók hans og plaggöt á sýningunni. ■ 20 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR Edgar Degas Myndlistarmaðurinn fæddist á þessum degi árið 1834 fyrir 170 árum síðan. AFMÆLI Erró (Guðmundur Guðmundsson), myndlistarmaður, er 72 ára. Birgir Ísleifur Gunnarsson. seðlabanka- stjóri, er 68 ára. Sigfús Bjartmarsson, skáld, er 49 ára. Erla Bolladóttir, er 49 ára. Guðmundur Týr Þórarinsson (Mummi í Mótorsmiðjunni) er 46 ára. ANDLÁT Ragnheiður A. Runólfsdóttir lést 11. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Karl Jóhannesson, kjötiðnaðarmaður, lést 12. júlí. Torfi Sveinsson, frá Hóli í Svartárdal, lést 13. júlí. Gróa Þorgeirsdóttir-Lawrence, frá Lambastöðum, Garði, lést 14. júlí. Haraldur Axel Einarsson, húsasmíða- meistari, lést 15. júlí. JARÐARFARIR 10.30 Ingibjörg Þorsteinsdóttir, hús- freyja, verður jarðsungin frá Hall- grímskirkju. 13.30 Guðni Guðmundsson, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju. 13.30 Helga Ágústa Hjálmarsdóttir, fyrr- verandi gjaldkeri ríkisspítalana, verður jarðsungin frá Grafarvog- kirkju. 13.30 Magnús Kjartan Ágeirsson, skip- stjóri, Lækjarfit 3 í Garðabæ, verð- ur jarðsunginn frá Garðakirkju. 14.00Þórunn Kristrún Elíasdóttir (Dúdda), dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík, verður jarð- sungin frá Húsavíkurkirkju. Fer fram með aldrinum Sýningin Granadino hefur ver- ið opnuð á Vínbarnum við Tjörn- ina. Myndirnar eru úr smiðju Maríu Kjartansdóttur en hún hefur dvalist í Granada á Spáni undanfarin misseri. Nafn sýning- arinnar merkir raunverulega íbúi Granada en borgin, sem er sunn- arlega á Spáni, er fyrst og fremst háskólaborg og fer því oftast nær lítið fyrir íbúum hennar. María fór fljótlega eftir að hún flutti til borgarinnar að taka ljósmyndir af íbúum hennar sem hún segir gj- arnan falla í skuggann af Alhambra-höllinni og ferðaiðnað- inum í kringum hana. Hún tók flestar myndirnar án vitundar fólksins og segist hafa upplifað sig sem ósýnilega eða litla flugu á vegg. Allar myndirnar eru prentaðar í aðeins einu eintaki og texti við hverja og eina þeirra handsaum- aður. Textarnir eru eftir Birgi Hilmarsson, kærasta Maríu, en þeir eru úr lögum hans með hljómsveitinni AMPOP. GRANADINO Myndirnar tók María af íbúum borgarinnar sem oft fer lítið fyrir. „List er ekki það sem þú sérð, heldur það sem þú lætur aðra sjá.“ -Þetta hafði afmælisbarn dagsins, Edgar Degas, að segja um það sem hann fékkst við í lífinu. Ekki orð um það meir. AFMÆLISBARN DAGSINS HAFSTEINN AUSTMANN ER 70 ÁRA Í DAG Var fluga á vegg HAFSTEINN AUSTMANN Er ekki á leiðinni að leggja pensilinn á hilluna. Hann er með yfirlitssýningu á vatnslitamyndum sínum í Ásmundarsal fram í ágúst. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR AXEL EINARSSON húsasmíðameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ fimmtudaginn 15. júlí síðastliðinn. Ebba Kristinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ÞETTA GERÐIST DOC HOLLIDAY DREPUR MANN 19. júlí 1879 Doc Holliday verður mannsbani Doc Holliday, hinn goðsagnakenndi byssumaður og fyrrum tannlæknir frá Atlanta, framdi sitt fyrsta morð á þessum degi árið 1879. Þrátt fyrir að Holliday sem rómaður sem mikil vígamaður í sögu villta vestursins tók hann einungis þátt í átta byssubar- dögum um ævina og ekki er vitað til þess að hann hafi orðið fleiri en tveimur mönnum að bana. Þessi vel tilhafði spjátrungur var hins vegar alltaf merkilega svalur þegar hann stóð andspænis dauðan- um en skýringin á óttaleysi hans liggur ef til vill í þeirri staðreynd að hann var hægt og rólega að tærast upp af berklum. Árið 1879 settist hann að í Las Vegas og opnaði krá ásamt félaga sín- um og þar sat hann öll kvöld í félags- skap sýningastúlkna, spilaði póker og drakk ótæpilega eins og honum væri mikið í mun að flýta fyrir dauða sínum. Kemur þá að fyrrum hermað- urinn Mike Gordon og gerir sér dælt við eina dansmeyna og reynir að fá hana til að hætta störfum og flytja burt með sér. Hún hafnaði Gordon sem brást hinn versti við, rauk út og hóf að skjóta á staðinn. Hann náði þó ekki að skemma mikið þar sem hann hafði aðeins hleypt af tveimur skotum þegar Holliday gekk pollró- legur út og lagði hann að velli með einni byssukúlu. Ári síðar hélt Holliday til liðs við gamlan félaga sinn, Wyatt Earp lög- reglustjóra, og hjálpaði honum að hreinsa til í bænum Tombstone í Arizona. Þar drap Holliday annað fórnarlamb sitt í sögufrægum skot- bardaga sem átti sér stað við O.K. réttina. ■ DOC HOLLIDAY Leikarinn Val Kilmer fór á kostum í hlutverki þessa skotfima spjátrungs í kvikmyndinni Tombstone. Þrátt fyrir æsispennandi lífshlaup lést Holliday úr berklum í rólegheitum árið 1887 en sagan segir að andlátsorð hans hafi verið: „Þetta er sniðugt.“ LJÓSMYNDASÝNING MARÍA KJARTANSDÓTTIR ■ hefur opnað ljósmyndasýningu á Vín- barnum við Tjörnina. Á sýningunni má sjá myndir sem hún tók í borginni Granada á Suður Spáni. 48-49 (20-21) tímamót-nýtt 18.7.2004 17:17 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.