Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 55
27MÁNUDAGUR 19. júlí 2004
Skotlínur frá Scierra
fyrir þá sem vilja ná lengra
Leynivopn Veiðihornsins. Victoria´s
Secret. Höfundur Bjarni Júlíusson. Hefur
reynst frábærlega í laxveiði á sólríkum
dögum.
Skothausar og heilar skotlínur frá Scierra sem eru hannaðar af Henrik Mortensen
og Hywel Morgan hafa slegið í gegn enda magnaðar línur á góðu verði.
Skothausar aðeins 4.890, heilar skotlínur aðeins 5.890.- Gerðu verðsamanburð,
fáðu þér góða skotlínu á sanngjörnu verði og náðu lengra. Byrjendur ná fyrr
góðum tökum á fluguköstum með skotlínum frá Scierra.
Veiðihornið Hafnarstræti 5 sími 551 6760
Veiðihornið Síðumúla 8 sími 568 8410
Fylgstu með leynivopni vikunnar á mánudögum.
Fullt verð kr. 36,600
Tilboðsverð kr. 29,900
Vöðlur, skór, sandhlíf og belti.
Simms Freestone
öndunarvöðlu sett
Mörkinni 6, s. 568 7090
Æstir austurrískir aðdáendur
vöðvatröllsins, kvikmyndaleikar-
ans og ríkisstjórans í Kaliforníu
geta sleikt bakið á goðinu sínu frá
og með 30. júlí en þá gefur austur-
ríska póstþjónustan út einnar evru
frímerki með mynd af sjálfum
Arnold Schwarzenegger.
Hér er um sérstaka viðhafnarút-
gáfu að ræða og svo skemmtilega
vill til að útgáfudagurinn er einmitt
afmælisdagur Schwarzeneggers
sem verður 57 ára í lok mánaðarins.
Arnold valdi sjálfur myndina
sem prýða mun frímerkið en um er
að ræða portrett sem sýnir ríkis-
stjórann með bandaríska fánann
hægra megin við sig en austurríski
fáninn blaktir öllu minni á vinstri
hlið hans.
Frímerkið verður prentað í
600.000 eintökum þannig að það
geta margar tungur farið um breitt
bak Schwarzeneggers sem er vita-
skuld nokkurs konar þjóðhetja í
heimalandinu Austurríki.
„Hann er einn allra frægasti
Austurríkismaðurinn,“ segir
Sigfried Grobman, talsmaður
póstsins í Austurríki. „Við getum
verið mjög stolt af honum.“
Missti risafisk í Blöndu
eftir mikla baráttu
Þeir veiðimenn sem hafa veitt í
Blöndu hafa talað um stórlaxa í henni
eins og Þórarinn Sigþórsson, tann-
læknir, sem sagði fyrir fáum dögum
að nokkrir boltar hefðu verið fyrir
neðan laxastigann á sveimi. Sá fyrsti
hefur tekið en slapp eftir mikla bar-
áttu.
Næstu daga gætu stórlaxarnir far-
ið að taka frekar í Blöndu, þeir eru
fyrir hendi og aldrei að vita hvenær
þeir gefa sig.
„Þetta var risastór fiskur, ég hef
aldrei séð svona lax áður, hvorki fyrr
né síðar,“ sagði Guðmundur Ólason á
Jökuldal, en hann setti í þann stóra í
Blöndu á svæði þrjú fyrir fáum dög-
um, en fiskurinn slapp eftir að stöng-
in brotnaði við skaftið. Hann hafði
veitt stærstan 16 punda lax en þessi
sem slapp var miklu stærri.
„Ég var búinn að sjá fiskinn daginn
áður og hann var stór þegar hann kaf-
aði í hylnum og svo fórum við daginn
eftir í hylinn. Við fengum strax lax í
hylnum þegar við komum þangað en
ekki þennan stóra og færðum okkur í
annan veiðistað. Það var hleypt út úr
virkjuninni og vatnið hækkaði veru-
lega. Þá fórum við aftur í hylinn og sá
stóri tók maðkinn fljótlega þegar ég
kastaði þar. Baráttan stóð fyrir 15-20
mínútur og þá brotnaði stöngin mín
við skaftið, þetta var risafiskur, en lík-
lega hef ég tekið heldur fast á honum.
Ég gæti trúað að fiskurinn hefði verið
25-30 punda, jafnvel stærri. Ég hef
aldrei séð svona stóran lax áður,“
sagði Guðmundur í lokin, enn að jafna
sig eftir þann stóra sem slapp.
Veiðin hefur verið fín í norðlensku
veiðiánum flestum en Blanda hefur
gefið 622 laxa, Laxá á Ásum 141 lax,
Víðidalsá 300 laxa, Vatnsdalsá 120,
Miðfjarðará 330 og Hrútafjarðará 33
laxa.
Laxá á Refasveit hefur gefið 20
laxa sem er mjög gott en hún er sein
til og hafa veiðimenn verið að fá veið-
ina neðarlega í henni. Hallá hefur
gefið um 10 laxa og eitthvað hefur
sést af laxi þar.
Veiðimenn sem voru að hætta í
Hrútafjarðará fengu yfir 20 laxa holl-
ið, sem er mjög gott en mikið er af
fiski í ánni. Víða hellingur af fiski í
hverjum hyl.■
Hin árlega Airwaves-hátið sem fram fer 20.–24. októ-
ber er beðið í ofvæni enda fjölmennasti tónlistarvið-
burður ársins. Nú fer dagskrá hátíðarinnar að skýr-
ast en búist er við þátttöku um hundrað hljómsveita
og tónlistarmanna. Helstu erlendu viðburðir hátíðar-
innar verða bresku Four Tet, London Elektricity og
Keane, bandarísku Non Phixion, The Shins og Radio
4 auk Kid Koala frá Kanada, To Rococo Rot frá
Þýskalandi og Magnet frá Noregi, svo eitthvað sé
nefnt. The Keane hefur krónað efst á breska vin-
sældarlistanum allan júnímánuð og virðist vera sölu-
vænlegasta band hátíðarinnar. Sérstök eftirvænting
meðal músíkspekúlanta er til bandaríska Four Tet
sem m.a. hafa hitað upp fyrir Radiohead á tónleika-
ferðalögum og vinsældir rokkbandsins Radio 4 eru
einnig talsverðar hér á landi.
Gaukur á Stöng, Nasa og Hafnarhúsið bera hitann
og þungann af hátíðinni en fjöldi annarra vel valdra
staða í miðbænum munu hýsa sveitirnar sem fram
koma. Íslensku framlögin verða ekki af verri endan-
um á Airwaves en m.a. spila Leaves, Mínus, Jagúar,
Tenderfoot, Einar Örn - Ghostigital, Vinyl, Trabant
og Mugison. Hátíðin hefur náð að festa sig vel í sessi
sem gróskumikill stórviðburður í tónlistarheiminum
eftir þátttöku Suede, The Flaming Lips, The Hives og
Fatboy Slim á undanförnum árum. Búist er við fjöl-
da erlendra blaðamanna til að fylgjast með. Hljóm-
sveitirnar sem fram koma aðhyllast margar og
ólíkar tónlistarstefnur og ættu þá allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. ■
VEIÐIHORNIÐ
GUNNAR BENDER
■ skrifar um veiði.
BLANDA
Mjög góð veiði hefur verið í Blöndu síðustu daga, enda mikið gengið af fiski í hana.
ERLENDUR VEIÐIMAÐUR
Með vænan lax sem komst ekki undan.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FA
N
/Á
G
Ú
ST
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
Viltu sleikja bakið á ríkisstjóra?
ARNOLD SCHWARZENEGGER
Landar hans í Austurríki eru stoltir af
honum og ætla að skella honum á frí-
merki sem mun koma út á afmælisdegi
kappans um mánaðarmótin. Þá verður
kátt í Austurríki og fólk getur sleikt bakið á
hetjunni sinni fram og til baka.
Hundrað hljómsveitir og tónlistarmenn troða upp á Airwaves-hátíðinni:
Dagskrá Air-
waves skýrist
54-55 (26-27) skrípó 18.7.2004 20:30 Page 3