Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 19
Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfest- ingarbankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Fasteigna- og framkvæmdalán Frjálsa fjárfestingarbankans eru einnig hentug leið fyrir þá sem standa í húsbyggingum eða fast- eignakaupum. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni Hólmgeir Hólmgeirsson rekstrarfræðingur er lánafulltrúi og ráðgjafi á viðskiptasviði 9 0 4 0 4 4 2 H im in n o g h a f- 9 0 4 0 4 4 2 80%veðsetningarhlutfall 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 8,00% 5 ár 19.050 19.300 19.570 20.040 20.280 15 ár 8.120 8.410 8.710 9.270 9.560 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 7.340 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 6.950 2 4.500 4.960 5.420 6.250 6.670Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 24 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 104 stk. Keypt & selt 21 stk. Þjónusta 52 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heilsa 9 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 16 stk. Atvinna 11 stk. Tilkynningar 3 stk. Góðan dag! Í dag er mánudagur 19. júlí, 201. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.54 13.34 23.12 Akureyri 3.13 13.19 23.22 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Fasteignasölur 101 Reykjavík 8 Ás 18–19 Draumhús 4–5 Eign.is 12 Eignalistinn 17 Fasteignamarkaðurinn 14 Fasteignamiðlun 10–11 Fasteignam. Grafarv. 6 Fjárfesting 15 Heimili 3 Híbýli 20 ÍAV 21 Hraunhamar 22–23 Lyngvík 9 Lyngvík kópavogi 13 Remax Búi 12 Remax kópavogi 20–21 X-hús 15 FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Samtökin The National Trust í Bretlandi hafa gagnrýnt harð- lega áætlanir ríkisstjórnarinnar um að leysa húsnæðisvanda í Bretlandi með nýjum félagsleg- um íbúðahverfum í nágrenni borga og bæja. Samtökin óttast að ekki verði nægilega vel hug- að að náttúruperlum og sögu- legum slóðum sem og útivist- arsvæðum fyrir íbúana. Tals- maður samtakanna segir mikil- vægt að fólk hafi aðgang að opnum svæðum og sé gert kleift að tengjast umhverfi sínu í sögulegu samhengi. Það geri það að verkum að fólk verði já- kvæðara gagnvart umhverfinu. Liggur í loftinu Í fasteignum Skipulagið mitt: Svefnherbergið í eldhúsið „Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnher- berginu mínu,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum fram- kvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. „Svefnherbergið var í stof- unni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta her- bergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höf- um gaman af því að elda og bjóða fólki í mat,“ segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikil- vægt að það nýtist á marga vegu. „Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bæk- ur,“ segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borg- arbókasafninu og dönsk hönn- unarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. „Danski stíllinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðal- togstreitan er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinn- réttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja,“ segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. „Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðin- um á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni. Opnar hillur kalla á vandað val og gott skipulag svo þetta virki ekki draslaralegt,“ segir Vigdís Hrefna, sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulags- frík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frum- sýnt eftir áramótin. „Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu,“ segir Vigdís hlæjandi. kristineva@frettabladid.is Vigdís Hrefna Pálsdóttir færir svefnherbergið inn í eldhús og eldhúsið inn í svefnherbergi. hus@frettabladid.is 01 forsíða - les 18.7.2004 15:46 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.