Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 52
24 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR LANDSBANKADEILD KARLA 0–1 Hólmar örn Rúnarsson 14. 1–1 Sigurvin Ólafsson 39. DÓMARINN Egill Már Markússon Mjög góður BESTUR Á VELLINUM Sigurvin Ólafsson KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–11 (4–5) Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 10–21 Rangstöður 4–2 GÓÐIR Sigurvin Ólafsson KR Arnar Jón Sigurgeirsson KR Petr Podzemsky KR Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Ólafur Ívar Jónsson Keflavík KR-ingar léku sinn fjórða deildarleik í röð án þess að vinna. Þeir unnu síðast 3–0 sigur á Fram 21. júní síðastliðinn og næsti leikur er gegn Víkingi 25. júlí og því líður meira en mánuður að minnsta kosti milli sigurleikja hjá meisturunum. 1-1 KR KEFLAVÍK 0–1 Steinþór Gíslason 33. 0–2 Daníel Hjaltason, víti 54. DÓMARINN Gylfi Þór Orrason Í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Jermaine Palmer Víkingur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–6 (2–5) Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 15–15 Rangstöður 1–3 MJÖG GÓÐIR Jermaine Palmer Víkingi Grétar Sigurðsson Víkingi Rikchard Keogh Víkingi GÓÐIR Ronni Hartvig KA Sandor Matus KA Steinþór Gíslason Víkingi Daníel Hjaltason Víkingi Viktor Bjarki Arnarson Víkingi 0-2 KA VÍKINGUR 0–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2. 0–2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, víti 44. 1–2 Ríkharður Daðason, víti 64. DÓMARINN Garðar Örn Hinriksson Í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–17 (3–8) Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 17–17 Rangstöður 5–4 MJÖG GÓÐIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Einar Þór Daníelsson ÍBV GÓÐIR Mark Schulte ÍBV Tryggvi Sveinn Bjarnason ÍBV Ian Jeffs ÍBV Atli Jóhannsson ÍBV Gunnar Sigurðsson Fram Andri Fannar Ottósson Fram 1-2 FRAM ÍBV LEIKIR GÆRDAGSINS [ STAÐAN ] Fylkir 10 5 4 1 15–8 19 ÍBV 11 5 3 3 18–12 18 FH 10 4 5 1 16–11 17 ÍA 10 4 4 2 12–9 16 Keflavík 11 4 3 4 12–16 15 KR 11 3 5 3 14–13 14 Víkingur 11 4 2 5 11–12 14 KA 10 3 2 6 10–15 11 Grindavík 10 2 4 4 9–15 10 Fram 11 1 4 6 10–16 7 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 8 Arnar Gunnlaugsson, KR 4 Atli Viðar Björnsson, FH 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4 Grétar Hjartarson, Grindavík 4 Ríkharður Daðason, Fram 4 Sævar Þór Gíslason, Fylki 4 NÆSTU LEIKIR FH-Fylkir Í kvöld 20.00 Grindavík–ÍA Í kvöld 19.15 Landsbankadeild karla: Víkingssigur fyrir norðan FÓTBOLTI Víkingar unnu sann- gjarnan og öruggan sigur, 0–2, á KA-mönnum á Akureyrarvelli í gær og hafa nýliðarnir úr Fossvoginum því náð í 13 stig í síðustu fimm leikjum og eru því komnir upp í sjöunda sætið í deildinni. „Við vorum á rassgatinu í leiknum og þeir unnu þetta sanngjarnt,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði KA-manna í leiknum en KA-menn hafa aðeins unnið einn af sex heimaleikjum sínum í sumar. Það er því farið að hitna undir Þorvaldi Örlygssyni þjálfara KA-liðsins. KA-menn náðu sem dæmi aðeins 2 skotum á mark Víkinga en liðinu hélst auk þess illa á boltanum. Jermaine Palmer var mjög ógnandi í framlínu Víkingu, dugle- gur og vinnusamur leikmaður sem gerði varnarmönnum KA lífið leitt. Víkingsvörnin var líka mjög traust með þá Grétar Sigurðsson og Richard Keogh í lykilh- lutverkum en Víkingara héldu marki sínu hreinu fjórða leikinn í röð á Akureyri í gær. Steinþór Gíslason skoraði fyrra mark Víkinga beint úr aukaspyrnu en mark Daníels Hjaltasonar kom úr vítaspyrnur eftir að Ronni Hartvig braut á Jermaine Palmer. Ronni Hartvig var bestur maður KA-liðsins en braut þó engu að síður af sér í bæði skiptin sem Víkingar skoruðu, úr aukaspyrnu og úr víti. ■ VÍKINGAR ÁFRAM Í VÍGAHUG Jermanine Palmer átti mjög góðan leik eins og flestir Víkingar í 0–2 sigri liðsins á KA á Akureyrarvelli í gær. ARNAR KOMST LÍTT ÁLEIÐIS Arnar Gunnlaugsson komst lítt áleiðis gegn Keflavík í gær. Hér reynir hann að brjótast fram hjá Keflvíkingnum Hólmari Erni Rúnarssyni. Meistaravonir KR-inga dvína með hverjum leik: Enn og aftur jafntefli FÓTBOLTI Íslandsmeistarar KR færast fjær því að verja titilinn með hverjum leik. Í gærkvöld komu Keflvíkingar í heimsókn og andlausir KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn varnarsinnuðum Suðurnesjamönnum. Leikurinn var átakanlega illa leikinn nánast frá upphafi og til enda. Keflvíkingar voru klárlega komnir til þess að sækja stig í Vesturbæinn og þeir þurftu engin kraftaverk til þess að halda því. Leikurinn byrjaði reyndar með látum því Arnar Jón Sigurgeirsson komst einn í gegnum vörn Keflavíkur strax á 2. mínútu en Ólafur Gottskálksson varði skot Arnars Jóns laglega. Eftir það hrundi leikurinn gjör- samlega og það var ekkert að gerast þegar boltinn datt óvænt fyrir fætur Hólmars Arnar Rúnarssonar eftir hornspyrnu. Hólmar þakkaði pent fyrir sig með því að þruma boltanum í netið. Arnar Jón var aftur á ferðinni á 26. mínútu þegar hann lagði upp gott færi fyrir Sigurvin Ólafsson en skalli Sigurvins fór rétt yfir. Þeir félagar endurtóku leikinn sex mínútum fyrir hlé en í það skiptið fékk Sigurvin boltann í fæturnar og hann var ekki í mik- lum vandræðum með að koma honum yfir marklínuna hjá Keflavík. Seinni hálfleikur var í einu orði sagt sorglegur. Keflvíkingar lágu í skotgröfunum og máttlausir og andlausir KR-ingar gerðu veikar tilraunir til þess að skora en án nokkurs árangurs. Leikurinn opnaðist örlítið síðustu tíu mínúturnar þar sem bæði lið fengu ágætis færi sem þeim tókst ekki að nýta. Það besta fékk Kristinn Hafliðason KR- ingur er hann komst einn í gegn en það var táknrænt fyrir leik KR-inga að hann skyldi detta á afturendann áður en hann kom skoti á markið. 1–1 jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast sanngjörn úrslit. Nýliðarnir frá Keflavík fögnuðu stiginu og geta vel unað við sitt. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og í þeirra augum er eitt stig á KR-velli sigur. Það var ekki að sjá á meistu- runum að þeir vildu sigra þennan leik. Baráttan og viljinn var enginn, spilið tilviljanakennt og marklaust svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Eins og staðan er í dag eru þeir algjört miðlungslið og staða þeirra í deildinni er engin tilviljun. Þeir eru bara ekki betri en þetta í dag. henry@frettabladid.is Gunnar Heiðar gerði út af við Framara Skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, kom Eyjamönnum upp í annað sæti deildarinnar og skildi Framarana eftir pikkfasta á botninum FÓTBOLTI Eyjamenn eru komnir upp í annað sæti Landsbankadeildarinn- ar í fótbolta eftir að hafa lagt Framara að velli, 2-1, á Laugar- dalsvelli í gærkvöld. Eyjamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, skoruðu mark í byrjun leiks og undir lok hálfleiksins og það nægði þrátt fyrir að pressa Framara hafi verið mikil síðustu mínúturnar. Matröð Framara hófst strax á 2. mínútu en þá gaf Einar Þór Daní- elsson góða sendingu frá vinstri, sem sigldi í gegnum alla vörn Framara, beint fyrir fætur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, markahæsta manns Landsbanka- deildarinnar, sem þakkaði gott boð og skoraði af öryggi. Þetta mark kom eins og köld vatnsgusa fram- an í Framara en það verður þó að segjast þeim til hróss að þeir lögðu ekki árar í bát og hefðu að ósekju átt að vera búnir að jafna leikinn þegar Eyjamenn skoruðu annað markið. Andri Fannar Ottósson fékk fjögur góð færi en því miður fyrir hann og Framara þá voru honum heldur mislagaðar fætur fyrir framan markið og fóru öll fjögur skotin framhjá. Þegra tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn vítaspyrnu, að því virtist heldur ódýra. Eggert Stefánsson, varnarmaður Fram, og Eyjamaðurinn Einar Þór Daníels- son áttust þá við inni í vítateig Fram, Einar Þór féll og Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Framarar brjáluðust og sennilega með réttu því þaðan sem blaðamaður sat virtist ekki um vítaspyrnu að ræða. Framarar virtust ekki hafa jafnað sig á óréttlæti heimsins þegar flautað var til síðari hálf- leiks því Eyjamenn tóku öll völd á vellinum og hefðu hæglega getað skorað þriðja markið sem hefði gulltryggt sigurinn. Í staðinn nældi Andri Fannar Ottósson í vítaspyrnu fyrir Framara á 64. mínútu og úr henni skoraði Rík- harður Daðason af öryggi. Fram- arar hresstust við markið og pressuðu stíft til leiksloka en náðu ekki að jafna leikinn. „Mér fannst við eiga meira skil- ið út úr þessum leik. Byrjunin var auðvitað kjaftshögg en við unnum okkur inn í leikinn og loksins er eitthvða að gerast. Því miður feng- um við ekkert út úr þessum leik en ég tel að vítaspyrnan sem þeir fengu hafi verið algjör dóm- araskandall. Nú tekur við barátta upp á líf og dauða fyrir okkur. Það dugir ekkert annað en þrjú stig í hverjum leik héðan í frá og það er hugarfarið sem menn verða að mæta með í leikina,“ sagði Rík- harður Daðason, fyrirliði Fram, hundfúll í leikslok. oskar@frettabladid.is 1-0 FYRIR ÍBV Það tók Gunnar Heiðar Þorvaldsson aðeins tvær mínútur að koma Eyjamönnum 0–1 yfir gegn Fram í Laugardalnum í gær. Gunnar Heiðar skoraði tvö mörk í leiknum og er langmarkahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 52-53 (24-25) Sport 18.7.2004 22:16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.