Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Framtíðarland
Þegar ég var á níunda ári var ég svogæfusamur að vera sendur í sveit
norður í Stóru-Ávík á Ströndum. Þar er
fegurst náttúra á Íslandi, hrikaleg og
heillandi. Í fimm sumur var ég vinnumað-
ur hjá Guðmundi bónda og lærði eitthvað
nýtt á hverjum degi. Síðasta sumarið var
ég búinn að vinna mig upp í bílstjórasætið
á gamalli rústrauðri dráttarvél, en þá
hafði ég öðlast undirstöðumenntun í við-
gerðum á girðingum, smalamennsku og
heyskap; ég taldi mig kunna að lesa í
skýin og spá fyrir um veður. En mikilvæg-
asta embættisverk mitt var að passa
Grænlandssteininn.
GRÆNLANDSSTEINNINN barst lík-
lega með borgarísjaka frá Grænlandi
fyrir 10 þúsund árum. Þetta er tuttugu eða
þrjátíu tonna bjarg, og stirnir á silfurflög-
ur í sólskini. Stundum komu heilar rútur
af túristum að skoða þessa merkilegu
sendingu frá Grænlandi, og þá gat verið
freistandi að höggva flís úr steininum. Þar
kom ég til sögunnar. Guðmundur bóndi
vildi ekki að steinninn góði yrði smám
saman brytjaður niður og þegar ég sá sila-
lega rútu skríða niður afleggjarann hljóp
ég til með bambusbogann minn, og stillti
mér upp efst á steininum með ör á streng.
ÞAÐ var einmitt af Ströndum sem Eiríkur
rauði hélt áleiðis til Grænlands fyrir þús-
und árum. Því er stundum haldið fram að
Eiríkur rauði hafi verið fyrsti auglýsinga-
maðurinn ? hann hafi í raun blekkt fávísa
landa sína til að hverfa frá hinu skógi
vaxna Íslandi yfir á ísbreiðurnar á Græn-
landi. En Eiríkur vissi hvað hann söng.
Hann var bara þúsund árum á undan sinni
samtíð. Grænland er framtíðarlandið.
GRÆNLAND er tuttugu sinnum stærra
en Ísland. Undirlendi á Grænlandi er
miklu meira en á Íslandi. Suður-Grænland
er sumarparadís í samanburði við Ísland,
enda er Reykjavík þremur gráðum norðar
en Qaqortoq, stærsti bærinn í suðrinu.
Grænland er gjöfult land og þar eru auð-
lindir bæði í sjó og á landi. Framundan er
lokaskeið sjálfstæðisbaráttu, sem snýst
um að losna undan kæfandi faðmlagi
dönsku krúnunnar. Ný kynslóð er að taka
við í grænlenskum stjórnmálum og hún
hefur sett kúrsinn á sjálfstætt og full-
valda Grænland.
HEIMAMENN eru gestrisnir og glað-
beittir, og ljóma þegar Íslendinga ber að
garði. Grænlendingar líta nefnilega á
Íslendinga sem bestu vini sína. Það er
mikil gæfa að eiga góða nágranna og við
Íslendingar eigum að gera miklu meira til
að rækta vináttuböndin. Við eigum að nota
okkur það stórkostlega tækifæri að geta
skotist yfir í undraheim Austur-Græn-
lands eða farið í sumarleyfi til Suður-
Grænlands. Brottför frá Reykjavíkurflug-
velli! ■
HRAFNS JÖKULSSONAR
BAKÞANKAR
64 bak 18.7.2004 20:12 Page 2