Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 6
6 30. júlí 2004 FÖSTUDAGUR MENNTUN „Eftir þennan fund er það mín tilfinning að verkefnið muni halda áfram og þeir sem sótt hafa um nám hafi möguleika á að stunda það. Þetta var mjög já- kvæður fundur,“sagði Helgi Jós- efsson forstöðumaður námsverk- efnis Fjölmenntar og Geðhjálpar fyrir geðsjúka. Hann sat fund í gær með skrifstofustjórum fé- lagsmálaráðuneytis og mennta- málaráðuneytis, svo og ráðuneyt- isstjóra síðarnefnda ráðuneytis- ins, þar sem fjallað var um nám geðsjúkra. Helgi sagði að mikill vilji hefði verið til að koma til móts við verk- efnið, en öllum kennurum og starfsfólki hafði áður verið sagt upp vegna þess að ekki lágu fyrir fjárveitingar frá ríkisvaldinu. Samtals 115 einstaklingar hafa sótt um nám á haustönn og er bú- ist við tugum umsókna til viðbótar þegar líður nær hausti. Fólkið hefur nú beðið í óvissu í þrjá mánuði, en margir hafa lokið ein- hverjum önnum. Hann sagði enn fremur ákvörð- unar að vænta frá ráðuneytunum í næstu viku um hvernig stuðningi þeirra við skólann verði háttað. ■ Helmingur fjarverandi Helmingur þingmanna ríkisstjórnarflokkanna verður fjarverandi og helmingur ráðherra. Átta af hverjum tíu þingmönnum sem ekki geta mætt við embættistöku forseta Íslands eru þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Fjórir stjórnarandstöðuþingmenn mæta ekki. FORSETI Helmingur ríkisstjórnar- innar og meira en helmingur þing- manna ríkisstjórnarflokkanna verður fjarverandi við embættis- töku forseta Íslands á sunnudag- inn 1. ágúst, samkvæmt upplýs- ingum frá ráðuneytunum. Sex ráðherrar verða fjarver- andi. Davíð Oddsson forsætisráð- herra liggur enn á sjúkrahúsi þar sem hann er að jafna sig eftir upp- skurð. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra er í sumarfríi innanlands, Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra er að sögn aðstoðarmanns hans að sinna embættisstörfum innanlands, Geir H. Haarde fjármálaráðherra er fulltrúi landsmanna á Íslend- ingadegi í Gimli, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra og Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra eru báðar í sumarfríi innanlands. Tólf af 21 þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins verða fjarver- andi, það er meira en helmingur þingmanna flokksins. Nákvæm- lega helmingur þingmanna Framsóknarflokksin verður í burtu, það er sex af tólf þing- mönnum. Fjórir þingmanna stjórnarand- stöðunnar hafa tilkynnt að þeir mæti ekki, það er einn frá Frjáls- lynda flokknum, tveir frá Sam- fylkingu og einn frá Vinstri-græn- um. Af þeim 22 þingmönnum sem ekki geta mætt í embættistöku eru því átján úr ríkisstjórnar- flokkunum, eða rúm 80 prósent þeirra sem ekki mæta. sda@frettabladid.is Myndabrengl Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að birt var röng mynd með frétt um menntunarmál Fjöl- menntar og Geðhjálpar, þar sem rætt var við Þóru Kristínu Vil- hjálmsdóttur. Hér birtast mynd- irnar með réttum nöfnum. Við- komandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. ■ ■ EFNAHAGSMÁL GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,84 -0,13% Sterlingspund 130,44 -0,24% Dönsk króna 11,63 -0,05% Evra 86,47 -0,05% Gengisvísitala krónu 121,11 -0,11% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 273 Velta 2.936 milljónir ICEX-15 3.085 -0,39% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 2.031.846 Straumur fjárfestingarbanki hf. 249.282 Hlutabréfasj. Búnaðarbankans 214.312 Mesta hækkun Össur hf. 2,00% Tryggingamiðstöðin hf. 1,75% Kaldbakur hf. 1,43% Mesta lækkun SÍF hf. -1,82% Kaupþing Búnaðarbanki hf. -1,75% AFL fjárfestingarfélag hf. -0,92% Erlendar vísitölur DJ * 10.152,5 0,35% Nasdaq * 1.882,5 1,30% FTSE 4.418,7 1,43% DAX 3.889,7 2,17% NIKKEI 11.116,8 -0,78% S&P * 1.102,5 0,64% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða bandaríska leikkona hefur ver-ið ráðin í eitt aðalhlutverka nýjustu myndar Baltasars Kormáks? 2Hvaða ríki leggst gegn því að NATOþjálfi hermenn innan landamæra Írak? 3Hvar verður fjölskylduhátíðin Einmeð öllu haldin um helgina? Svörin eru á bls. 38 Ráðherrar sem verða fjarverandi: Ráðherrar sem mæta: DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Fjarverandi vegna veikinda BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA Fjarverandi. Er í fríi innan- lands og mætir til vinnu á þriðjudag ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Fjarverandi vegna embætt- isstarfa. Er á landinu og mætir til vinnu á þriðjudag GEIR H. HAARDE FJÁRMÁLARÁÐHERRA Fjarverandi. Í embættis- störfum í útlöndum ÞORGERÐUR KATRÍN MENNTAMÁLARÁÐHERRA Fjarverandi. Er í fríi innan- lands og mætir til vinnu á þriðjudag SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA Fjarverandi. Er í fríi innan- lands og mætir til vinnu á þriðjudag GUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Mætir VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐARRÁÐHERRA Mætir STURLA BÖÐVARSSON SAMGÖNGURÁÐHERRA Mætir ÁRNI MATTHIESEN SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Mætir HALLDÓR ÁSGRÍMSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA OG STARF- ANDI FORSÆTISRÁÐHERRA Mætir JÓN KRISTJÁNSSON HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Mætir Þingmenn sem verða fjarverandi: Sjálfstæðisflokkur: Árni R. Árnason Birgir Ármannsson Björn Bjarnason Davíð Oddsson Einar Oddur Kristjánsson Geir H. Haarde Guðlaugur Þór Þórðarson Gunnar Birgisson Guðjón Hjörleifsson Pétur H. Blöndal Sigurður Kári Kristjánsson Þorgerður K. Gunnarsdóttir Framsóknarflokkur: Árni Magnússon Birkir J. Jónsson Dagný Jónsdóttir Hjálmar Árnason Magnús Stefánsson Siv Friðleifsdóttir Frjálslyndir: Gunnar Örlygsson Samfylking: Helgi Hjörvar Rannveig Guðmundsdóttir Vinstri-grænir Ögmundur Jónasson SPÁ ÓBREYTTRI VÍSITÖLU Grein- ingardeild KB banka spáir því að engin verðbólga eða jafnvel ör- lítil verðhjöðnun mælist þegar hagstofa Íslands gefur út vísitölu neysluverðs í ágúst. Greiningar- deild Landsbankans er á sama máli og spáir óbreyttri vísitölu. GAGNRÝNA HAGSTOFUNA Grein- ingardeildir bankanna gagnrýndu allar Hagstofuna í fréttabréfum sínum í gær fyrir að gera ekki ráð fyrir verðlagsbreytingum vegna breytts húsnæðislána- kerfis þegar vísitala neysluverðs verður gefin út í ágúst. RÉTTINDABARÁTTA Sigursteinn Másson stjórnarformaður Geð- hjálpar er meðal þeirra fjölmörgu sem barist hafa fyrir réttindum geðsjúkra. Forstöðumaður skóla fyrir geðsjúka eftir ráðuneytafund: Tel að verkefnið muni halda áfram GUJA DÖGG HAUKSDÓTTIR ÞÓRA KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR ■ ÍRAK PÓLSKUR HERMAÐUR LÉST Pólsk- ur hermaður lét lífið og sex aðrir særðust þegar ráðist var á þá á eftirlitsferð sunnan Bagdad í gær. Komið hafði verið fyrir gildru með fjarstýrðri sprengju sem sprakk þegar hermennirnir voru komnir að henni. 06-07 29.7.2004 21:19 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.