Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 30. júlí 2004 GOOD BYE, LENIN! Sonurinn betir óvenjulegum ráðum til að plata móður sína. Setur hann meðal annars upp fréttatíma í sjónvarpinu þar sem hún fær að heyra „nýjustu“ fréttirnar. Hjartveik móðir blekkt af syni sínum Good Bye Lenin Internet Movie Database 7,9 af 10 Rottentomatoes.com 88% = fersk Metacritic.com 66/100 Entertainment Weekly B+ The Crimson Rivers 2 Internet Movie Database 5,4 af 10 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Þýska verðlaunamyndin Good Bye, Lenin! er komin í kvik- myndahús hér á landi. Myndin vann meðal annars Evrópsku kvikmyndaverðlaunin á síðasta ári sem besta myndin, auk þess sem hún var bæði tilnefnd til bresku BAFTA-verðlaunanna og Golden Globe verðlaunanna í Bandaríkjunum. Good Bye, Lenin! gerist í Austur-Þýskalandi árið 1989. Ungur maður hefur uppi mót- mæli gegn stjórnvöldum komm- únista. Þegar móðir hans sér lögregluna handtaka hann fær hún hjartaáfall og fer í dá. Nokkrum mánuðum seinna vaknar móðirin aftur en þá er Berlínarmúrinn fallinn og kommúnistaógnin á bak og burt. Þar sem móðirin má ekki æsast upp vegna hjartaveiki sinnar ákveður sonur hennar að reyna að sannfæra hana um að ekkert hafi breyst í heimalandinu síðan hún fékk hjartaáfallið. Leikstjóri myndarinnar er Wolfgang Becker og með aðal- hlutverk fara Daniel Brühl, Chulpan Khamatova, Maria Simon og Florian Lukas. ■ The Crimson Rivers 2: Angels of the Apocalypse er framhald frönsku spennumyndarinnar The Crimson Rivers sem kom út fyrir fjórum árum og naut töluverðra vinsælda. Jean Reno, sem meðal annars gerði garðinn frægan í Leon, er sem fyrr í aðalhlutverki sem lög- reglufulltrúinn Neimas. Núna glímir hann við flókið morðmál sem virðist tengjast sjálfum dómsdeginum. Handritshöfundur myndarinnar er Luc Besson sem leikstýrði einmitt Reno í Leon auk þess sem hrollvekjuleikarinn Christopher Lee fer með stórt hlutverk. Með önnur helstu hlut- verk fara Camille Natta og Augustin Legrand. Leikstjóri er Olivier Dahan. ■ JEAN RENO fer með hlutverk löggunnar Neimas sem þarf að glíma við flókið morðmál. Er dómsdagur í nánd? 38-39 (30-31) kvikmyndir 29.7.2004 17:57 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.