Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 22
Aioli er frönsk hvítlaukssósa eða hvítlauksmajónes. Allir al- mennilegir matgæðingar kunna að útbúa þessa ómótstæðilegu sósu þannig að nú er tími til kominn. Salatið er prótínríkt og gott. Aioli-sósan er mjög góð með fiski og líka sem ídýfa. Aioli-sósan: 4 stórir hvítlauksgeirar salt Rasp úr 1/2 fransbrauðsneið 1 tsk. sítrónusafi 3 eggjarauður Um 1 dl góð ólífuolía. Salatið: 1 pk. klettasalat 1/2 haus iceberg-salat 2 dósir af túnfiski 3 harðsoðin egg Maukið hvítlaukinn í morteli eða matvinnsluvél og bætið um 1/4 tsk. af salti við. Merjið brauðraspið saman við og bætið sítrónusafan- um við. Bætið eggjarauðunum útí og hrærið þar til úr verður þykkt mauk. Hellið olíunni í dropa- tali út í og þeytið vel þar til úr verður þykk sósa. Látið vatnið renna af túnfisknum og skerið eggin í fjórðunga. Blandið saman við salatið og setjið Aioli-sósuna yfir. Kostnaður um 700 kr. Ef þú vilt ekki henda neinu sem viðkemur mat þá er tilvalið að nota vatnið sem kemur af grænmeti í dósum í súpur, sósur og pottrétti. ! HÚSRÁÐ: LYKT Í ÍSSKÁPNUMTil að koma í veg fyrir vonda lykt úr ísskápnum er sniðugt aðhafa matarsóda í skál á botninum eða væta bómullarhnoðra ívanillu og koma hnoðranum fyrir í skápnum. Bræðurnir Gunnar Jökull og Kjartan Tindur Gunnarssynir eiga afmæli með fárra daga millibili. Yfirleitt er haldið upp á þau með einni stórri sameiginlegri veislu og þar sem þau eru að sumarlagi er stundum hægt að halda hana úti í garði. Þannig var það á dögunum. Þá fagnaði Gunnar Jökull níu ára afmæli og Kjartan Tindur sex ára. Móðir- in Sigríður Kjartansdóttir bak- aði herlega þriggja hæða súkkulaðiköku og skreytti með smartísi. Sigríður var svo góð að gefa okkur uppskriftina sem er svohljóðandi. ■ Gosblöndur ýmiskonar hafa átt vaxandi vinsældum að fagna. Þær eru yfirleitt í fremur smáum umbúðum, 275 ml, en nú eru komnar á markaðinn tvær teg- undir í nær þrisvar sinnum stærri flösk- um 700 ml. Caribbean Twist Pina Colada er fyrir þá sem vilja drykki í sæt- ari kantinum og er mælt með að hans sé vel kældur. Flöskurnar minna svolítið á gömlu kókflöskurnar, eggjandi og kyn- þokkafullar, gamla góða Marilyn Monroe vaxtarlagið! Red Square er ein vin- sælasta drykkjartegundin í Bretlandi um þessar mundir meðal stuðbolta. Red Square gosblöndurnar fást í átta bragð- tegundum og eru miklir partídrykkir. Hér á landi fást þrjár tegundir: Red Square Green Ice og Red Square Cranberry. Verð í Vínbúðum 693 kr. Caribbean Twist og Red Square: Gosblöndur í stórum flöskum Glaðir bræður bíða þess að mega smakka súkkulaðitertuna sem er eins góð og hún er girnileg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Súkkulaðiterta 750 g smjör 750 g sykur 6 egg 750 g hveiti 6 tsk. lyftiduft 300 g súkkulaðidropar Smörið og sykurinn er hrært vel saman. Eggin eru sett út í eitt í senn, til skiptis við hveitið og lyfti- duftið sem hefur verið blandað saman. Súkku- laðinu bætt í hræruna. Deginu er skipt í þrjú smurð form. Bakað í 45 mínútur við 175 gráðu hita. Krem Betty Crocker súkkulaði- krem er búið til og sett á milli botnanna eða lagað súkkulaðikrem eftir eigin uppskrift. Skraut 300 gr dökkt hjúpsúkku- laði 1 dl rjómi Sett í pott og súkkulaðið látið bráðna við vægan hita í rjómanum. Hellt yfir kökuna og hún skreytt að vild. Í barnaafmælið: Þriggja hæða herleg terta Gosblöndur Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Létt túnfisksalat með aioli 22-23 (02-03) allt matur 29.7.2004 17:48 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.