Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Julia Stiles. Frakkland. Á Akureyri. Stórmynd frá íslenskum leikstjóra Dagskrárgerðarkonan ástsæla, Eva María Jónsdóttir, hefur sagt skilið við Ríkissjónvarpið og mun starfa fyrir Stöð 2 næsta vetur. Hennar verður því ekki að vænta í haust í Kastljósinu eins og til stóð þegar hún fór í barns- eignarfrí. Eins og stendur er Eva María önnum kafin við undir- búning norrænnar kvikmynda- hátíðar sem haldin verður hér á landi í september en að því loknu skiptir hún um stöð og hefur störf hjá Stöð 2. Óskar Jónasson, eiginmaður Evu Maríu, hefur einnig verið viðloðinn Stöð 2 um árabil og leikstýrði meðal annars Fóst- bræðraþáttunum vinsælu. Hann hefur nýlokið upptökum á annar- ri þáttaröð Svínasúpunnar sem hefur göngu sína á ný í vetur, þrátt fyrir að ýmis misskilning- ur hafi komið upp um síðustu þætti fyrstu seríunnar. Það má því segja að þau hjónin hafi sam- einast um vinnustað í bili. Heimildir Fréttablaðsins herma að Eva María verði um- sjónarmaður vikulegs þáttar á stöðinni í vetur en ekki hafa þær fregnir fengist staðfestar. „Ég er allavega ekki að fara í sam- keppni við Gísla Martein,“ segir Eva María um fyrrverandi sam- starfsfélaga sinn úr Kastljósinu. Ef tekið er tillit til þess hve margir hafa saknað Evu Maríu í þessu hléi hennar af skjánum má reikna með að fólk muni hafa mikinn áhuga á hvað hún muni taka sér fyrir hendur á Stöð 2. ■ Ekki aftur Kastljós EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Hætt í Kastljósinu og vill borða kvöldmat með fjölskyldunni. 38 30. júlí 2004 FÖSTUDAGUR ... fá V-dags samtökin, karlahóp- ur Femínistafélags Íslands, Stígamót og aðrir þeir sem eru með átak gegn nauðgunum fyrir þessa verslunarmannahelgi. HRÓSIÐ Fyrsta mynd leikstjórans Mart- eins Þórssonar, One point O, er væntanleg í íslensk kvikmynda- hús í september en hún er af- sprengi samstarfs þeirra Jeffs Renfroe. Myndin er vísindaleg spennusaga sem gerist í náinni framtíð og fjallar um mann sem notaður er í tilraunaskyni af stóru alþjóðlegu fyrirtæki. Upprenn- andi Hollywood-stjörnur fara með aðalhlutverkin, s.s. Jeremy Sisto úr Clueless, Six Feet Under og Thirteen og Deborah Unger úr The Game, The Hurricane og Sunshine. Handritið skrifuðu Marteinn og Jeff saman fyrir fjórum árum síðan og upptökur fóru fram í Búkarest í Rúmeníu. Í janúar síðastliðinn var myndin frumsýnd á Sundance-kvik- myndahátíðinni þar sem hún fékk góðar viðtökur eða eins og Mart- einn segir sjálfur, a.m.k. enga meðaldóma. „Langt frá því allir fíla myndina, áhorfendur virðast skiptast mjög í tvennt sem segir okkur að við erum ekki í neinni meðalmennsku. Það er gott að vita. Sumstaðar fær myndin „júb- landi“ undirtektir en ég held að hún eigi eftir að verða dálítil kult- mynd í Bandaríkjunum.“ Marteinn er búsettur í Toronto í Kanada en er ávallt með annan fótinn í Los Angeles. Hann segist ætla að til Íslands þegar myndin verður frumsýnd í september. „Ég mun fylgja myndinni eftir og ég veit að Jeff, Jeremy og Deborah langar að koma líka, það er bara spurning hvort Frikki borgi undir þau...“ hlær hann og á við Friðrik Þór Friðriksson sem var einn af framleiðendum mynd- arinnar. One point O hefur ferðast á milli kvikmyndahátíða, verið sýnt í Istanbúl, Luxemburg, Skotlandi og víðsvegar um Banda- ríkin. Hún mun verða sýnd í kvik- myndahúsum stærstu borga Bandaríkjanna í nóvember og gef- in út á myndband í janúar. Ýmislegt er uppi á teningnum hjá tvíeykinu Jeff og Marteini, eftir frábærar viðtökur myndar- innar á Sundance-hátíðinni. Leik- stjórarnir eru önnum kafnir við að lesa ný handrit og hafa lokið við fyrsta uppkast að stóru verk- efni sem líklega mun sjást í bíó eftir tvö ár. ■ KVIKMYNDIR MARTEINN ÞÓRSSON ■ leikstýrði mynd sem fer í bandarísk kvikmyndahús. SJÓNVARP EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR ■ hefur störf fyrir Stöð 2. MARTEINN ÞÓRSSON OG JEFF RENFROE Kvikmyndaleikstjórarnir gera það gott vestanhafs og hafa vakið mikla athygli fyrir One point O. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Lárétt: 1 sokkur, 5 vafa, 6 tvíhljóði, 7 í röð, 8 ennþá, 9 frásögn, 10 verkfæri, 12 hress, 13 askur, 15 silfurtákn, 16 þefa, 18 hættuleg. Lóðrétt: 1 jóanna, 2 tíðum, 3 átt, 4 flugnaafurðin, 6 hryggja, 8 eins um a, 11 fugl, 14 uss, 17 keyr. Lausn. Lárétt: 1hosa, 5efa, 6au, 7st, 8enn, 9 saga, 10al, 12ern, 13nói, 15ag, 16nasa, 18skæð. Lóðrétt: 1hestanna, 2oft, 3sa, 4hunang- ið, 6angra, 8eae, 11lóa, 14iss, 17ak. Alla helgina á De Palace í Hafnarstræti: Heit Ibiza stemning með DJ Sesari. Gleymdu rigningunni og mættu með sólgleraugu! Sverrir Bergmann: „Ég ætla að fara á Sauðárkrók heim til mömmu og pabba,“ segir söngvarinn og dagskrárgerðarmaðurinn Sverrir B e r g m a n n . „Þetta er eina fríið sem ég fæ í tvo þrjá mán- uði og því ætla ég að nýta tækifærið til að hitta “familí- una”. Það er reyndar eitt- hvert unglinga- landsmót í gangi á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og því aldrei að vita nema ég kíki á litla bróður minn keppa í körfubolta,“ segir Sverrir sem syrgir það ekki að missa af útihátíðun- um í ár. „Ég er alltaf í útihátíðarstemn- ingu með fólkinu í Hárinu hvort eð er.“ Katrín Johnson: „Ég var nú bara að koma heim frá Barcelona eftir fimm vikna dvöl þar sem ég var í löngu sumarfríi og á frön- sku námskeiði,“ segir dansarinn Katrín Johnson. „Svo ég er að hugsa um að njóta þess bara að vera heima um helgina og passa köttinn hennar mömmu meðan hún skellir sér til Siglufjarðar. Ég fór til Eyja fyrir nokkrum árum og það var svo svakalega gaman að ég held að ég reyni ekkert að toppa það en svo er ég líka að byrja að vinna aftur með dansflokkn- um á þriðjudaginn og fyrst á dagskrá er að setja upp dansverk um stríð sem er eftir ísraelskan danshöfund. Mjög spennandi verkefni.“ Hallbjörn Hjartarson: „Ég ætla bara að vera á Skagaströnd um verslunarmannahelgina og sjá um útvarp Kán- trýbæ,“ segir at- hafnamaðurinn Hallbjörn Hjart- arson, en honum hefur tekist að setja Skagaströnd á kortið með kán- t r ý h á t í ð u m sínum. „Það er ekki hefðbundin kántrýhátíð hér á staðnum í ár en við verðum með dansleiki í Kántrýbæ. Blátt áfram spil- ar á föstudags- og laugardagskvöld en hljómsveitin Sixties verður hér á sunnudagskvöldið. Við ætlum að taka vel á móti öllum þeim sem koma til okkar. Það er okkar mottó.“ | HVERT Á AÐ FARA? | Stærsta ferðamannahelgi landsmanna er framundan. Margt góðra gesta verður í Dóm-kirkjunni og Alþingi á sunnu- daginn við embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar. Á sérstökum gestalista Ólafs Ragnars eru nánustu ættingjar hans og eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff. Á gestalistan- um eru meðal annarra tengdafor- eldrar forsetans, þau Shlomo Moussaieff og frú Alisa Moussaieff. Mágkona Ólafs og svili, Sharon Moussaieff Levontin og Joran Levontin. Tengdafaðir forsetans er einn þekktasti safnari forngripa í heiminum og er sagður eiga fá- gætasta safn muna í einkaeigu sem um getur. Þá segir sagan að Shlomo eigi grip sem talinn er eiga uppruna sinn í sjálfri Örkinni hans Nóa. Það er viðtekin venja aðforstöðumönnum ríkisstofnana er boðið að vera við embættistöku en þegar Davíð Oddson tók við forsætisráðuneytinu fækkaði all verulega á þeim boðslistanum. Í þetta sinn eru þeir fjórir sem er boðið og þekkjast það. Tveir þeirra koma frá lögregluembættinu. Einn sýslumaður sem gaf forsetahjónin saman og svo Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri. FRÉTTIR AF FÓLKI 46-47 (38-39) fólk 29.7.2004 19:27 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.