Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.07.2004, Blaðsíða 18
Átök á þingflokksfundi Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og leiðtogi flokksins í Kópavogi, olli ófriði á þingflokksfundi þegar hann gerði að umtalsefni hversu mikið fjölmiðlamálið hefði skaðað flokkinn og ekki síst vegna þess hversu mikinn tíma og kraft málið hefði tekið og það hefði bitnað illa á öðrum málum. Málum, sem að mati þingmannsins, hafi verið með meira áríðandi. Athuga- semdir þing- mannsins féllu víst ekki í góðan jarðveg. Heim- ildir segja að í æsingnum hafi þingmað- urinn haft á orði að til greina kæmi að hann segði úr þingflokknum. Leikarar í fréttum Nokkrir fréttamanna Sjónvarpsins hafa hvergi sparað sig síðustu daga. Einn þeirra hlóð bíl sinn með bjór til að skýra út að Danir og Svíar kaupa bjór í Þýskalandi. Gísli Einarsson leggur sig samt mest fram af ö l l u m . S í ð u s t u daga hefur hann sést skreyttur sérkennilegu höfuðfati, klifrað upp í tré og jafnvel skyggt á myndatöku í fjörunni á Kjalarnesi þar sem umfangsmikil leit hefur farið fram. Allt í nafni frétta, en samt má spyrja, hvað er aðalatriðið. Fréttin eða fréttamaðurinn? Fleiri bílar Bensín hefur ekki kostað meira í lang- an tíma. Þrátt fyrir það eyddu Íslending- ar meira en tveimur milljörðum meira til kaupa á nýjum bílum á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra. Sam- kvæmt venju er eflaust miklu meira keypt af stórum og kröftugum bílum hér en í öðrum löndum. Bílum sem eyða öllu sem á þá er sett. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, verður settur inn í embætti á sunnudaginn með til- heyrandi hátíðarhöldum. Inn- setningin er yfirleitt mikil há- tíðarstund og margir bíða spenntir eftir innsetningarræðu forsetans, en í henni hefur hann áður talað beint til þingsins svo eftir var tekið. Mjög líklegt hlýtur að teljast að Ólafur Ragn- ar, sem nær ekkert hefur viljað tjá sig um síðustu vendingar vegna málskotsréttarins og gjána sem hann sá milli þjóðar- vilja og þingvilja, muni á sunnu- dag eiga eftirminnilegan orða- stað við þingmenn og ráðherra í alþingishúsinu. Nú ber hins vegar svo við að mitt í spenningi stjórnmála- áhugamanna fyrir þessari blön- du af stórhátíð – sem einungis á sér stað á fjögurra ára fresti – og pólitískum stórtíðindum, ber- ast af því fréttir að óvenju fátt verði af ráðherraliði ríkisstjórn- arinnar við innsetninguna. Sam- kvæmt frétt Stöðvar 2 í vikunni stefnir í að varla verði þar nema um kannski helmingur ríkis- stjórnarinnar. Forsætisráðherra er alvarlega veikur, og því lög- lega forfallaður. Vonandi nær hann skjótum bata. Ekki fylgdi í fréttum hvað aðrir ráðherrar eru að gera, nema hvað að ein- hverjir þeirra eru á ferðalögum erlendis. Undir venjulegum kringum- stæðum í samskiptum forsetans og ríkisstjórnar hefði þessi staða líklega ekki vakið mikla athygli. En allt þetta ár hefur verið uppi óvenjuleg staða í þessum samskiptum, eins og al- þjóð hefur fengið að fylgjast með. Og í ljósi þessarar óvenju- legu stöðu verður ráðherrafá- mennið við innsetninguna at- hyglisvert. Það fyrsta sem fólki dettur nefnilega í hug, er að þarna sé á ferðinni framhald á þeirri lönguvitleysu sem hófst með heimastjórnarafmælinu í febrúar. Þá urðu ýmsir spámenn og jafnvel ráðherrar úr stjórn- arflokkunum, einkum Sjálf- stæðisflokki, yfir sig hneykslað- ir á því að forsetinn væri ekki á staðnum. Signdu menn sig í bak og fyrir þegar þeir gagnrýndu á innsoginu að forsetinn skuli hafa verið á skíðum í útlöndum þegar hátíðardagskrá var í bein- ni í þjóðmenningarhúsinu. Sjálf- ur sagði þá forsetinn að hann hefði ekki talið ástæðu til að vera við einhverja sjónvarps- útsendingu þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir að hann hefði neitt hlutverk. Hneykslun- araldan var lengi að fjara út og enn má hitta sannfærða sjálf- stæðismenn sem hitna í kinnum þegar á þetta er minnst. Ekki minnkar geðshræringin þegar kemur að umræðum um brúðkaupið hjá prinsi Dana. Þar gengu ráðherrar mjög langt í gagnrýni sinni á þá ákvörðun forsetans að sitja heima og fylgjast með þingstörfum. Ólaf- ur Ragnar var sakaður um að bregðast skyldum sínum sem m.a. fælust í að sækja slíkar veislur, enda væri engan veginn nóg að senda forsetafrúna í brúðkaupið. Upphrópunin um skyldur forsetans bergmálaði síðan frá forsætis- og utanríkis- ráðherra og niður alla stjórnar- flokkana. Í framhaldinu synjaði svo forseti fjölmiðlalögunum stað- festingar eins og frægt er og endaði það með því að ríkis- stjórnin varð að bakka með mál- ið í heild sinni. Ekki varð til að auka kærleika milli ríkisstjórn- arinnar og forsetans, eins og opinberaðist svo berlega í túlk- un ráðherra á niðurstöðu for- setakosninganna, en sumir virt- ust líta svo á að Ólafur Ragnar hefði í raun tapað kosningunum vegna þess að hann fékk ekki nema tæp 70% greiddra atkvæða! Það er í ljósi þessarar óvenju- legu stöðu sem fámennið í ráð- herraliðinu við innsetninguna vekur athygli. Innsetningin er formleg opinber athöfn þar sem gert er ráð fyrir nærveru þing- manna og ráðherra, enda fer hún fram í þinghúsinu. Þar er ætlast til að þingmenn mæti og þar mun réttkjörinn forseti eiga orðastað við þingið. Það ætti því beinlínis að vera skylda þingmanna að mæta til svona hátíðar, ekki síst í ljósi þeirra samskipta sem á und- an eru gengin. En nú bregður svo við að ýmsir sem háværast töl- uðu um skyldur forseta til að sækja opinberar hátíðir skipu- leggja tíma sinn ekki þannig að þeir geti sinnt þessari skyldu. Óhjákvæmilega lyftir almenn- ingur því brúnum í spurn: Er þetta framhald af lönguvitleys- unni? Felast í þessu einhver mót- mæli framkvæmdavaldsins sem vill ekki sitja undir ræðu forset- ans? Staðan í samskipum þessara íslensku stjónskipulegu stofnana er einfaldlega slík að þessar spurningar eru eðlilegar. Von- andi er þessi fjöldafjarvera ráð- herra þó einungis óheppileg til- viljun, en ekki framlenging á ein- hverju stríði við forseta lýðveld- isins. Hundakúnstir slíkrar styrj- aldar eru engum til gagns og öll- um til ama. Það er einfaldlega komið nóg. ■ T ilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefn-is Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til aðinnleiða hugtakið „umræðustjórnmál“ í íslenska þjóðfélags- umræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um „umræðu- stjórnmál“ er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfund- inum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún „umræðustjórn- málum“ fram sem andstæðu „átakastjórnmála“ sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skil- greining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgar- stjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá for- ingjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vand- ræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðla- málinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín. ■ 30. júlí 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Rökræður og viðleitni til málamiðlana þurfa að leysa foringjastjórnmál af hólmi Umræðustjórnmál Fjöldafjarvistir ráðherra ORÐRÉTT Ekki helgitæknar Kristindómurinn á ekki að vera skraut á tilveruna og prestar ekki settleg góðmenni, þýlyndir þjónar valdsins og huggulegir helgitæknar, sem hafa þann eina tilgang að framkvæmda helgiat- hafnir án þess að hreyfa við neinum að nokkru marki. Séra Örn Bárður Jónsson bregst við gagnrýni á pólitísk ummæli í predik- unarstól. Morgunblaðið 29. júlí. Svartnætti Staksteina Þetta er meira svartnætti en sést hefur á prenti lengi. Höfundur Staksteina hefur greinilega þá trú að íslenskir fjármunir sem fara til útlanda séu þjóðinni að eilífu glataðir. Einar Oddur Kristjánsson alþingis- maður svarar staksteinahöfundi Morgunblaðsins. Morgunblaðið 29. júlí. Aftur í pólitíkina [Ólafur Ragnar á] að hætta sem forseti og snúa sér að stjórnmál- um. Samfylkingin þarf annan leiðtoga; þann þriðja. Jónína Benediktsdóttir athafnakona. DV 29. júlí. Myrkar miðaldir Ungi og krumpaði dómarinn, sem dæmdi konuna í sex mán- aða fangelsi fyrir að stela vörum að verðmæti 9.370 krónur, er ekki að brydda upp á neinu nýju. Hann er hluti afkáralegrar dóm- venju frá miðöldum, sem við þurfum að brjóta niður á leið okkar frá vistarbandi vinnuhjúa til siðvædds nútíma. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit- stjóri. DV 29. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að geril- sneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðu- stjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. ,, Í DAG INSETNING FORSETA ÍSLANDS BIRGIR GUÐMUNDSSON Það er í ljósi þessar- ar óvenjulegu stöðu sem fámennið í ráðherra- liðinu við innsetninguna vek- ur athygli. Innsetningin er formleg opinber athöfn þar sem gert er ráð fyrir nærveru þingmanna og ráðherra, enda fer hún fram í þinghúsinu. ,, SMS LEIKUR Vinningar verða afhentir hjá 1880. Laugarvegi 26. Reykjavík. Með þátttöku ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Nánari upplýsingar í síma 1880 ATH: 6. HVERVINNUR! Sendu SMS skeytið JA 18F á númerið 1900 og þú gætir unnið. 1880VINNINGAR - Sólarlandaferð með Sumarferðum Í BOÐI - Hundruð ferðaávísana með Sumarferðum 1880 veitir þér upplýsingar um allt sem þú vilt vita sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 18-19 leiðari 29.7.2004 20:31 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.