Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. janúar 1973
TÍMINN
5
,,Topp”laus baðströnd
i Brasiliu
Lögreglan í Porto Alegre i
Brasiliu hefur veitt einni
baðströnd i borginni leyfi til
þess að láta gesti sina,
kvenfólkið, ganga um bert að
ofan. Þó gilda nokkrar reglur
um þetta, sem fara verður eftir:
1. Reisa verður sérstakan vegg i
kring um baðströndina, svo ekki
sé hægt fyrir vegfarendur, sem
framhjá fara, að sjá, þær konur,
sem þarna liggja og sóla sig
naktar að ofan. 2. Sóldýrkendur
verða að vera 21 árs og
eldri.eingöngu konur. Nú segir
aftur á móti forstöðumaður bað-
strandarinnar, Barcelino
Becker, að fái hann ekki að
veita karlmönnum aðgang að
ströndinni endi hann með þvi að
verða gjaldþrota.
Óvenjulegt belti
Hún Nicki Howort er með
óvenjulegt belti um sig miðja,
svo ekki sé meira sagt. Það er
skotbelti, og fer henni mætavel,
en betra er, að enginn sé að fikta
við skotin, svo ekki verði slys.
Anita er orðin svo
,,stór” stúlka
Það hefur orðið mikil breyting á
Anitu Ekberg, sem karlmenn
stóðu á öndinni yfir fyrir
nokkrum árum. Anita hefur
lifað hfnu ljúfa lifi undanfarin
ár, og það má sjá það á henni.
Hún hefur notið þess að drekka
góð vin og borða mikið af
kökum, og henni er nákvæm-
lega sama hvað fólk segir um
útlit hannar. Anita er tvigift en
býr nú ein á ítaliu. Hún segir:
Ég elska allt, sem er óholt fyrir
mig. En hvað sem þvi liður, þá
er ég stolt af brjóstum minum,
eins og hver kona ætti að vera.
Einu sinni var Anita kölluð is-
molinn. Hún er ekki lengur
stjarna a stjörnuhimni kvik-
myndanna en hún hefur haldið
áfram að vera eins og ismoli,
köld og ákveðin, og ekki látið
snúa á sig hvorki i fjármálum
né á öðrum sviðum. Hún er þvi
vellauðug, og verður eflaust það
sem eftir er ævinnar. Nú nýtur
hún lifsins i garðinum sinum,
syndir, les og borðar. önnur
myndin er af Anitu Ekberg eins
og hún leit út fyrir einum
tuttugu árum, og hin er af henni
i dag.
NEW YORK
ALLA DAGA
STOKKHOLMUR kaupmannahöfn luxembourg
MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ALLA DAGA
FOSTUDAGA SUNNUDAGA
GLASGOW
LAUGARDAGA