Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 29

Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 29
Sunnudagur 28. janúar 1973 TÍMINN 29 Sýning rússneskra muna í Bogasal JGK—Reykjavík. í dag kl. 5 verður opnuð í Boga- sal Þjóð'minjasafnsins sýning á rússneskum þjóðbúningum og rússneskri aiþýðulist. Sýning þessi er haldin á vegum mennta- málaráðuncytis og Þjóðfræðslu- safns Sovétrfkjanna i samvinnu við islenzka menntamálaráðu- neytiö. Farið verður með þessa sýningu um öil Norðuriöndin og er tsland fyrst I rööinni. Frú Babajans frá þjóðfræðasafninu I Leningrad hafði eftirlit með upp- setningu sýningarinnar, og hún skýrði blaöamönnum frá helztu atriðum i sambandi við hana i gær. A þessari sýningu eru 250 sýningargripir og 40 ljósmyndir. Munirnir eru flestir frá átjándu og nitjándu öld,en einnig getur þar að lita hluti frá tuttugustu öld inni, sem gerðir eru i gömlum þjóðlegum stil. í vandaðri sýningarskrá, sem gestir fá i hendur, er gefiö yfirlit um þá muni,sem þarna er að finna og grein gerð fyrir uppruna þeirra og ýmsum siðum, sem þeim eru tengdir og gefst þvi ör- litil innsýn inn i horfna þjóðhætti i Rússlandi um leið og munirnir eru skoðaðir. Mikið ber á útskurði i tré t.d. getur þarna að lita út- skornar vindskeiðar, glugga og mæna. Þá má nefna drykkjarilát, flest útskorin, útskorna rokka og svo framvegis. Þá eru sýndir þjóðbúningar og ýmsir tæki- færisbúningar gamlir t.d. brúð- kaupsbúningar. Þá eru leikföng á sýningunni, gömul og ný, meðal annars eru sýnd leikföng, sem hlutu verðlaun á heimssýning- unni i Paris árið 1900. Þessi sýning veröur opin kl. 2-6 nema laugardaga og sunnudaga verður hún opin kl. 2-10. Hún stendur til 4. febrúar, en þá verð- ur hún flutt úr landi og verður hún næst sett upp i Noregi. Hlutverk stjórnandans í breytilegu umhverfi Stjórnunarfélag islands gengst fyrir eins dags námskeiði mánu- daginn 29. janúar n.k. að Hótel Sögu. Fyrirlesari á námskeiöinu verður John Marsh Dr. of Science, aðalframkvæmdastjóri british institute of MANAGEMENT (BIM), og fjall- ar hann um HLUTVERK STJÓRNANDANS i BREYTI- LEGU UMHVERFI. John Marsh hefur haldið fyrir- lestra i yfir 40 löndum um þá kosti, sem þjóðir heims, iðnaður, fyrirtæki og einstaklingar eiga völ á með þvi að hagnýta nýjar stjórnunarhugmyndir, aðferðir og reynslu. Hann er ekki há- skólamaður, þótt hann hafi verið sæmdur doktorsnafnbót i heiðurs skyni, og fyrir framlag sitt i þágu brezkra stjórnunarmála hlaut hann Drottningarverölaunin (Queens Award) árið 1967. Óhætt er að fullyrða, að á nám- skeiðinu gefst islenzkum stjórn- endum einstætt tækifæri til að kynnast nýjustu viðhorfum á stjórnunarsviðinu. í sibreytilegu þjóðfélagi er nauðsynlegt fyrir þá, sem vinna stjórnunarstörf, að fylgjast með og endurhæfa sig með tilliti til umhverfisbreytinga. Auk þess að halda námskeið á vegum Stjórnunarfélagsins, mun Dr. Marsh ræða við kennara og stúdenta Viðskiptadeildar Há- skóla Islands um nútimastjórnun. Ennfremur situr hann fund fram- kvæmdaráðs Stjórnunarfélags- ins, þar sem fjallað verður um stjórnunarfræðslukerfið á Bret- landi og viðar. Sá fundur er hald- inn með tilliti til fyrirhugaðra breytinga á starfsemi félagsins i framtiöinni. Ofangreint námskeið er ætlað stjórnendum, bæði aðalfram- kvæmdastjórum og deildar- stjórum. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins. Handbók bænda 1973 Bændur, i Handbókinni er samanþjappað- ur fróðleikur um flesta þætti landbúnaðar- ins. Garðyrkjubændur, margvislegur fróðleik- ur eftir Áxel Magnússon, ráðunaut. Svinakjötsframleiðendur, itarleg grein um helzu svinasjúkdóma, eftir Pál A. Pálsson, yfirdýralæknir. Handbók bænda, er nauðsynleg þeim sem vilja fylgjast með Búnaðarfélag íslands Bændahöllinni Simi 19200. A rússnesku þjóðfræðisýningunni I Bogasalnum. — Tímamynd Róbert. FJÖLHÆFASTA farartækið á landi LAhO- - ttOVER i LAND- ^ROVER HELZTU ENDURBÆTUR á Series III Senies IH BENZÍN eða DIESEL AUK ÞESS er Land-Royer afgreiddur með eftirtöldum búnaði: Aluminiumhús með hliðargluggum — Miðátöð með rúðublásará — Afturhurð með varahjólafestingu — Aftursæti — Stefnuljós — Læsing á hurðum — Innispegill — Útispegill — Sólskermar — Dráttarkrókur — Dráttaraugu að framan — Gúmmí á petulum — Kílómetra hraðamælir með vegamæli — Smurtirýstimælir — Vatnshitamælir — 750x16 hjólbarðar — H.D. afturfjaðrir og sverari höggdeyfar aftan og framan — Hliðarstig fyrir farþega — Stýrisdempari — Eftirlit e'mu sinni eftir 1500 km — Land- flover er fullklæddur að innan — í toppi, hliðum. hurðum og gólfi — Djúpbólstruð stóisæti; bílstjóra-sæti og hægra framsæti stillanieg — öryggisbelti — Krómaðir hjólkoppar. LAND- ^ROVER KomiS, skoð/ð 09 kynnist LAND-ROVER Series III HEKLAh Laugavegi 170—172 — Sími 21240. LAMIR: Ný stílfærð gerð af lömum við framrúður, vélarlok og á hurðum.Fýrirferðaminni og fallegri útlits. MÆLABORÐ: Nýtt stílfært bólstrað mælaborð eins og i fólksbíl, og staðsett beint framan við ökumann. Mælar með viðvörunarljósum eru innfelldir í bólstrað mælaborðið. Allir rofar eru þægilega staðsettir fyrir ökumann. Rofar fyrir stefnuljós, flautu, aðalljós eru nú á stýrislegg. Sterk fersk-loíts niiðstöð sem jafngildir Xtk kw, Öflugur blástur upp á framrúður. CÍRKASSI: Gírkassi er nú alsamhæfður, og því auðveldari í skiptingu og mun hljóðlátari. Afturábak gír hefur verið sérstaklega styrktur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.