Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 28. janúar 1973 TÍMINN 15 Timamyndir Gunnar Elsa virðir fyrir sér bæjarins mesta iampaúrval ritaöur en eftirstöövar verösins greiöa Finnbogi og Elsa meö af- borgunum á næstu sex mánuöum. Sjónvarpiö var slöan komiö til þeirra á hádegi næsta dag. — Okkur finnst geysilegur munur að hafa sjónvarp, við vorum meö sjónvarp að láni i haust meöan pabbi og mamma voru að biöa eftir ibúð, og vorum þá oröin vön aö hafa það segir Elsa. — Viö vissum ekkert oröið hvaö viö áttum að gera á kvöldin, meðan við höfðum það ekki. Ég er lika mikið ein heima með drenginn þvi Finnbogi vinnur á vöktum og þá er gott að hafa dægrastyttingu. Sjónvarpið kom sér eiginlega betur en þvottavél. Þvottinn get ég farið með til mömmu, þvi við erum með bil, en aftur er verra að fara með Aðalstein son okkar út á kvöldin til þess að við getum horft á sjónvarp. Við erum fremur róleg og mikið heima, þótt við getum fengið barnfóstru, þegar við viljum. En við höfum heldur ekki efni á þvi að fara mikið út að skemmta okkur. 1 JL húsinu var Finnboga og Elsu einnig afhentur skrautlampi að gjöf frá fyrirtækinu. Lampar af þessu tagi eru nýir af nálinni. Þeir eru framleiddir i Banda- rikjunum, i lögun svipaðir og blómavasar, með peru á botninum en ljósið leitt um nælon- þræði, sem klofnar eru i endana, þannig að þegar logar á þeim minna þeir á upplýsta litla gos- brunna. Lampar af þessari gerð kosta 2.900.-5.900 kr. og hafa að sögn þegar orðið vinsælir þær fáu vikur, sem þeir hafa verið á boðstólum hér. Blóm og kertaljós Siöan skoðuðu þau hjónin sig um i þessari nýju verzlun og gat þar margt girnilegt að lita, ekki siztýmiss konar innlend húsgögn, og fjölbreyttasta lampaúrval i borginni, svo það var vel við hæfi að þau fengu einmitt lampa i gjöf frá verzluninni. Áður en haldið var burt úr JL húsinu birtist einn fulltrúi verzlunar i borginni, sem ákveðið hafði aö gleðja fyrstu brúöhjón mánaðarins. Þar var Magnús Guömundsson í Blóma- húsinu, Skipholti 37 kominn með blómvönd handa þeim að gjöf. Nú lá leiðin á Hótel Sögu, þar sem Konráð Guðmundsson hótel- stjóri tók á móti þessum heiðurs- gestum. Færði hann hjónunum afarfallegan blómvönd að gjöf frá Hótel Sögu, og er hætt að segja að hann var blómaverzluninni Mimósu, sem þar er til húsa, til mikils sóma. Einnig afhenti Konráð þeim litla postulinsplatta með mynd af Hótel Sögu, gerða hjá Bing og Gröndal i Kaup- mannahöfn sérstaklega fyrir hótelið, en þeir eru ætlaðir til gjafa handa sérstökum gestum. Þá tók móttökustjóri við gest- unum og fylgdi þeim upp I Grillið á áttundu hæð Þar beið fagurlega dúkað borð og kertaljós, og mót- tökur starfsbræðra Finnboga,en þær voru ekki siðri en hin marg- rómaða islenzka gestrisni á gömlu sveitaheimilunum, þótt nokkuð væri hún sennilega með öðrum svip. Kampavin, humar og log- andi pönnukökur Brúðhjónamáltiðin hófst á kampavini og humarkokteil. Siðan kom blandaður kjötréttur steiktur á teini, og i ábæti völdu Elsa og Finnbogi sér logandi kryddaðar pönnukökur. Maturinn rann ljúflega niður, og að honum loknum var ekki hægt að bregða sér á dansleik i Súlnasalnum, þvi allir veizlusalir voru uppteknir fyrir einkasam- kvæmi nú þessum tima árshátið- anna. Upp úr niu kvöddu Elsa og Finnbogi gestgjafa sina á Hótel Sögu og fóru i heimsókn til vina sinna og horfðu þar á sjónvarps- þáttinn i Sjónaukanum, þar sem hinir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað i Breiðholtshverfi helgina áöur, voru til umræðu. Ungu hjónin voru því áður en kvöldinu lauk minnt á að lifið hefur einnig sinar dökku hliöar. En gleymum þvi að sinni og kvöldinu lauk i hópi góðra vina. Og við kveðjum fyrstu brúðhjón mánaðarins. SJ Efsta hæðin i JL húsinu er skemmtilega innréttuðog þar skoðuöu ungu hjónin rúm af öllum gerðum ...og skrautlampi fylgdi að gjöf frá verzluninni Brúðhjónamáltiö I boöi Hótel Sögu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.