Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 6
TÍMINN Sunnudagur 28. janúar 1973 6 Osta- og smjörsalan Óðalsosturinn gefur góðar vonir, en framleiðsla hans krefst mikils húsnæðis Að Snorrabraut 54 i Reykjavik stendur hús eitt allmikið, hvitt að lit, sem mörgum verður eflaust litið á, er þeir eiga leið fram hjá, enda er það falleg bygging og stílhrein. Þarna er til húsa Osta- og smjörsalan s.f., 14 ára gamalt fyrirtæki er á starf- skeiði sinu hefur unnið ötullega að dreifingu og kynningu á íslenzkum mjólkurafurðum sem sölu- aöili fyrir mjólkursamlögin i landinu. Gegnum aldirnar hefur mjólkin og afurðir hennar stuðlað einna mest að því að halda líftórunni í lands- lýðnum. Hörmungar og hallæri ýmiss konar riðu löngum gandreið yfir þvert og endilangt landið, og þótti þá mörgun kotbónd- anum gott að vita af belju sinni, henni búkollu gömlu, undir baðstofugólfinu hjá sér. Þótt nytin væri ef til vill ekki mikil, mátti seðja margan svangan munninn með dreitlinum úr henni. I dag eru starfandi 19 mjólkursamlög i landinu, er taka við sívaxandi mjólkurmagni bændanna til framleiðslu. Það er framleitt smjör, ostar, skyr og margt fleira, og auk þess er blessuð nýmjólkin hreinsuð, greilsneydd og seld í góðum umbúðum í búðirnar. Tækni nútimans fleygir ört fram og ýmsum nýstarlegum kenningum er haldið á lofti. Sumir vilja halda þvi fram, að mjólkin geti verið skaðleg og vara við neyzlu hennar. En „tízkukenningar" sem þessi haldast sjaldan lengi á lofti, enda verða jafnan ' Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar I skrifstofu sinni aö Snorrabraut 54, Senn kemur á markaðinn niðursneiddur ostur, sem tíðkast mjög víða erlendis SiílmnPm! Ostri- ok <"•<»<!< margir til andsvara. Og Islendingar sem aðrar þjóðir halda áfram að drekka sína mjólk og éta sína osta eftir sem áður og verðurekki meintaf frekar en ömmum þeirra og öfúm. Sala mjólkur og mjólkurafurða fer sivaxandi, enda eru gæðin og fjölbreytni framleiðslunnar mikil. Við lögðum leið okkar niður i Osta- og smjörsöluna eitt siðdegi fyrir skömmu og ræddum við forstjórann, Óskar H. Gunnarsson, um fyrirtækið, hlut- verk þess og þýðingu fyrir mjólkur-framleiðsluna i landinu, og fleira. — Svo maður fari nú gamal- kunna leið, þá langar mig fyrst að spyrja þig, hvenær Osta- og smjörsalan var stofnuð og hvaða aðilar standi að henni. — Mjólkursamlögin i landinu hófu starfsemi sina rétt fyrir og upp úr 1930. Sölu framleiðslu sinnar önnuðust þau ýmist sjálf, eða hún var i höndum Sambands islenzkra samvinnufélaga og heildsala. Sölukostnaðurinn var óþægilega mikilll, og varð brátt ljóst að finna þyrfti einhverja leið til úrbóta. Og að þvi kom, að sú leið fannst, og 1. janúar 1959 hóf Osta- og smjörsalan sina starf- semi. Eigendur hennar eru annars vegar Sambandið, er kemur fram fyrir hönd þeirra mjólkursamlaga, sem eru i eigu kaupfélaganna i landinu, og hins vegar M jólkursamsalan i Reykjavfk, sem kemur fram fyrir hönd Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamlagsins i Borgarnesi. — Hvernig er stjórn þessa sameignarfyrirtækis skipuð? — I fyrstu stjórn fyrirtækisins áttu sæti Erlendur Einarsson, Helgi Pétursson og Hjalti Páls- son, frá Sambandinu, og Stefán Björnsson, Egill Thorarensen og Einar Ólafsson frá Mjólkursam- sölunni. Stjórnarformaður við stofnun var Erlendur Einarsson Stjórnarskipanin er þannig, að það eru þrir fulltrúar frá sinn hvorum eiganda. Stefán Björns- son og Erlendur Einarsson hafa á þessum 14 árum skipzt á að vera stjórnarformenn, um eitt ár i senn hvor, og i dag skipar Stefán Björnsson það embætti. A næsta stjórnarfundi, sem verður innan skamms, mun Erlendur taka við af Stefáni og gegna starfi stjórnarformanns, það sem eftir er ársins. Litil breyting hefur orðið á skipan stjórnarinnar.en i dag eru frá Sambandinu Erlendur Einarsson, Jónas Kristjánsson fyrrv. mjólkurbússtjóri á Akur- eyri og Hjalti Pálsson. Frá Mjólkursamsölunni eru Stefán Björnsson, Grétar Simonarson og Einar ólafsson. Fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins var Sigurður Bene- diktsson og gegndi hann þvi starfi, þar til hann lézt árið 1967. Fyrsta janúar 1968 tók ég við störfum framkvæmdastjóra og hef gegnt þvi starfi siðan. Hlutverk fyrirtækisins —Hvert er hið eiginlega verk- svið fyrirtækisins? — Tilgangur fyrirtækisins er að annast sölu á umboðssölu- grundvelli, þar á meðal útflutn- ing, á smjöri, osti,kaseini (osta- efnij, mjólkurdufti og hvers konar öðrum unnum mjólkuraf- urðum. Við höfum með að gera sölu á unnum vörum mjólkur- samlaganna ilandinu, en sjálf sjá þau um söluna á hinum svo- kölluðu ferskvörum, þ.e. mjólk, skyri og öðru sliku. Sambandið heldur uppi öflugri útflutnings- starfsemi, og vegna tengsla Osta- og smjörsölunnar við það er samstarf á milli fyrirtækjanna um útflutninginn. Osta- og smjörsalan er eina umboðssalan i landinu á mjólkur- afurðum. Gegnum hana fer öll sala á unnum mjólkurafurðum Texti: Steingrímur Pétursson Myndir: Guðjón Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.