Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 36

Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 28. janúar 1973 Dr. Björn Dagbjartsson: Vélarvið hreinsun grásleppuhrogna Meðal verkefna þeirra, sem dr. Björn Dagbjartsson matvæla- fræðingur hefur unnið að á vcgum Eannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins, er könnun á þvi, hvort ger- legt sé og hagkvæmt að nota vélar við hreinsun á grásleppuhrognum fyrir söltun. Þar sem nú liður senn að þvl, að farið verður að veiða hrognkelsi noröan lands, þar sem veiöitfminn hefst I mars- mánuði, ætti að vera tfmabært að birta skýrslu þá, sem dr. Björn hefur samiö um þessa athugun slna. Inngangur Söltun grásleppuhrogna hefur verið allveruleg og vaxandi hérlendis á slðari árum. Arið 1971 voru framleidd um 1250 tonn af þeim. Hreinsun hrogn- anna og undirbúningur fyrir sölt- un hefur að mestu haldizt óbreytt I þau 30-40 ár, sem liðin eru siöan fariö var aö nýta þau hér á landi. I stórum drátum er aðferöin sú að hrognapokarnir eru settir á fint virnet (oftast um 3-4 mm aö möskvastærð) og hrognunum nú- ið I gegnum netiö, en hrogna- himnum fleygt. Vökvinn er siaður af hrongagrautnum, meö þvi aö láta hann standa á grislu eða grófum dúk yfir nótt (12-18 klst). (Fiskmat rikisins, Fyrirmæli, 1971, S. Pétursson 1969). Eins og sjá má af lýsingunni er þessi vinnsluaðferð nokkuð frum- stæö og að ýmsu leyti gölluð. Skiljun hrogna frá himnum er ttmafrek og kostnaðarsöm. Handbragð verkunarmannanna er misjafnt og hætt er viö, aö sumir núi miklu af himnum gegn- um sigtið, en hjá öðrum verði rýrnum mikil vegna hrogna, sem skilin eru eftir i pokunum. Hætt er við, að hreinlæti verði nokkuð ábótavant og einnig, að hinn langi siunartimi leyfi gerlagróðri að ná sér verulega á strik fyrir söltun. Rannsóknastofnun fiskiönaðar- ins tók sér fyrir hendur aö kanna möguleika á notkun véla og tækja til hreinsunar og siunar á grá- sleppuhrognum fyrir söltun, og fara helztu niðurstöður þeirra at- hugana hér á eftir. Skiljun hrogna frá himnum Leitað var i ýmsum erlendum fræðiritum að lýsingum á hrogna- skiijun. Samkvæmt rússneskum heimildum (Zaitsev et al, 1969) eru styrjuhrogn aðskilin á a.m.k. tveim sium, fyrst grófu nylonneti, þar sem mest af himnunum er losaö frá og siðan á stálsiu, sem rétt hleypir hrognunum i gegnum möskvana. Siðan eru þau skoluð rækilega i kerjum, þar sem blóð- vatn og himnatæjur fljóta yfir barma kerjanna, en hrognin sökkva. Svipaöar lýsingar eru til á vinnslu laxahrogna og grá- sleppuhrogna I Noregi (Johannessen 1963) og i Kanada (Dewar et al, 1970), nema þar er einnig notað mikið rennandi vatn yfir sigtin, meöan á skiljun stendur. 1 báðum þessum lýsing- um er talaö um handskiljun og þaö viröist gengið út frá þvi, að siun sé gerð með þvi að láa siga af hrognunum klukkustundum sam- an. I þýzkri ritgerð (Kreuzer, 1966), er taliö, að einn alvarleg- asti útlitsgalli á grásleppuhrogn- um til kaviarframleiöslu séu himnur og himnutæjur. Handskiljun Geröar voru þrjár siur með mismunandi möskvastærð til handskiljunar á horgnunum. Rammar á öllum siunum voru úr ryöfrium 3/4” stálrörum 30x40 cm að stærö. A efstu siunni var teflon rammi með boruðum götum, og var riðiö i hann nylonnet, 5 mm að möskvastærð. A þessari siu voru hrognin núin úr pokunum með höndunum. Næsta sia fyrir neðan þessa var úr ryð- friu stálneti með 3 mm möskvum. A þessa siu söfnuðust hrognin og var auövelt að hrista þau I gegn, en mikið af himnum, sem þrýstst höfðu i gegnum efstu siuna urðu eftir á þeirri neðri. Neðst var svo sia með finu (minna en 0,5 mm) neti, ætluð til að sia vökvann frá hrognunum. Reyndin varð þó sú, að handhægara þótti að safna hrognunum i bakka undir siu nr. 2 og sia vökvann frá yfir nótt á grófustu siunni með grisju breiddri á netið. Siurnar, sérstaklega sú efsta, vildu stiflast af himnunum og reyndist nauðsynlegt að skola þær út með kraftmikilli vatns- bunu eftir að 15-20 kg af hrognum hafði verið núið I gegn. Afköst eins manns viö skiljun á þessum slum voru um 40 kg að aöskildum hrógnum á klukkustund (himnur og tö'p) 11-14% fyrir siun. Viö næturlanga (16 klst) siun sigu um 7-10% af vökva af hrognunum. Ekki er kunnugt hvort mæld hafa verið afköst og efnisrýrnun viö skiljun og siun grásleppuhrogna, eins og þaö er framkvæmt i vinnslustöövum, en kunnugir telja, að framargreindar tölur muni ekki vera fjarri lagi. Vinnsluaðferö sú, sem að ofan er lýst, er ekki frábrugöin hinni hefðbundnu aðferð aö ööru leyti en þvi, að notaöar eru tvær siur til skiljunar. Gróf sia úr nylonneti, til þess aö losa hrognin úr pokun um, flýtir sennilega skiljuninni og fækkar brotum og krömdum hrognum. Seinni (finni) sian heldur eftir nokkru af himnum, sem nuddaö er I gegnum þá fyrri. Vélartil skiljunar og síunar Ekki virðast hafa verið gerðar neinar alvarlegar tilraunir til vél- væöingar skiljunar og siunar á grásleppuhrognum né öðrum verðmiklum hrognum, sem ætluð eru til kaviarframleiðslu. Sænsk- ar marningsvélar (Iwema, B-l) hafa stundum verið notaðar til að hreinsa himnur frá þorskhrogn- um, en þar skiptir venjulega ekki máli, þó hrognin springi og brotni vegna þess að síðari notkun þeirra krefst ekki heilla hrogna, sem er mjög veigamikið atriði i kaviarframleiðslu. 1 Fiskiðju- samlagi Húsavikur var árið 1971 gerð tilraun til að nota Iwema marningsvél til skiljunar á grá- sleppuhrognum, en hrognin reyndust brotna mjög mikiö. Hinn hái snúningshraöi vélarinn- ar (1450 snún./min.) og sleikjur úr mjög stifu gúmmi, sem voru á spöðum vélarinnar, hafa senni- lega hjálpast að við þessar skemmdir. Við tilraunir þær, sem hér er greint frá, var snúningshraði vél- arinnar lækkaöur niður i 150 snún./min. og blöð eða sleikjur úr linu þéttingagúmmi settar á spaðana. Um 11/2 cm skurðu var gerður inn i alla átta gúmmi- spaðana með 1/2 cm millibili, og þeir látnir strjúkast lauslega við siðuna, sem var með 3 mm götum. Bezt reyndist að hafa skekkingu spaðanna 10-12 gráður. Ef skekking var meiri, hreinsaði vélin hrognin ekki nógu vel úr pokunum, og með minni skekk- ingu virtist of mikið af himnum troðast i gegnum siuna. Með þessum stillingum virtust afköst vélarinnar geta orðiö a.m.k. 500 kg/klst og rýrnun (himnur) var mun minni en við handskiljun, eða 6-8%. Ekki var laust við, að himnutæjur væru i hrognunum (sennilega þó ekki i meira mæli en viö handskiljun) og má vera, að með breyttum stillingum á spaðagúmmiunum (fjarlægö og skekkingu) megi lagfæra það. Aftur, á móti var skemmd á hrognunum (fjöldi brotinna hronga i grammi) ekkert meiri en við handskiljun. Vel má vera, að meiri afköstum sé hægt að ná meö meiri snún- ingshraða og ef til vill breyttum spaðastillingum, og eins er ekki vist, að gatastærð siunnar (3 mm) sé sú heppilegasta. En til- raunir þær, sem lýst er hér að ofan, sýna að nota má Iwema marningsvélarnar til skiljunar á grásleppuhrognunum meö sæmi- legum afköstum (1/2 tonn/klst eða um 40-50 tunnur/vinnudag) og án þess að hrognin skemmist verulega. Skolun og síun Yfirleitt hefur ekki tiökazt hér- lendis að skola eða þvo grá- sleppuhrogn fyrir söltun. 1 Rúss- landi og Kanada virðist vatn aftur á móti vera notað i rikum mæli til þvottar á hrognunum eftir skiljun þeirra frá himnunum. Þessi þvottur mun ætlaður til þess að lækka gerlafjölda og þvo burtu himnuleifar, blóðlifrar og önnur óhreinindi úr hrognunum. Tilraunir með þvott eð skolun á himnulausum hrognum eru liður I áðurnefndum tilraunum stofnun- arinna. Gerlafjöldi i hrognunum skoluðum þrivegis með u.þ.b. tvöföldu vatnsmagni lækkaði mjög verulega og mikið af himnutæjum, brotnum hrongum og blóðvatni skoðaðist burtu. Hrongin sökkva i köldu vatni, en brotin hrogn og óhreinindi fljóta og má hella þeim varlega yfir barm skolunarilátsins. Einnig var gerð tilraun til að fella þvottinn inn i samfelldan vinnslugang með þvi að skilja hrognin frá himnunum með Iwema vélinni beint ofan i aflangt þvottaker með hallandi botni (15- 20 gráður) og innstreymi vatns með grynnri endann en yfirflæði við hinn. Hrognin safnast þannig fyrir á botninn i dýpri enda kers- ins, en óhreinindi skolast yfir brúnina. Með hallandi skúffulyftu má auðveldlega flytja hrognin úr botni kersins á siu (sjá skýringar- mynd I). Hrongin eru oft umlukin froðu, þegar þau koma úr marn ingsvélinni og fljóta þá, en með litils háttar úðun er auðvelt að sökkva þeim. önnur hugmynd, sem til greina kæmi við skoðun, er aö nota tvo niðurmjóa geyma með yfirfalls- rörum i mismunandi hæð, skilja i þá til skiptis og hleypa hrognun- um undán þeim á hristisiuna eftir að sezt væri til I þeim (skýringar- mynd II). Til siunar var notuð Sharples hristisia (24” Doubledec Vibro- screen) með tvöfaldri siu. Efri si- an var með um 3,2 mm möskvum og þar sátu eftir himnutæjur, sem voru eftir að skolun lokinni, en hrognin sjálf runnu mjög auö- veldlega I gegn. Neðri sian var með um 1 mm möskvum og hreinsaöi vatn fljótt og vel úr hrognunum. Afköst hristisiunnar voru um 800-1000 kg af „þurrum” (75-77% raki) hrognum. Ekki virtist skipta verulegu máli, hve mikið vatn var með hrognunum fyrir siun, a.m.k. ekki innan þeirra marka, sem vatnsmagnið mundi verða við skolun og fleyt- ingu. Siun á hrognum með þessu tæki er fljóvirk og virðist henta ágætlega að öllu leyti fyrir verk- un grásleppuhrogna, hvort sem vélskiljun, þvottur og fleyting eru notuð i samfelldri vinnslur.ás fyr- ir siun eöa ekki. Þó að vélskiljun hrogna frá himnum þætti af éin- SKÝRINGAlíMYNDIR AF VINNSLUGANGI : Heil r. II .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.