Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 28. janúar 1973
TÍMINN
13
LINNI
MÁL
ER
Enn eru drápsbólin i umræðu.
Gestur segist ekki endilega nota
alltaf orðalag Þórðar Tómas-
sonar, og er það meinalaust af
minni hálfu. Gestur gerir sér vist
ekki ljóst, að orðið drápsból er
fornt samheiti um slik ból á af-
réttunum, sem hér um fjallað, og
hefði þvi átt að sjást i Arbók ’72.
Rétt er, að afréttakortið og ör-
nefnalýsins Gests frá 1965 kafnar
undir nafninu pési, en ekki getur
Gestur þó svarið sig þar frá
ábyrgð. Abending min varöandi
Múlatungur gefin á förnum vegi i
Reykjavik virðist engan veginn
hafa komizt til skila. Múlatungur
fengu a.m.k. að vera áfram, þar
sem þær hafa aldrei verið, en
skýringu vantar á þvi, hvers-
vegna Guðrúnartungur eru nú
færðar úr stað og nafnið sett ofan
i hinar réttu Múlatungur. Af
hverju fór Gestur hér ekki eftir
korti Herforingjaráðsins danska,
sem hefur þetta þó rétt?
Ekki er bjart framundan á sviði
islenzkra örnefna, ef sjónarmið
Gests Guðfinnssonar á að taka
þar völdin, en það virðist mega
afgreiða með einu orði: rugl, sbr.
„Hingað og ekki lengra, Krossá!”
Gestur minnist á nýnefnið
Tröllabúðir á Þórsmörk. Þetta
heitir frá fornu fari Arnanipa og
Sigmundarnipa. Gestur hefur
einnig mátt nefna Bólfell i Básum
á Goðalandi, sem heitir Réttar-
liáls.
Benda vil ég á það, að
Suðurhliðar á Stakkholti sjást
ekki á mynd á bls. 105 i Arbók
1972. Nafnið á að réttu viö hliðina
sunnan i Stakkholti, inn með
Steinsholtsá. Ofan Suðurhliða eru
Suðurhliðarbrúnir.
örnefnið Kill i nafnaskrá
Árbókar skyldi vist rita Kilir.
Þetta skógaritak Breiðabólstaðar
mun tengt Kili og Kilisgiljum i
Merkurnesi (Langanesi). t Arbók
1972 minnist Gestur á Gathillur i
hliö Boöalands við Krossáraura.
Þar mætti meiri fræöi fram
koma. Gathillur eru kenndar viö
svonefnd Hestgat, sem var á
kletti, þar sem hliðin beygir suður
að Hestagötum. Kletturinn likist
hesti. Hann mun hafa hrapað i
jarðskjálftunum 1896. Liklegt er,
að til hans megi rekja örnefnið
Hestagötur, þvi allt mælir móti
þvi, að þar hafi nokkurn tima ver-
iö hestavegur.
Leitt var, að Gestur skyldi
gleyma súra blóðmörskeppnum
hans Magnúsar gamla goða Nú er
hann þó sem betur fer kominn i
leitir og svo vaxinn að viröingu,
að viö liggur, að hann sé settur á
bekk með þeim málum, sem hæst
ber i ágreiningi þjóða. Ég ann
Gesti þess vel að glima við kepp-
inn og reyna að gera sér mat úr
honum. Hitt er svo annað mál, að
minning hans hefur þvi aðeins
geymzt fram á þennan dag fyrir
það, að fjallnesti eigandans var
ólikt nesti allra annarra manna.
Liklega væri Ferðafélaginu nú
ráð að gefa út nýjan Þórsmerkur-
pésa með inntaki úr greinum
okkar Gests og láta svo lesendur
um að meta, hvað rétt er og
rangt. Og fyrir hvern mun!
Gleymið ekki að gefa út nýtt,
óbjagað kort yfir afréttalöndin. A
þvi eiga þó lesendur Arbókar rétt,
hvað sem öðru liður.
Sizt skorast ég undan frekari
umræðu um málin, en aö þessu
sinni kveð ég Gest með vinsemd
— þrátt fyrir allt — og þeirri ósk,
að hann eigi oft eftir að heim-
sækja óskaland sitt Þórsmörk
með sólskrikjunni hans Þorsteins
Erlingssonar, en hún og Þórs-
mörk eru þó eitt.
Þórður Tómasson
matargerð, svo kallaða glóðar-
steikingu. Mörgum þykiF*glóðar-
steiktur matur betri, heldur en
sami matur steiktur i feiti. Aðrir
halda fram meiri hollustu og þeir
þriðju ánægjunni. Sú ánægja kji
einkum vera fólgin i þvi, að hver
þátttakandi i máltiðinni sér að
mestu um matbúnað fyrir sig.
Þátttakendur fá i hendur spjót,
eða langa gaffla og upp á þessi
verkfæri þræða þeir, það sem á að
glóðarsteikja, eða þá menn útbúa
réttinn á álpappir, loka siðan
bögglinum og steikja ofan á
glóðarristinni. Ýmsar gerðir og
stærðir af grilltækjum fást hér i
verzlunum og fer verðið eftir þvi.
En ágæt grilltæki fá frá þúsund
krónum, við viljum samt taka
fram, að einföld grilltæki eru
þægilegti á ferðalögum og i úti-
legum. A mynd 5 sjást tvær
algengar gerðir viðarkolagrilla.
Gestur Guðfinnsson berst við
bakka i afréttaörnefnum austan
Markarfljóts i grein i Timanum
9. jan. Vel má svo fara eftir lög-
máli rökfræði, sem sannað getur
allt, hve fjarstætt sem það er, að
Gestur telji mér og öðrum trú um,
að ég viti ekkert en hann allt i
fræðunum, sem um er deilt. Það
er minnsti leikur á bandi að lesa
útleggingu Gests á oröum minum
i grein minni frá 3. jan. s.l. um
búsetu á Þórsmörk árin 1802-03,
og er sá samsetningur góð eink-
unn fyrir greinar Gests og mér
sizt til meins.
Engum er alls varnað og ekki
heldur Þórði Tómassyni. Gestur
telur, að ég hafi nú dregið veru-
lega i land, þó ofurlitið sé enn
eftir af kokhreysti. Ég get sagt
Gesti það, að ég nenni ekki marg-
sinnis að berja höfðinu við þann
stein, sem greinar hans leiða i
ljós og ég kalla rengingar án raka
(sbr. nú siðast Grautarlágin
góða).
Eftir velheppnaða leikhúsför, eða skemmtilega stund við sjónvarpið,
getur verið ánægjulegt að setjast niður smástund og spjalla um verkið.
Satt bezt að segja, ættum við aldrei að gerast áhorfendur eða heyrend-
ur, án þess eftir á, að gefa sjálfum okkur tækifæri, til að tjá okkur um
það, sem við höfum heyrt og séð. Við slik tækifæri er gaman að bera
fram einhvern smárétt og ekki er verra, að hann sé þá svo einfaldur i
gerð, að hver sem er innan fjölskyldunnar geti staðið fyrir framreiðsl-
unni. Við látum til gamans fylgja hér tvær uppskriftir af slikum smá-
réttum.
Sjónvarps brauð.
1/2 tsk sykur.
1 tsk sait.
1/2 tsk chilisósa.
2 msk esdragonedik.
1 di ólifu- eöa matarolia.
3 bollar hvitkál.
2 avocado.
Avocado er ávöxtur, sem i seinni tið er hægt að fá i verzlunum hérlend-
is. Avöxturinn er grænn á lit, perulaga og skemmtilegur i ýmsar teg-
undir salata. Við látum fylgja hér með uppskrift af ofnbökuðum fisk-
búðingi og avocado-salati.
Avaocado-salat.
Efni:
2 hvitiaukar.
1 laukur.
1 msk. kapers.
1 msk. klippt persilie
1 msk. saxaðar púrrur.
Merjið hvitlauksbátana og blandið i smá söxuðum lauk og söxuðum
kapers, persille, púrrunum, sykri.salti og chilisósu. Bætið edikinu i og
hrærið vel. Bætið oliunni i smám saman. Sneiðið hvítkálið mjög smátt,
setjið i salatskál. Flysjið avaocado — vextina, fjarlægiö steinana og
skerið ávextina i þunnar sneiðar og setjið i salatskálina ásamt salat-
kryddleginum. Látið standa á köldum stað i tvo tima, hrærið i áður en
borið er fram.
Þetta salat er ákaflega ljúffengt og má bera fram sem sérstakan rétt,
eða eins og hér, sem tillegg við fiskrétt.
Efni:
1 formbrauð.
50 g smjör.
1 laukur.
150 g reykt skinka.
2 tómatar.
2 egg.
2 di. rjómi.
hvítur pipar.
Skerið lok af brauðinu og holið það út, þó ekki of mikið. Penslið brauðið
að innan með bræddu smjörinu. Sneiðið laukinn og ristið aðeins i
smjöri, setjið i botn brauðsins. Ristiö einnig i sama smjöri skinkubita
og tómatsneiðar, leggið ofaná laukinn. Þeytið eggin og rjómann ásamt
ögn af pipari og hellið i brauðið. Sett i meðalheitan ofn, þar til eggja-
blandan er stif og gulbrún.
Skinku-brauð.
Efni:
4 brauðsneiðar
(Formbrauð eða rúgbrauð)
smjör.
1 smurostur.
150 g skinka.
púrrur eða karsi.
4 hráar eggjarauður.
salatblöð (eif tii eru)
Skerið brauðið i hringi, eins og myndin sýnir. Smyrjið fyrst með smjöri
og siðan þykku lagi af smurosti. Saxið skinkuna i teninga og blandið við
þunna púrruhringi, eða klipptan karsa. Setjið þessa blöndu á brauðið,
gerið laut i miðju brauðsins og setjið varlega hráa eggjarauðu þar i.
Brauðið sett á stór salatblöð og borið fram með tei, gjarna sitróntei.
Ofnbakaður fiskbúðingur.
Efni:
2 grænar paprikur
2 laukar.
1. hvítlaukur
5 tómatar.
2 msk. smjör.
salt.
cayennapipar.
1 kg þorskflök.
4 msk. rasp.
1 dl. mjólk.
4 egg.
1/4 tsk múskat.
Saxið með hnif, hreinsaðar paprikur, lauk, hvitlauk og tómata, steikið
þetta örlitla stund i smjöri. Bætið i salti og 1/4-1/2 tsk. cayennapipari
ásamt 2 msk af vatni og látiö sjóða i 5 min. Kælið blönduna. Hakkið
fiskinn, blandið i hann raspinu og grænmetinu af pönnunni, ásamt
mjólkinni. Hrærið vel. Bætið nú i múskatinu og einni eggjarauðu i senn.
Að lokum eru stifþeyttar hviturnar settar i. Sett i velsmurt eldfast fat
— má aðeins fyllast að 3/4 hlutum — rétturinn er bakaður I 250 stiga
heitum ofni i 1/2 klukkust. Borinn strax fram i fatinu með bráðnu
sitrónusmjöri og avocado-salati.