Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 28. janúar 1973 r Olafur Jóhann hlaut silfurhest- inn fyrir Silfurhestinum, árlegum bók- menntaverðlaunum dagblaðanna i Reykjavik var úthlutað i gær, og hlaut þau að þessu sinni Clafur Jöhann Sigurðsson fyrir skáld- söguna Hreiðrið, sem út kom á árinu 1972. Silfurhesturinn er veittur fyrir „beztu bók ársins” og úr skoriö með þeim hætti, að bókmennta- gagnrýnendur dagblaðanna greiða um þaö atkvæði. Nefnir hver um sig þrjár bækur á seðli, og hlýtur sú fyrsta 100 stig, önnur 75 stig og sú þriðja 50 stig. Ekki má nefna nema einn höfund á hverjum atkvæðaseðli, þótt fleiri en ein bók eftir hann hafi komið út á árinu. Fái höfundur hins vegar fleiri stig samanlagt fyrir fleiri en eina bók en annar höfundur fyrir eina bók, skal kosið aftur um þær þrjár bækur, sem stigahæstar eru. úrslit atkvæðagreiðslu nú urðu þessi: Vésteinn Lúðvíksson 300 stig fyrir skáldsöguna Gunnar og Kjartan, Ólafur Jóh. Sigurðsson 200stig fyrir skáldsöguna Hreiðr- ið og 175 stig fyrir ljóðabókina að Laufferjum. Matthias Jóhannes- sen 150 stig fyrir ljóðabókina Mörg eru dags augu, Þorsteinn frá Hamri 125 stig fyrir ljóðabók- ina Veðrahjálm.Halldór Laxness 75 stig fyrir Guösgjafaþulu, Grétu Sigfúsdóttur 50 stig fyrir skáldsöguna Fyrir opnum tjöldum, og Thór Vilhjálmsson 50 stig fyrir Foldu. Þar sem 01. Jóh. Sigurösson hafði hæsta stigatölu fyrir bækur samanlagt, en Vésteinn Lúðviks- son hæsta fyrireinstaka bók, varð að greiða atkvæöi aftur og þá um þær þrjár bækur, sem hæstar voru. Fór sú atkvæðagreiðsla þannig: Hreiðrió stig Hreiðrið (Ól. Jóh.) 450 Gunnar og Kjartan (Vést. L.) 350 AðLaufferjum (01. Jóh.) 325 Silfurhesturinn er gerður af Jó- hannesi Jóhannessyni, listmál- ara, og er gripurinn sérmótað listaverk hverju sinni. Þeir, sem greiddu atkvæði um bækurnar af hálfu dagblaðanna voru: Andrés Kristjánsson fyrir Timann, Arni Bergmann fyrir Þjóðviljann, Helgi Sæmundsson fyrir Alþýðu- blaðið, Jóhann Hjálmarsson fyrir Morgunblaðið og ólafur Jónsson fyrir Visi. Afhending silfurhestsins fór fram siðdegis á laugardaginn að Hótel Sögu, og hafði Helgi Sæ- mundsson orö fyrir nefndar- mönnum. Ólafur Jóhann Sigurðsson. Þetta er mynstrið á hinum frábæru ttouuti forfæruhjólbörðum fyrir Dodge Weapon bifreiðar Stærö 900—16/10 á gamla góða verðinu kr. 7430,00 Shodh búðin AUÐBREKKU 44-46. KÖPAVOGI — SlMI 4260.6 (óður Hjólbarðaverkstæði Garðahrepps Sunnan við lækinn, gengt benzínstöð BP) GARÐAHREPPI SlMI 50606 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. 1 m "■ a ;]?á $(í'i| * ^ i * J Verið að hlfa upp einn af tæpum nfutfu bilum úr Heklu i Þorlákshöfn á föstudagskvöld. BEIN LINA Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn — fylgzt með flutningum á bílum og búslóð á föstudag ED—Akureyri A fundi bæjarráðs Akureyrar, 25. janúar var gerð eftirfarandi bókun: „Bæjarráð Akureyrar sendir bæjarstjórn Vestmannaeyja og Vestmannaeyingum öllum ein- lægar kveðjur sinar vegna nátt- úruhamfara þeirra, sem dunið hafa yfir Vestmannaeyjar, og lýsir þvi yfir, að bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að veita Vestmannaeyingum aðstoð og fyrirgreiðslu, svo sem unnt er. Bæjarráð hefur skipaö nefnd sem kanna skal hvert framlag Akur- eyrar getur bezt orðið til stuðn- ings, og hefur nefndin með hönd- um útvegun húsnæðis, atvinnu og aðra fyrirgreiðslu fyrir fjöl- skyldur og einstaklinga frá Vestmannaeyjum, sem kynnu að vilja dveljast á Akureyri, þar til úr rætist i þeirra heimabyggð.” Bæjarráð hefur einnig skipað nefnd, en formaður hennar er Hermann Sigtryggsson. Hún opnar i dag,laugardag,skrifstofu i Hafnarstræti 107 og hefur sima 21202 og 21601. Siðdegis á föstudaginn s.l., i frostbitru veðri, heiðskýru og kyrru, lögðum við leið okkar austur á Þorlákshöfn, i þvi skyni að fylgjast með búslóðar- og bila- flutningum úr hinni nýju eldey, Heimaey. Eins og flestum mun kunnugt, yfirgáfu Vestmanna- eyingar eyna hina örlagariku' þriðjudagsnótt 23. janúar nánast allslausir, að visu i fötum sinum og með eitthvað af helztu nauðsynjum, peningum (þeir fol- sjálustu), hreinlætistækjum og eitthvað af rúmfatnaði. Um meira var vart að ræða. Skiljan- lega vanhagaði eyflóttamennina um ýmsa hluti. En annað kom til, og það ekki veigaminna: mikil hætta blasti og blasir við eigum Eyjamanna, húsum, bilum, búslóð og öðru. Við komum austur um þrjú- leytið, og skömmu siðar lagði að bryggju vélbátur hlaðinn farangri og fólki. Þegar var kom- inn allstór hópur fólks til Þorláks- hafnar. Sumir komu gagngert til að taka á móti farangri og bilum, en aðrir biðu fars til eyja. Er á leið daginn óx fólksfjöldinn og bilagrúinn, svo að undir kvöld var hafnarsvæðið likast markaðstorgi. A þilfari bátsins stóðu fimm fólksbílar dökkir að ofan af allþykku ösku- lagi, — áþreifanlegu tákni „land- kröbbunum” um ömurleikann i Eyjum. Þeir voru hifðir upp i skyndi og færðir frá. Þorsteinn Viglundsson var með firn af pokum, kössum og feröatöskum, sem höföu að geyma muni úr byggðasafninu og heimili hans i Eyjum, sem var um það bil að brenna. (Tímamyndir: G.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.