Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 28. janúar 1973 Snúum bökum saman við lausn mikilla vandamála Svipmynd úr Vestmannaeyjum, tekin I gær. —Timamynd: Kári. Vestmannaeyjar í eyði Náttúruhamfarirnar, sem hóf- ust aöfararnótt þriöjudags í Vest- mannaeyjum, eru einhverjar hin- ar válegustu i tslandssögunni. Stærsta verstöö landsins, blómleg byggö, sem var heimkynni á sjötta þúsund Islendinga, hefur nú lagzt i eyöi. Aö visu hafa góð héruö lagzt i eyöi áður á tslandi en aldrei byggö meö sliku fjöl- menni. En þótt áfalliö sé aö sjálf- sögöu sárast Vestmannaeyingum sjálfum snertir það hvern einasta tslendinga. Eldgosiö i Heimaey hefur kippt öflugustu stoöunum undan þeim grundvelli, sem is- lenzkur þjóöarbúskapur hvilir á. Giftusamleg mannbjörg Ensamtimisþvi, aö menn gera sér sem gleggsta grein fyrir hrikalegum afleiöingum þessara nattúruhamfara er skylt aö þakka þá miklu giftu, að svo vel skyldi takast til um mannbjörg og raun varö á. Almannavarnir sönnuöu vissu- lega ótvirætt gildi sitt aö morgni 23. janúar. Þaö var ótrúlegt, hve flutningur tæplega 5 þúsund manna frá Eyjum til lands gekk greiðlega, en þvi réð m.a. sú guðsmildi, aö hvorki höfn né flug- völlur lokuöust viö eldsumbrotin og aö Vestmannaeyingr eru góöum skipakosti búnir. Og þaö kom glöggt i ljós, aö Islendingar eru samhuga, hjálp- söm og fórnfús þjóð, sem fann að þetta áfall var mál landsmanna allra og þjóöin samábyrg sem ein heild i baráttunni viö reginöflin. Þessi skilningur kom m.a. fram i þvi, aö það tókst aö koma nær fjórum þúsundum manna fyrir á einkaheimilum i Reykjavik og nágrenni á örfáum klukkustund- um. Þaö er eitt út af fyrir sig stórkostlegt afrek, sem hjálpfýsi og fórnarlund almennings vann. En viö björgunarstarfið allt hefur veriö framréttri hönd aö mæta hvarvetna og allir boönir og búnir að veita hvers konar aöstoð, stuðning og hjálp. En stærstur hefur hlutur flótta- fólksins samt veriö. Vestmanna- eyingar hafa löngum haft orö á sér fyrir aö vera haröduglegt og æörulaust fólk, sem ekki er fisjaö saman og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þeir hafa svo sannarlega sýnt, aö þeir eru enn búnir þeim eiginleikum. Gífurlegt tjón Þaö er vist, aö allir aöilar, sem einhverju fá áorkaö, stjórnvöld, stofnanir, sveitarstjórnir fyrir- tæki og almenningur munu leggj- ast á eitt um aö gera allar til- tækar ráðstafanir til aö draga sem mest úr þvi tjóni, sem af þessum náttúruhamförum mun hljótast. En jafnvel þótt flest gangi i haginn i þvi efni, verður tjóniö óhjákvæmilega samt gifur- lega mikiö fyrir bæjarsjóö "Vest mannaeyja, Vestmannaeymga alla og fyrirtæki þeirra, en einnig fyrir þjóöarbúiö I heild og þar meö hvern einasta þegn hins is- lenzka samfélags. Þjóðarbúið stendur nú frammi fyrir tapi á útflutningsverðmæt- um, sem varla getur numið minna en einum til hálfum öörum milljaröi króna á þessu ári fyrir utan þaö tjón, sem Vestmanna- eyingar sjálfir, bæjarsjóöur þeirra og fyrirtæki veröa fyrir og enginn getur á þessu stigi sagt til um hve mikiö getur orðiö. Til viðbótar þessum beina fjár- hagslega skaöa og minnkandi tekjum þjóðarbúsins koma svo þau miklu útgjöld, sem þvi eru samfara að búa Vestmanna- eyingum viöunandi aöstööu I landi, atvinnu, húsnæði, skóla- kennslu barna og aöra félagslega aöstööu, sem þeim verður aö búa og engu má til spara aö þeim veröi búin eins skjótt og nokkur kostur er. Hér veröa allir landsmenn að axla byröarnar sameiginlega. Samábyrgðar þjóð- arinnar allrar Er Alþingi kom saman til funda aö nýju eftir jólahléið sl. fimmtu- dag, lagöi Eysteinn Jónsson, for- seti sameinaös Alþingis áherzlu á þessa samábyrgö, sem til þyrfti að koma og þjóðin vildi tvímæla- laust sjálf að til dæmi. Um þetta sagöi Eysteinn m.a.: „Þyngst kemur þetta niöur á þvi fólki, sem orðið hefur aö yfir- gefa allt sitt og stendur vega- laust uppi, en þjóöinni allri valda þessir atburöir stórfelldum bú- sifjum. Munu þessar náttúru- hamfarir mörgu breyta, af- leiðingarna reynast þungbærar og hafa áhrif á hag hvers manns i landinu.og þaö jafnvel þótt betur rætist úr en á horfist nú, sem viö veröum þó fastlega aö vona. Hljóta þessi atvik öll að hafa mikil áhrif á störf Alþingis í næst- unni, þvi hér hefur brostiö um sinn ein styrkasta stoðin i at- vinnulifi landsmanna, svo stór- fellt hefur veriö framlag Vest- mannaeyinga til þjóöarbúsins. Læt ég i ljós þá von, aö giftu- samlega takist aö ráöa fram úr þeim miklu vandkvæöum, sem leysa þarf. Mun það auövelda Alþingi og rikisstjórn störfin, aö þjóöin vill tvimælalaust, aö sam- ábyrgö allra landsmanna komi til, þegar slikir atburöir gerast, og margt mun leysast fyrir hjálp- fýsi og fórnarlund manna, eins og þegar hefur komiö fram. Þá mun miklu bjarga framtak, dugnaöur og kjarkur þess fólks, sem hér á hlut aö máli, og liklegast er allra manna til þess aö finna færar leiöir úr hverjum vanda. Þaö fer ekki á milli mála, að hér á Alþingi munu menn snúa bökum saman viö lausn þessara miklu vandamála, sem fjölmarg- ir einstaklingar og þjóðin i heild standa nú frammi fyrir. Skýrist nú enn, að allir eru á sama báti, en með dugnaði, sam- hjálp og góöum samtökum mun þjóöinni takast að standast þetta áfall. Efa ég ekki, að Alþingi muni takast aö vinna einhuga að málum þessum og þannig mun þjóöin vilja iáta aö þeim vinna og vilja vinna sjálf, og hefur þegar sýnt það i verki eins og svo oft áöur, þegar vanda hefur borib aö höndum.” Allir leggi fram sinn skerf Þetta viöhorf kom strax fram i ávarpi þvi, sem ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, flutti til þjóöarinnar að kvöldi þriðjudags. Forsætisráðherra sagöi þá, aö það væri skylda samfélagsins að gera allt sem unnt væri til aö tryggja stööu Vestmannaeyinga og bæta þeim tjón þeirra. Þjóöin öll yrði að jafna þessu tjóni á sig. Hér væri um sameiginlegan vanda þjóðarinnar að ræða og til yröi að koma alger samábyrgö þjóöfélagsins alls. Þjóöarheildin yrði aðleggja fram verulega fjár- muni i þessu skyni og kvaöst hann ekki efast um, aö allir tslendingar yrðu fúsir til að leggja fram sinn skerf. Þeir hefðu sýnt slikan hug þegar minna heföi legið viö og það væri stefna rfkisstjórnarinn- ar aö þannig yröi staöiö aö þessu máli og sagðist sannfærður um, að um það viðhorf veröur ekki ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstööu. Loðnuaflinn A sfðustu vertið var þriðjungi loönuaflans landaö i Vestmanna- eyjum og miklar vonir hafa veriö bundnar við loðnuaflann á þessu ári. Verö erháttá loðnu og spáð hafði verið mikilli loönugengd. í Vestmannaeyjum eru tvær stórar verksmiðjur, sem gátu brætt 2 þúsund tonn á sól- arhring og höfðu þróarrými fyrir 24 þúsund tonn. Vestmannaeyjar liggja best við loðnumibunum. Nú er varlegast að gera ekki ráö fyrir neinni loönuvinnslu i Vestmannaeyjum á þessari ver- tiö. Þess vegna verður aö sigla meö aflann langar leiöir af miðunum til vinnslu og það þýðir aö heild- araflinn hlýtur að verða miklu minni en annars heföi orðið. Þótt menn voni enn að gosinu linni og að unnt verði að vinna loðnu i Vestmannaeyjum er skynsam- legt að búa sig undir að svo geti ekki orðið. Ef gosinu linnti nú á næstunni snögglega gæti orðið hæpið að fagna þvi um of, þvi að sér- fræðingar benda á, að þá sé hætta á að nýr gigur geti myndast og þá kæmi gosið kannski upp i Heimaey, þar sem það ynni Vest- mannaeyjakaupstað miklu meira tjóni en annars. Varlegt er að áætla að þetta gos standi a.m.k. þann tima, sem svipuð gos af þessu tagi hafa staðið stytzt hér á landi. i sambandi viö loönu- vinnsluna verða menn og aö hafa i huga bæöi mengunarhættuna vegna öskufallsins og þá hættu, sem framleiðsluverömætin yröu sett i meö þvi að geyma þau I Vestmannaeyjum. Hér veröur þvi að vinda bráöan bug á þvi aö gera ráðstafanir til aö tryggja sem greiðasta löndun og vinnslu loðnuaflans. Leggja verður meira fjármagn i flutn- ingasjóö en gert hafði verið ráö fyrir og kanna verður alla mögu- leika á aö útvega skip til að annast flutning á loönu frá Suöur- landi til fjarlægra hafna. 1 fyrra var stóra sildarverk- smiðjan á Seyðisfirði t.d. ekki starfrækt en hún getur unniö úr 800 tonnum á sólarhiring og ef flutningaskip fengjust yrði sjálf- sagt að starfrækja stóru verk- smiðjuna á Raufarhöfn. Sérstök nefnd, sem skipuö hefur veriö skv. nýjum lögum um loðnuland- anir vinnur nú af kappi að könnun og tillögu gerð um skipan þessara mála og er búizt við skýrslu nefndarinnar nú þegar um helg- ina. Bátarnir, hafnirnar, frystihúsin og vetrarvertíðin Og enn stærra vandamál er að leysa vandamál þeirra báta, sem stunda þorskveiöar á vetrarver- tiö, en Vestmannaeyingar hyggj- ast gera út samtals 75-80 báta. Þaö má teljast óhugsandi aö fiskvinnsla fari fram I Vestmannaeyjum i vetur. t Vestmannaeyjum eru stærstu og afkastamestu frystihús landsins og til aö reka þau þarf margt manna að vera i Vestmanna- eyjum, ekki sizt konur, sem stór- um og mikilvægum þætti i hinni öflugu framleiöslustarfssemi, sem verið hefur i Vestmannaeyj- um. Það dettur engum i hug að senda konur og börn út i Vest- mannaeyjar meðan gosið varir eða meðan hætta yröi talin á, aö það brytist út að nýju, þótt þvi linnti bráölega. Þar til viðbótar mega menn ekki horfa fram hjá þeirri miklu mengun, sem oröiö hefur i Vestmannaeyja- kaupstaö af völdum öskufallsins og það er hæpin ráðstöfun að setja hundruð milljóna króna verömæti i viðkvæmum matvælum i meiri eða minni mengunarhættu Tekst okkur þetta? Það verður þvi að útvega Vest- mannaeyjabátum, sem vetrar- vertið ætla að stunda viölegupláss og aðra aðstööu hér suðvestan- lands. Ljóst er að allir þeir aðilar, sem einhverju fá þar um ráðið eru boðnir og búnir að stuðla að þvi á allan hátt. Nú er t.d. i athug- un, hvort unnt sé að stækka Grindavikurhöfn með stuttum fyrirvara þannig aö fleiri bátar gætu athafnað sig þar, og hafnar eru endurbætur á. Þorlákshöfn. Kunnugustu menn telja og að hugsanlegt sé að vinna aflann i frystihúsunum suðvestanlands ef unnt yrði að skipuleggja vakta- vinnu i frystihúsunum, þannig að þau yrðu starfrækt allan sólar- hringinn yfir há vertiðina. En til þess að það verði unnt þarf að leysa húsnæðisvandamál- ið og það þarf að tryggja börnum sem fylgja mæðrum sínum til verstöövanna viðunandi skóla- göngu. Krafa Keflvilinga um að fyrsta skrefið i þessa átt verði að varnarliðsmenn rými nú þegar þær 200 leiguibúðir, sem þeir hafa til umráða i Keflavik og Njarð- vikum er þvi fyllilega eðlileg og réttmæt og má telja vist aö varn- arliöiö verði skjótt við þessari beiðni og flytji sitt fólk upp á flug- völlinn. 280manns munu nú hafa komið sér fyrir i ölfusborgum og það fólk má aka i hópferðabilum til og frá vinnu i Þorlákshöfn, Eyrar- bakka og Stokkseyri. Seyð- firðingar bjóða Vestmannaeying- um atvinnu og húsnæði i verbúð- um og atvinnutilboðin streyma raunar til Vestmannaeyinga þessa dagana úr öllum áttum. Sýnum samtaka- máttinn Það er áreiðanlegt að þjóðin hefur þegar séð erfiðleikana I réttu ljósi og hún ætlar að takast á við þá af þegnskapi, þreki og þrautseigju. Hún ætlar að sigrast á þeim með samstilltu átaki I anda samvinnu, bróðurþels og sáttfýsi. í þessari raun mun hún ekki hlusta á neitt nöldur og nagg eöa úrtölur og smásmygli, sem stefnt er gegn þvi að þetta sam- eiginlega átak verði sem myndarlegast. Það er miður að slik smásmyglis- og úrtölurödd skuli hafa heyrzt. Ber raunar ekki aðeins að sýna sliku fullkomið af- skiptaleysi, heldur og vorkunn- semi. Það er skynsamra manna hátt- ur að vona hið bezta en búa sig undir hið versta, þegar slik áföll dynja yfir. Hið góða getur ekki skaðan en rétt að vera öllu viðbú- inn. Þess vegna verðum við að búa okkur undir það, að nokkrir mánuöir geti liðið þar til Vest- mannaeyingar geta snúið aftur til heimkynna sinna, þótt það sé vissulega um leið heitust ósk okk- ara allra að Vestmannaeyingar geti snúið heim sem fyrst og byggð að dafna og blómgast i Vestmannaeyjum að nýju fyrir dugnað þeirra og framtakssemi. — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.