Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 28. janúar 1973
aö teygja sig og horfa yfir öxlina
á honum. „Svefnherbergið
hennar mömmu, hvislaöi Caddie
með andköfum. Hún fann,
hvernig handleggurinn á Hugh
titraði, þegar hún kom við hann.
Hún titraöi sjálf. Þetta var jafn-
vel enn þungbærara en að sjá hús
gögnin frá Stebbings i nýju
ibúðinni London. Herbergið
hennar mömmu. t Stebbings
hafði hún ekki einungis sofið þar
— og faðir þeirra, þegar hann var
heima — heldur hafði það verið
þar sem öll alvarleg einkamál
fjölskyldunnar höfðu gerzt og
vandamál hennar verið rædd.
Þar hafði verið talað saman, sem
Fanney kallaði að rökræða,
refsað og mældur hiti, þegar
veikindi steðjuðu að. Railton
læknir skoðaði börnin i þessu her-
bergi, og þau fengu að liggja i
rúminu þar á daginn, þegar þau
voru veik. Hugh og Caddie höfðu
bæði fæözt i þessu herbergi.
Þaðan lágu allir þræðir á
heimilinu i Stebbings, þó að þau
hefðu ekki fyrr gert sér grein
fyrir þvi. Þessi ljósrauðu og
rjómagulu húsgöng, breitt rúmið
með höfuðgafli klæddum
glitofnum dúk i gylltri umgjörö,
tigulsteinagólfið og gluggahler-
arnir, allt var þetta italskt,
framandi, en á snyrtiborðinu
voru samt enn þá myndirnar af
þeim, eins og þær höfðu alltaf
verið: Philippu, Hugh og Caddie.
Undir glerinu á myndinni af Hugh
var brúnn hárlokkur af ungbarni.
Þarna var lika nálapúðinn, sem
Philippa hafði búið til i skólanum
og haft hann i laginu eins og epli,
prjónastokkurinn, sem Hugh
haföi smiöað i skolanum og
brennt fangamark Fanneyjar,
F.C. á lokið Þetta er ekki lengur
til neins hugsaði Hugh með sér.
Það voru miklu fleiri flöskur og
krukkur en þar höfðu verið áður,
og burstarnir voru nýir Ef til vill
höfðu gömlu burstarnir með
englahöfðunum veriö of fornfá-
legir til þess aö fara með þá á
þetta sveitasetur. Nýju
burstarnir voru i stil við bláu og
gylltu klukkuna á náttboröinu.
,,Er hann óskaplega rikur? spurði
Caddie. „Þegiðu!”
Caddie varð glöð, þegar hún sá
við hliðina á klukkunni vörulista
með stirðlegri rithönd Fanneyjar
og hjá honum litlu bókina i græna
leðurbandinu „í fótspor
frelsarans”, sem hafði verið hjá
rúmi Fanneyjar, siöan börnin
mundu eftir sér. Danny hafði
nagað eitt hornið, þegar hann var
hvolpur og öörum megin var
hringur, þar sem Philippa hafði
einu sinni lagt frá sér bolla.
Þetta herbergi var i óreiðu.
Einhver hafði klætt sig þar og
fleygt fötum á viö og dreif. Caddie
sletti i góm um leið og hún tók upp
undirkjól. Hann var úr þunnu efni
útsaumaður og blúndulagður.
„Hann er af mömmu. En hvað
þetta er ólikt henni.”
„Haltu þér saman. Láttu hann
á sinn stað,” sagði Hugh enn þá
byrstari,-
Þau litu aftur inn i búningsher-
bergið, sem þau voru búin að
skoða. Dyrnar voru opnar, eins
og þau gengju út og inn og töluðu
saman meðan þau voru að klæða
sig. Á náttboröi öðru megin við
rúmið var hlaði af bókum. Þar
voru einnig sigarettur og ösku-
bakki. „Hún leyfir honum að
reykja i rúminu,” hvislaði Caddie
„Hún leyfði ekki pabba það.”
1 Timanum stóð aðeins þessi
klausa: Darrell Charles Claver-
ing hefur verið veittur skilnaður
frá eiginkonu sinni Frances
Clavering vegna hjúskaparbrots
hennar með Robert Paston Quill-
et (kvikmyndastjóra) og gerðist
það i ibúð Quillets við Lowndon-
torg 12. október. Hershöfðinginn
og frú Clavering voru gefin sam-
an árið 1945 i kirkju heilags
Mikjálks við Chester götu. Þau
áttu þrjú börn. Clavering hers-
höfðingja var falin umsjá tveggja
yngri barnanna, og mun hann
einnig greiða málskostnaðinn.
Hin dagblöðin höfðu ekki veriö
jafn fáorð. Sum þeirra birtu fyrir
sagnir eins og: „Sendiboði
drottningarinnar sækir um hjóna-
skilnað.” „Þekktur kvikmynda-
stjóri, Rob Quillet (frægur fyrir
myndirnar Demantspipuna og
Uppskeruhátiðina kærður fyrír
hórdóm.”
Philippu og Hugh hafði veriö
sagt undan og ofan af þvi, sem
gerðist — „En Darrell hefði átt að
lofa mér að segja Hugh frá þvi,”
hafði Fanney hrópað — Caddie
hafði ekki vitað neitt, fyrr en
páskafriiö var á enda. Darrell
hafði sagt við hin börnin: „Það
veldur henni minni sársauka að
heyra það, þegar búið er að útkljá
málið”. „Olli það minni sárs-
auka,” hefði Caddie getað spurt.
— Henni hafði verið komið burt,
send i páskafri til Devonshire.
„Þér var ekki komið burt. Þig
langaði að fara,” sagði Philippa.
„Það var námskeið i að sitja á
hesti,” sagði Caddie, eins og það
hefði ráðið úrslitum. Jafnvel mitt
i þjáningunni, ljómaði andlit
hennar, þegar hún minntist þess-
ara daga. „Ég lærði heilmikið,”
sagði hún „og Tópas lika.”
„En grunaði þig ekkert?”
spurði Hugh. „Fannst þér pabbi
ekki sérstaklega góður? Borga
fyrir þig og láta flytja Tópas alla
leið til Dartmoor eftir all fjasið,
þegar þú fékkst hann?”
„Ég hélt, að hann væri farinn
að meta Tópas,” sagði Caddie.
„Ó, Caddie!” Þau gátu ekki var-
izt hlátri. „Það var bara til þess
að slá ryki i augun á þér, blessað
barn,” sagði Hugh.
„Það var næstum of auðvelt,”
sagöi Philippa. — „Þig hlýtur að
hafa grunað eitthvað. Þú hlýtur
aðhafa heyrt einhvern ávæning.”
„Hvernig?” spurði Caddie. —-
„Ég hlusta aldrei.”
„Við vitum það,” sagði Philippa.
„En samt sem áður ... Mamma
allan þennan tima hjá ísabellu
frænku i Skotlandi.”
„En tsabella frænka var aö
deyja. Hún dó.”
„Og siðan fórum við öll fyrir
jólin til Sviss með mömmu.
„Mér fannst andstyggilegt að
fara, sagði Caddie. — Darrell
haföi sett þau skilyrði „Skil-
yrði?” hafði Fanney spurt, þegar
Rob kom af fundi hans. „Hann
getur sett skilyrði,” sagði Rob.
„Það er ekki nema réttlæti.”
Þennan nóvembermorgun hafði
Fanney beðið i dagstofunni i
piparsveinsibúð Robs. — Það var
allt of heitt inni, þvi að sambýlis-
húsið var hitað upp með miðstöð.
Fanneyju fannst loftið þungt og
mollulegt, þvi að hún var vön
enska kuldanum i Stebbings. Hún
opnaði gluggann upp á gátt og sat
hjá honum. Oti á torginu var
stanzlaus umferð og sifelldur há-
vaði á Riddarabrú. — Bilar voru
settir i gang, og þeim ekið af bila-
stæðunum hjá göröunum við torg
ið. Jólaösin stóð sem hæst. Hróp
og köll kváðu við, og konur þyrpt-
ust inn i Wollands Narvey
Nichols, eins og hún mundi hafa
gert sjáíf ef allt hefði verið eins og
i fyrra. Allir voru á þönum önnum
kafnir, en i stofunni, þar sem hún
sat,varkyrrt og hljótt: aðeins tif-
ið i klukkunni og hjartsláttur
hennar sjálfrar. — Við hliðina á
henni var skál með litlum brons-
gulum krysanþemum, sem Rob
hafði keypt handa henni um
morguninn. Af hluttekningu með
henni hafði hann farið búð úr búð
til þess að kaupa handa henni
gjafir. Litur blómanna var eins
og glóð, og hinn sterki ilmur
þeirra fyllti stofuna, en Fanney
fiktaði viðblómin og handlék þau
ómjúklega, meðan hún beið, tog-
aði i þau og sleit burt krónublöðin,
þangað til ilmurinn loddi við fing-
ur hennar. Þegar Rob kom inn,
lokaði hann dyrunum hljóðlega á
eftir sér og settist bliðlega hjá
henni eins og til þess að vernda
hana. Þá var hún ekki lengur i
vafa um, að hann hafði slæmar
fréttir að færa. „En hvers gat ég
vænzt?” hugsaði Fanney með
sér.
Hún heyrði ekki nema fátt af
þvi, sem Rob sagði: Það var eins
og hann væri að segja eitthvað,
sem hann hafði lært utan að.
„Darrell er auðvitað að hugsa um
börnin.” — „Auðvitað,” sagði
Fanney hljómlaust. „Hann var
mjög réttlátur.” „Hann hefur
alltaf verið það,” sagði Fanney.
,,... ekki heppilegt að gera ráð-
stafanir núna, þegar jólafriið
þeirra er að byrja. Hann biður þig
að fara til Stebbings til þess að
hitta þau. Hann lofaði að koma
ekki þangað. Hann vill ekki, að
neinn fái vitneskju um þetta, fyrr
en nauðsynlegt er. Ég held, að
hann voni enn, að þér snúist hug-
ur.” Fanney beygði sig yfir hálf-
kramda krysanþemu og tók að
reyta af henni krónublöðin, og
eftir stundarkorn tók Rob aftur til
máls: „Til þess að ekki verði far-
ið að slúðra um það, hvers vegna
hann sé ekki heima um jólin,
skaltu fara með börnin til Sviss.”
1320
Lárétt
I) Gamalmenna.- 6) Gata,- 7)
Eins,- 9) 499.- 10) Ruggaði.-
II) Ending.- 12) Útt,- 13)
Kona.- 15) Gólandi.-
Lóðrétt
1) Gambri.- 2) Tónn.- 3) Lifs-
vakning.- 4) Efni.- 5) Gam-
alli.- 8) Veizla,- 9) Hreyfing.-
13) Fisk.- 14) Útt,-
Ráðning á gátu No. 1319
Lárétt
1) Æskulif.- 6) Api,- 7) Tá,- 9)
Me.- 10) Ilmandi.- 11) Na.- 12)
In.- 13) Tin,- 15) Iðunnar,-
Lóðrétt
1) Ættingi,- 2) Ka,- 3) Uppal-
in,- 4) LI,- 5) Fáeinir.- 8) Ála,-
9) MDI,- 13) TU.- 14) NN.-
1 2 'i Lt
l ö
lO .
n n
n H'
/.!>
HVELL
G
E
I
R
I
ill
iiii
1
Sunnudagur
28. janúar.
8.00 Morgunandakt Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veöurfregnir.
8.15 Létt morgunlög. Banda-
riskir listamenn flytja.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ystugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar.
11.00 Messa i Bústaðakirkju.
Prestur: Séra Ólafur Skúla-
son. Organleikari: Jón G.
Þórarinsson
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.25 Múhameð og Islam.Séra
Rögnvaldur Finnbogason
flytur fjórða og siðasta er-
indi sitt.
13.45 (i stað 13.25) Múhameð
og Islam. Séra Röngvaldur
Finnbogason flytur fjórða
og siðasta erindi sitt.
14.20 Miðdegistónleikar:
„Tannháuser”, ópera eftir
Richard Wagner.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Gestur á Ma,lIorka.
Frásögn Katrinar Jósefs-
dóttur á Akureyri. Heiðdis
Norðfjörð les.
17.20 Sinfóniuhljómsveit Is-
lands Ieikur létta tónlist I út-
varpssal. Lög úr söngleikj-
um og kvikmyndum. Páll P.
Pálsson'stj.
17.50 Sunnudagsiögin
18.30 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill.
19.35 . Úr segulbandasafninu.
20.00 Óperan „Tannhauser”
eftir Richard Wagner. Árni
Kristjánsson tónlistarstjóri
kynnir 3. þátt
21.00 Ljóð eftir Erick Fried.
Þýðandinn, Erlingur E.
Halldórsson, les.
21.10 Sylvia Geszty syngur lög
úr óperettum með kór og
hljómsveit útvarpsins i
Berlin: Fried Walter stj.
21.30 Lestur fornrita: Njáls
saga.Dr. Einar Ól. Sveins-
son prófessor les (13)
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Frá handknattleiksmóti Is-
lands I LaugardalshölI.Jón
Asgeirsson lýsir keppni.
22.45 Danslög
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Sunnudagur
28. janúar
17.00 Endurtekið efni. Eld-
stöðvar i jöklum.
17.30 Meira en augað sér.
Bandarisk fræðslumynd um
augu og sjón manna og
dýra. Þýðandi Guðbjartur
Gunnarsson. Aður ádagskrá
7. október 1972.
18.00 Stundin okkar.Sýnd er
mynd um „Töfraboltann”
og „fjóra félaga”. Barnakór
syngur, og 12 ára börn úr
Barnaskóla Selfoss, Mela-
skólanum i Reykjavik og
Barnaskóla Akraness taka
þátt I spurningakeppni.
Umsjónarmenn Sigriður
Guðmundsdóttir, og Her-
mann Ragnar Stefánsson.
18.50 Enska knattspyrnan.
19.40 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Fjölleikahús barnanna.
21.30 Sólsetursljóð. Fram-
haldsmynd frá BBC. 4.
þáttur. Sáning.
22.15 Aldursákvarðanir.
Fræðslumynd frá Time-Life
um fornleifarannsóknir.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
22.45 Að kvöldi dags. Sr.
Bernharður Guðmundsson
flytur hugvekju.
22.55 Dagskrárlok.